Morgunblaðið - 24.07.1997, Qupperneq 29
28 FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1997 29
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
MIKILVÆG ÆFING
ALMANNAVARNAÆFING Friðarsamstarfs Atlantshafs-
bandalagsins, Samvörður ’97, sem haldin er hér á landi
þessa dagana, er af ýmsum ástæðum merkileg og mikilvæg.
Hún er í fyrsta lagi til merkis um breytt öryggishugtak NATO;
bandalagið leggur ekki einvörðungu áherzlu á hernaðarlegt ör-
yggi heldur einnig innra öryggi og öryggi hins almenna borgara.
I öðru lagi er um að ræða fyrstu almannavarnaæfinguna á
vegum NATO og hinna 26 samstarfsríkja þess. í áherzlu friðar-
samstarfsins á almannavarnir og björgunarstörf felst fyrirheit
um að Atlantshafsbandalagið muni veita samstarfsríkjum sínum
lið ef alvarlegar náttúruhamfarir dynja yfir. Það er ánægjulegt
að ísland skuli vera vettvangurinn, þar sem NATO og samstarfs-
ríkin stilla saman strengi sína í fyrsta sinn.
í þriðja lagi er æfingin ómetanlegt tækifæri fyrir íslenzk al-
mannavarnayfirvöld og björgunarsveitir að æfa samstarf við fjöl-
þjóðlegt björgunarlið. Ef alvarlegar og mannskæðar náttúru-
hamfarir yrðu hér á landi er næsta víst að við þyrftum á aðstoð
að utan að halda. Sennilegast er að hún kæmi einmitt frá nán-
ustu vinaríkjum okkar austan hafs og vestan, sem öll eru í hópi
NATO-ríkjanna og samstarfsríkja þeirra.
Loks er frumkvæði íslenzkra stjórnvalda að því að halda friðar-
samstarfsæfingu hér á landi framlag til friðar og öryggismála
í Evrópu og þáttur í að gera hlut íslands í starfsemi hins nýja
NATO sem stærstan. Vonandi verður framhald á þeirri viðleitni.
GEYSIR GJÓSIÁ NÝ
VÍÐFRÆGASTA náttúruundur á íslandi er vafalaust Geysir
í Haukadal, enda hefur hann hann léð goshverum víða um
heim nafn sitt. Aðdráttarafl Geysis er slíkt, að árlega koma
tugþúsundir íslendinga og erlendra ferðamanna í Haukadal til
að sjá hann. Sá böggull fylgir þó skammrifi, að Geysir hefur
ekki gosið árum saman, síðasta gosið var sápugos árið 1991.
Um árabil hefur verið rætt um, hvort grípa eigi til einhverra
ráða til að endurvekja hverinn, en lítið verið að gert. Augljóst
er þó, að Geysir endurborinn yrði einhver mesti hvalreki, sem
íslenzkri ferðaþjónustu getur hlotnazt.
í athyglisverðri grein eftir ísleif Jónsson verkfræðing í Morg-
unblaðinu sl. þriðjudag kemur fram, að hverinn gaus áður fyrr
daglega eða jafnvel oftar. ísleifur telur, að nú sé hætta á, að
innrennsli hiinnki svo mjög vegna kísils- og kalkmyndunar, að
hann geti ekki geta gosið framar, ekki einu sinni með aðstoð.
ísleifur, sem rannsakað hefur Geysi, telur þijár leiðir til að
endurvekja hann; lækka vatnsborðið til að minnka kælinguna,
nota sápu ásamt lækkuðu vatnsborði og loks að bora í hverinn,
en það sé eina varanlega lausnin. Hann bendir á, að það hafi
verið gert árið 1963 til að vekja Strokk til lífsins eftir áratuga
svefn og síðan hafi hann gosið á nokkurra mínútna fresti. ísleif-
ur segir, að með nútíma tækni megi bora í Geysi og stilla rennsli
inn í hann þannig, að hann gjósi með þeirri tíðni sem honum
er eðlileg. Þetta sé hægt án nokkurra spjalla á hvernum eða
umhverfinu.
