Morgunblaðið - 24.07.1997, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1997 37 _
........ ' ' '■■■■• • m*'
STEINGRÍMUR
PÉTURSSON
+ Steingrímur
Pétursson,
Garðstöðum,
fæddist á Litlabæ
í Skötufirði 20.
september 1924.
Hann lést á heimili
sínu 28. júní síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru, Pétur
Finnbogason,
bóndi á Hjöllum,
f. 2. maí 1894, d.
22. apríl 1990, og
Stefanía Jensdótt-
ir, ættuð af Snæ-
fjallaströnd, f. 5.
ágúst 1893, d. 22. apríl 1972.
Systkini Steingríms eru:
Hallgrímur (látinn), Finnbogi
(látinn), Jens Steinn (dó ung-
ur), Sigrún og Hulda tvíburar,
Jens, Kristján og Helga.
Steingrímur
kvæntist Vilborgu
Ólafsdóttur frá
Garðstöðum f.
10.10. 1940. Þau
eignuðust fjögur
börn. Þau eru: 1)
drengur, f. 12.6.
1960, d. 17.6. 1960.
2) Guðrún, f. 7.1.
1964, sambýlis-
maður Jóhann
Snorri Arnarsson,
f. 15.4. 1960. 3)
Þorbjörn, f. 4.8.
1967, sambýlis-
kona Guðfinna
Birna Guðmundsdóttir, f. 22.5.
1966, börn þeirra eru Brynjar
Örn og Rakel. 4) Pétur, f.
21.12. 1976.
Útför Steingríms fór fram
frá Ögurkirkju 5. júlí.
Látinn er Steingrímur Pétursson
bóndi á Garðstöðum, tæplega 73
ára að aldri.
Steingrímur ólst upp hjá foreldr-
um sínum á Hjöllum í stórum
systkinahóp, við hin ýmsu störf til
sjós og lands. Hjallar hafa alltaf
verið talin heldur kostarýr jörð, og
því byggðist afkoma fólks þar ekki
síður á sjávargagni en landbúnaði,
eins og raunar má segja um flest
býli í Skötufirði, enda þótt stundum
væri Skötufirði líkt við handraðann
í „Gullkistu Vestíjarða" eins og
ísafjarðardjúp var stundum nefnt.
Slík var fiskisæld þessa fjarðar,
rómuð hér áður fyrr, áður en fiski-
gengd í Djúpið datt niður upp úr
1960-70.
Bæjarstæðið á Hjöllum er án efa
eitt hið sérkennilegasta á Vestfjörð-
um, og jafnvel þótt allt landið sé
tekið með. Bærinn svo að segja í
miðri snarbrattri fjallshlíð, land-
kostir mjög takmarkaðir, og sjávar-
gatan brött og stórgrýtt. Má geta
nærri að ógreiðfært hafi verið í
myrkri, sleipu og snjóófærð að
klöngrast niður „Hjallabakkana",
þegar hyggja skyldi að sjóferð.
Þetta létu þeir Hjallafeðgar sig þó
hafa og æðruðust hvergi. Sjórinn
var sóttur af miklu kappi meðan
fiskur gekk í Djúpið og Skötufjörð-
inn. Steingrímur kynntist þannig,
þegar í æsku, fangbrögðum náttúr-
unnar og lét ekki deigan síga.
Steingrímur fór snemma að „fara
til sjós“ i nálægum verstöðvum þar
sem skilyrði voru betri og allar að-
stæður allt aðrar með tilkomu nýrr-
ar tækni hins nýja tíma. Menn réðu
sig þá á „stóru bátana“, og allar
stærðir af skipum og togurum. Var
hann alls staðar talinn afburða
verkmaður við öll sjóverk og eftir-
sóttur af aflaskipstjórum.
Steingrímur var smiður ágætur,
hugvitsmaður á margan hátt. Má
nefna sem dæmi þar um, að hann
virkjaði litla lækjarsprænu sem
rann niður Hjallabakkana, til ljósa,
sem veittu ljósi og birtu í öll hús á
Hjöllum, meðan hann bjó þar. Gefið
má telja að þetta hafi verið eitt
minnsta raforkuver sem byggt hef-
ur verið á íslandi, og sýnir vel að
mjór er mikils vísir.
