Morgunblaðið - 24.07.1997, Page 56

Morgunblaðið - 24.07.1997, Page 56
510 1000 Fax: SJO 1001 Vrffanq: OPIN KERFIHF byltinqarkennd fistölva <o> AS/400 Mikið úrval viðskiptahugbúnaðar (Pi) NÝHERJI SKAFTAHLir MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJfSMBLIS, / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Hlutabr éfamarkaður j afn stór skuldabréfamarkaði Forsetar í Hvíta húsinu BILL Clinton forseti Banda- ríkjanna og Olafur Ragnar Grímsson áttu fund í Hvíta húsinu í Washington í gær- morgun. Að sögn Ólafs Ragn- ars var fundurinn gagnlegur en forsetarnir ræddu m.a. um það með hvaða hætti 1000 ára afmælis landafunda víkinga i Ameríku yrði minnst. ■ Þakklæti/28 BYLTING hefur orðið á hlutabréfa- markaði á íslandi síðan árið 1994 í þá veru að hlutabréfamarkaðurinn er að verða jafnstór skuldabréfa- markaði. Þetta kemur fram í grein Sigurð- ar B. Stefánssonar, framkvæmda- stjóra Verðbréfamarkaðar íslands- banka, í blaðinu í dag og bendir hann á að markaðsverðmæti hluta- bréfa í lok þessa árs sé áætlað 260 milljarðar kr. en markaðsverðmæti skuldabréfa um 280 milljarðar kr. Þetta gerist á sama tíma og mikil aukning hefur orðið á verðmæti skuldabréfa á markaði frá árinu 1990. í júlí 1997 er samanlagt markaðs- verðmæti þeirra 70 félaga sem verslað er með hlutabréf í, bæði á Verðbréfaþingi og Opna tilboðs- markaðinum, orðið hátt í 200 millj- arðar kr. en þar af er verðmæti fyrirtækjanna sem skráð eru á Verð- bréfaþinginu um 150 milljarðar kr. Landsframleiðslan árið 1997 er áætluð 522 m.kr. og því er verð- mæti hlutabréfa á markaði ekki fjarri því að vera 40% af landsfram- leiðslu. Sigurður segir þetta hlutfall vera algengan mælikvarða á stærð hluta- bréfamarkaðs í samanburði á milli landa. í Danmörku er hlutfallið um 40%, svipað og á íslandi núna, í Svíþjóð er það um 90% en í Banda- ríkjunum og Bretlandi vel yfir 100%. Augljóst er að hlutfallið stefnir í um 50% af landsframleiðslu á íslandi síðar á þessu ári eða á því næsta. ■ Hækkunin endalausa/B7 íslenska farsíma- félagið ehf. fær GSM-starfsleyfi Aform um frekari starfsemi hérlendis ÍSLENSKA farsímafélagið ehf. fékk í gær afhent starfsleyfi númer tvö fyrir GSM-farsímaþjónustu á íslandi næstu tíu árin. Félagið áformar að hefja þjónustu sína snemma á næsta ári en eitt af skilyrðunum fyrir leyfisveitingunni var að hún kæmist á að hluta til á níu mánuðum eftir leyfísveitinguna eða fyrir maíbyijun 1998. íslenska farsímafélagið er í eigu bandarísku fyrirtækjanna Western Wireless International Corporation og The Walter Group Inc, auk Ragn- ars Aðalsteinssonar. Aðspurður seg- ir Brad Horwitz, forstjóri Western Wireless International, að Íslenska farsímafélagið hafi fullan hug á að bjóða upp á frekari fjarskiptaþjón- ustu hér á landi þegar fullt frelsi verður gefið í fjarskiptamálum á íslandi um næstu áramót. Að sögn Gústavs Arnar, forstöðu- manns Póst- og fjarskiptastofnunar, verða ekki veitt fleiri starfsleyfi til reksturs GSM-farsímaþjónustu á ís- landi að svo stöddu þar sem um tak- markaðan rásafjölda er að ræða. ■ Hyggja/b3 Tveggja ára stúlka ekur á hús Á ÍSAFIRÐI gerðist það í gær- kvöldi að bíl var ekið á húsvegg og var ökumaður tveggja ára stúlka. Hún laumaðist inn í fjöl- skyldubílinn sem lagt var í halla og tók bílinn úr gír. Afleiðing- arnar voru þær að bíllinn rann af stað, þvert yfir veg, milli tveggja húsa og endaði á hús- vegg. Alls rann bíllinn um 50 metra. Stúlkuna sakaði ekkert og var hún hin rólegasta eftir ferðalagið. Smáskemmdir urðu hins vegar á bílnum og húsinu. Stífla í Laxá Samningi