Fyrir löngu er kominn tími til að taka ákvörðun um framtíð
Geysis og ástæðulaust er að láta málið velkjast í kerfinu enda-
laust. Tækni og þekking virðist fyrir hendi til að endurvekja
þetta mikla náttúruundur. Áhættan er lítil, því hverinn má þeg-
ar heita lygn pollur. Goshver, sem ekki gýs, hefur lítið aðdráttar-
afl.
RÉTTUR VIÐ ROCKALL
STAÐFESTING brezkra stjórnvalda á hafréttarsamningi Sam-
einuðu þjóðanna síðar í mánuðinum styrkir kröfu Islands
til réttinda á hafsvæðinu umhverfis Rockall-klett og til hafsbotns-
réttinda á landgrunninu vestan klettsins. Svæði syðst í íslenzku
fiskveiðilögsögunni, sem Bretar hafa gert tilkall til, er nú óum-
deilt þar sem Bretum er ekki lengur stætt á að krefjast 200
mílna lögsögu við Rockall. Jafnframt stækkar óumdeilt alþjóð-
legt hafsvæði vestan klettsins og þar gætu reynzt sóknarfæri
fyrir íslenzk úthafsveiðiskip.
Þótt Bretar hafi fallið frá kröfu um 200 mílna lögsögu við
Rockall er þó ekki þar með sagt að þeir hætti að krefjast hafs-
botnsréttinda á svæðinu, enda geta verið gífurlegir hagsmunir
í húfi, finnist olía þar. Aðild þeirra að samningnum er þó íslandi
í hag. Krafa íslands til hafsbotnsréttinda við Rockall, sem mót-
uð var og borin fram af Eyjólfi Konráð Jónssyni alþingismanni,
er byggð á skýrum ákvæðum hafréttarsamningsins. Innan
skamms munu þrjú þeirra fjögurra ríkja, sem deila um hafsbotns-
réttindi á Hatton-Rockall-svæðinu, þ.e. ísland, Bretland og ír-
land, eiga aðild að samningnum. Dönum verður tæplega stætt
á að standa utan hans öllu lengur.
Nú hafa jafnframt skapazt forsendur fyrir að halda áfram
gerð sameiginlegrar skýrslu íslands og Bretlands um Rockall-
svæðið, sem hófst fyrir sjö árum og átti að verða grundvöllur
frekari viðræðna ríkjanna. íslenzk stjórnvöld hljóta nú að leita
eftir því við Breta að sú vinna hefjist á ný og farið verði í viðræð-
ur í framhaldi af henni.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti íslands hitti Bill Clinton Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu
OLAFUR Ragnar sagði er
hann ræddi við blaðamenn
að á fundinum hefði kom-
ið í ljós vilji af hálfu
Bandaríkjamanna til að minnast
landafundar Leifs Eiríkssonar um
aldamótin og að Bandaríkjaforseti
hefði jafnframt lýst yfir þakklæti
vegna framgöngu íslendinga á leið-
togafundi Atlantshafsbandalagsins í
Madríd fyrir skömmu.
Ólafur Ragnar sagði að Clinton
hefði lýst yfir miklum áhuga á því
að taka þátt í hátíðarhöldum með
íslendingum um aldamótin. Sagðist
Clinton ætla að ræða þessar hug-
myndir, sem hann hefði kynnt hon-
um, nánar við A1 Gore varaforseta.
„Honum fannst mjög spennandi að
tengja víkingaferðirnar við árið
2000. Efnislega vegna þess að land-
könnuðir víkingatímans, menning
víkingatímr.ns, áhættan á að kanna
ókunnar slóðir, væri skemmtilegt
viðfangsefni þegar mannkyn væri
að horfa til nýs tíma árið 2000, nýtt
árþúsund gengi í garð. Svo nefndi
hann einnig að við gætum tengt
þetta við hafið og mikilvægi þess að
ræða umhverfismál, breytingar á
loftslagi í veröldinni og hvaða hlut-
verki hafið gegnir í þeim efnum. Og
það vill nú svo skemmtilega til að
einn helsti drifkrafturinn í hafkerfmu
á jarðarkringlunni er í kringum ís-
land. Það var greinilegt að hann var
mjög upptendraður yfir þessum hug-
myndum." Ólafur Ragnar sagðist
sannfærður eftir samtöl við þá Gore
og Clinton að æðstu menn Bandaríkj-
anna myndu halda mjög myndarlega
utan um þessa hluti.
