Morgunblaðið - 06.08.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1997 19
ERLENT
Leifsstytta
afhjúpuð
í Þránd-
heimi
STYTTA af landkönnuðinum
Leifi Eiríkssyni trónir nú við
höfnina í Þrándheimi, en hún
var afhjúpuð fyrir skemmstu
á mikilli siglingahátið, sem
haldin var í bænum í tilefni
1000 ára afmælis hans. Það
var félag Norðmanna og fólks
af norskum ættum í Vestur-
heimi, The Leiv Erikson’s
society, sem gaf styttuna.
Erikur Ingólfsson, sem er
verkefnisstjóri lyá Þránd-
heimsbæ, segir mikil hátíða-
höld hafa staðið yfír í bænum
í tengslum við siglingahátíð-
ina og komu Vestur-Norð-
mannanna, en að hann viti
ekki til þess að afhjúpun stytt-
unnar tengist neinum frekari
áætlunum um að kynna Leif
sem Norðmann. „Langflestir
Norðmenn telja Leif norskan
og þeir líta á landafundinn
sem mikilvægan atburð í sögu
sinni. Hér í Þrándheimi er
margt sem minnir á þetta,
m.a. tækniskóli sem heitir eft-
ir Leifi Eiríkssyni, enda telja
Norðmenn hann hafa lagt upp
héðan. Sjálfur hef égtekið
NTB
sama pól í hæðina og ónefndur
Bandaríkjaforseti sem kallaði
Leif son Islands og sonarson
Noregs.“
Stjórn Bretlands í vanda vegna hneykslismála
Sökuð um að „sverta
mannorð“ Pattens
BRESKA stjórnin var um helgina
sökuð um að hafa notað fjölmiðl-
ana til að koma höggi á Chris
Patten, síðasta ríkisstjóra Hong
Kong, til að beina athyglinni frá
fréttum um skilnað Robins Cooks
utanríkisráðherra og harða gagn-
rýni á tvo af þingmönnum Verka-
mannaflokksins sem fram kom í
bréfi sem flokksbróðir þeirra skrif-
aði áður en hann svipti sig lífi.
Starfsmenn Verkamannaflokks-
ins voru sagðir hafa beitt sér fyrir
því að fjölmiðlamir Qölluðu um frétt-
ir þess efnis að Chris Patten hefði
látið útvarpsmanni í té leynilegar
upplýsingar um viðræður við Kín-
verja um framtíð Hong Kong. Sir
Brian Mawhinney, talsmaður íhalds-
manna í innanríkismálum, sakaði
Tony Blair forsætisráðherra og að-
stoðarmenn hans um að hafa staðið
fyrir þessari herferð gegn Patten til
að beina athyglinni frá vandamálum
Verkamannaflokksins.
Vikan sem leið var sú versta frá
kosningunum í maí fyrir Verka-
mannaflokkinn, sem beið ósigur í
aukakosningum í Uxbridge og
sætti harðri gagnrýni íhaldsmanna
vegna meintra hagsmunaárekstra
Davids Simons lávarðar, fyrrver-
andi stjómarformanns British Pet-
Evrópusambandið bannar
fisk frá þremur ríkjum
Brussel. Reuter.
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr-
ópusambandsins hefur bannað inn-
flutning á físki frá Bangladesh,
Indlandi og Madagaskar af heil-
brigðisástæðum. Verðmæti inn-
flutnings sjávarafurða frá þessum
löndum til ríkja ESB á síðasta ári
nam 320 milljónum ECU, eða um
24 milljörðum íslenzkra króna. Var
þar einkum um rækju og smokk-
fisk að ræða.
í yfírlýsingu frá framkvæmda-
stjórninni segir að eftirlitsmenn
ESB hafi skoðað fiskvinnsluhús í
ríkjunum þremur nýlega. „Skoðun-
in sýndi fram á alvarlega mis-
bresti í hönnun húsnæðis vinnslu-
EVROPA^
stöðvanna, gæðum hráefnisins og
framleiðsluferlinu," segir þar.
Eftirlitsmenn ESB komust einn-
ig að raun um að eftirlit yfírvalda
í viðkomandi ríkjum með hreinlæti
og heilbrigði í sjávarútveginum
væri ófullnægjandi og segir fram-
kvæmdastjórnin það mikilvæga
ástæðu fyrir því að innflutningur
sé bannaður. Framkvæmdastjórnin
hyggst endurskoða ákvörðun sína
um innflutningsbann fyrir 30. nóv-
ember.
Gert er ráð fyrir að ísland taki
að sér heilbrigðiseftirlit með
sjávarafurðum á landamærum fyr-
ir Evrópusambandið í október
næstkomandi. íslenzk yfirvöld
verða þá ábyrg fyrir heilbrigðis-
skoðun sjávarafurða, sem fluttar
eru inn á Evrópska efnahagssvæð-
ið. Ríki, sem ESB setur á bann-
lista, geta þá ekki flutt físk til ís-
lands. Innflutningur sjávarafurða
frá Indlandi, Bangladesh og Ma-
dagaskar hefur hins vegar verið
lítill eða enginn hér á landi.
roleum, sem var skip-
aður ráðherra við-
skipta og samkeppnis-
hæfni í Evrópu.
Sagðir hafa dreift
hviksögum
Síðar var skýrt frá
því að Gordon
McMaster, þingmaður
Verkamannaflokksins
í Skotlandi, hefði
skrifað bréf áður en
hann svipti sig lífí, þar
sem hann sakaði tvo
af þingmönnum
flokksins, Tommy Robin Cook
Graham og Don Dix-
on, um að hafa dreift hviksögum
um að hann væri hommi. Dixon,
sem var gerður að lávarði á dögun-
um, sagði ekkert hæft í þessum
ásökunum.
