Morgunblaðið - 24.07.1997, Síða 34

Morgunblaðið - 24.07.1997, Síða 34
*§4 FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1997 AÐSENDAR GREIIMAR MORGUNBLAÐIÐ Samanburðar- fræðin lengi lifi! SKYRSLA síðasta vinnuhóps um jafnræði milli opinberra aðila og einkaaðila er var lögð fram á Viðskiptaþingi leiddi í ljós að hið opin- bera er í samkeppni við einkaaðila á 23 svið- um, m.a. í ráðgjafar- tfcíg sérfræðiþjónustu. Þetta kemur heim og saman við þá tilhneig- ingu ríkisins að beina viðskiptum sínum inn á við til annarra ríkis- fyrirtækja eins og t.d. til fyrrum Húsameist- ara ríkisins og nú til Framkvæmdasýslu ríkisins eða sífellt til sömu einkareknu teiknistofa í mannvirkjahönnun, eftirliti og ráð- gjöf, og hlýtur að brjóta í bága við samkeppnislög landsins. Með því að viðhalda mismunandi samkeppn- isstöðu teiknistofa er hið opinbera jafnframt að starfa gegn hinni svo- %illuðu jafnræðisreglu; meðhöndla sams konar aðstöðu á mismunandi hátt. Þannig er einstaka teiknistof- um veitt óeðlilegt forskot, sem ekki byggist á gæðum vöru eða þjónustu heldur hlunnindum hins opinbera til þeirra umfram aðra keppinauta, og þannig lagður grundvöllur að öflugum rekstri og tilheyrandi tækjakosti. Útkoman í þessu af- markaða starfsumhverfi er því skekkt samkeppni innan arkitekta- stéttarinnar og eins skekkt sam- ’fteppni á milli stétta arkitekta, tækni- og verkfræðinga. Saman- burðarfræðin er sjálfkjörin til þess að rétta af skakka vogarskálina og koma á jafnvægi á mannvirkja- I markaðnum. „Listamenn" Athygli vekur að nokkrir verk- takar á listunum sem fengust hjá ríki og borg með vísan til upplýs- ingalaga eru með áberandi himin- háar tekjur og að því er virðist greinileg ítök á báðum stöðum. Drifkrafturinn í öllum samningavið- ræðum hveiju sinni er að sjálfsögðu samanburðurinn á launa- og af- komukjörum í þjóðfélaginu: Greiðsl- ^HKnar til „listamannanna" þola eng- Páll Björgvinsson Gmp Plöstunarvélar Skírteinis- og skjalaplast á hagstæðasta verði. Óbrigðul skjalavernd. Otto B.Arnar ehf. ÁRMÚLA 29, 108 REYKJAVÍK SÍMI: 588 4699 • FAX: 588 4696 an veginn samanburð við aðra arkitekta á markaðnum, og það nær náttúrulega engri átt að formaður AÍ sé með laun á borð við marga arkitekta sam- anlagt og að starfs- menn hins opinbera geti gengið í verktaka- vinnu þrátt fyrir laun í fullu starfi á meðan atvinnulausum verk- tökum er alfarið neitað um verkefni! Með því móti eru markmið sam- keppnislaga höfð að leiksoppi af stjórnvöld- unum sem sjálf setja samkeppnislögin í landinu! Slík stefna er ekki einung- is brot á samkeppnislögum og mannréttindum heldur ber líka yfir- Spillingin þekkir hvorki kærleika né bræðraþel, segir Páll Björgvinson í þessari lokagrein af þremur. bragð lítillar fyrirhyggju og gerir hagkvæmni í rekstri og heilbrigða viskiptahætti að auka- en ekki aðal- atriði. Hér er því rík þörf á niður- skurði til þeirra sem hafa haft tugi milljóna í ársgreiðslur á atvinnu- leysistímabili kollega sinna; niður- skurði til þeirra sem hafa fengið stanslaus verkefni hjá mörgum op- inberum stofnunum á meðan aðrir fengu ekki neitt; niðurskurði til yfir- manna hins opinbera sem útveguðu sjálfum sér verktakavinnu á meðan þeir neituðu verkefnalausum verk- tökum um fyrirgreiðslu! Ríki og borg