Morgunblaðið - 24.07.1997, Page 10

Morgunblaðið - 24.07.1997, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bidlistar eftir kransæðavíkkun eða hjartaþræðingu á Landspítalanum Undantekning ef bið- tíminn er sex mánuðir Hjartaaðgepðip, knansæðavíkkanir og krans- æðaþræðingar á Ríkisspítölum 1992-1997 Opnar hjartaaðgerðir Kransæða- víkkanir Hjarta- þræðingar 1992 254 161 597 1993 248 219 617 1994 267 230 497 1995 243 340 600 1996 228 347 570 1997 áætlun 250 400-500 600-700 Biðiisti fullorðnir 51 60-70 rúml. 100 Biðlisti börn 9 Aðg. á viku nú 5* aðeins bráðatilf. aðeins bráðatilf. Aðg. á viku haust 6-7* 6-10 15 'auk bráðaaðgerða Heimild: RklSSPlTALAR MEÐALBIÐTÍMI eftir kransæða- víkkun eða hjartaþræðingu á Landspítalanum er um tveir mán- uðir. Aðeins í undantekningartil- vikum ef sjúklingur hefur farið á biðlista rétt áður en dró úr starf- seminni yfir hásumarið er mögu- legt að biðin fari upp í sex mán- uði, segir Ingólfur Þórisson, að- stoðarforstjóri Ríkisspítalanna. Ingólfur segir að vel sé fylgst með sjúklingum á biðlistum og allt- af veitt bráðaþjónusta. Hins vegar hafi ekki verið tekið af 60 til 70 manna biðlista í kransæðavíkkanir og rúmlega 100 manna biðlista í hjartaþræðingar í sumar. Sjúkra- húsið gerir ráð fyrir að 6 til 10 kransæðavíkkanir og 15 hjarta- þræðingar verði gerðar á viku í haust. Með sérstöku átaki er mögulegt að gera allt upp í 10 hjartaþræðingar á dag. Kransæðavíkkanir voru 161 árið 1992 en gert er ráð fyrir á bilinu 400 til 500 í ár. Hjartaþræðingar voru um 597 árið 1992 en gert er ráð fyrir 600 til 700 í ár. Óskað eftir auknu fjármagni Fram kom að forstjóri Ríkisspít- alanna hefði lýst yfír áhyggjum sínum vegna væntanlegrar leng- ingar biðlista í opnar hjartaaðgerð- ir í bréfi til heilbrigðisráðuneytisins 4. júní sl. Bent var á að koma mætti í veg fyrir lengingu biðlista með aukinni fjárveitingu en á þeim tíma var gert ráð fyrir að gerðar yrðu 4 opnar hjartaaðgerðir á viku yfir sumartímann. Fjármagnið fékkst ekki og Ingólfur segir að ástandið hafi verið heldur skárra en haldið hafi verið því reynst hafi unnt að gera 5 aðgerðir á viku. Nú er meðalbiðtími eftir opinni hjartaaðgerð um tveir og hálfur mánuður. Ef bráðaaðgerðir eru margar lengist biðtími annarra á biðlistanum. Alls er 51 fullorðinn og 9 börn á biðlista eftir opinni hjartaaðgerð á Landspítalanum. Af fullorðnum eru 24 67 ára eða yngri og 30 70 ára og eldri. Alls hafa verið fram- kvæmdar 140 opnar hjartaaðgerðir á árinu eða 12 fleiri en á sama tíma f fyrra. Alls hafa verið gerðar á bilinu 228 til 267 opnar hjartaað- gerðir á ári á Landspítalanum frá árinu 1992. Væntanlega verða gerðar 6 til 7 opnar hjartaaðgerðir á viku í haust. Samanlagt er gert ráð fyrir að gerðar verði 250 opn- ar hjartaaðgerðir á sjúkrahúsinu í ár. Opin hjartaaðgerð á fullorðnum kostar um 800.000 kr. og barni um 1.700.000 kr. Kransæðavíkkun kostar á bilinu 260.000-400.000 kr. og fer verðmunur aðallega eft- ir því hvort æðar eru fóðraðar eða ekki. Hjartaþræðing kostar 85.000 kr. Samanlagt kostar um 90 millj- ónir að eyða biðlistunum þremur í opnar hjartaaðgerðir, kransæða- víkkanir og hjartaþræðingar. Skortur á fé til tækjakaupa Ingólfur tók fram að áætlanir gerðu ráð fyrir að ný hjartarann- sóknarstofa yrði tilbúin 