Þingmaðurinn var haldinn sí-
þreytu og var einnig sagður of-
drykkjumaður. Talið er að hann
hafi verið drukkinn þegar hann
svipti sig lífi.
Robin Cook tilkynnti síðan á
laugardagskvöld að hann hygðist
skilja við eiginkonu sína, Margar-
et, sem hann kvæntist fyrir 28
árum, til hefja sambúð með Gay-
nor Regan, 41 árs ritara hans á
þinginu. Þau höfðu átt í leynilegu
ástarsambandi í rúmt ár og Cook
neyddist til að gera hreint fyrir
sínum dyrum þegar æsifréttablaðið
News of the World komst að sam-
bandi þeirra.
Sakaðir um hræsni
Blair var skýrt frá þessu á föstu-
dag og talsmenn hans sögðu að
ekki kæmi til greina að Cook segði
af sér ráðherraembættinu. Alan
Duncan, varaformaður íhalds-
flokksins, sakaði forystumenn
Verkamannaflokksins um hræsni
vegna málsins þar sem þeir hefðu
notfært sér slík hneykslismál til
að koma höggi á stjórn Johns
Majors fyrir kosningarnar í maí.
Peter Mandelson, sem er ráð-
herra án ráðuneytis í stjórn Blairs,
sagði ekkert hæft í ásökunum sir
Brians Mawhinneys um að Blair
og aðstoðarmenn hans hefðu reynt
að beina athyglinni frá þessum
málum með því að „sverta mann-
orð“ Pattens.
Hermt er að starfsmenn Verka-
mannaflokksins hafi
greint fréttamönnum
BBC útvarpsins frá
því að ef þeir myndu
spyija Mandelson
réttra spurninga í út-
varpsþætti um helgina
myndi hann staðfesta
að verið væri að rann-
saka ásakanimar á
hendur Patten. Jon
Sopel, stjómmálaf-
réttamaður BBC,
staðfesti í þættinum
að háttsettur maður í
flokknum hefði reynt
að hvetja til umfjöllun-
ar um málið. „Emb-
ættismenn Verkamannaflokksins
höfðu skiljanlega áhyggjur af því
hvernig Qallað yrði um skilnað
Cooks,“ bætti hann við.
„Hong Kong-mafían
að hefna sín“
Embættismenn í breska utanrík-
isráðuneytinu eru að rannsaka
ásakanir um að Patten hafí lekið
leynilegum upplýsingum til út-
varpsmannsins og rithöfundarins
Jonathans Dimblebys, sem skrifaði
bók um fímm ára störf Pattens sem
ríkisstjóra Hong Kong. Rannsókn-
in er sögð hafa leitt í ljós að
Dimbleby hljóti að hafa fengið
upplýsingamar frá Patten.
Patten er sakaður um að hafa
látið Dimbleby í té upplýsingar um
leynilegt samkomulag Breta og
Kínveija um framtíð Hong Kong
frá síðasta áratug. Patten er sagð-
ur hafa verið óánægður með að
Bretum skyldi ekki hafa knúið
fram lýðræðisumbætur og sakað
breska embættismenn um að hafa
heimilað Kínveijum að standa ekki
við loforð um lýðræðislegar kosn-
ingar.
Fijálslyndir demókratar kröfð-
ust þess í gær að ásakanirnar yrðu
rannsakaðar til hlítar. The Times
sagði að embættismenn í utanríkis-
ráðuneytinu vildu að Patten yrði
ákærður en Malcolm Rifkind, fyrr-
verandi utanríkisráðherra, kvaðst
efast um að það væri rétt.
Patten tjáði sig ekki um ásakan-
imar en vinir hans sögðu engar
líkur á því að hann yrði ákærður.
„Þetta er aðeins Hong Kong-maf-
ían í utanríkisráðuneytinu að reyna
að hefna sín,“ sagði einn þeirra.
R-4G17
24 lítra • 900w • Griil
B:52 H:31 D:41sm
Kr. 24.900,- stgr.
0
o
R-2V18
16 lítra • 700w
B:45 H:30 D:36sm
Einfaldur og góbur
Kr. 15.900,- stgr.
R-4P58
24 lítra • 900w
Grill uppi og nibri
Fjölmörg eldunarkerfi
Sérstök Pizza stilling
B:52 H:31 D:44sm
Kr. 29.900,- stgr.
UHBODSHENN
Reykjavfk: Byggl og Búið. Byko verslanirnar. Vesturland: Málningarþjúnustan Akranesi. Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni Hallgrlmsson, Grundarfirði. Ásubúö, Búöardal. Vestfirðir: Geirseyjarbúöin,
Patreksfiröi. Rafverk. Bolunarvlk. Straumur. isafirði. Noröurland: Kf. Steingrlmsfjaröar, Hólmavlk. Kf. V-Hún.. Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Verslunin Hegri, Sauöárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.
KEA, Dalvík. KEA, Siglufirói. KEA Ölafsfiröi. Kf. Þingeyinga, Húsavlk. Urö Raufarhöfn, Lóniö Þórshöfn. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstööum. Verslunln Vlk, Neskaupstað. Kf. Fáskrúösfirðinga, Fáskrúösfiröi. KASK,
Höfn. Suöurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanos: Stapafell, Keflavlk. Ljósboginn, Keflavik. Rafborg, Grindavík.