Morgunblaðið - 06.08.1997, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Geimför Bjarna Tryg-gvasonar
Talið niður
fyrir geimskot
NIÐURTALNING vegna
geimskots bandarísku geimferj-
unnar Discovery á morgun,
fímmtudag, hófst á mánudag, að
sögn Reuters-fréttastofunnar.
Sex manna áhöfn feijunnar kom
frá æfingastöð sinni í Houston í
Texas til Flórída, en í áhöfninni
er íslenski geimfarinn Bjarni
Tryggvason.
„Það er allt til reiðu og
Discovery bíður þess að leggja
af stað,“ sagði Curt Brown leið-
angursstjóri við blaðamenn er
áhöfnin kom til Canaveral-
höfða. Talsmenn bandarísku
geimferðastofnunarinnar
(NASA) sögðu engin tæknileg
vandamál hafa komið upp síð-
ustu daga við undirbúning
geimferðarinnar.
Ellefu daga
leiðangur
í leiðangrinum, sem ráðgert er
að standi í ellefu daga, mun
áhöfn Discovery m.a. rannsaka
efri lög gufuhvolfsins, fylgjast
með Hale Bopp halastjörnunni
sem er að hverfa sjónum manna
og gera tilraunir með japanskan
griparm.
Aætlað er að skjóta Discovery
á loft klukkan 10.41 að staðar-
tíma í fyrramálið, klukkan 14.41
að íslenskum tíma. Veðurfræð-
ingar bandaríska flughersins
sögðu í gær, að 40% líkur væru
á því að seinka yrði geimskotinu
vegna veðurs. Að þeirra sögn
benti flest til þess að óveiyuleg
miðsumarskuldaskil með lág-
skýjum og rigningu myndu
ganga inn yfir Flórída á morg-
un.
Mælingar í efri lögum
gufuhvolfsins
Skömmu eftir að ferjan kemst
á braut verður þýskum gervi-
hnetti skotið út úr henni. Mun
hann gera hvers kyns mælingar
í efri lögum gufuhvolfsins í níu
daga en undir lok ellefu daga
ferðar Discovery verður hann
sóttur aftur og honum komið
fyrir í lest feijunnar og skilað
aftur til jarðar.
Á myndinni eru börn Bjarna
Tryggvasonar að fagna föður
sínum er áhöfn Discovery kom
til Flórída frá Texas þar sem
lokaundirbúningur geimskotsins
á morgun fór fram. Þau heita
Michael Kristján og Lauren Stef-
anía og eru 12 og 9 ára.
Reuter
Óútkljáð forræðismál
Talin hafa farið með
börn úr landi í trássi
við bann dómstóls
Morgunblaðið/Egill
GUNNAR Birgisson, framkvæmdastjóri Klæðningar, stendur hér við
stiku og hún sýnir að aðeins vantar tvo metra upp á rétta hæð.
Hle á útgáfu Helgarpóstsins
Varnar-
garður
kominn í
rétta hæð
Flateyri. Morgunblaðið.
VARNARGARÐAR þeir sem
Klæðningarmenn vinna hörðum
höndum við að koma upp eru vel
á veg komnir.
Um þessar mundir eru Klæðn-
ingarmenn að ljúka frágangi á
öðrum vamargarðinum, sem er
kominn í rétta hæð. Gert var ráð
fyrir að 660 þúsund rúmmetrar
fæm í varnargarðana og að
sögn Gunnars Birgissonar,
framkvæmdastjóra Klæðningar,
er þegar búið að taka helming
þess efni.
Seinkun varð á framkvæmd-
um vegna verkfalla, en nú hafa
Klæðningarmenn náð að vinna
upp þá töf að hluta. Gert er ráð
fyrir verklokum í lok október.
STJÓRN Lesmáls ehf., sem gefur
út Helgarpóstinn, samþykkti í gær
að blaðið kæmi ekki út um sinn
meðan eigendur blaðsins vinna að
endurskipulagningu á fjármálum
þess. Samkvæmt mati stjómar fé-
lagsins á það fyrir skuldum.
