Morgunblaðið - 24.07.1997, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNIIMGAR
FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ1997 39
• •
GUÐBJORN
HERBERT
GUÐMUNDSSON
+ Guðbjörn Her-
bert Guð-
mundsson raf-
virkjameistari
fæddist á Hellis-
sandi á Snæfells-
nesi 25. júní 1919.
Hann lést í Kefla-
vík 11. júlí síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá Ytri-
Nj arð víkurkirlq u
18. júlí.
Látinn er bróðir
minn, Guðbjörn Her-
bert Guðmundsson,
rafvirkjameistari, eftir löng og erf-
ið veikindi. Ekki varð langt á milli
þeirra hjónanna. Rósa Guðnadóttir
kona hans dó 7. maí síðastliðinn
og hann núna 10. júlí. Þau hjón
höfðu verið gift í tæplega 47 ár,
búið allan sinn búskap í Keflavík
og eignast fjögur mannvænleg börn
en áður hafði Guðbjörn eignast
dóttur og son. Guðbjörn var ættað-
ur af Snæfellsnesi. í föðurætt frá
Sveinsstöðum í Neshreppi utan
Ennis en af móðurfólki úr Asbjarn-
arhúsi á Hellissandi. Barnsskóm
sínum sleit hann á Hellissandi þar
sem foreldrar hans Guðrún As-
björnsdóttir (fædd 2. okt. 1895,
dáin 20. mars 1996) og Guðmund-
ur Guðbjörnsson skipstjóri (fæddur
15. okt. 1894, dáinn 4. sept. 1934)
hófu búskap í húsi sínu Bjarma-
landi 1916. Þegar Guðbjörn er á
sjöunda aldursári flytja foreldrar
hans að vestan suður í Hafnarfjörð
þar sem faðir hans hafði verið ráð-
inn skipstjóri. Fáum árum síðar er
flutt suður í Keflavík og síðla árs
1933 aftur í Hafnarfjörð. Þar er
fjölskyldan búsett er faðir Guð-
björns ferst í sjóslysi við Norður-
land haustið 1934.
Stendur nú móðir hans uppi,
ekkja 38 ára gömul, með sex börn
á aldrinum eins til fimmtán ára og
er það Guðbjörn, sem verður nú
svona ungur að axla byrðar fullorð-
ins manns. Þetta hlutverk og
hvernig hann rækti það alla tíð
verður nú innihaldið í þessum
kveðjuorðum til hans, og mæli ég
þá fyrir munn okkar allra sem öðl-
uðumst vernd hans og umhyggju
þessa döpru haustdaga, móður
minnar og systur Helgu (f. 1927),
sem báðar eru látnar, systurinnar
Príðu (f. 1924) og okkar bræðranna
þriggja Guðmundar (f. 1921), Ás-
björns (f. 1925) og mín (f. 1933).
Faðir minn hafði verið það for-
sjáll að vera líftryggður þegar hann
deyr en hafði þá nokkru áður, er
Spánarmarkaðurinn með saltfisk
lokaðist, misst megnið af eignum
sínum. Nú notaði móðir mín líf-
tryggingarféð og lét byggja fyrir
sig húsið að Holtsgötu 6 í Hafnar-
fírði þar sem við áttum heima þar
til fullorðinsárum var náð. Fyrir-
hyggja móður okkar og stuðningur
Guðbjörns tryggði okkur yngri
systkinunum þar öruggt skjól. Á
fyrri hluta þessarar aldar og ekki
síst árunum milli stríða áttu föður-
laus börn ekki margra kosta völ
en dugnaður og ósérhlífni Guð-
björns var sú hvatning sem nægði,
og okkur til að leggja lið þegar
þroska og aldri var náð. Margs er
nú að minnast frá árunum á Holts-
götu 6 og alls góðs. Eflaust hafa
erfiðleikar knúið þar dyra, sem á
öðrum alþýðuheimilum þess tíma,
kreppan var í algleymingi og at-
vinnuleysið réð lífi og dauða. En
mér sem yngstum var aðeins hamp-
að og skemmt og öllu óþægilegu
haldið frá. Eldri systkini mín hafa
þó sagt mér að ýtrustu gætni var
samt gætt í hvívetna og hófsemi á
öllum sviðum.
