Morgunblaðið - 06.08.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.08.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1997 19 ERLENT Leifsstytta afhjúpuð í Þránd- heimi STYTTA af landkönnuðinum Leifi Eiríkssyni trónir nú við höfnina í Þrándheimi, en hún var afhjúpuð fyrir skemmstu á mikilli siglingahátið, sem haldin var í bænum í tilefni 1000 ára afmælis hans. Það var félag Norðmanna og fólks af norskum ættum í Vestur- heimi, The Leiv Erikson’s society, sem gaf styttuna. Erikur Ingólfsson, sem er verkefnisstjóri lyá Þránd- heimsbæ, segir mikil hátíða- höld hafa staðið yfír í bænum í tengslum við siglingahátíð- ina og komu Vestur-Norð- mannanna, en að hann viti ekki til þess að afhjúpun stytt- unnar tengist neinum frekari áætlunum um að kynna Leif sem Norðmann. „Langflestir Norðmenn telja Leif norskan og þeir líta á landafundinn sem mikilvægan atburð í sögu sinni. Hér í Þrándheimi er margt sem minnir á þetta, m.a. tækniskóli sem heitir eft- ir Leifi Eiríkssyni, enda telja Norðmenn hann hafa lagt upp héðan. Sjálfur hef égtekið NTB sama pól í hæðina og ónefndur Bandaríkjaforseti sem kallaði Leif son Islands og sonarson Noregs.“ Stjórn Bretlands í vanda vegna hneykslismála Sökuð um að „sverta mannorð“ Pattens BRESKA stjórnin var um helgina sökuð um að hafa notað fjölmiðl- ana til að koma höggi á Chris Patten, síðasta ríkisstjóra Hong Kong, til að beina athyglinni frá fréttum um skilnað Robins Cooks utanríkisráðherra og harða gagn- rýni á tvo af þingmönnum Verka- mannaflokksins sem fram kom í bréfi sem flokksbróðir þeirra skrif- aði áður en hann svipti sig lífi. Starfsmenn Verkamannaflokks- ins voru sagðir hafa beitt sér fyrir því að fjölmiðlamir Qölluðu um frétt- ir þess efnis að Chris Patten hefði látið útvarpsmanni í té leynilegar upplýsingar um viðræður við Kín- verja um framtíð Hong Kong. Sir Brian Mawhinney, talsmaður íhalds- manna í innanríkismálum, sakaði Tony Blair forsætisráðherra og að- stoðarmenn hans um að hafa staðið fyrir þessari herferð gegn Patten til að beina athyglinni frá vandamálum Verkamannaflokksins. Vikan sem leið var sú versta frá kosningunum í maí fyrir Verka- mannaflokkinn, sem beið ósigur í aukakosningum í Uxbridge og sætti harðri gagnrýni íhaldsmanna vegna meintra hagsmunaárekstra Davids Simons lávarðar, fyrrver- andi stjómarformanns British Pet- Evrópusambandið bannar fisk frá þremur ríkjum Brussel. Reuter. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins hefur bannað inn- flutning á físki frá Bangladesh, Indlandi og Madagaskar af heil- brigðisástæðum. Verðmæti inn- flutnings sjávarafurða frá þessum löndum til ríkja ESB á síðasta ári nam 320 milljónum ECU, eða um 24 milljörðum íslenzkra króna. Var þar einkum um rækju og smokk- fisk að ræða. í yfírlýsingu frá framkvæmda- stjórninni segir að eftirlitsmenn ESB hafi skoðað fiskvinnsluhús í ríkjunum þremur nýlega. „Skoðun- in sýndi fram á alvarlega mis- bresti í hönnun húsnæðis vinnslu- EVROPA^ stöðvanna, gæðum hráefnisins og framleiðsluferlinu," segir þar. Eftirlitsmenn ESB komust einn- ig að raun um að eftirlit yfírvalda í viðkomandi ríkjum með hreinlæti og heilbrigði í sjávarútveginum væri ófullnægjandi og segir fram- kvæmdastjórnin það mikilvæga ástæðu fyrir því að innflutningur sé bannaður. Framkvæmdastjórnin hyggst endurskoða ákvörðun sína um innflutningsbann fyrir 30. nóv- ember. Gert er ráð fyrir að ísland taki að sér heilbrigðiseftirlit með sjávarafurðum á landamærum fyr- ir Evrópusambandið í október næstkomandi. íslenzk yfirvöld verða þá ábyrg fyrir heilbrigðis- skoðun sjávarafurða, sem fluttar eru inn á Evrópska efnahagssvæð- ið. Ríki, sem ESB setur á bann- lista, geta þá ekki flutt físk til ís- lands. Innflutningur sjávarafurða frá Indlandi, Bangladesh og Ma- dagaskar hefur hins vegar verið lítill eða enginn hér á landi. roleum, sem var skip- aður ráðherra við- skipta og samkeppnis- hæfni í Evrópu. Sagðir hafa dreift hviksögum Síðar var skýrt frá því að Gordon McMaster, þingmaður Verkamannaflokksins í Skotlandi, hefði skrifað bréf áður en hann svipti sig lífí, þar sem hann sakaði tvo af þingmönnum flokksins, Tommy Robin Cook Graham og Don Dix- on, um