Sveitungar Steingríms nutu oft
hugkvæmni hans og útsjónarsemi,
enda var hann hjálpsamur og greið-
vikinn nágrönnum sínum, og vin-
sæll hjá öllum sem hann kynntist.
Hann fór ekki að hlutunum með
neinum asa eða írafári, en lét hag-
kvæmni og hugvit ráða meiru en
að böðlast áfram með látum.
Kona Steingríms var Vilborg Ól-
afsdóttir frá Garðstöðum í Ögur-
hreppi. Foreldrar hennar voru Olaf-
ur Jónsson og Guðrún Hansdóttir,
ættuð úr Skjaldarbjamarvík á
Ströndum. Fluttu þau að Garðstöð-
um árið 1946. Þau áttu saman 14
börn, og em 12 þeirra á lífi. Komu
þau börnum sínum vel til manns,
enda þótt efnin væm ekki alltaf
umfram brýnustu þarfir, eins og
nærri má geta með þennan stóra
barnahóp á heldur kostalítilli jörð.
Sambúð íjölskyldunnar var alltaf
góð og samheldni í besta lagi. Þau
hjón em nú bæði látin, áttu þau
heima á ísafirði síðustu árin.
Eftir að Ólafur og fjölskylda hans
fluttu til ísafjarðar, fluttu Stein-
grímur og hans fólk að Garðstöðum
og bjuggu þar þar til Steingrímur
andaðist. Síðustu árin var hann
mjög heilsutæpur, og mæddu þá
bústörfin mest á húsmóðurinni, sem
leysti þau af hendi með mestu prýði,
enda var hún og er mesta þrifnað-
ar- og myndarkona í öllum sínum
verkum. Heimilislíf og heimilisbrag-
ur þeirra var með ágætum.
Steingrímur var alla tíð sjálf-
stæður í skoðunum og vildi einskis
manns handbendi vera, enda var
hann alltaf vel bjargálna, og sá sér
og fjölskyldu sinni vel farborða.
Vilborg kona hans studdi hann líka
með ráðum og dáð og var sambúð
þeirra með ágætum.
Við sveitungar Steingríms þökk-
um honum samfylgdina gegnum
árin og vottum eftirlifandi eigin-
konu hans, börnum, og öðrum ætt-
ingjum innilega samúð okkar allra.
Baldur Bjarnason.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu-
sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust
er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld I úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins
f bréfasfma 5691115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíð-
um. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað
við meðallínubil og hæfilega ltnulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að
hafa skímarnöfn aín „„ „un afnftnnfni undir vreinunum.
LEQSTEMAR
Marmari ♦ Granít ♦ Ðlágrýti ♦ Gabbró
íslensk framleiðsla
Sendum
myndalista
MOSAIK
Hamarshöfði 4 - Reykjavik
sími: 587 1960 -fax: 587 1986
LOFTUR S.
LOFTSSON
+ Loftur Sigurður Loftsson,
bóndi og tónlistarkennari,
var fæddur á Sandlæk í Gnúp-
verjahreppi 5. apríl 1937. Hann
lést á Landspítalanum 18. júní
síðastliðinn og fór útför hans
fram frá Stóra-Núpskirkju í
Gnúpveijahreppi 28. júní.
Góður vinur okkar er genginn.
Eftir langa og stranga baráttu
kvaddi Loftur í Breiðanesi í hörpu-
lok.
Við áttum því láni að fagna að
kynnast fjölskyldunni í Breiðanesi,
þegar við settumst að í Laugarási
fyrir hartnær aldarfjórðungi.
Vinátta þeirra hefur verið okkur
dýrmæt, vinátta sem aldrei hefur
borið skugga á og hefur haldist,
þótt síðar yrði lengra á milli heimila
okkar.
Við komumst fljótlega að því, að
þetta var engin venjuleg fjölskylda.
