Morgunblaðið - 06.08.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.08.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1997 11 Yiðeyjarkirkja Kaþólsk messa til heiðurs Olafi helga VIÐEYJARKIRKJA var þétt skipuð síðastliðinn sunnudag þegar biskup kaþólska söfnuðarins á Islandi, Jo- hannes Gijsen, söng messu til heið- urs Ólafi helga Haraldssyni, Nor- egskonungi. „Biskupinn predikaði á íslensku en messan fór fram að miklu leyti á latínu og þá skynjaði maður söng aldanna í kirkjunni," sagði Þórir Stephensen, staðarhaldari í Viðey. Sterk tengsl eru milli Viðeyjar- kirkju og Ólafs helga. „Á sínum tíma var Viðeyjarkirkja Maríu- kirkja, en Ólafur helgi var einn af dýrlingum kirkjunnar. Þannig að Ólafsmessa var alltaf sungin í Viðey á fyrri tíð. Þá má geta þess að Styrmir fróði, sem var annar for- stöðumaður klaustursins í Viðey, skrifaði sögu Ólafs helga og það er talið að Snorri Sturluson hafi haft Ólafs sögu Styrmis að grund- velli að sinni Ólafssögu." Almenn kaþólsk biskupsmessa hefur ekki verið sungin í Viðey síð- an Jón Arason, biskup á Hólum endurvígði kirkjuna og staðinn all- ann í Viðey árið 1550. „Ég er mjög ánægður með hvernig til tókst á sunnudaginn og vonast til að efla enn frekar tengslin milli þessa gamla kaþólska helgiseturs og kaþ- ólsku kirkjunnar á íslandi í dag,“ sagði Þórir. Morgunblaðið/Arnaldur Halldór Runólfs- son ráðinn yfirdýra- læknir • LANDBÚNAÐARRÁÐ- HERRA hefur skipað Halldór Runólfsson dýralækni í embætti yfirdýralæknis frá og með 1. sept- ember nk. Hann tekur við starfi Brynjólfs Sand- holt sem lætur af störfum sök- um aldurs. Halldór nam dýralækningar í Skotlandi 1968-1973. Hann var hér- aðsdýralæknir í Kirkjubæjar- klaustursu- mdæmi 1974-1983. Hann var deildarstjóri við Hollustuvernd rík- isins 1984-1991, en hefur síðan verið framkvæmdastjóri Heilbrigð- iseftirlits Kjósarsvæðis. Halldór hefur auk þess gegnt ýmsum trún- aðarstörfum fyrir stjórnvöld og Dýralæknafélagið, en formaður þess var hann um tíma. Halldór sagði í samtali við Morg- unblaðið að meginhlutverk yfir- dýralæknis væri að koma í veg fyrir útbreiðslu dýrasjúkdóma. Honum bæri að stuðla að því að dýrasjúkdómar sem fyrir væru í landinu breiddust ekki út og einnig að koma í veg fyrir að sjúkdómar sem ekki væri að finna hér bærust til landsins. Með auknum innflutn- ingi á matvælum á seinni árum þyrfti yfirdýralæknir að gæta sér- staklega að því að hann yrði ekki til þess að spilla þeirri góðu stöðu sem við höfum hér á landi hvað varðar dýrasjúkdóma. Eins þyrfti að gæta að því að innflutt mat- væli yllu ekki sjúkdómum í mönn- um. „Það má segja að við stöndum nokkuð vel að vígi hvað varðar dýrasjúkdóma. Á liðnum árum og áratugum hefur okkur tekist að útrýma mörgum sjúkdómum, en það hefur líka kostað mikla vinnu og mikla fjármuni. Það er því mikil- vægt að halda þessari góðu stöðu,“ segir Halldór. Halldór sagði að yfirdýralæknir sinnti auk þess margs konar ráð- gjöf til ríkisstjórnar og ráðherra um allt sem sneri að þessum mála- flokki. Eðlilega þyrfti hann einnig að hafa mikil samskipti við héraðs- dýralækna og sérgreinadýralækna sem undir embættið heyrðu. Aðrir umsækjendur um stöðu yfirdýralæknis voru dýralæknarnir Gunnlaugur Skúlason, Konráð Konráðsson, Magnús H. Guðjóns- son og Ólafur Oddgeirsson. 4 ISUu 1000 sn.þvottavél, Stiglaus hitastillir '£P£S4^80Qsn. þvottavél, 13 þvottakerfi Hraðþvottakerfi (30mín.) 15 mismunandi kerfi. Sþárnaðarkerfi - Flýtiþvottakerfi, Tekur 5 kg. Vinduöryggi > V1000 sn. þvottavél, 17 þvottakerfi, ullarvagga, sparnaðarkerfi, tekur 5 kg. )Ol 1200 sn. þvottavél, 13 ullarvagga, sparnaðarkerfí, tekur 5 kg. þurrkari, tekur 5 kg., 120 mín prógram, 2 hitastillingar o.mfl. þvbttavél, tekur 12 manna stell, lágvær, 4 þvottakerfi baraklaus þurrkari, tekur 6 k( 120 mín prógram, 2 hitastillingar o.ml _ ____*-i ^_/_l >Ool 158 l.kæliskápur með læð: 139 cm, breidd: 55,5 cm TVestfrost kæliskápur og frystir Hæð: 185 cm, breidd: 59,5 cm SlEMENSu, stell, 3 þvottal ottavél, tekur 12 manna Aqua Stop flæðiö|yqgi. eldavél, 4 hraðsuðuhellur, undir og yfirhiti, grill. Hæð:90/92 cm, breidd: 59,5 cm, dýpt: 60 cm erum VERIÐ VELKOMIN I VERSLUN OKKAR - ANNO 1 929 - Skútuvogur 1 • Simi 568 8660 • Fax 568 0776 I. kæliskápur með 141. frysti Hæð 85 cm, breidd: 55 cm Verð kr. stgr. Verð kr. stgr. Verð kr. stgr. Verð kr. stgr. Verð kr. stgr. Verð kr. stgr. Verð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.