að hafa dreift hviksögum um að hann væri hommi. Dixon, sem var gerður að lávarði á dögun- um, sagði ekkert hæft í þessum ásökunum. Þingmaðurinn var haldinn sí- þreytu og var einnig sagður of- drykkjumaður. Talið er að hann hafi verið drukkinn þegar hann svipti sig lífi. Robin Cook tilkynnti síðan á laugardagskvöld að hann hygðist skilja við eiginkonu sína, Margar- et, sem hann kvæntist fyrir 28 árum, til hefja sambúð með Gay- nor Regan, 41 árs ritara hans á þinginu. Þau höfðu átt í leynilegu ástarsambandi í rúmt ár og Cook neyddist til að gera hreint fyrir sínum dyrum þegar æsifréttablaðið News of the World komst að sam- bandi þeirra. Sakaðir um hræsni Blair var skýrt frá þessu á föstu- dag og talsmenn hans sögðu að ekki kæmi til greina að Cook segði af sér ráðherraembættinu. Alan Duncan, varaformaður íhalds- flokksins, sakaði forystumenn Verkamannaflokksins um hræsni vegna málsins þar sem þeir hefðu notfært sér slík hneykslismál til að koma höggi á stjórn Johns Majors fyrir kosningarnar í maí. Peter Mandelson, sem er ráð- herra án ráðuneytis í stjórn Blairs, sagði ekkert hæft í ásökunum sir Brians Mawhinneys um að Blair og aðstoðarmenn hans hefðu reynt að beina athyglinni frá þessum málum með því að „sverta mann- orð“ Pattens. Hermt er að starfsmenn Verka- mannaflokksins hafi greint fréttamönnum BBC útvarpsins frá því að ef þeir myndu spyija Mandelson réttra spurninga í út- varpsþætti um helgina myndi hann staðfesta að verið væri að rann- saka ásakanimar á hendur Patten. Jon Sopel, stjómmálaf- réttamaður BBC, staðfesti í þættinum að háttsettur maður í flokknum hefði reynt að hvetja til umfjöllun- ar um málið. „Emb- ættismenn Verkamannaflokksins höfðu skiljanlega áhyggjur af því hvernig Qallað yrði um skilnað Cooks,“ bætti hann við. „Hong Kong-mafían að hefna sín“ Embættismenn í breska utanrík- isráðuneytinu eru að rannsaka ásakanir um að Patten hafí lekið leynilegum upplýsingum til út- varpsmannsins og rithöfundarins Jonathans Dimblebys, sem skrifaði bók um fímm ára störf Pattens sem ríkisstjóra Hong Kong. Rannsókn- in er sögð hafa leitt í ljós að Dimbleby hljóti að hafa fengið upplýsingamar frá Patten. Patten er sakaður um að hafa látið Dimbleby í té upplýsingar um leynilegt samkomulag Breta og Kínveija um framtíð Hong Kong frá síðasta áratug. Patten er sagð- ur hafa verið óánægður með að Bretum skyldi ekki hafa knúið fram lýðræðisumbætur og sakað breska embættismenn um að hafa heimilað Kínveijum að standa ekki við loforð um lýðræðislegar kosn- ingar. Fijálslyndir demókratar kröfð- ust þess í gær að ásakanirnar yrðu rannsakaðar til hlítar. The Times sagði að embættismenn í utanríkis- ráðuneytinu vildu að Patten yrði ákærður en Malcolm Rifkind, fyrr- verandi utanríkisráðherra, kvaðst efast um að það væri rétt. Patten tjáði sig ekki um ásakan- imar en vinir hans sögðu engar líkur á því að hann yrði ákærður. „Þetta er aðeins Hong Kong-maf- ían í utanríkisráðuneytinu að reyna að hefna sín,“ sagði einn þeirra. R-4G17 24 lítra • 900w • Griil B:52 H:31 D:41sm Kr. 24.900,- stgr. 0 o R-2V18 16 lítra • 700w B:45 H:30 D:36sm Einfaldur og góbur Kr. 15.900,- stgr. R-4P58 24 lítra • 900w Grill uppi og nibri Fjölmörg eldunarkerfi Sérstök Pizza stilling B:52 H:31 D:44sm Kr. 29.900,- stgr. UHBODSHENN Reykjavfk: Byggl og Búið. Byko verslanirnar. Vesturland: Málningarþjúnustan Akranesi. Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni Hallgrlmsson, Grundarfirði. Ásubúö, Búöardal. Vestfirðir: Geirseyjarbúöin, Patreksfiröi. Rafverk. Bolunarvlk. Straumur. isafirði. Noröurland: Kf. Steingrlmsfjaröar, Hólmavlk. Kf. V-Hún.. Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Verslunin Hegri, Sauöárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri. KEA, Dalvík. KEA, Siglufirói. KEA Ölafsfiröi. Kf. Þingeyinga, Húsavlk. Urö Raufarhöfn, Lóniö Þórshöfn. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstööum. Verslunln Vlk, Neskaupstað. Kf. Fáskrúösfirðinga, Fáskrúösfiröi. KASK, Höfn. Suöurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanos: Stapafell, Keflavlk. Ljósboginn, Keflavik. Rafborg, Grindavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.