Guðbjörn lýkur gagnfræðaprófi
frá Flensborg og stundar næstu
ár öll almenn störf til lands og sjáv-
ar, kaupamennska í
sveit, vegavinna, verk-
stjórn í fískvinnslu o.fl.
En árið 1940 hefur
hann nám í rafvirkjun
hjá Guðjóni Guð-
mundssyni í Rafveitu
Hafnarfjarðar og fær
þar sveinspróf 1944.
Þetta eru efiaust þau
ár sem ég naut bróður
míns best. Þegar ein-
lægni barnshugans og
ást og umhyggja unga
mannsins haldast fast
í hendur. Þá var ekki
þörf á alvarlegri við-
vörun og kænska heimsins og keld-
ur voru enn víðs fjarri. Aðeins
umvandanir kærleika og elsku sem
hvetju barni eru nauðsynlegar.
Systkini mín hafa líka staðfest
dugnað hans og festu að halda
hópnum sínum saman og óþijót-
andi hvatningu til móður sinnar
þegar angist hversdagsins var að
buga hana og ráð vina og vanda-
manna voru þau helst að rjúfa fjöl-
skylduna. Þetta verður okkur
systkinunum, og sérstaklega mér,
sem engan veginn skildi aðstæður,
ótjúfanlegt þakklæti til æviloka
þessum makalausa manni.
1946 verða kaflaskipti í lífi Guð-
björns. Hafði hann þá unnið frá
sveinsprófí hér í Hafnarfírði hjá
Rafveitunni, í Ekkó og í Glóa. Það-
an eru mér enn í fersku minni nöfn
eins og Kári Þórðar, Siggi í Ekkó,
og Gvendur í Glóa og margir fleiri,
sumir lífs, aðrir liðnir eins og geng-
ur. Þegar ég sjálfur var orðinn raf-
virki og umgekkst þessa menn
heyrði ég aldrei nema gott um
hann bróður minn af þeirra vörum
og voru þó ekki allir bræður í leik
þegar samkeppni eftirstríðsáranna
var í algleymingi. En 1946 kaupir
Guðbjörn hluta í raftækjastofu suð-
ur í Keflavík, Geisla hf., og nokkru
seinna allt fyrirtækið. Tengsl hans
við Holtsgötu 6 héldust þó óbreytt
allar götu til ársins 1951, þegar
þau Rósa hefja búskap að Vestur-
braut 6 (í Keflavík) með Guðnýju
sína, og þá hefst einnig nýr kafli
í mínu lífí. En áður en Guðbjörn
flyst til Keflavíkur höfðu bræður
hans Guðmundur og Ásbjörn byggt
af elju og dugnaði íbúðarhús sitt
að Hringbraut 15 í Hafnarfirði, þar
sem Guðmundur býr raunar enn,
og hafa þeir báðir, í mín eyru, þakk-
að stóra bróður sínum ómetanlega
hjálp í því efni. Varð hann þó alvar-
lega veikur af lömunarveiki 1947,
og náði sér eiginlega aldrei af
henni. Systrum sínum Fríðu og
Helgu heitinni sýndi hann ávallt
sömu hlýju og ástúð og aldrei stóð
á hjálp né aðstoð þegar í nauðir
rak, hvorki í garð okkar systkin-
anna né barna okkar.