hafnað DRÖGUM að samningi milli Lands- virkjunar og landeigenda við Laxá um heimild til byggingar 10 metra stíflu fyrir Laxárvirkjun var hafnað á fjölmennum fundi á Breiðumýri í gærkvöldi. Um var að ræða félagsfund í Veiðifélagi Laxár í Laxárdal og Krakár. „Samningnum var hafnað og meira hef ég ekki að segja," sagði Eysteinn Sigurðsson á Arnarvatni, formaður félagsins, þegar Morgun- blaðið náði tali af honum um mið- nætti í gærkvöldi. Liggur fyrir eftir þessa niðurstöðu að ekkert verði af byggingu stíflunnar, í bráð a.m.k. -X Hvíta húsið Forsætisráðherra telur kjaradóm kalla á endurmat á hækkun bóta almannatrygginga Forsenda hækkunar verður endurskoðuð DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að ríkis- stjórnin þurfí að fara aftur yfir útreikninga sem lágu til grundvallar ákvörðun ríkisstjórnarinnar um hækkun á bótum ellih'feyrisþega, öryrkja og atvinnulausra með hliðsjón af þeim ákvörðunum sem Kjaradómur hefur nýlega tekið. Hann segir að þessari vinnu verði hraðað og útilokar ekki að hún leiði til endurskoðunar á fyrri ákvörðun. Grétar Þorsteinsson, forseti ASI, hefur ásamt fleirum innan verkalýðshreyfingarinnar sett fram kröfu um að ríkisstjórnin endurskoði ákvörðun sína um hækkun á bótum almannatrygginga með hliðsjón af þeim hækkunum sem Kjaradómur hefur nú úrskurðað um. Hann sagði í gær að hann fagnaði afstöðu forsætisráðherra og vonaði að hún leiddi til þess að bæturnar yrðu hækkað- ar. Slík ákvörðun væri rökrétt framhald af úr- skurði Kjaradóms. Bætur öryrkja hækkuðu um 2% um síðustu áramót og 4% 1. mars sl., en Kjaradómur hækk- aði laun æðstu embættismanna ríkisins um 8,55%. „Ég tel að við þurfum að fara ofan í þessi mál og skoða hvort það er efni til breytinga. Við töld- * Forseti ASI fagnar afstöðu ráðherra um okkur byggja á tölum frá Þjóðhagsstofnun og þeim opinberu gögnum sem fyrir lágu. Kjara- dómur virðist meta þetta með öðrum hætti. Ég tel að við þurfum að bera þetta saman og gera það fljótt og taka svo okkar ákvarðanir." Útilokar ekki breytingu á lögum um Kjaradóm Davíð sagðist ekki hafa borið saman úrskurð Kjaradóms og kjaranefndar, en úrskurðirnir kveða á um nokkuð mismiklar launahækkanir. „Ég var dálítið undrandi á kjaradómnum og taldi að hann hefði átt að vera lægri. Ég var líka undrandi á röksemdafærslunum fyrir sérstökum hækkunum til dómara. Ef menn tala um að einhver þáttur ríkisvaldsins sé einn af hornsteinunum þá fara menn rétt með, en það er ekki þar með sagt að sá hornsteinn eigi endilega að vera betur launað- ur en hinir. Þingið hefur fært Kjaradómi þetta vald vegna þess að menn voru ósáttir þegar þingið var á sínum tíma að ákveða þingmönnum laun. Þá varð sprengja í þjóðfélaginu og menn fóru með þetta í Kjaradóm. Nú sýnist þetta vera að fara í hring og menn vilja fara gömlu leiðina aftur. Ut af fyrir sig er ég ekki á móti því.“ Miðstjórn ASÍ kom_ saman í gær til að ræða úrskurð Kjaradóms. Á fundinum var samþykkt ályktun þar sem lagt er til að Kjaradómur verði lagður niður og Alþingi taki ákvarðanir um launahækkanir að fenginni umsökn ráðgefandi nefndar. \ Davíð vísaði því á bug sem kemur fram í álykt- un miðstjórnar ASÍ, að í úrskurði Kjaradóms fælist launastefna ríkisstjórnarinnar og ríkis- stjórnin bæri ábyrgð á Kjaradómi. „Kjaradómur er úrskurðaraðili. Eg hygg að flestir sanngjarnir menn, sem hafa fylgst með, viti það, að ef ríkis- stjórnin hefði ráðið þessum úrskurði hefði hann ekki verið svona. Þá hefði hann verið lægri.“ ■ Kjaradómur og kjaranefnd/2/6/41

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.