Norðurlöndin gegndu
lykilhlutverki
Það hefði komið skýrt fram á
fundinum að Clinton forseti væri
mjög þakklátur íslendingum, ríkis-
stjórn, forsætisráðherra og utanrík-
isráðherra fyrir það mikla hlutverk
sem íslendingar hefðu gegnt í um-
ræðunum innan Atlantshafsbanda-
lagsins við að halda málstað Eystra-
salts á lofti og tryggja að stækkun
NATO yrði ekki með þeim hætti að
hún virkaði útilokandi. Bandaríkja-
forseti hefði sagt að í raun og veru
hefðu Norðurlöndin, ísland, Noregur
og Danmörk gegnt lykilhlutverki á
fundinum og fyrir það væri hann
Þakklæti vegna stuðn-
ings við Eystrasaltsríki
þakklátur. „Honum fyndist það sýna
að ríki eins og ísland með sterka
lýðræðislega hefð en enga annarlega
hagsmuni gætu gegnt lykilhlutverki
á alþjóðavettvangi ef rétt væri á
málum haldið. Bandaríkin hefðu
áhuga á að stuðla að því að slík ríki,
öflug og sterk lýðræðisríki þótt smá
væru, gegndu slíku hlutverki. Ég
flutti honum síðan áherslur okkar
íslendinga varðandi
framtíð Eystrasalts-
ríkjanna. Rætt hefði
verið um og nánast
ákveðið að eftir að ég
hefði lokið heimsókn-
um til Norðurlandanna
myndu þau Evrópuríki
sem ég heimsækti
fyrst verða _ Eystra-
saltsríkin. í þeirri
ákvörðun felist pólit-
ískur boðskapur,
stefnumótun af hálfu
íslands um að tengja
Eystrasaltsríkin við
hina norrænu fjöl-
skyldu. Hann var mjög
ánægður með þá ætlun
mína að veita Eystra-
saltsríkjunum þennan
fjölskyldusess okkar
Norðurlandabúa,“
sagði Ólafur Ragnar.
Óvæntur fundur
Forseti var spurður
um tildrög fundarins
með Bandaríkjafor-
seta sem ákveðinn var
óvænt með mjög
skömmum fýrirvara.
Ólafur Ragnar sagði
það vera flókna sögu
en bandaríski sendiherrann á íslandi Washington. „En að auki eru auðvit-
hefði haft áhuga á að koma á slíkum að hér í þessari borg margir vinir
fundi, sem og íslenska sendiráðið í mínir á þinginu og annars staðar
þeir teldu mikilvægt að við Clinton
fengjum tækifæri til að hittast, tæki-
færi til að ræða saman, kynnast
hugmyndum hvor annars og hugsa
í sameiningu um vandamál þjóðanna
og heimsins. Hins vegar er þetta
ekki opinber heimsókn og það var
því engin kvöð samkvæmt alþjóðleg-
um reglum að hann hitti mig. Eg
er fyrst og fremst hér til að hitta
íslendinga. En ég met
það mjög mikils að
hann skyldi með svo
litlum fyrirvara finna
tíma í sínum miklu
önnum til að hitta for-
seta íslands. En ég tel
það líka vera heiðurs-
vott og þakklætisvott
gagnvart íslandi, m.a.
