Morgunblaðið - 06.08.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1997 39
MINNINGAR
GUÐLAUG
JÓNSDÓTTIR
+ Guðlaug Jóns-
dóttir fæddist á
Stóru Þúfu í Mikla-
holtshreppi í
Hnappadalssýslu
23. nóvember 1907.
Hún lést á sjúkra-
húsinu á Akranesi
17. júlí siðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Mikla-
holtskirkju 25. júlí.
Miðja vega, milli
hins tignarlega og
hömrótta Hafursfells
og Löngufjara, er land ásótt og á
ásnum þeim sem hæst ber stendur
sá fornfrægi kirkjustaður Mikla-
holt með víðsýni til allra átta.
Fyrrum prestsetur, þar sem sátu
ýmsir frægir höfðingsklerkar, allt
frá Hjörleifi Gilssyni, föður kapp-
ans Arons Hjörleifssonar, sem
uppi var á tíð Sturlunga, til sr.
Arna Þórarinssonar sem þjóð-
frægur varð af ævisögu sinni. Þar
stendur ennþá í túni dáindisfögur
kirkja byggð fyrir röskum 50
árum af velunnurum staðarins
eftir að eldri kirkja var niður rifin
og sóknarkirkja færð að Fáskrúð-
arbakka. Kirkjan sú geymir ýmsa
forna og fagra muni. Hún stendur
í miðjum kirkjugarði þar sem hvíla
í mold flestir þeir sem háðu sitt
lífsstríð í hinum forna Miklaholts-
hreppi og blessuð sé minning
þeirra.
Þar er í dag, 25. júlí, borin til
moldar gæðakonan Guðlaug Jóns-
dóttir sem bjó þar langa búskapar-
tíð ásamt manni sínum, Valgeiri
Elíassyni sem látinn er fyrir fimm
árum og bar andlát hans upp á
59. brúðkaupsafmælisdag þeirra
hjóna. Þá ritaði ég fátæklega
minningargrein um hann, þar sem
ég gat þess góða og innilega sam-
bands þeirra hjóna sem, að ég
hygg, bar aldrei skugga á. Höfðu
þá búið í Miklaholti um það bil
hálfrar aldar skeið, eftir tveggja
ára búskap á Rauðkollsstöðum og
firnm ára búskap í Litlu-Þúfu.
Ég verð að biðjast forláts á því
að vegna hins nána sambands
þeirra hjóna hljóta þessi skrif mín
að fela í sér nokkra endurtekningu
greinar minnar um Valgeir heit-
inn. Hjá því verður trauðla komist.
Lauga, eins og hún var jafnan
nefnd, fæddist hinn 23. nóvember
1907 að Stóru-Þúfu og lést hinn
17. júlí síðastliðinn eftir nokkurra
ára dvöl á Dvalarheimili aldraðra
í Borgarnesi, en þangað fluttu þau
Valgeir haustið 1990. Foreldrar
Skilafrest-
ur minn-
ingar-
greina
Eigi minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. í
miðvikudags-, fimmtudags-,
föstudags- og laugardagsblað
þarf greinin að berast fyrir
hádegi tveimur virkum dög-
um fyrir birtingardag. Berist
grein eftir að skilafrestur er
útrunninn eða eftir að útför
hefur farið fram, er ekki unnt
að lofa ákveðnum birtingar-
degi.
hennar voru Jón
Oddsson og Rósa
Þórðardóttir, sambúð-
arfólk sem nú er kall-
að, en þau slitu fljótt
samvistum og fór
Lauga þá fyrst í stað,
og barn að aldri, til
hjónanna Jóns Þórð-
arsonar og Kristrúnar
Ketilsdóttur í Haust-
húsum en síðar til
Hákonar Kristjáns-
sonar og Elísabetar
Jónsdóttur á Rauð-
kollsstöðum og upp-
fóstraðist þar að
mestu leyti.
Þangað vistaðist svo síðar dug-
andismaðurinn Valgeir og tókust
með þeim kynni og ástir sem
leiddu til langrar og hamingjuríkr-
ar lífsgöngu þeirra í hjónabandi,
en þau voru saman gefin hinn 20.
maí 1933. Var þetta því orðið
langt samband og var með þeim
hætti að ævinlega þegar ég heyrði
talað um sérlega gott hjónaband
komu mér Valgeir og Lauga í
Miklaholti í hug.
Að Miklaholti fluttu þau vorið
1939 og bjuggu þar búi sínu í
farsæld og friði í rösklega hálfa
öld, bættu jörðina að ræktun og
húsakosti eftir föngum, og þótt
um engan stórbúskap væri að
ræða hjá þeim voru þau alla tíð
vel bjargálna. Engin auðsöfnun
átti sér stað, en því síður uppsöfn-
un skulda og líf þeirra einkenndist
af nægjusemi og sátt við það sem
fábrotið líf hafði upp á að bjóða.
Síðari búskaparár sín gerðu þau
sér þó tíðförult um landið og nutu
þeirra ferðalaga út í æsar þótt
eflaust hafi þeim fundist eftir
hveija ferðareisu að heima væri
best.
Lauga var góð kona í þess orðs
fyllstu merkingu og góðvild staf-
aði úr augum hennar. Hún var
vinur vors, blóma og dýra og ávallt
þegar vorið nálgaðist færðist hún
í aukana. Vorverkum varð að
sinna, m.a. kartöflunum sem setja
þurfti út til spírunar, síðan að
koma þeim í garðinn. Ég held allt-
af sama gamla, góða garðinn sem
ævinlega gaf sömu góðu upp-
skeruna.