Svörun borgarinnar við fyrir- spurnum greinarhöfundar um sjálf- stæða verktaka gefur kvótalausum arkitektum samanburð sem er í senn ómetanlegur og skelfilegur. Þegar svör borgarinnar eru borin saman við svör sumra ráðuneyta ríkisins er erfitt að ímynda sér að þessi embætti tilheyri stjórnvöldum í sama landi eða að upplýsingalögin gildi jafnt yfir heilu línuna! Þá er einnig ótrúlegt misræmið í svörun- um hjá ríkinu: Umhverfisráðuneytið gaf fúslega upplýsingar um fyrir- tæki og greiðslur, en Skipulag ríkis- ins, sem heyrir undir sama ráðu- UTSALA ÚTSALA tískuverslun V/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 [■.EIFHEIT SÍÐUMÚLI 4 - SIMI 553 8775 HAFNARSTRÆTI 21 - SÍMI 551 3336 Um bensín- afgreiðslu við Domus Medica neyti, neitaði bæði að gefa upp skipulagshönnuði og greiðslur. Tölvunefnd taldi óhætt að gefa upp ráðningarkjör en úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst ekki að sömu niðurstöðu, og þrátt fyrir álit tölvunefndar gáfu tvö viðkomandi ráðuneyti ekkert upp um launakjör. Heildarmyndin Með listana í huga er engu líkara en teiknistofuverkefni færist á æ færri hendur, og stefnt sé að því ljóst og leynt að afhenda fáum mönnum meginhlutann af umsvif- um hins opinbera í þessum geira. Undir hvaða yfírskyni skyldi svo þessum útvöldu aðiljum hafa tekist að sölsa undir sig markaðinn og hvernig dettur mönnum í hug að arkitektastéttin sætti sig við það til frambúðar að góðæri ríki einung- is hjá hluta stéttarinnar? Jú, þægir og auðsveipir arkitektar sem ein- ungis vondu eru vanir aðhyllast hvorki samkeppnisrétt né hlutlaust aðhald á hinu opinbera fyrirtækjum sínum til framdráttar, og ef svo heldur fram sem horfir mun ein- mitt þessi auðsveipni og tilhneiging til að lúta blindri fjarstýringu ganga endanlega frá fyrirtækjum þeirra: Þekking og opinská umræða um hvers kyns mismunun er nefnilega skilyrði þess að mannréttindi verði lifandi og sjálfsagður þáttur í ís- lensku samfélagi og viðskiptalífi. Þetta viðhorf sjálfsvirðingar hefur átt mjög erfitt uppdráttar meðal kvótalausra arkitekta vegna þess hversu samdauna þeir eru orðnir sundrung, kúgun og vonleysi. Fáist þeir hins vegar til þess að venda sínu kvæði í kross með því að ijúfa blekkingamúrinn umhverfís hags- munabraskið og byggja upp sam- stöðu til að standa á rétti sínum mun það reynast örlagaríkt fyrir handhafa ofurkvóta í stéttinni, að ekki sé talað um ;,listamenn“ í opin- berum stöðum. Aður en það gerist væri stjórnvöldum nær að kort- leggja verkefnamiðin í hönnun hjá hinu opinbera, þannig að þau verði öllum verktökum jafn aðgengileg til sóknar. Ongstræti eða mannréttindi Að fengnum fyrrgreindum upplýs- ingum er engin furða að arkitekta- stéttin í heild sé komin í öngstræti - hafandi engan talsmann eða stéttarfélag í hagsmuna- og verk- efnabaráttu við keppinauta sem eru þeim oflarlar hvað réttu samböndin varðar, innanbúðar sem utan - sama hvert litið er á markaðnum! Það má með sanni segja að spilling- in þekkir hvorki kærleika né bræðraþel og hún er ekki haldin stéttarvitund eða samvisku - því hún er hjartalaus og gráðug. Það mun hins vegar koma í verkahring Samkeppnisstofnunar að kanna hvaða ástæður liggi að baki þess að ráðamenn ríkisfyrirtækja eru ýmist í samkeppni við einkageirann