í ljósi þeirra atburða
sem átt hafa sér stað,
leiðtogafundarins og
framgangi íslands á
alþjóðavettvangi í ör-
yggismálum og gagn-
vart Eystrasaltsríkjun-
um á undanförnum
vikum. Ákvörðun
Bandaríkjaforseta að
hitta mig er aðferð
hans til að færa íslend-
ingum þakklæti sitt.“
Sannfærður um að
hann lesi
Islendingasögurnar
Forseti sagði að ís-
lendingasögurnar hefði
einnig borið á góma en
svo skemmtilega vildi
til að þær væru nú
einmitt að koma út á
ensku. Hefði hann
áhrifamenn í borginni sem ég hef ákveðið að senda Bandaríkjaforseta
átt samskipti við gegnum tíðina. eintak. „Við ræddum aðeins ur.i
Þeir hafa oft nefnt það við mig að stjórnmál í íslendingasögum,
Forseti íslands, Ölafur Ragnar Grímsson, átti
í gær fund með Bill Clinton Bandaríkjafor-
seta í Hvíta húsinu í Washington. María
Agústsdóttir ræddi við Olaf Ragnar að fund-
inum loknum.
Morgunblaðið/Margrét Ágústsdóttir
FORSETAHJÓNIN íslensku, hr. Ólafur Ragnar Grímsson og frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir
í garði Hvita hússins að fundinum loknum.
lagasetninguna, baráttuna um áhrif
og völd og fylgi og stöðu kvenna.
Hann tókst allur á loft og var
greinilega mjög áhugasamur. Og af
því að hann er mikill lestrarhestur
þá er ég alveg sannfærður um að
hann muni setjast yfir íslendinga-
sögurnar þegar hann fær þær í
hendur.“
Þegar forseti var spurður hvort
hann teldi að Bandaríkjamenn væru
reiðubúnir að breyta viðteknum við-
horfum sínum á því hvernig Ameríka
hefði fundist sagði hann vissulega
svo vera og ekki mætti gleyma því
að fólk hefði byggt þetta land áður
en bæði Leifur og Kólumbus sigldu
til Ameríku. „En það er auðvitað
stefnumótandi ákvörðun þegar for-
seti Bandaríkjanna í framhaldi af
kveðju hans á þjóðhátíðardegi ís-
lendinga lýsir því svo afdráttarlaust
yfir líkt og hann gerði í samtali við
mig að Bandaríkjamenn vilji vinna í
sameiningu við að halda myndarlega
upp á landafundinn árið 2000.“
Flutti stefnu íslands
Ólafur Ragnar var á fundi með
fréttamönnum spurður um þá gagn-
rýni sem heyrst hefur á íslandi að
forsetinn hafi í heimsókn sinni ekki
átt að ræða viðkvæm pólitísk mál
með þeim hætti sem hann gerði.
Forsetinn svaraði því til að þeir
sem héldu þessu fram hefðu ekki
áttað sig á hvert væri eðli forseta-
embættisins i lýðræðislegu samfé-
lagi. Það sem hann hefði sagt á fundi
með forseta Bandaríkjanna, í ræðu
og í svörum við spurningum banda-
rískra fréttamanna væri í fullu sam-
ræmi við stefnu íslendinga á alþjóða
vettvangi. Hann sagði að það væri
hlutverk forseta íslands að flytja á
alþjóða vettvangi eins og aðrir kjörn-
ir fulltrúar þjóðarinnar þann málstað
og þær áherslur sem íslendingar
fylgdu á alþjóða vettvangi. Málið
væri fyrst alvarlegt ef forseti íslands
væri að flytja á alþjóða vettvangi
aðra stefnu en íslensk stjórnvöld
fylgdu. Hann sagðist líta svo á að
forseti íslands mætti ræða um Atl-
antshafsbandalagið, Evrópusam-
bandið og umhverfismál. Vigdís
Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti,
hefði talað mikið um umhverfismál,
en að margra mati væru það pólitísk-
ustu mál dagsins í dag.
