Morgunblaðið - 24.07.1997, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 24.07.1997, Qupperneq 52
52 FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1997 MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓIUVARP MORGUNBLAÐIÐ Minnisvarði um Dietrich BERLÍNARBÚAR ætla að heiðra minningu Marlene Dietrich. ÞEGAR Marlene Dietrich lést árið 1992 hófst umræða í Berlín um það hvort ekki ætti að heiðra minningu hennar með því að reisa henni minnisvarða í borg- inni. Ekki hafa allir Þjóðverjar verið jafn jákvæðir gagnvart þessum hugmyndum og þess vegna hefur framkvæmdin dreg- ist í fimm ár. Dietrich á nefnilega enn andstæðinga sem telja hana föðurlandssvikara vegna þess að hún studdi málstað Bandamanna í heimsstyrjöldinni síðari. Dietrich fæddist í Berlín árið 1901 og átti nokkru gengi að fagna í þýskum kvikmyndum áður en hún fluttist til Hollywood I byijun fjórða áratugarins. Þar tryggði samstarf hennar við leik- sljórann Josef von Sternberg Dietrich heimsfrægð. Sagan segir að árið 1937 hafi henni borist beiðni frá Hitler sjálfum um að snúa aftur til föð- urlandsins og vinna fyrir málstað nasista. Dietrich hafnaði þessu boði og gerðist bandarískur rík- isborgari árið 1939. í kjölfar þess voru myndir hennar bann- aðar í Þýskalandi. Dietrich var síðan meðal þeirra skemmtikrafta sem ferð- uðust um og skemmtu hermönn- um Bandamanna í stíðinu. Einnig flutti hún áróður gegn nasistum í útvarpi Bandamanna. Hlaut Dietrich m.a. heiðurmerki fyrir að hætta lífi sínu til þess að geta komið fram á átakasvæðum. Framlag Dietrich til baráttu Bandamanna hefur verið sumum Þjóðveijum þyrnir í auga æ síðan og kom af stað heitum umræðum þegar minnisvarðahugmyndir komu fyrst fram 1992. Nú eru hjólin loks farin að snúast fyrir alvöru og eru það meira að segja tveir borgarhlutar sem keppast um að heiðra minningu Dietrich. Fulltrúar Schoenberg-hverfis þar sem Dietrich fæddist vilja nefna götu eftir henni, á meðan stjórnendur miðborgarinnar vilja nefna torg eftir henni ná- lægt Potzdamer-torginu. Við torgið stendur einnig til að byggja Dietrich-safn. FRAMLEIÐANDINN Jerry Bruckheimer, sem er best þekktur fyrir hasar- og spennumyndir eins og „The Rock“ og „Con Air“, ætlar að framleiða rómantíska kvikmynd næst. Bruckheimer hefur keypt handrit Brian Cowden að epískri ástarsögu, „On Earth“. Handritið segir sögu manns sem verður ást- fanginn af vinnuveitanda sínum. .^Tún giftist öðrum en hetjan heldur samt áfram að elska hana og vinna hjá henni. Chris O’DonnelI hefur tekið að sér hlutverkið sem Buster Keaton fór með í „Seven Chances" árið 1925. Nýja myndin ber titilinn „Bachelor" og fer O’Donnell með titilhlutverkið. Hann leikur pipar- svein sem þarf að gifta sig ef hann á ekki að missa af 120 milljóna dollara arfi. Sandra Bullock tekur að sér móðurhlutverkið í „A Prayer for Owen Meany“ sem er byggð á skáldsögu John Irving. Hún segir sögu tveggja vina sem geta ekki talast við eftir að annar þeirra drep- x m- móðir hins fyrir slysni. Eddie Murphy og Chris Farley hafa loksins fengið hlutverk við hæfi. Þeir félagar leika þriggja ára gamla snáða í „Toddlers". Kvik- mynda- fréttir Barbara Hershey, Lisa Marie, Debi Mazar og Patti Smith ætla að leika í „Frogs for Snakes". Myndin er um hóp af glæpamönn- um sem dreymir um frægð og frama á leiksviðinu. Elizabeth Hurley hefur fundið sig í sjöunda áratugnum. Hún lék siðast í „Austin Powers" en næsta hlutverk hennar er í „My Favorite Martian“ á móti Christopher Lloyd og Jeff Daniels. Ben Gazzara og Gary Busey leika saman í „Deadly Winter", trylli um svik og mafíuna. Paul Schrader og Martin Scor- sese, sem færðu kvikmyndasögunni „Taxi Driver“, eru að undirbúa annað samstarf. Schrader ætlar að skrifa handrit byggt á skáldsögu Joseph Connelly, „Bringing Out the Dead“, um sjúkraflutningamann í New York sem fær nóg af mann- vonskunni í umhverfi sínu. Scorsese hefur í hyggju að leikstýra verkinu. Geoffrey Rush ætlar að hverfa aftur til tíma Elísabetar I i sinni næstu mynd, „Elizabeth I“. Hann fer með hlutverk sir Francis Wals- ingham, eins af góðvinum drottn- ingar. Joe Pesci hefur tekið að sér aðalhlutverkið í nútímaútgáfu á „Christmas Carol“ eftir Dickens. Pesci leikur glæpamann sem trúir