Margt kallaði að á búinu. Lauga
var iðjusöm og vel verki farin og
hannyrðum sinnti hún fram á síð-
ustu stund þótt líkamskraftar
væru mjög svo farnir að gefa sig.
Þau hjónin eignuðust tvær dæt-
ur, Elínu Rósu, sem er gift Guð-
bjarti Alexanderssyni frá Stakk-
hamri og búa þar á nýbýli sem
stofnað var til úr Miklaholtsjörð-
inni árið 1956, og Gyðu sem lengst
af bjó með foreldrum sínum og
helgaði þeim krafta sína mestalla
af ástúð og umhyggju. Hún býr
enn þar í Miklaholti og hlynnir að
bæ og kirkju með ráðum og dáð.
Nú á hásumri er Lauga horfin
sjónum þeirra sem enn doka við
„stutt augnablik þeirra við ei-
lífðarhafsins straum“, og í dag er
hún til hvíldar borin í kirkjugarð-
inum í Miklaholti, þeim hluta
garðsins sem horfir við gamla
bænum og aðeins steinsnar á milli.
Við sem kynni höfðum af Laugu
minnumst hinnar góðu konu og
biðjum henni blessunar á eilífðar-
braut. Við hjónin vottum dætrun-
um og venslafólki öllu dýpstu sam-
úð.
Erlendur Halldórsson
frá Dal.
t
Bestu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
ÖNNU S. JÓNSDÓTTUR,
Víðilundi 18H,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks FSA.
Elín Magnúsdóttir,
Jón Laxdal Jónsson,
Ólöf Oddsdóttir
og aðrir ættingjar og vinir.
t
Þökkum af alúð öllum, sem sýndu okkur hlý-
hug og vináttu við andlát og útför
JÓNS PÉTURS GUNNARSSONAR,
og vottuðu minningu hans virðingu.
Guð blessi ykkur öll.
Lára Á. Kristjánsdóttir, Gunnar Valdimarsson,
Arnar Gunnarsson,
Kristín Pétursdóttir, Arndís Jónsdóttir,
Kristján L. Runólfsson, Valdimar Jörgensson.
t
Við þökkum af heilum hug alla þá samúð og
hlýhug, sem okkur hefur verið sýndur vegna
andláts og útfarar
SIGRÍÐAR DRÍFU ÁKADÓTTUR,
Sunnubraut 24,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir færum við læknum og
hjúkrunarfólki á vökudeild Barnaspítala
Hringsins fyrir allt sem þau gerðu.
Guð blessi ykkur.
Eva Margrét Jónsdóttir, Áki Sigurðsson,
Maríella, Petrea,
Kristján Óli og Ásta.
t
Eiginkona mín, móðir, tengdamóöir og
amma,
ÞORBJÖRG INGÓLFSDÓTTIR,
Lindási,
Innri Akraneshreppi,
verður jarðsungin frá Akraneskirkju fimmtu-
daginn 7. ágúst kl. 14.00.
Páii Eggertsson,
Erling Þór Pálsson, Jóna Björg Kristinsdóttir,
Arnar Þór Erlingsson, Kristinn Jóhann Erlingsson,
Páll Erlingsson, Rúna Hrönn Kristjánsdóttir,
Erling Þór Pálsson.
t
Ástkær faðir okkar,
MARINÓ A. KRISTJÁNSSON
bóndi,
Kópsvatni II,
Hrunamannahreppi,
sem lést á Sjúkrahúsi Suðurlands föstudaginn 1. ágúst, verður jarðsung-
inn frá Hruna föstudaginn 8. ágúst kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag Árnessýslu.
Valdís Marinósdóttir,
Guðmundur Marinósson.
t
Maðurinn minn, faðir okkar og afi,
ÁSMUNDUR SIGURJÓNSSON,
Háteigsvegi 26,
Reykjavfk,
lést á Landspítalanum mánudaginn 4. ágúst
síðastliðinn.
Lis Sigurjónsson,
Pia Ásmundsdóttir,
Kjartan Ásmundsson,
Egill Ásmundsson
og barnabörn.
t
Elskuleg móðir okkar, fósturmóðir, tengda-
móðir, amma og langamma,
STEINUNN FINNBOGADÓTTIR,
sem lést mánudaginn 28. júlí sl., verður
jarðsungin frá Stóra Laugardalskirkju fimmtu-
daginn 7. ágúst kl. 14.00.
Vilhjálmur Auðunn Albertsson, Jónína Haraldsdóttir,
Ester K. Celin, Bragi Friðfinnsson,
barnaböm og barnabamabörn.
t
Systir mín og móðursystir,
STEINUNN JÓNSDÓTTIR,
Kópavogsbraut 1a,
andaðist á sjúkradeildinni í Sunnuhlíð laugardaginn 2. ágúst.
Fyrir hönd vandamanna,
Steinþór Jónsson,
Unnur Hjörleifsdóttir.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og jarðarför móður minnar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
RAGNHEIÐAR GUÐJÓNSDÓTTUR
frá Ferjubakka.
Guðmundur Ingi Waage, Birna G. Ólafsdóttir,
Ragnheiður Guðmundsdóttir, Einar Pálsson,
Hafdfs Brynja Guðmundsdóttir, Sigurður Einarsson
og barnabarnabörn.