En eins og synir feta oft í fót-
spor feðra sinna varð um mig. 1951
hef ég nám í rafvirkjun hjá Guð-
birni, enn heimilisfastur á Holts-
götu 6, en tekinn í fæði og hús-
næði hjá meistaranum sem var al-
gengt á árum áður. Margir aðrir
nemar voru þá hjá Geisla hf. en
allir gert samninga við fyrrverandi
eigendur/meðeigendur í Geisla
nema ég, og er ég því fyrsti nem-
inn sem læri og útskrifast alfarið
í meistaratíð Guðbjöms. En þeir
urðu fleiri nemarnir hans Guð-
björns, yfír 50 talsins þegar upp
var staðið. Á meðal þeirra allir
þrír synir þeirra Rósu, Guðmundur
Bjarni, nú tæknifræðingur í eigin
fyrirtæki, Björn Herbert, tækni-
fræðingur og forstjóri Rafmagns-
verka hf., og Róbert Þór, rafvirkja-
meistari og forstjóri gamla góða
Geisla hf. Elsta dóttir þeirra Rósu,
Guðný Sigurbjörg, alþingismaður
og prófessor við Háskóla íslands,
og börnin tvö úr Hafnarfirði, Hjör-
dís Guðríður skólastjóri og Gunnar
Jóhann pípulagningameistari. Allt
er þetta mikið myndarfólk sem ber
föður sínum fagurt vitni. í þeim
kemur fram allt það góða sem
prýddi hann bróður minn og bera
börn hans og barnabörn hróður
hans um alla framtíð. Frændum
sínum og vinum var Guðbjörn betri
en enginn. Og ég veit að allt það
góða fólk sendir nú hlýjar samúðar-
kveðjur til barna og barnabarna
hans með þökkum fyrir allt og allt.
I Fóstbræðrasögu er sagt frá
Þorgeiri Hávarssyni og Þormóði
Bersasyni og stríði þeirra og or-
ustum. Urðu þeir oftast ósárir en
ákaflega móðir. Guðbjörn bróðir
minn valdi sér fóstbróður og börð-
ust þeir ótt og títt og sýndist ýmist
um sigur. Greind hans og þroska
tókst þó um síðir að sigra og þó
áberandi sár væru ekki sýnileg var
hann orðinn ákaflega móður er
lauk. Mér sjálfum var Guðbjörn
engum manni líkur. Þegar ógæfa
knúði dyra minna fyrir nokkru, tvö
ár í röð, veitti hann af sálarstyrk
sínum það sem ég nauðsynlega
þurfti. Fyrir það og allt sem hann
gerði áður, og þá ekki síst móður
okkar, skal nú þakkað af alhug.
Börnum hans og afkomendum
öllum, sendum við Dísa og íjöl-
skyldur okkar, systkini mín og íjöl-
skyldur þeirra hugheilar samúðar-
kveðjur með þeirri vissu að í minn-
ingum þeirra mun Bubbi bróðir
minn geymast. Veri hann nú kært
kvaddur.
Nú er í Dritvík daufleg vist,
drungalegt nesið kalda;
sjást ekki lengur seglin hvít
sjóndeildarhringinn tjalda:
Tröllakirkjunnar tíðasöng
tóna þau Hlér og Alda;
Fullsterk mun þungt að færa á stall,
fáir sem honum valda.
(Jón Helgason.)
Farðu nú vel, vinur og bróðir.
Guðmundur Rúnar
Guðmundsson.
Mig langar með nokkrum fátæk-
legum orðum að kveðja meistara
minn hann Guðbjörn eða Bubba
rafvirkja eins og hann var nefndun
á meðal flestra hér syðra. Á árinu
1970 var ég ungur og ráðvilltur
maður sem ekki hafði ákveðið hvað
hann ætlaði að gera í lífinu. Þá
atvikaðist það svo að hann faðir
minn sem var einn af fyrstu nemum
Bubba og var þá í vinnu hjá honum
í fyrirtækinu hans Geisla hf. kom
heim einn góðan sumardag og
sagði mér að drífa mig því ég
mætti koma í vinnu hjá honum
Bubba. Eftir nokkurra mánaða
starf var ákveðið að unglingurinn
færi á samning og lærði rafvirkjun.
Gengið var frá öllum endum og
samningur undirritaður, og skyldi
neminn fá kaup samkvæmt verka-
mannataxta, og í ofanálag yrði
greitt fyrir allan námskostnað, s.s
bækur, skólagjöld o.þ.h. og einnig
vasapeningur _ á meðan á skóla-
göngu stæði. Á þessum tíma vorum
við allmargir nemarnir í rafvirkjun
hjá hinum ýmsu meisturum á svæð-
inu, og oft verið að gera saman-
burð á kjörum á milli manna. At-
hyglisvert var að sumir höfðu í
kaup einhvetjum krónum meira á
tímann, en urðu sjálfir að sjá sér
farborða á meðan á skólagöngu
stóð. í þessu er Bubba að nokkru
lýst því hann lagði til framangreint
fyrirkomulag, sem sýnir mikla fyr-
irhyggju, og varð til þess að nem-
inn gat að mestu verið áhyggjulaus
er varðar ljármál og sinnt bóknám-
inu en þurfti ekki að vera að eltast
við að vinna allar stundir sem gáf-
ust.
