Morgunblaðið - 24.07.1997, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ
UR VERINU
FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1997 19
Morgunblaðið/KVM
MAGNUS Soffaníasson, framkvæmdast]'(5ri Soffaníasar Cecilssonar
hf., í hinu nýja húsnæði.
*
Ibúðir í stað verbúða
GrundarQörður. Morgunblaöið.
SOFFANÍAS Cecilsson hf. í Grund-
arfirði hefur byggt tólf stórglæsileg-
ar íbúðir, sem leigðar eru starfsfólki
fyrirtækisins. Tíu íbúðir eru 80 fer-
metrar en tvær þeirra eru um 100
fennetrar.
Ibúðimar eru ákjósanlegar fyrir
fjölskyldufólk og gætu verið „stökk-
pallur" fyrir þá sem vill flytja til
Grundarfjarðar og kaupa sér eigið
húsnæði síðar. Telja má fullvíst að
leitun sé að því íyrirtæki sem býður
starfsfólki sínu eins glæsilegt hús-
næði og hér er raunin og verður
þetta vonandi öðrum til eftirbreytni.
Nú þegai- hafa nokkrir starfsmenn
fyrirtækisins flutt í íbúðirnar og
sumii’ með fjölskyldur sínar. Arki-
tekt að íbúðunum er Benjamín
Magnússon
Umdeildar veiðar
KONUNGLEGU brezku fugla-
verndarsamtökin hafa ásakað Dani
um ólöglegar veiðar á sandsíli innan
lögsögu Breta. Samtökin telja að
með veiðum þessum stofni Danir
fuglalífi í hættu og raski öðrum fisk-
veiðum á svæðinu.
Dönskum skipum eru heimilar
sandsílaveiðar utan 12 mílna lögsögu
Breta á fiskimiðum sem nefnd eru
Wee Bankie utan Forth-fjarðar.
Haft er eftir áreiðanlegum heimild-
um innan danska sjávarútvegsins að
slakt eftirlit Breta hafi leitt til þess
að danskir skipstjórar veiði að jafn-
aði innan 12 mílna markanna á Wee
Bankie og víðar við austurströndina
innan markanna. Talið er að Danir
hafi veitt meira en milljón tonn af
sandsfli í Norðursjó á þessu ári.
Sandsíli er eingöngu veitt í bræðslu.
Hcimild EuroFish Report.
Norræni laxasjóðurinn
stofnar til tilraunaveiða
á rækju við A-Grænland
Þormóður rammi - Sæberg leggur til skip til vinnslu aflans
NORRÆNI laxasjóðurinn hefur
komið á samkomulagi um tilrauna-
veiðar á rækju við austurströnd
Grænlands. Samkomulagið byggir á
samvinnu sjóðsins, Samtaka veiði-
manna á Grænlandi, KNAPK, og
Þormóðs ramma - Sæbergs í Siglu-
firði og á Ólafsfirði. Verkefninu er
ætlað að skapa atvinnu fyrir sjó-
menn við austurströnd Grænlands.
Samtök veiðimanna á Grænlandi
hafa tryggt þúsund tonna rækju-
kvóta frá grænlenzku heimastjórn-
inni á þessu ári. Samtökin leggja
ennfremur til 9 báta til veiðanna.
Þormóður rammi - Sæberg leggur
til tvö skip, sem munu taka á móti
afla bátanna, vinna hann um borð og
selja afurðimar.
Auðug rækjumið
Talið er að undan austurströnd
Grænlands séu auðug rækjumið.
Stofnmat er takmarkað og nauðsyn-
legt er að stunda einhverjar veiðar
til að meta mögulegan afrakstur.
Fiskveiðiráð norðvestur-Atlants-
hafsins lagði fram skýrslu um rækju-
stofninn í nóvember á síðasta ári í
kjölfar tveggja rannsóknarleiðangra.
Veiðamar verða stundaðar á milli
60. og 64. breiddargráðu innan
þriggja mílna frá landi og munu hefj-
ast í ágúst, þegar búizt er við að ís-
inn á svæðinu hafi rekið norður af
því. Eftirlitsmaður frá Grænlandi
verður um borð í báðum frystiskip-
unum.
Róbert Guðmundsson, stjórnar-
formaður Þormóðs ramma - Sæ-
bergs segir að fyrst í stað verði farið
með togarann Hvannaberg til að
taka á móti og vinna rækjuna. Fyrir-
komulagið verður með þeim hætti að
50 til 70 tonna togbátar stunda veið-
arnar, en Hvannabergið tekur pok-
ann frá þeim og vinnur rækjuna. Ró-
bert segir að vonazt sé til að rækjan
sé bæði stór og góð, þannig að hún
verði fyrst og fremst fryst hrá á
markaði í Japan og sú smærri soðin
og fryst í skelinni fyrir mai-kaði í
Evrópu. Rækjan verður svo seld í
ALOE VERA
Náttúrusnyrtivörur
úr ekta
ALOE VERA
Bankastræti 3, sími 551 3635.
gegn um SH eins og aðrar afurðir
fyrirtækisins.
Ætlað að skapa atvinnu
Oití Vigfússon, framkvæmdastjóri
Norræna laxasjóðsins, segist vonast
til að veiðarnar gangi vel. Þeim sé
ætlað að skapa atvinnu á Grænlandi
í kjölfar þess að laxveiðum í sjó hef-
ur verið hætt. Sjóðurinn hefur áður
stuðlað að veiðum á grásleppu,
krabba og ígulkerum.
IÐUNNAR
APOTEK
á faglega traustum grunni
í stærstu læknamiðstöð landsins
OPIÐ VIRKA DAGA
.9 - 19_
1 + ©
DOMUS
MEDICA
Egilsgötu3101 Reykjavík sími5631020
Sterk, létt og lofta vel ... Regnfatalínan
Nú kr. 4.603
ANCIENT
100% vatns-
og vindheit
Stærðir:
S-XXL 2 litir
‘Taska fylgir
Verð \a.&ær
Nú kr. 6.806
FESTIVAL BARNAREGNSETT
Stærðir: 4-10 ára -4 litir
‘Taska fylgir
Verð kr. 8.-922"
Verð nú kr. 2.745
1997
FRÁ
agu t&sport®
HOLLANDI
E) i w
__y \mm
V/SA
PÓSTSENDUM UM ALLT LAND
mm Relðhjólaverslunin ......
ORN/NN0*
SKEIFUNN111, SÍMI588 9890
TRAVEL REGNSETT
100% vatns- og vin
‘Taska fylgir
Verð kr.-6r576'
X-RAIN
100% vatns- og vindhelt
Öndunarefni
Stærðir: S-XXL - 3 litir
Verð krr-9:995
W0RKER
100% vatns- og vindhelt
Stærðir: S-XXL - 2 litir
* Taska fylgir
Verð kr.-SriTZ'
Verð nú kr. 4.040
Opið laugardaga kl. 10-14
CELTIC REGNSETT
100% vatns- og vindhelt
Stærðir: S-XL - 2 litir
* Taska fylgir
Verð kfr-47933
Verð nú kr. 3.452
PLANET UNIVERSE
100% vatns- og vindhelt
Stærðir: S-XXL - 2 litir
* Taska fylgir
Verð kA-7r995
Verð nú kr. 5.596