eða beina verkefnum og vinnu í fáar en ákveðnar áttir til teikni- stofuverktaka í stað þess að virða jafnræðisregluna eða hafa í huga Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna er segir: „Vilji þjóðarinnar skal vera grundvöllur að valdi ríkis- stjórnar.. . Hver maður á rétt á atvinnu að fijálsu vali, á réttlátum og hagkvæmum vinnuskilyrðum og á vernd gegn atvinnuleýsi... Hver maður á kröfu til iífskjara, sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og vellíðan hans sjálfs og fjölskyldu hans. Telst þar til. .. réttindi til öryggis gegn atvinnuleysi... eða öðrum áföllum, sem skorti valda, og hann getur ekki við gert. ..“ (21., 23. og 25. gr.). Það er von manna að gamla góða riddarahugsjónin sem þrátt fyrir allt er leiðarljós samkeppnislaganna eigi eftir að breyta ranglæti núverandi fyrirkomulags á markaðnum í rétt- læti, nú þegar mismununin og við- skiptahindranirnar hjá stjómvöldum hafa verðið kærðar til Samkeppnis- stofnunar. Sjaldan eða aldrei hafa kvótalausir arkitektar haft jafn góða ástæðu til að hrópa húrra og segja: Samanburðarfræðin lengi lifi! Höfundur er arkitekt. í FRÉTT Morgunblaðsins þann 6. júlí sl. er greint frá samþykkt borgarráðs Reykjavíkur um að heimila uppsetningu bensíndælu á lóðinni við Egilsgötu 5 með aðkomu frá Snorra- braut. Aður hafði skipulags- og umferð- arnefnd borgarinnar samþykkt tillögu þessa efnis með sex atkvæð- um gegn einu atkvæði undirritaðs. í áður- nefndri frétt er einnig getið um andstöðu íbúa við Egilsgötu við fyrir- hugaða bensíndælu og ábendingar þeirra um, að engin þörf sé fyrir bensínafgreiðslu á þessum stað. Jafn- framt kemur fram, að borgarverkfræðingur telji bensíndælu óæskilega á þess- um stað. Meiri andstaða í umferðarnefnd Eins og kunnugt er var um- ferðarnefnd Reykjavíkur lögð niður í lok sl. árs og sameinuð skipulags- nefnd. Ótvírætt hagræði felst í þessari ráðstöfun, en þó er hætt við að umferðaröryggissjónarmið verði minna höfð að leiðarljósi í hinni nýju sameinuðu nefnd en áður. Þetta hefur þegar gerst við umfjöllun um bensínafgreiðslu á lóðinni við Egilsgötu 5. Fyrirheit R-listans um „vistvæna höfuðborg“ norðursins, segir Olaf- ur F. Magnússon, er í mótsögn við áform um að koma bensínstöðvum fyrir í gamalgrónum íbúðarhverfum. Á fundi umferðarnefndar þann 23. maí 1996 voru lagðar fram til- lögur „að staðsetningu bensínsölu á lóð nr. 5 við Egilsgötu". Af- greiðslu tillögunnar var frestað en undirritaður lagði frarn svohljóð- andi bókun, ásamt Óskari Dýr- mundi Ólafssyni, fulltrúa R-listans: „Tillaga um bensínstöð á þessum stað er fráleit. Við teljum ekki rétt að koma bensínstöðvum fyrir inni í gamalgrónum íbúðarhverfum. Auk þess gæti aukin umferð á þessu svæði dregið úr umferðaröryggi. Full þörf er á nægum bílastæðum á þessu svæði, en mjög umfangs- mikil heilbrigðisþjónusta er rekin í Domus Medica og Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur. Það er einnig í mótsögn við heilbrigðisþjónustu- starf á svæðinu að koma þar fyrir bensínstöð." Þannig er ljóst, að andstaða við bensínafgreiðslu á lóðinni við Egils- götu 5 var meiri í umferðarnefnd en í hinni sameiginlegu skipulags- og umferðarnefnd. Óskar Dýr- mundur Ólafsson greiddi atkvæði með uppsetningu bensíndælu á fundi skipulags- og