Oft varð maður var við að hús-
byggjendur sem voru í mesta basli
við að koma sér þaki yfir höfuðið
væru sérlega ánægðir með að eiga
viðskipti við Bubba því það var svo
gott að semja við hann og hann
var svo skilningsríkur, og því fengu
menn þar oft góð kjör. Þó var rekst-
ur fyrirtækis á þessum árum eng-
inn dans á rósum því allt valt á
útgerð og fiskvinnslu en mikill hluti
vinnunnar hjá Geisia hf. byggðist
einmitt á þjónustu og breytingum
hjá fiskvinnslufyrirtækjum, og þar
komu mögur ár sem Ieiddu af sér
samdrátt í allri þjónustu. Á þeim
tímum sem lítið var að gera reyndi
Bubbi ávallt að sjá til þess að
starfsmennirnir hefðu nóg, og því
var það oft að menn dvöldu lang-
tímum saman við að taka til og
laga á verkstæðinu, og voru jafn-
vel ekki sendir heim kl. 17, heldur
fengu eftirvinnu líka. Bubbi var
einstaklega góðhjartaður og sann-
gjarn maður sem ekkert aumt
mátti sjá. Er mér sérstaklega minn-
isstætt þegar ég hafði í eitt skipti
óskað eftir kauphækkun en fengið
synjun. Að sjálfsögðu var ég ekk-
ert hress með að fá neitun og hef-
ur það eflaust sést á mér, en ég
var varla kominn heim eftir að
vinnudeginum lauk þegar Bubbi
hringdi og sagði mér að taka aftur
gleði mína því hann hefði skipt um
skoðun og ég fengi umbeðna hækk-
un. Einnig kemur nú við þessa
uppriíjun upp í hugann að að námi
loknu kom það til tals að ég ætti
ekki rétt á láni frá lífeyrissjóði, þar
sem það hefði ekki tíðkast að nem-
ar borguðu í lífeyrissjóði. Bubbi
sagði mér að hafa ekki áhyggjur
af þessu, hann skyldi sjá um að
ég fengi lánið sem mig vantaði, og
fylgdi orðunum eftir með því að
greiða rúmlega ijögur ár aftur í
tímann í lífeyrissjóð rafíðnar-
manna, ekki bara hlut vinnuveit-
andans heldur einnig hlut nemans.
Árið 1974 var lítið að gera og
varð úr að ég hóf störf annars stað-
ar. Oft leitaði ég þó til Bubba á
þessum árum sem liðin eru síðan,
og sama hvert erindið var, allt var
sjálfsagt. Það er mér mikil gleði
að hafa fengið að vera einn af
„strákunum“ hans Bubba en svo
kallaði hann okkur oft sem höfðum
verið nemar hjá honum en það er
ansi stór hópur. Margar fleiri góðar
minningar renna nú um hugann
sem of langt mál er að telja hér,
en verða til þess að minning góðs
heiðursmanns lifír.
Það eru þung spor að kveðja
góðan vin, en hann er nú eflaust
hjá henni Rósu sem lést fyrir að-
eins tveimur mánuðum, og vonandi
er það aðstandendum huggun í
harmi að vita af þeim saman á ný.
Ástvinum Bubba og Rósu votta
ég samúð mína og vona að minn-
ingin um þau reynist sorginni yfir-
sterkari þegar frá líður.
Valþór S. Jónsson.
GUÐRUN
SIG URBJÖRG
JÓNASDÓTTIR
■4- Guðrún Sigur-
* björg Jónas-
dóttir vefnaðar-
kennari fæddist á
Stuðlum í Reyðar-
firði 28. desember
1916. Hún lést á
Hj úkrunarheimil-
inu Slqóli 7. júlí síð-
astliðinn og fór út-
för hennar fram frá
Fossvogskirkju 16.
júlí.
