Morgunblaðið - 24.07.1997, Page 20
MORGUNBLAÐIÐ
2Ó FIMMTUDAGUR 24. jUU’ Í99Í' 1_____________________
ERLENT
Sími forstjóra
PRISA hleraður
Malaga. Morgunblaðið.
FUNDIST hefur hlerunarbúnaður
í síma forstjóra PRISA-fjölmiðla-
samsteypunnar á Spáni. Innan-
ríkisráðherra Spánar hefur hleypt
af stað opinberri rannsókn.
Hlerunarbúnaðurinn fannst í
síma forstjórans á mánudag og
sagði í yfirlýsingu frá PRISA að
málið gæti aðeins talist mjög alvar-
legt. Búnaðurinn er mjög fullkom-
inn og var með honum ekki einung-
is unnt að hlera símtöl forstjórans,
Jesus de Polanco, heldur einnig öll
þau samtöl sem fram fóru á skrif-
stofu hans.
Enginn vafi þykir leika á að
þaulvanir atvinnumenn hafi komið
búnaðinum fyrir. Ekki er vitað
hversu lengi samtöl forstjórans
voru hleruð með þessum hætti.
PRISA-hópurinn rekur nokkra
af öflugustu fjölmiðlum Spánar,
m.a. stærsta dagblað landsins E1
Pais. Það blað hefur löngum þótt
hallt undir sósíalista sem nú eru í
stjórnarandstöðu á Spáni.
Heldur grunnt hefur verið á því
góða með ráðamönnum PRISA og
stjórn Jose Maria Aznar forsætis-
ráðherra Spánar. PRISA og sósíal-
istar gagnrýndu harðlega „fót-
boltalögin" svonefndu sem stjórnin
fékk nýlega samþykkt á þingi og
fela m.a. í sér að samningar sem
PRISA hafði gert um beinar út-
sendingar frá spænskum knatt-
spyrnuvöllum falla úr gildi. Hefur
því verið haldið fram að þau lög
feli í sér stjórnarskrárbrot.
Þá hélt forstjóri Antena 3-sjón-
varpsstöðvarinnar því fram nú í
vor að talsmaður ríkisstjórnar
Aznars hefði hótað sér fangelsis-
vist gengi hann til samstarfs við
PRISA-hópinn varðandi útsend-
ingar frá knattspyrnuleikjum á
Spáni. Talsmaðurinn hefur stað-
fastlega neitað því að hafa haft í
frammi þessa hótun.
Símahleranir hafa færst mjög í
vöxt á Spáni á undanförnum árum.
Almenningur getur nálgast slikan
búnað í verslunum og er hann í
sumum tilfellum mjög fullkominn.
Þá hafa og tekið til starfa fyrir-
tæki sem kveðast sérhæfa sig í
„rannsóknum" sem í mörgum til-
fellum eru taldar varða við lög.
Kannað hvort Snorri
hafði rétt fyrir sér
HÁLFDÁNARHAUGURINN í
Steinsfirði í Noregi, verður opn-
aður í lok næsta mánaðar og
ætti þá að koma í Jjós hvort að
Snorri Sturluson hafði rétt fyrir
sér um dauða Hálfdáns svarta
árið 860. Norskir fornleifafræð-
ingar eru að vonum spenntir
yfir því hvað kann að finnast í
haugnum.
Verður ekki fullkannaður nú
en ástæða þess að ráðist er í
verkið er hreyfing á haugnum,
sem hefur lækkað um 5 sm á
síðustu fimm árum. Fornleifa-
fræðingar segja að eitthvað
kunni að vera að brotna niður
eða að grunnvatnsstaðan þar
hafi lækkað.
Til að byrja með verður graf-
ið tvo metra niður í hauginn
og niðurstaða þeirrar rann-
sóknar ræður hvort henni verð-
ur haldið áfram. Þá verður
jarðvegurinn við hauginn rann-
sakaður, kjarnaborun gerð og
greining á frjókornum. Vonast
fornleifafræðingarnir til að
niðurstaðan nægi til að sýna
uppbyggingu haugsins og áætla
aldur hans.
Snorri segir frá dauða Hálf-
dáns svarta, sem árið 860 að
talið er. Vonast fornleifafræð-
ingar til að sjá hvort frásögn
Snorra standist, en reynist
haugurinn eldri, þarf að endur-
skrifa hluta sögu Noregs. Forn-
leifafræðingarnir útiloka ekki
að skip sé í haugnum eða graf-
hýsi. Er það ástæðan fyrir því
að þeir vi(ja ekki fara lengra inn
í hauginn að þessu sinni, þvi
verði sú raunin, standa þeir
frammi fyrir risaverkefni sem
þeir hafa ekki tök á að sinna nú.