Á stjómarfundi Lesmáls í gær
var lögð fram skýrsla samkvæmt
skráðu bókhaldi sem endurskoð-
andi félagsins hefur farið yfír. Val-
þór Hlöðversson, stjórnarformaður
félagsins, sagði að samkvæmt henni
ætti félagið fyrir skuldum. Hins
vegar væri það matsatriði hversu
hátt hlutfall af útistandandi kröfum
innheimtist og eins væri það sitt mat
að fastafjármunir væru nokkuð hátt
metnir í bókhaldi. Þess vegna væri
það mat stjómar að nauðsynlegt
væri að skjóta styrkari stoðum undir
reksturinn áður en lengra væri hald-
ið. Valþór sagði ekki Ijóst hversu
langt væri í að næsta tölublað
Helgarpóstsins kæmi út, en blaðið
kæmi a.m.k. ekld út á morgun.
TALIÐ er að sambýlisfólk hafi far-
ið úr landi með þrjú böm konunnar
og fyrri manns hennar í trássi við
bann dómstóls, en héraðsdómari
hafði með úrskurði bannað að
flytja bömin úr landi fyrr en búið
væri að útkljá fyrir dómstólum mál
sem faðir bamanna hafði höfðað til
að krefjast forræðis yfir þeim.
Urskurðurinn var kveðinn upp í
Héraðsdómi Reykjaness 15. júlí en,
samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins, er talið að hjónin hafi far-
ið úr landi tveimur dögum síðar
með Norrænu til Noregs og að
bömin hafi verið með í för.
Konan hafði haft forræði bam-
Valþór segir að fyrstu sjö mánuði
ársins sé tap á útgáfu Helgarpósts-
ins á sjöttu milljón króna.
„Eg mun ekki leggja það til ef
ekkert hefur gerst í fjármálum
blaðsins að útgáfunni verði haldið
áfram. Aðalfundur er í félaginu 16.
ágúst og hann mun skera endan-
lega úr um framtíð blaðsins,“ segir
Valþór.
í sumarleyfi
Stærstu hluthafarnir í Lesmáli,
Páll Vilhjálmsson ritstjóri og Árni
Björn Omarsson framkvæmda-
stjóri, stefna að því að koma með
nýtt fjármagn inn í reksturinn. Auk
þess vinna þeir að því að fjármagna
kaup á hlut Tilsjár ehf., sem gaf út
Vikublaðið, í Helgarpóstinum, en
hann var sem kunnugt er seldur í
tengslum við samstarfssamning Al-
þýðubandalagsins við Dagsprent.
Páll Vilhjálmsson segir sumar-
leyfi ástæðu þess að blaðið kemur
ekki út á morgun. Það komi hins
anna, samkvæmt samningi milli
foreldranna, en faðir þeirra um-
gengnisrétt. Hann höfðaði nýlega
mál til þess að fá forræðinu hnekkt
með vísan til breyttra aðstæðna.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins eru breyttu aðstæðumar
sem faðirinn vísar til m.a. þær að
núverandi sambýlismaður móður-
innar hefur hlotið dóm fyrir kyn-
ferðisbrot gegn bami.
Hvorki lögmaður fóðurins né
rannsóknarlögregla, sem unnið
hefur að því að afla upplýsinga um
hvort fólkið sé farið úr landi, vildu
láta hafa eftir sér upplýsingar um
málið í gær.
vegar út fimmtudaginn 14. ágúst.
Páll kvaðst hafa lýst því yfir á fund-
inum fyrir hönd þeirra sem kanna
kaup á hlutnum sem annars færi til
Dagsprents, að þeir myndu freista
þess að gefa endanlegt svar við því
hvort af kaupunum yrði fýrir næstu
helgi en ekki seinna en fyrir aðal-
fund Lesmáls sem er boðaður 16.
