Morgunblaðið - 24.07.1997, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1997
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Blomberg Excellent
fypin þá sem vilja
aðeins það besta!
OFNAR:
15 goröir í hvítu, svörtu,
stáli eöa spegilálferð, fjölkerfa
eða Al-kerfa með Pyrolyse
eða Katalyse hreinsikerfum.
HELLUBORÐ:
16 gerðir, með héhitahellum
eða hinum byltingarkenndu,
nýju Spansuðuhellum, sem
nota segulorku til eldunar.
Ný frábær hönnun á ótrúlega góðu verði.
Blomberd
Hefur réttu lausnina fyrir þig!
Einar Farestveit & Co. hf.
Borgartúni 28 - Sími 562 2901 og 562 2900
Yngsta
kynslóðin
VELTA má endalaust fyrir sér
hvað feist í hugtakinu yngsta
kynslóðin í myndlist. Hvort um
sé að ræða listspírur ungar að
árum, eða listamenn sem eru
síungir í list sinni hversu aldnir
þeir nú annars eru. Verk slíkra
eru þá ný og framsækin list fram
í andlátið eins og gerðist með
Rembrandt og seinna Picasso,
sem segja má að hafi látist með
pensilinn í hendinni. Slíkir gera
æskuna og ferskleikann að tíma-
lausu hugtaki í sköpunarferlinu,
en hins vegar má engin við líf-
fræðilegum lögmálum og þar sér
náttúran um eðlilega endumýjun.
Þetta segir okkur, að sjálf
sköpunargáfan hefur í raun
engan aldur og þannig eru öll
börn gædd henni að einhveiju
leyti, fá hana í vöggugjöf. Sum
eru að vísu í heiminn borin án
tóneyra og önnur litblind, en
sköpunargáfan er þó fyrir hendi
á einhveiju sviði líkt og í öllu
sem lifir og hrærist. Hún er
samofin sjálfu lífinu meður því
að hver lífi gædd eind er hluti
framþróunar í alheimi.
Þessi sannindi gefa auga leið,
að sjálf sköpunargáfan hefur
engan aldur, því hver treystir
sér að skera úr hvert sé upphaf-
ið á eilífðinni og óendanleikan-
um, hvar endirinn, eða öfugt?
Menn skulu því fara afar var-
lega er þeir ræða um ungu kyn-
slóðina í myndlist, því hún er í
senn eldri og yngri en margur
hyggur og sækir hugdjörf fram
á innlendum sem erlendum vett-
vangi.
Þetta eru eðlilegar hugleið-
ingar þá fréttir berast af fram-
gangi listspíra á vettvangi sjón-
lista erlendis, sem eru nær ár-
viss viðburður. Ein væn barst á
borðið hjá mér á dögunum, og
var að dagblaðið Frankfurter
Neuer Presse, birti litmynd af
myndverki hins sex ára gamla
„MÓÐIR mín“, eftir Kára Björn Ragnarsson.
Kára Björns Ragnarssonar. For-
eldrar hans eru Walter Ragnar
Kristjánsson og Laura Hjartar-
dóttir, búsett í Limburg í ná-
grenni Frankfurt am Main,
þangað sem lifibrauðið er sótt.
Svo er mál, að á vegum blaðs-
ins og héraðsljórnar í Hessen,
var efnt til samkeppni milli
barna, og var verkefnið; „Börn
mála mynd af móður sinni“,
Þetta var nokkuð stórt í sniðum,
myndirnar sem bárust til dóm-
nefndar skiptu þúsundum, og
eftir úrskurð hennar gátu 180
börn glatt móður sína með ein-
hverju óvæntu á mæðradaginn.
Tíu hlutu fyrstu verðlaun, sem
voru að bjóða foreldrum sínum
út að borða og var Kári Björn
meðal þeirra.
Kannski engin stórfrétt á
listavettvangi en alténd afar
upplífgandi, og hér fæst enn ein
staðfesting þess hve vel íslenzk
börn eru af guði gerð um skap-
andi kenndir. Um leið ætti það
að árétta mikilvægi þess að lyfta
undir og rækta mjúku gildin í
lífinu, sem eru þegar allt kemur
til alls sá grunnur sem hörðu
gildin hvíla á. Maðurinn getur
engan vegin án þeirra verið
frekar en andrúmsloftsins, og
má því ekki skorta áburð þ'ós
né aðra virkt...
Bragi Ásgeirsson
MYIMDLIST
Toppurinn
í efdunartækjum
Blomberd
Djasshátíð Egilsstaða
- 10 ára afmæli
Egilsstaðir. Morgunblaðið.
DJASSHÁTÍÐ Egilsstaða hefur sl.
10 ár verið árlegur viðburður og
ætíð tilhlökkunarefni djassunnend-
um á Austurlandi og víðar. Djasshá-
tíðin hans Árna ísleifs, eins og hún
er gjarnan kölluð hér fyrir austan,
hófst í Valaskjálf miðvikudaginn
25. júní. Það var hinn 81 árs ungl-
ingur og fiðlusnillingur Svend As-
mussen ásamt þeim Jacob Fisher á
gítar, Jesper Lundgaard á bassa
og Aage Tanggard á trommum sem
reið á vaðið fyrir troðfullu húsi.