18. ágúst. Hins vegar hefði án árangurs ítrek- að verið óskað eftir rekstrarfé til rannsóknarstofunnar og fjölgunar kransæðavíkkana. Fé til tækja- kaupa væri af skornum skammti og þyrfi fjárframlagið a.m.k. að vera tvöfalt hærra en nú. Núver- andi hjartaþræðingartæki væri t.a.m. frá árinu 1984. Tækjakost- inum mætti líkja við tölvubúnað og vildu víst fæstir vera að nota 13 ára gamlar tölvur í jafn örri tækniþróun og raun bæri vitni. Annar stór vandi sjúkrahússins felst í því að flöskuháls myndast í aðgerðir þegar sjúklingar halda dýru legurými vegna skorts á ódýr- ari rými, t.d. á hjúkrunarheimilum eða i endurhæfingu. Að mati yfir- læknis endurhæfingardeildar Landspítalans hafa 49 sjúklingar á bráðadeildum spítalans ekki þörf fyrir bráðaþjónustu. Átján geta verið á öldrunarstofnunum og 31 á endurhæfingastofnunum. Fangelsaður eftir að hafa játað innbrot LÖGREGLAN hefur upplýst inn- brot í fyrirtæki við Bíldshöfða og sumarbústað í Ámessýslu. Þjófur- inn hefur þegar hafið afplánun eldri dóms. í fyrirtækinu var stolið tölvu og fleiri munum og úr sumarbústaðn- um hurfu tvö sjónvarpstæki. Lög- reglan yfirheyrði mann, sem hefur ítrekað komið við sögu innbrota og viðurkenndi hann verknaðinn. Sjónvarpstækin eru þegar fundin og var þeim komið til réttra eig- enda. Eftir játninguna fór maður- inn beint í fangelsi, þar sem hann afplánar eldri dóm. Víkurströnd - Seltjarnarnesi % Til sölu þetta fallega og glæsilega 305 fm parhús með 34 fm inn- byggðum bílskúr. Stórar stofur, 4-5 svefnherbergi, stúdíólbúð með sérinngangi á neðri hæð. Glæsilegt sjávarútsýni. Upplýsingar veitir Fasteignamarkaðurinn ehf. m FASTEIGNAMARKAÐURINN ehf óðinsgötu 4. Símar 551 -1 540, 552-1 700 J Til sölu í Hafnarfirði Sævangur 37: Vandað einbýlishús. 6 herb. (búð 135 fm á aðalhæð. 52 fm rúmgóður kjallari. Útsýni til sjávar yfir óbyggt hraunsvæöi. Kaldakinn 8: 139 fm einbýlishús, hæð, kjallari og ris. Mjög fallegur blóma- og trjágarður. Góðurhús. Elgnin er I fyrsta flokks ástandi. Austurgata 9: 5 herb. Ibúð 150 fm á tveimur hæðum. Verö 7,8 mlllj. Miðvangur 41: 2ja herb. (búð á 3. hæð I lyftuhúsi. Verð 5 mlllj. Arnahraun 11: 4ra herb. íbúö á 2. hæö. Verö 6,5 millj. La Maria/Spáni: 3jaherb.fallegt43fmraðhús.Verö2,6mlllj. Árni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sími 555 0764. Askorun stjórnar Landssamtaka hjartasjúklinga til þriggja ráðherra Fjölga þarf hjartaaðgerð- um nú þegar STJÓRN Landssamtaka hjarta- sjúklinga skorar á forsætis-, Q'ár- mála- og heilbrigðisráðherra að beita sér strax fyrir fjölgun krans- æðaskurðaðgerða og kransæða- vikkana hér á landi. Jafnframt er í fréttatilkynningu frá stjórninni í framhaldi af fréttum um langa biðlista i hjartaaðgerðir bent á nokkur mikilvæg rök fyrir þessu. Ástandið óviðunandi Fram kemur að hagur ríkissjóðs fari batnandi og því sé skýlaus krafa Landssamtakanna að hætt verði við þann mikla niðurskurð og sumarlokanir sem verið hafí á sjúkrahúsum landsins. Núverandi ástand sé óviðunandi og liggi ljóst fyrir að það geti haft alvarlegar afleiðingar og beri því stjórnvöld- um að taka þessi mál föstum tök- um. „Fyrir hendi eru vel menntaðir skurðlæknar og sérhæft starfsfólk til þess að gera 5 til 7 aðgerðir á viku, sem talið er nægilegt til að halda biðlista innan