Davíð Oddsson segir að forseti íslands hafi lýst
stefnu íslands í ferð sinni vestanhafs
Islandi sýndur sómi með fundi
Ólafs Ragnars og Bills Clinton
DAVÍÐ Oddsson forsætisráð-
herra segir að íslandi hafi ver-
ið sýndur sómi með fundi Clint-
ons, forseta Bandaríkjanna, og
Ólafs Ragnars Grímssonar,
forseta íslands, en fundurinn
var ákveðinn með stuttum fyr-
irvara. Davíð segir að Ólafur
Ragnar hafi haft samráð við
sig um fundinn og þeir hafi
rætt saman í fyrradag um
hvernig forsetinn myndi halda
á málum á honum.
Davíð sagði að áður en for-
seti íslands lagði af stað í ferð
sina til Bandaríkjanna hefði
legið fyrir að hann myndi hitta
A1 Gore, varaforseta Banda-
ríkjanna, á heimili hans. Einn-
ig hefði legið fyrir að bandariska sendiráð-
ið á íslandi hefði að eigin frumkvæði ver-
ið að kanna hvort hægt væri að koma á
fundi með forseta Islands og forseta
Bandaríkjanna.
„Ákvörðun um það hafði ekki verið tek-
in þegar forsetinn fór, en forseti íslands
sagði mér að yrði slík ákvörðun tekin eft-
ir að hann væri kominn til Bandaríkjanna
myndi hann hafa samband við mig og við
myndum fara yfir þann fund fyrirfram.
Það gerðum við í síma í gærkvöldi. Eg
var mjög ánægður með hvern-
ig forsetinn okkar hugðist
leggja þetta mál fyrir.“
Davíð sagði að ef það hefði
legið fyrir í upphafi ferðar að
Ólafur Ragnar myndi hitta
Clinton hefði utanríkisráð-
herra íslands eða staðgengill
hans farið með honum. Hann
sagði að utanríkisráðherra
hefði átt alllangan fund með
forseta íslands fyrir nokkrum
dögum þar sem þeir ræddu
m.a. fyrirhugaðan fund með
A1 Gore. Þeir hefðu einnig
rætt saman í síma í fyrradag
eftir að ljós var að forsetinn
myndi hitta Clinton.
„Það eru ekki margir dagar
síðan við töluðum saman líka. Þannig að
mér var fullkunnugt um fundinn með
Gore og fundinn með bandarísku blaða-
mönnunum og um alla ferðaáætlun forset-
ans. Mér var einnig kunnugt að banda-
ríski sendiherrann hafði fyrir eigin at-
beina leitast við að koma á fundi með for-
setanum og Clinton. Forseti tslands hafði
ekki lagt á það sérstaka áherslu. Eg tel
að okkur sé eingöngu sómi sýndur með
því að Clinton hniki til sinni dagskrá til
að hitta forseta íslands á ferð hans um
Bandaríkin." Eftir ræðu forseta íslands í
National Press Club sl. mánudag var hann
spurður um nokkur viðkvæm pólitísk mál,
m.a. afstöðu íslands til spurningarinnar
um aðild landsins að Evrópusambandinu.
Forsætisráðherra var spurður hvort hann
væri sammála svörum forsetans.
„Forsetinn hafði ákveðið að fara á þenn-
an blaðamannaf und sem ekki er nema allt
gott um að segja. Hann á tvo kosti þegar
kemur að spurningum sem eru pólitískar
eða stjórnmálalegs eðlis. Hann getur neit-
að að svara slíkum spurningum vegna
þess að þær séu pólitískar. Það gera ýms-
ir þjóðhöfðingjar, t.d. konungbornir þjóð-
höfðingjar, iðulega. Hinn kosturinn er að
gera grein fyrir hinni opinberu stefnu
Islands, sem forsetanum er auðvitað kunn-
ug, og hann valdi þann kostinn. Ég get
ekki gert athugasemd við það vegna þess
að ég sé ekki annað en að hann hafi efnis-
lega farið nákvæmlega rétt með þá stefnu
sem ísland fylgir."
í svari sínu líkti Ólafur Ragnar fiskveiði-
stefnu Evrópusambandsins við skipulagið
í Sovétríkjunum. Davið sagði að forsetinn
veldi sjálfur þau orð sem hann notaði og
hann vildi ekki tjá sig um þau, en efnis-
lega hefði hann lýst stefnu íslensku ríkis-
stjórnarinnar til spurningarinnar um aðild
íslands að ESB.