Loftur, bóndinn ungi, sem hafði
ásamt Nönnu, konu sinni, reist ný-
býlið Breiðanes úr landi Sandlækjar
hafði lamast í slysi, en í stað þess
að gefa búskapinn upp á bátinn og
flytja á mölina fór Loftur í nám, sem
gæti nýst honum heima. í uppsveit-
um Árnessýslu er rík tónlistarhefð,
fjölskylda Lofts er mjög músíkölsk
og lá því beint við að hann færi i
tónlistarkennaranám. Tóku hjónin
sig upp með dæturnar sínar ungu
og dvöldust um sinn á höfuðborgar-
svæðinu meðan Loftur stundaði nám
sitt.
Leið þeirra lá síðan aftur heim í
Gnúpveijahrepginn og var það mik-
ill fengur fyrir Árnessýslu, að Loftur
skyldi snúa til heimahaga sinna.
Loftur helgaði tónlistinni krafta
sína sem tónmennta- og tónlistar-
kennari, stofnandi kóra og kórstjóri.
Hann var mjög metnaðarfullur í
þessum störfum ölium og hafa
hundruð barna og fullorðinna notið
góðs af kennslu hans, kórastarfi og
tónlistariðkun allri. Allt sem snerti
tónlist lék í huga hans og höndum.
Hann útsetti fjölda laga, samdi gull-
falleg lög og orti ljóð við lög sín og
annarra.
Ótrúlegt var hve miklu hann kom
í verk, því vinnudagurinn var langur
og ferðir oft erfiðar milli skóla og
heimilis. Hann var mjög harður við
sjálfan sig og kvartaði_ aldrei, þótt
oft væri hann þjáður. í hans huga
var orðið uppgjöf ekki til.
Loftur var bóndi í þess orðs bestu
merkingu. Hann unni jörð sinni og
sveit og naut þess að vinna við bú-
störfin. Það var stórkostlegt að sjá
þessa samheldnu og duglegu fjöl-
skyldu að störfum og leik. En hann
stóð ekki einn. Nanna, konan hans,
hefur verið einstakur lífsförunautur.
Stillt og æðrulaus hefur hún staðið
sem klettur við hlið manns síns i
búskapnum, í tónlistinni og í veikind-
um hans til hinstu stundar. Börn
þeirra fimm eru mannkostafólk og
bera foreldrum og uppeldi fagurt
vitni.
Að leiðarlokum leita ótal minning-
ar á hugann. Samvera á hátíða-
stundum í lífi okkar, þar sem Loftur
spilaði og leiddi söng. Ferðir á fjöll,
þar sem áð var í grænni tó við læ-
kjarnið og fuglasöng. Þórsmörk,
Hagavatn, Gæsavötn, Herðubreiðar-
lindir, Einhyrningur og ótal perlur í
óbyggðum, þar sem við áttum saman
ógleymanlegar stundir.
Þegar við heimsóttum Loft á
sjúkrahús snemma í vor var rætt
um að skreppa inn í Þórsmörk í
sumar og tjalda þar í góðri laut. En
við munum ekki tjalda saman að
sinni. _
Góðir vinir gefa af auðlegð hjarta
síns. það gerði Loftur. Við þökkum
honum samfylgdina og minnumst
hans með þökk og virðingu.
Við sendum þér, kæra Nanna og
ykkur bömunum og fjölskyldunni
allri innilegar samúðarkveðjur.
Jósefína, Guðmundur,
Sigurður Hrafn, Helga
Salbjörg, Sigurður Torfi.
lísa r
3ifl t
Its J L
S( JCL- iórh öfða sfn 17, vlð G íii 567 484 ulUnhr 4 ú,
Okkar menn, féiag fréttaritara Morgunblaðsins, og Morgunblaðið efndu
til samkeppni um bestu Ijósmyndir fréttaritara frá árunum 1995 og 1996.
í Sveitasetrinu á Blönduósi hefur verið komið upp sýningu á þeim
myndum sem dómnefnd taldi bestar.
Myndefnið er fjölbreytt og gefst því kostur á að sjá brot af viðfangsefnum
fréttaritara Morgunblaðsins sem eru um 100 talsins og gegna mikilvægu
hlutverki í fréttaöflun blaðsins á landsbyggðinni.
Sýningin stendur til föstudagsins 31. júlí og er opin á afgreiðslutíma
Sveitasetursins.
Myndirnar á sýningunni eru til sölu.