viðunandi marka. Til þess að ná því marki þarf að taka sem fyrst í notkun ný hjartaþræðingar- og kransæða- víkkunartæki," segir í fréttatil- kynningunni. Þjóðhagslega hagkvæmar aðgerðir Fram kemur að eftir því sem aðgerðum fjölgi verði þær þjóð- hagslega hagkvæmari og ódýrari. Hafa verði í huga þann undraverða árangur er fáist úr slíkum aðgerð- um og geti flestir hafið vinnu að nýju um 4 mánuðum eftir krans- æðaaðgerð og eftir röskan mánuð ef útvíkkun kransæða heppnist. Flestallir nái að nýju fullri orku til þess að vinna fyrri störf. Ennfremur segir að fyrsta bar- áttumál LHS hafí verið að fá umræddar aðgerðir gerðar hér á landi. „Var það eflaust mesta heillaspor okkar í hjartalækning- um og því samfara færðist ómet- anleg þekking til landsins. Árang- ur þessi hefur vakið alþjóðaat- hygli og stöndum við þar á meðal þeirra fremstu í heiminum í dag.“ Stjórnin tekur fram að hún hafi staðið fyrir fjársöfnunum hjá þjóð- inni í rösk 13 ár og hafí þær mjög oft beinst að kaupum á tækjum fyrir skurðdeild Landspítalans svo og hjartadeildir á höfuðborgar- svæðinu og um land allt. Söfn- unarféð nemi á annað hundrað milljónum króna. Varað við flæði- skerjum UNGUR Reykvíkingur komst naumlega í land af flæðiskeri á Hólmasundi út af Ánanaust- um síðdegis á þriðjudag. Lög- regla telur að setja verði upp skilti svo fólk átti sig á hve hratt fellur að. Lögreglunni var tilkynnt um vandræði unga borgarans en þegar hún kom á vettvang hafði honum tekist að komast nánast þurrum fótum í land. Lögreglan segir algengt að börn og unglingar stikli út í skerin og vari sig ekki á flóði. Því sé æskilegt að setja upp varúðarskilti. Ekki alvar- lega slasaður LITLA drengnum, sem varð fyrir bíl á Vopnafirði á þriðju- dag, heilsast vel eftir atvikum, að sögn lögreglu. Hann er töluvert bólginn og marinn, en ekki alvarlega slasaður. Drengurinn, sem er eins árs gamall, var með foreldrum sín- um við bifreiðaverkstæði á Vopnafirði. Bíl var ekið að húsinu, hann stöðvaður og skömmu síðar ók ökumaður hans af stað að nýju. Þá hafði drengurinn náð að fara frá foreldrum sínum og lenti hann utan í afturhjóli bílsins. Öku- maðurinn stöðvaði strax og var drengurinn þá laus undir bílnum innan við hjólið. Bíllinn hafði vart færst nema einn metra úr stað, að sögn lög- reglu. Frændur gleymdu deilum TVEIR norskir sjóliðar og einn íslendingur voru fluttir á slysadeild eftir átök á veitinga- stað í miðborg Reykjavíkur í fyrrinótt. Meiðsli mannanna þriggja voru smávægileg, skrámur og mar. Við yfirheyrslur í gær kom í ljós að reiðin var runnin af mönnum og tilefni átakanna gleymt. Mennirnir töldu þó lík- legt að það hefði verið af per- sónulegum toga, en ekki tengst ósamkomulagi þjóð- anna um fiskveiðar. Játaði íkveikju SAUTJÁN ára piltur hefur viðurkennt að hafa kveikt í íbúð við Vesturberg um síð- ustu helgi. Eldur kom upp í íbúðinni um helgina og þegar lögreglan kom á vettvang logaði I gluggatjöldum og sófa. Grun- ur vaknaði um að kveikt hefði verið í og leiddi rannsókn málsins til þess að pilturinn var yfírheyrður. Hann viður- kenndi að hafa teygt sig inn um opinn gluggann og borið eld að gluggatjöldunum. íbúðin var mannlaus þegar eldurinn kom upp, en töluverð- ar skemmdir urðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.