FULLTRÚAR Rauða krossins frá báðum Kóreuríkjunum takast í hendur við upphaf
viðræðna um matvæiaaðstoð til Norður-Kóreu.
Rauði krossinn í Suður-Kóreu
Veitir matvælaaðstoð
til Norður-Kóreu
Seoul. Peking. Reuter.
RAUÐI krossinn í Suður-Kóreu
skýrði frá því í gær að samningur
um matvælaaðstoð til Norður-
Kóreu yrði líklega undirritaður í
vikunni. Viðræður milli fulltrúa
samtakanna frá báðum Kóreuríkj-
unum hófust í Peking í gær.
Lee Byoung-woong, formaður
Rauða krossins í Suður-Kóreu,
sagði að samtökin hefðu boðist til
að senda 50 þúsund tonn af mat-
vælum til Norður-Kóreu, sem er
svipað magn og sent var fyrr á
árinu. Formaður Norður-kóreska
Rauða krossins sagði við frétta-
menn í gær að það væri of litið,
sérstaklega miðað við framlög frá
öðrum ríkjum. Hann bætti þó við
að viðræðurnar væru á vinsamleg-
um nótum og að hann væri bjart-
sýnn á framgang þeirra.
Hrísgrjón og kom verða uppi-
staða matvælasendingarinnar, sem
væntanleg er í október, en samtök-
in buðust einnig til að gefa fatnað
og lyf. Matvælaaðstoð Rauða
krossins er eina löglega leiðin til
að senda neyðaraðstoð frá Suður-
Kóreu til Norður-Kóreu, þar sem
talið er að um 800 þúsund börn
séu vannærð og hætta er á að
milljónir manna deyi úr hungri.
Norður-Kórea
á krossgötum
Sendimenn Bandaríkjastjórnar,
Sam Nunn og James Laney, komu
á þriðjudag til Seoul, höfuðborgar
Suður-Kóreu, til að skýra utanríkis-
ráðherranum Yoo Chong-ha frá
fundi sem þeir áttu með leiðtogum
Norður-Kóreu á mánudag. Er það
liður í undirbúningi viðræðna sem
hefjast í New York 5. ágúst, milli
embættismanna frá báðum Kóreu-
ríkjunum, Bandaríkjunum og Kína,
um friðarsaming sem binda mun
formlega enda á Kóreustríðið, en
því lauk með vopnahléi árið 1953.
Nunn og Laney sögðu við frétta-
menn í Seoul að fundurinn hefði
verið opinskár og gagnlegur.
„Norður-kóreskir embættismenn
þökkuðu viðbrögð alþjóðasamfé-
lagsins við matvælaskorti í land-
inu, og óskuðu eftir áframhaldandi
neyðaraðstoð. Þeir óskuðu einnig
eftir frekari efnahagssamvinnu og
að Bandaríkin afléttu efnahags-
legum þvingunum“, sögðu Nunn
og Laney í sameiginlegri yfirlýs-
ingu.
Nunn sagði að þeir hefðu flutt
yfirvöldum í Norður-Kóreu þau
skilaboð að þau stæðu á mikilvæg-
um krossgötum, og valið stæði á
milli enn frekari einangrunar lands-
ins eða samvinnu við önnur ríki.
Ef stjórnvöld kysu samvinnu,
mættu þau búast við að geta hafið
uppbyggingu í landinu með aðstoð
frá Alþjóðabankanum og Þróunar-
banka Asíu. „Ný leið hefur opnast,
leið sem byggir á samvinnu en
ekki ógnun.“
Aðeins Bretar og Svíar styðja
niðurskurð í landbúnaði
Brussel. Reuter.
TILLÖGUR framkvæmdastjómar Evrópu-
sambandsins um niðurskurð landbúnaðar-
styrkja, sem talinn er nauðsynlegur eigi
stækkun sambandsins til austurs ekki að
bera fjárhag þess ofurliði, voru gagnrýndar
harðlega á fundi landbún-
aðarráðherra aðildarríkj-
anna í fyrradag. Aðeins
Bretland og Svíþjóð styðja
hinar róttæku tillögur
framkvæmdastjórnarinn-
ar.