umferðarnefnd- ar þann 9. júní sl. Undirritaður greiddi hins vegar atkvæði gegn tillögunni og lét bóka: „Með vísan td bókunar minnar og Óskars D. Ólafssonar í um- ferðamefnd þann 23. maí 1996 og með umferðaröryggi í huga greiði ég atkvæði gegn tillögunni." Mér þykir liklegt, að Óskar Dýr- mundur, sem er mikill umhverfis- vemdarsinni, hafi þurft að lúta flokksaga R-listans í þessu máli. Enda þótt aðeins verði komið fyrir bensíndælu á lóðinni við Egilsgötu 5, en ekki bensínstöð, standa rökin í bókun- inni í umferðarnefnd frá í_maí 1996 óhögg- uð. Ég beini hér með þeim tilmælum til Ósk- ars, að hann skýri breytta afstöðu sína í þessu máli. Ég vil jafn- framt gera nánari grein fyrir afstöðu minni til þessa máls. Aukin slysahætta Undirritaður var starfandi læknir í Do- mus Medica á ámnum 1986-1988 og man eft- ir of mörgum umferðaróhöppum í nágrenni við Domus Medica á þeim árum. Undanfarin ár hafa verið gerðar verulegar bætur á umferðar- skipulagi við Domus Medica með uppsetningu umferðarljósa á Snorrabraut og lokun Þorfinnsgötu við Egilsgötu. Einnig hefur verið komið í veg fyrir inn- og útkeyrslu af lóðinni við Egilsgötu 5 út á Snor- rabraut. Mér finnst að opnun fyrir umferð frá Snorrabraut inn á þessa lóð sé að nokkru leyti afturhvarf til fyrra ófremdarástands. Einnig má benda á slysahættu fyrir gang- andi vegfarendur, vegna umferðar frá Ijósastýrðum gatnamótum inn á lóðina við Egilsgötu 5. Umhverfissjónarmið ber að virða Það er skoðun mín, að íbúar Reykjavíkur eigi ekki að þurfa að búast við uppsetningu bensínstöðva í grennd við heimili sín, nema gert sé ráð fyrir því í upphaflegu skipu- lagi. í þessu sambandi má rifja upp takmarkaða hrifningu íbúa Ár- bæjarhverfis, þegar til umræðu var að koma fyrir bensínstöð neðst í Hraunbænum, vegna fyrirhugaðrar starfsemi Irving-olíufélagsins hér á landi. 1 dag er þarna sparkvöllur, sem er til góðs fyrir æskufólk í hverfinu sem aðra. Einnig komu upp hugmyndir um bensínstöð í útjaðri Elliðaárdals, fyrir neðan Stekkjarbakka. Undirritaður Iagð- ist eindregið gegn síðarnefndu hug- myndinni, þegar hún var rædd í heilbrigðisnefnd Reykjavíkur, vegna lífríkis Elliðaánna og vernd- unar þess. Þessar hugmyndir logn- uðust út af, þegar ljóst varð, að ekki var von um sinn á erlenda olíu- risanum hingað til lands. í umræðu um þessi mál á sínum tíma var umhverfisverndarsjónarmiðum ekki gefinn nægilegur gaumur. Nauðsyn þess að afmarka vandlega þau svæði, sem taka á undir bensín- stöðvar í framtíðarskipulagi, er augljós. Almennar reglur um fjar- lægð bensínafgreiðslna frá íbúðar- húsnæði duga ekki einar og sér. Fögur fyrirheit R-listans um að gera Reykjavík „að vistvænni höfuðborg norðursins“ eru í mót- sögn við áform um, að koma bensín- stöðvum fyrir í gamalgrónum íbúð- arhverfum. Andstaða mín við bens- ínafgreiðslu hjá Domus Medica er byggð á umhverfisverndar- og um- ferðaröryggissjónarmiðum. Sú af- staða samrýmist vel þeim markmið- um í umhverfis- og umferðarmál- um, sem bæði R-listinn og sjálf- stæðismenn settu fram í stefnu- skrám sínum fyrir síðustu borgar- stjórnarkosningar. Höfundur er læknir og varaborgarfuhtrúi í Reykjavík. Ólafur F. Magnússon c é C: Q ( C C ý I ( ( i ( ( ( i i i i i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.