Ég kynntist Guð-
rúnu Jónasdóttur þeg-
ar ég hóf nám í textíl-
deild Myndlista- og handíðaskóla
íslands árið 1970. Hún kenndi þar
almennan vefnað og framundan
voru skemmtilegir og gefandi tímar.
Ég hugsa að það hafi ekki alltaf
verið auðvelt að vera kennari á
þessum umbrotatímum 68 kynslóð-
arinnar en Guðrún naut þess að
vera innan um nemendur sína og
ungt fólk yfirleitt, skiptast á skoð-
unum við það enda hafði hún alla
tíð mikinn áhuga á þjóðfélagsmál-
um og því sem var að gerast á líð-
andi stund. Hún veitti okkur það
frelsi sem við þurftum til að kljást
við þennan seinunna miðil sem vefn-
aðurinn er. Guðrún var opin fyrir
því að fara nýjar leiðir þótt hún
héldi alltaf tryggð við gömlu gildin.
Hún sagði mér seinna að hún hefði
notið þessara ára og þess að með-
taka nýja strauma og nýta sér þá
í kennslunni.
Þegar ég kom heim að afloknu
framhaldsnámi í Sví-
þjóð og var ráðin kenn-
ari við textíldeildina
tók Guðrún mér opnum
örmum eins og vænta
mátti af henni. Við urð-
um strax jafningjar
þrátt fyrir aldursmun-
inn og áttum við gott
samstarf um 10 ára
skeið. Hún var félags-
lynd og vinsæl meðal
kennaranna og þegar
eitthvað stóð til í fé-
lagslífi skólans var gott
að leita til hennar og
var hún ávallt ómiss-
andi þegar blanda átti jólaglöggið.
Guðrún var gestrisin, góð heim að
sækja og hinn besti kokkur svo það
er víst óhætt að fullyrða að við
samkennarar hennar og nemendur
eigum ljúfar minningar um þær fjöl-
mörgu stundir sem við áttum með
henni á heimili hennar. Vinnustofa
Guðrúnar var falleg og björt sem
gaman var að koma inn t'. Þar hélt
hún mörg vefnaðarnámskeið auk
þess að starfrækja þar vefstofu. Á
seinni árum óf hún ýmsar tilraunir
fyrir áklæði og gluggatjöld sem
voru ákaflega áferðarfallegar og
hefðu svo sannarlega átt erindi í
framleiðslu. Það lýsir einnig Guð-
rúnu vel að þegar ég var í vinnu-
stofuhrakningi stóð ekki á henni
að opna sína vinnustofu og leyfa
mér að rekja í eina og eina uppi-
stöðu fyrir vef. Við áttum þá jafnan
góðar stundir saman og þá kynntist
ég betur hennar löngunum og fram-
tíðaráformum.
Það kom alltaf sérstakur giampi
í augu Guðrúnar þegar hún talaði
um Fríðu einkadóttur sína enda
afar kært með þeim mæðgum alla
tíð. Seinna þegar Fríða var orðin
landslagsarkitekt hannaði hún
garðinn fyrir okkur fjölskylduna.
Þegar við hittumst og ræddum um
skipulag garðsins var Guðrún að
sjálfsögðu með í för. Þá kom þekk-
ing hennar og áhugi á garðrækt
vel í ljós.
Árið 1974 var Textilfélagið
stofnað og var Guðrún ein af stofn-
félögum þess og virkur félagsmað-
ur. Hún tók þátt í sýningum félags-
ins, þar að auki tók hún þátt í öðr-
um sýningum utan þess og má þar
mikilvægastar telja: Alþjóðasýn-
ingu í Munehen 1956 og „Form
Island“, farandsýningu á Norður-
löndum 1984 -1985. Flestir félags-
menn Textílfélagsins hafa notið
leiðsagnar Guðrúnar á einn eða
annan hátt og minnast hennar
eflaust af hlýhug.
Ég votta Éríðu og aðstandendum
samúð mína. Ég kveð Guðrúnu með
þökk og virðingu, minningarnar um
góða konu geymi ég.
Þorbjörg Þórðardóttir.
ÚtfararþjánU'tta
Sigurgeirj Inginiundarjonar
EngjavegL 8, Moöfelhbæ,
öími: 8963083og 566 7307.