ekki á gleði jólanna. Brenda Blethyn sést næst í sál- fræðidramanu „In the Winter Dark“. Myndin er byggð á smásögu Tim Wintons. Emilio Estevez er framleiðandi myndar um upphafsmenn hip-hops, Grandmaster Flash og Melle Mel. Steve James, sem stýrði heimildar- myndinni „Hoop Dreams", ætlar að gera myndina með félaga sínum, kvikmyndatökumanninum Peter Gilbert. Christina Applegate, Mark Wahlberg og Lou Diomond Phillips verða saman í „The Big Hit“. Myndin fjallar um mann sem reynir að stjórna mannráni á sama tíma og hann er í matarboði hjá foreldrum kærustu sinnar. BRENDA Blethyn er að hefja vinnu við „In the Winter Dark“. MARK Wahlberg leikur glæpamann í „The Big Hit“. FARÐU AÐ H3IMAN TÓNLEIKAFERÐ TIL LONDON 21.-25. ágúst STÓRHUÓMSVEITIN U2 OG READING TÓNLISTARHÁTÍÐIN Kr. 42.600 Hægt að framlengja ferðina Innifalið: Flugfar báðar leiðir. flu g valla rskattar og aðgöngumiði á U2 og Reading (alia dagana). Ekki innifalið: Gisting í London og ferðir milli London og Reading. ( E; Farðu að heiman - en komdu við Bá Ferðaskrifstofu stúdenta. ÞAÐ DUGAR EKKIAÐ SITJA HEIMA OG LESAi íui: 561 5656 fax: 551 9113 heiuasíða: http://www.centrum.is/studtravet/ O X Q S X s X X Ph m KVIKMYNDAHÁTÍÐIN í Feneyjum er með nýjum áherslum. List ekki söluvara K VIKM YND AHÁTÍ Ð ARN - AR halda áfram að beijast um athygli með því að tilkynna með góðum fyrirvara hvaða myndir verða á dagskrá hjá þeim. Nýr stjórnandi, Felice Laudadio, tók við Feneyja- kvikmyndahátíðinni í ár og hefur hann breytt talsvert hvernig kvikmyndir eru vald- ar. Fyrirrennari hans, Gillo Pontecorvo, lagði áherslu á að tryggja sér Evrópu-frumsýn- ingar á stórmyndum frá Bandaríkjunum með tilheyr- andi galaveislum með stór- stjörnum, ekki ósvipað og á Cannes. Að sögpi Laudadio er kvik- myndahátíðin ekki haldin fyrir ljósmyndara slúðurblaða. „Hún snýst um kvikmyndir. Við látum ekki sljörnukerfið stjórna vali okkar á myndum. Við höfum afþakkað miðlungs- góðar myndir með stórum nöfnum innanborðs. Við vild- um forðast öfgarnar sem ráða ríkum á Cannes.“ Þrátt fyrir þessar yfirlýs- ingar verða nokkrar banda- rískar myndir sýndar á hátíð- inni í Feneyjum sem verður haldin dagana 27. ágúst til 6. september. Spennumynd Wolf- gang Petérson, „Air Force One“ verður hluti af Mezza- notte-dagskránni ásamt „Affliction" með Nick Nolte, James Coburn, Sissy Spacek, og Willem Dafoe í aðalhlut- verkunum, „Dark Empire“ með William Hurt og Kiefer Sutherland, og „Mirnic" með Miru Sorvino. Auk þess verður haustmynd Woody Allen „Dec- onstructing Harry“ opnunar- mynd hátíðarinnar, en engin af þessum myndum tekur þátt i verðlaunakeppninni. Meðal annarra mynda á há- tíðinni verða „The Bride’s Journey" leikstýrt af Sergio Rubini, „Chinese Box“ stýrt af Wayne Wong með Jeremy Irons og Gong Li, „One Night Stand“ stýrt af Mike Figgis með Nastösju Kinski og Wes- ley Snipes, „The Informant" leikstýrt af Jim McBride, og „The Winter Guest“ leikstýrt af leikaranum Alan Rickman. Lokamynd hátíðarinnar verð- ur „Richard 111“ frá árinu 1912. Myndin verður sýnd ásamt undirleik en Enrico Morricone hefur samið tónlist fyrir hana. riV 1 iKllU Vikon 1 ftAT L.I JP1 11111 TTTT Nr. var Lag Flytjandi 1. (31) Smack My Bitch Up Prodigy 2. (10) Bittersweet Symphony Verve 3. (3) ril Be Missing You Puff Daddy 4. (5) Do You Know Whot 1 Mean Oasis 5. (2) For Heavens Sake Wu Tang Clan 6. (6) Free Ultra Naté 7. (4) Men in Black Will Smith 8. (14) Grandi-Vogar Soma 9. (17) Home Depeche Mode 10. (19) Sykurpabbi Talúla 11. (18) Casual Sub ETA 12. (7) The End Is the Beginning Is the End Smashing Pumpkins 13. (8) Ég ímeila þig Maus 14. (-) 1 Have Peace Strike 15. (11) Sun Hits the Sky Supergrass 16. 02) Ecuador Sash 17. (13) Free D. J. Quicksilver 18. (15) One Way D. J. Rampage Mr. Bix Feat. Subteranean 19. (16) Caribbean Breeze Wiseguys 20. (4) Poranoid Android Radiohead 21. (23) HeyAZ AZ&SWV 22. H Rising Son Massive Attack 23. (25) Electro Bank Chemical Brothers 24. (-) Kúrekabúgi PPPönk 25. (26) How High Charlotans 26. (-) Insinuation Folk implosion 27. (29) Hit Wannadies 28. (22) Star Primal Scream 29. (-) Closer Than Close Rosie Gaines 30. (20) Tvíhöfða lagið Rammstein

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.