Hagsmunasamtök
bænda hafa nú þegar risið
upp gegn tillögunum, en þær kveða á um
að afurðaverðið til bænda, sem ESB ábyrg-
ist, verði lækkað verulega. Bændur fái bóta-
greiðslur en þær verði mun lægri en sem
nemur tekjutapinu vegna verðlækkunarinn-
ar.
Upprættu grunsemdir
og misskilning
Franz Fischler, sem fer með landbún-
aðarmál í framkvæmdastjórninni, kippti
sér ekki upp við viðbrögð ráðherranna, sem
flestir höfðu búizt við í ljósi þess mikla
þrýstings, sem þeir eru beittir af reiðum
bændum. „Við höfum upprætt ákveðnar
grunsemdir og misskilning," sagði Fischler
eftir fundinn. Hann sagði að þrátt fyrir
allt hefðu ráðherrarnir samþykkt að tillög-
ur framkvæmdastjórnar-
innar yrðu grundvöllur
frekari umræðna um
málið.
Landbúnaðarráðherra
Frakklands, Louis le
Pensec, sagði eftir fund-
inn að næðu tillögur
framkvæmdastjórnar-
innar fram að ganga myndi framleiðsla
landbúnaðarafurða dragast saman. Fram-
kvæmdastjórnin hefði látið hjá líða að hafa
samráð við bændur. Þá væri það merki
um veikleika í komandi samningaviðræð-
um um lækkun stuðnings við landbúnað
á vettvangi Heimsviðskiptastofnunarinnar
að draga úr niðurgreiðslum strax. Le
Pensec sagðist þó styðja þá tillögu að setja
þak á styrki, sem hver og einn bóndi gæti
fengið.
Jochen Borchert, landbúnaðarráðherra
Þýzkalands, sagði niðurskurðinn ónauð-
synlegan og að í tillögum framkvæmda-
stjórnarinnar væri ekkert jákvætt fyrir
bændur.
Landbúnaðarráðherra írlands, Joe
Walsh, sagði íra fallast á nauðsyn breyt-
inga en bæta yrði bændum tekjumissinn
að fuliu og tryggja að verðlækkunin skilaði
sér til neytenda.
Þörf á að ganga miklu
lengra að mati Breta
Brezki landbúnaðarráðherrann, Jack
Cunningham, sagði hins vegar að tillögur
framkvæmdastjórnarinnar væru í anda
frjáls markaðar og í rétta átt, en ganga
þyrfti miklu lengra í að skera niður niður-
greiðslur til að koma í veg fyrir „útgjalda-
sprengingu“ í landbúnaði þegar ESB yrði
stækkað til austurs.
Sænsk starfssystir hans, Annika
Ahnberg, sagðist þeirrar skoðunar að tillög-
ur framkvæmdastjórnarinnar væru góð
byrjun. Hins vegar ætti eingöngu að greiða
bætur til bænda fyrir tekjumissinn um
skamman tíma, aðeins ætti að borga sumum
kornbændum bætur og leggja ætti mjólkur-
kvóta niður í áföngum.
Tæpur helmingur
á vinnumarkaði
Brussel. Reuter.
TÆPUR helmingur 367 miHjóna íbúa
aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB)
var í launuðu starfi fyrir rúmu ári og
þar af voru aðeins 60% í föstu og fullu
starfi.
í könnun Eurostat, hagstofu ESB, kom
fram að 149,3 milþ'ónir íbúa aðildarríkj-
anna á aldrinum 15-85 ára - eða 49,4%
allra íbúanna - voru í launuðu starfi
vorið 1996. Konur og einnig karlar und-
ir 25 ára aldri, sem voru á vinnumarkaðn-
um, voru líklegri til að vera í tíma-
bundnu starfi eða hlutastarfi en karlar
eldri en 25 ára, einkum á Spáni.
18 milljónir ibúanna, þar af fimm
milljónir undir 25 ára aldri, voru án
atvinnu á þessum tíma en leituðu að
starfi. Tæpur helmingur þeirra hafði
verið atvinnulaus í rúmt ár og tæpur
helmingur hafði aðeins lokið barna-
skólanámi. 135 milljónir manna til við-
bótar gátu ekki farið á vinnumarkaðinn
eða vildu það ekki.
124,8 milljónir manna voru í fullu
starfi og þar af var aðeins þriðjungurinn
konur. 24,3 milljónir manna voru i hluta-
störfum og 4,5 milljónir þeirra vildu fullt
starf. 80% þeirra sem voru í hlutastörfum
voru konur og margar þeirra sögðust
ekki geta gegnt fullu starfi.
****★.
EVROPA^