Morgunblaðið - 06.08.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.08.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1997 41 MINIMINGAR HLOÐVER JOHNSEN + Jón Hlöðver * Johnsen fædd- ist í Frydendal í V estmannaeyjum 11. febrúar 1919. Hann lést á Sjúkra- húsi Vestmanna- eyja 10. júlí síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Landakirkju í V estmannaeyjum 19. júlí. Heiðurshjónin Hlöðver Johnsen og Sigríður Haraidsdóttir á Saltabergi tóku á móti mér eins og týnda syninum fyrir rúmum 20 árum. Ég birtist þar án nokkurrar viðvörunar í leit að Haraldi Geir, vini mínum. Hann var ekki inni, en Bía dreif mig í mjólk og bakk- elsi og Súlli heilsaði kankvís. Veðr- ið á bakkanum á þjóðhátíðinni 1976 varð svo þannig að ferðirnar á Saltó urðu æði margar, og dvöl- in lengri en til stóð. Spjall við jarl- inn hefur síðan verið fastur punkt- ur í hverri ferð til Eyja. Það er skrýtin tilfinning að bergja ekki oftar af þeim sagnabrunni, rétt eins og að hitta ekki Súlla oftar á Hásteinsvelli. Við Halli Geir höfum verið bestu vinir í tvo áratugi. Slík tengsl við fjölskylduna á Saltó þýðir að mað- ur er tekinn inn í pakkann. „Sammi, þú átt húsið,“ sagði jarl- inn ef maður afsakaði komu sína á nóttu eða degi. Súlli laðaði að sér ungt fólk á öllum aldri, kyn- slóðabil var ekki til í samskiptum hans við fólk. Slíkur lífskúnstner er sjaldfundinn. Manni fannst hann kunna skil á hreint öllu, en það var ekki verið að slá því um sig. Það eru forréttindi að hafa feng- ið að fylgja jarlinum í Bjarnarey. Þá fyrst skildi maður jarlstignina til fulls, og hvílíkt veldi maður! Veiðigarpur, listakokkur, sagna- brunnur og óumdeildur foringi var Súlli. Djúpur skilningur og virðing fyrir náttúrunni fór ekki framhjá neinum sem hlustaði, boðskapur- inn var skýr: Sönn úteyjamennska snýst um að nytja náttúruna en ekki að ræna hana. í fyrstu ferð minni í Bjarnarey var nokkuð fjölmennt. Heilan dag sat ég í Gilinu í suðvestanátt, og veiddi 26 fugla, segi og skrifa. Miklu fleiri höfðu fengið létta undirlyftu á haf út. Sex næsta morgun voru axlimar helaum- ar og stífar. Súlli kall- aði „ræs, hvítar brekk- ur af fugli og myljandi veiðiátt". Hann snerist fljótt í hásunnan þann daginn og fátt um staði, og alls ekki fyrir viðvaninga. Þegar á leið daginn hafði ég haft allt upp úr Súlla um veiðistaði og hefðir og viðeigandi áttir. Þegar frekar var spurt sagði hann mér að fyrir margt löngu hefðu menn stundum grafið sig niður suður á bring í sunnanátt og veitt. Þangað fór ég síðdegis. Súlii sendi eftir mér þeg- ar komið var myrkur og lunda- steikin löngu klár. Kippan sem veiddist á bringnum daginn þann varð til þess að Súlli stökk á fæt- ur, nokkuð sem helst ekki gerðist strax eftir mat. Mér fannst ég hafa unnið mig í álit. Mér varð síðar ljóst hve samhugur Súlla með ungu og leitandi fólki var mikill og olli síungum viðbrögðum. Ferðirnar í Bjarnarey eru orðnar margar, og fyrir mér eru Eyjarnar nú ekki samar. Þar kemur þó klár- lega að bjarmi minninganna ljáir þeim lit. Hann blés auðvitað, þegar Súlli var borinn síðasta spölinn. Ég gat aðeins fýlgt honum í anda, það var ekki flugfært. Nema fyrir lundann, brekkurnar í Bjarnarey hljóta að hafa verið hvítar af fugli og blússandi flug. Það fór enginn ósnortinn af fundi Súlla á Saltabergi. Ég og íjölskylda mín hittum hann síðast um miðjan júni. Svo töluðum við saman í síma. Mér þótti Bleik brugðið, enda reyndust ferðalok skammt undan. Kær vinur er nú kvaddur. Ég votta Halla Geir vini mínum, og allri fjölskyldunni inni- legustu samúð. Ég sé Súlla fyrir mér í hásæti við brún, með Bíu sér við hlið. Háfurinn er við höndina og fugl á báðar hendur. Ég heyri hann segja; „þetta er glerfínt, vinur“. Drottinn blessi minningu Súlla á Saltabergi. Samúel Örn Erlingsson. STRÁKAR!!! ÞAÐ ER STUNDUM GOTT AÐ VERA NAKINN EN... w ww. ce nt ru m. is/h a nz Hanz. Krin9|ur,ni s-12.s-568 1925- Myndirnar eru komnar upp i anddyri Morgunblaðshússins í Kringlunni I hefur verið sett upp sýning á Ijósmyndum frá ferð þeirra Björns, Einars og Hallgríms upp á tind Everest. Einnig er hluti af búnaði þeirra til sýnis, eins og fatnaður, tjald og eldunarbúnaður. Á meðan á förinni stóð voru þeir félagar í beinu sambandi við Morgunblaðið í gegnum gervihnött sem gerði lesendum kleift að fylgjast með leiðangrinum í máli og myndum þær 10 vikur sem hann stóð yfir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.