ágúst.
Bátur brann
í Patreks-
fjarðarhöfn
LÖGREGLUNNI á Patreksfirði var
tilkynnt að kviknað hefði í Hadda
BA-111, um 6 tonna plastbáti, í Pat-
reksfjarðarhöfn á fimmta tímanum í
gær. Slökkvilið var kallað á staðinn
og vel gekk að ráða niðurlögum elds-
ins. Báturinn var mannlaus þegar
eldurinn kviknaði. Hann er lítið
skemmdur að sögn lögreglu. Elds-
upptök eru ókunn.
Hljómborðsleikari
bresku hljómsveitar-
innar Cure
Gestur á
íslenskri
plötu
HLJÓMBORÐSLEIKARI
bresku hljómsveitarinnar
Cure er staddur hér á landi og
leikur inn á breiðskífu íslensku
hljómsveitarinnar Maus.
Hljómborðsleikarinn, Roger
O’Donnel, fór þess á leit við
meðlimi Maus að fá að leika
inn á plötu með hljómsveitinni
eftir að hafa heyrt til hennar.
Að sögn Birgis Arnar Stein-
arssonar, gítarleikara og
söngvara Maus, heyrði
O’Donnel hljómplötu Maus,
Ghostsongs, sem Spor hf. gaf
út fyrir tveimur árum, fyrir
tilstilli íslenskrar sambýlis-
konu sinnar. Birgir segir að
O’Donnel hafi lýst ánægju
sinni með tónlist Maus og ósk-
að eftir því að fá að leika inn á
plötu með hljómsveitinni.
Hann sendi prufuupptökur til
hljómsveitarinnar og í fram-
haldi af því var ákveðið að
hann kæmi hingað til lands, en
sökum anna O’Donnels með
hljómsveit sinni Cure hafi ekki
gefist tími til verksins fyrr en
nú að hann tók sér frí og hélt
til íslands að leika inn á band
með Maus.
Cure er ein vinsælasta
hljómsveit heims og hefur ver-
ið síðasta áratug. Hljómplata
Maus kemur út í september.
íslendingur
bíður dóms í
Flórída
ÍSLENSKUR ferðamaður
situr í fangelsi í Orlando í
Flórída vegna ásakana
fyrrverandi eiginkonu sinnar
um líkamsmeiðingar.
Að sögn Hilmars Skagfields,
ræðismanns í Tallahassee,
hefur maðurinn setið í
gæsluvarðhaldi frá 30. júní og
hefur ákæra verið gefin út á
hendur honum. Málið hefur
dregist vegna þess að lögmaður
sá, er manninum var skipaður,
hefur verið í sumarfríi en nú er
þess beðið að málið verði tekið
fyrir hjá dómara.
Hilmar segir að manninum
líði vel miðað við aðstæður.
Hann segist vænta þess að
málið verði til lykta leitt fyrir
miðjan mánuðinn.
Hjólað að
lieim-
skautsbaug
DREYFINGARFYRIRTÆKIÐ
Central Park Media, stærsti
dreifandi japanskra teikni-
myndasagna í Bandaríkjunum,
og rokkhljómsveitin Grateful
Dead kosta för Bandaríkja-
mannsins Eric Thomanns, sem
lagði af stað frá Reykjavík
áleiðis til Grímseyjar á reiðhjóli
31. júlí síðastliðinn. Ferðin á að
taka tvær vikur og er tilgangur
hennar að afla fjár til góðgerða-
mála og kynna um leið á alnet-
inu japanskar teiknimyndasög-
ur.
Josh Davidson, talsmaður
Central Park Media, segir að
ætlunin sé að Thomann finni
hvort fomar íslenskar sagnir
eiga eitthvað sameiginlegt með
japönskum hetjusögum eins og
þær birtast í teiknimyndasög-
um. Sagt er frá fórinni í dagleg-
um pistlum á alnetinu á slóðinni:
www.centralparkmedia.com.