Heiðursgestir hátíðarinnar eru
þeir Vernharður Linnet og Friðrik
Theodórsson sem jafnframt er
kynnir. Framundan eru tónleikar í
kvöld með Tríói Sunnu Gunnlaugs-
dóttur og einnig munu dansarar úr
Djassballettskóla Báru sýna listir
sínar. Á föstudag verður síðan slag-
bít með trommurunum Guðmundi
Steingrímssyni, Þorsteini Eiríkssyni
og Skapta Ólafssyni. Einnig mun
Stórsveit Austurlands undir stjórn
Einars Braga Bragasonar koma
fram. Á laugardaginn jnunum við
fá að heyra í Léttsveit Ólafs Gauks
með söngkonunni Kristjönu Stef-
ánsdóttur og munu þau frumflytja
djassverk Olafs Gauks, Ormur í
lygnum Legi. Lýkur þar með þess-
ari tíundu djasshátíð Egilsstaða.
Um lýsingu og hljóð sér Guðmund-
ur Steingrímsson og sviðsmynd á
Sigurgeir Baldursson.
Morgunblaðið/Björn Gíslason
SÝNING Hlínar Gylfadóttur sem nú stendur yfir á Mokka er
sú síðasta í röð 600 myndlistasýninga staðarinns sl. 39 ár.
Hlé á sýningum
Mokka eftir 39ár
ÁKVEÐIÐ hefur verið að hætta
myndlistarsýningum á Mokka um
óákveðinn tíma. Frá því að staðurinn
var opnaður árið 1958 hafa um 600
sýningar verið á veggjum kaffíhúss-
ins. Hannes Sigurðsson listfræðingur
hefur haft umsjón með sýningarhaldi
á Mokka sl. 5 ár. Hann hefur einnig
séð um rekstur sýningarsalarins
Sjónarhóls en sú starfsemi leggst af
með haustinu.
Hannes segist ekki lengur sjá sér
fært að halda úti sýningum á Mokka
eða á Sjónarhóli í sjálfboðaliðastarfi.
Gríðarleg vinna hafi oft legið að
baki sýninganna en sýnilngarhald
staðarins hafí aldrei hlotið opinberan
stuðning.
„Ég hóf að aðstoða tengdaforeldra
mína við sýningarhald þegar ég var
búsettur í New York. Strax frá byij-
un ákvað ég að taka starfsemina
fastari tökum en fram til þessa höfðu
bæði leikir og lærðir, byijendur jafnt
sem virtustu listamenn þjóðarinnar,
nýtt sér sýningaraðstöðuna á Mokka.
Eg lagði meira upp úr því að velja
listamenn til að sýna jafnframt því
að móta sýningarnar og kynna af
festu. Á undanförnum árum hef ég
staðið að sýningum á ýmsum af
umdeildustu listamönnum Bandaríkj-
anna og þemasýningum. Ég hélt þó
trúnaði við þá hefð að allir ættu
möguleika og lagði áherslu á and-
stæðurnar í myndiistinni. Mokka
hafði oft verið staður róttækra við-
horfa sem ég vildi endurvekja og
viðhalda," segir Hannes.
Mokka hefur verið athvarf lista-
manna frá fyrstu tíð. Á 20 ára gam-
alli auglýsingu er ferðamönnum bent
á kaffihúsið og þar er Mokka lýst
sem „a place for artists and strange
people", stað listamanna og sérvitr-
inga.
Hannes segir að sýningaraðstaða
sú sem hann hefur haft umsjón með
á Sjónarhóli við Hverfisgötu leggist
af með haustinu. Það húsnæði hafi
hann misst vegna þess að ekki gekk
að fá styrki fyrir húsaleigu. Auglýs-
ingastofan XYZTA hefur keypt hús-
næðið og flytur þanngað með starf-
semi sína innan tíðar. Með brott-
hvarfi Sjónarhóls skapast jafnframt
óvissa um framhald Sjónþinganna
sem Hannes hefur annast sem menn-
ingarfulltrúi Gerðubergs en því starfi
hefur hann nú ákveðið að segja
lausu.
„Fá kaffihús í heiminum geta stát-
að af jafn langri og órofinni hefð
sýninga og Mokka. Myndlist virðist
ekki þrífast hér nema með bjór og
þó virðist það ekki hrökkva til. Það
er mjög alvarlegt mál að sjálfstætt
starfandi listhús skuli reka sig svona
illa eins og dæmin sanna en þau
hafa lagt upp laupana hvert á fætur
öðru svo nánast ekkert stendur eftir.
Samt er alltaf gengið að myndlist-
inni sem vísri og hún látin ganga
sjálfala," segir Hannes. „íslendingar
eru komnir í fremstu víglínu hvað
þetta snertir, sem er vafasamur heið-
ur. Ég veit ekki um neina höfuðborg
sem ekki hefur á að skipa alvöru
galleríum heldur eingöngu gjafa-
vöruverslunum." Hannes lýsir eftir
meiri skilningi og vonar að yfirvöld
taki stöðu myndiistarinnar til alvar-
legrar umfjöllunar. Hann segist boð-
inn og búinn til að taka aftur til
starfa verði réttar forsendur fyrir
hendi.