Davíð Oddsson
Sendiherra ESB á íslandi
Umsóknir frá A-Evrópu
sýna að ekkert minnir
á Sovétríkin
JOHN Maddison, sendiherra
Evrópusambandsins á íslandi,
segir að ef eitthvað í stefnu
eða starfsemi ESB minnti á
Sovétríkin sálugu hefðu tíu
ríki Austur-Evrópu, sem áður
voru undir áhrifavaldi Sovét-
sljórnarinnar, varla sótt um
aðild að sambandinu.
Ólafur Ragnar Grímsson,
forseti íslands, sagði á blaða-
mannafundi í Washington á
mánudag að ísland hefði
ákveðið að standa utan ESB
vegna þess að íslendingar
sæju sér ekki hag í að ganga
í sambandið „sérstaklega
vegna þess að sjávarútvegur
er hluti af landbúnaðarstefnu
ESB, sem er sljórnað frá Brussel og er í
meginatriðum ríkisstyrktur atvinnuvegur,
rekinn að mörgu leyti með sama hætti og
gert var í Sovétríkjunum, á meðan við
reynum að reka hann með nútimalegum
hætti. Við teljum því að við getum stjórn-
að sjávarútveginum betur sjálfir en að
láta Brussel um það.“
Maddison segir ómögulegt fyrir íslend-
inga að segja til um hvort það sé þeim í
hag að ganga í ESB nema sótt verði um
aðild og metið hvað sé í boði á öllum svið-
um. í öðru lagi segir Maddison
að sjávarútvegsstefna ESB sé
ekki hluti af landbúnaðarstefn-
unni, heldur sérstök stefna. Hún
sé hins vegar sameiginleg
stefna ESB og aðildarríkin geti
ekki rekið sína eigin sjávarút-
vegsstefnu. „Það er hins vegar
samkunda ráðherra viðkomandi
málaflokks, sem tekur ákvarð-
anir um hvert stefnusvið. Þau
ríki, sem eiga mestra efnahags-
legra hagsmuna að gæta í við-
komandi máli, hafa augljóslega
mest áhrif. Ef ísland ætti aðild
að ESB myndu áhrif þess á sam-
eiginlegu sjávarútvegsstefnuna
og framkvæmd hennar verða í
hlutfalli við mikilvægi sjávarút-
vegs fyrir ísland.“
Loks segir sendihcrrann: „Það er ekkert
í Evrópusambandinu, sem minnir á gömlu
Sovétríkin. Þetta sýnir sú staðreynd, að tíu
ríki, sem áður voru undir áhrifavaldi Sovét-
sljórnarinnar, þar á meðal Eystrasaltsríkin,
sem voru í raun hluti af Sovétrikjunum,
hafa sótt um aðild.
Það er alveg ljóst að ef eitthvert þessara
ríkja teldi að ESB líktist með einhveijum
hætti Sovétríkjunum, myndu þau ekki vi\ja
neitt með það hafa.“
John Maddison
Nýlegar kannanir sýna að um
80% 15 ára unglinga á íslandi
hafa drukkið áfengi einu sinni
eða oftar.
Finnst þér þessi niðurstaða
alvarleg eða ekki alvarleg?
Á hvaða aldri finnst þér að
unglingar mættu byrja að
drekka áfengi?
Viðhorfskönnun til fíkniefnaneyslu og
tóbaksreykinga meðal unglinga
Unglingar drekki
ekki fyrr en eftir
16 ára aldur
UM 96% fólks á aldrinum
23-54 ára telja að ung-
menni ættu ekki að byrja
að drekka áfengi fyrr en
þau væru orðin 16 ára eða eldri og
rúmlega 70% telja það alvarlega nið-
urstöðu að um 21% 15 ára unglinga
á íslandi reykja daglega. Þetta er
meðal niðurstaðna í könnun á við-
horfum til fíkniefnaneyslu og tóbaks-
reykinga meðal unglinga sem fram
fór í síðasta mánuði.
Könnunin var unnin fyrir verkefn-
isstjórn áætlunarinnar ísland án eit-
urlyfla 2002, Vímuvarnanefnd
Reykjavíkurborgar og Tóbaksvarna-
nefnd. Rannsóknstofnun
uppeldis- og menntamála
annaðist könnunina í sam-
starfi við ÍM Gallup og
kynntu forsvarsmenn
þessara aðila niðurstöður
hennar fyrir fjölmiðlum.
Könnunin fór fram í byij-
un júní og var hringt í 800
manna tilviljunarúrtak
einstaklinga á aldrinum
23-54 ára. Svör fengust
frá 579 manns eða 72,3%.
Áttu 483 þeirra börn, þar
af um þriðjungur barn I
8.-10. bekk grunnskóla
og 340 bjuggu á höfuð-
borgarsvæðinu en 239 á
landsbyggðinni.
Fleiri töldu reykingar
meira vandamál en
drykkju
Ráða má af niðurstöð-
um könnunarinnar að við-
horf almennings til fíkni-
efnaneyslu, tóbaksnotk-
unar og áfengisneyslu
unglinga eru neikvæð,
sem sést m.a. af því að
96% þeirra sem afstöðu
tóku töldu að ungmenni
ættu ekki að byija að
drekka áfengi fyrr en þau væru orð-
in 16 ára eða eldri. Þá töldu 54%
það alvarlega niðurstöðu að 80% 15
ára unglinga á íslandi hefðu drukkið
áfengi einu sinni eða oftar. Um 44%
aðspurðra sögðu að þeir teldu fíkni-
efnaneyslu unglinga yngri en 16 ára
mjög mikið vandamál og þótti at-
hyglisvert að fleiri töldu það mjög
alvarlegt vandamál að 21% 15 ungl-
inga reyktu daglega heldur en að
80% unglinga á sama aldri hefðu
drukkið áfengi.
í samantekt um helstu niðurstöður
segir að fáir foreldrar sem áttu bam
í 8., 9. eða 10. bekk töldu sig hafa
vitneskju um að barn þeirra reykti
daglega en meirihluti þeirra sagðist
vilja vita af reykingum barns síns.
Líkt og með áfengisneysluna virðisf
það hins vegar ekki vera raunin því
aðeins 2% foreldra barna í 9. bekk
sögðust vita til þess að barn þeirra
reykti en nýlegar kannanir benda til
þess að rúmlega 12% nemenda á
sama aldri reyki daglega. Það sama
á við um foreldra barna í 10. bekk
þar sem eingöngu 4% foreldra segj-
ast vita til þess að barn þeirra reyki
en sömu kannanir sýna að um 21%
nemenda í 10. bekk reykja daglega.
í ljósi þessara niðurstaðna má ætla
að þó foreldrar vilji vita hvað börn
þeirra aðhafíst og telji sig oft vita
það þá skorti nokkuð á að þau hafi
raunverulega vitneskju um fíkni-
efnaneyslu, tóbaksnotkun og áfeng-
isneyslu barna sinna.
Of mikið umburðarlyndi
Kristín A. Árnadóttir, verkefnis-
stjóri áætlunarinnar um ísland án
eiturlyfja, sagði könnunina sýna að
of mikið umburðarlyndi væri ríkjandi
gagnvart unglingadrykkju. Sagði hún
brýnt að taka upp enn markvissari
vinnubrögð við vímuvarnir en tilgang-
ur skoðanakönnunarinnar nú væri
m.a. að fá vitneskju um viðhorf til
að geta mælt breytingar að ári. Þór-
ólfur Þórlindsson, forstöðumaður
RUM, sagði Ijóst að foreldrar vissu
lítið um vímuefni, börnin vissu oft
og tíðum öllu meira. Sagði hann sömu
þróun hér og í Bandaríkjunum að
leið unglinga að vímuefnum lægi
gegnum áfengi.