Morgunblaðið - 06.08.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.08.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1997 15 Grágæsinni fjölg- ar á Blönduósi Blönduósi - Mikið hefur verið um það rætt að undanförnu að grágæsinni hafi fækkað og m.a. vitnað í talningar frá Bretlandi. Blönduósingar verða ekki mikið varir við þessa fækkun því enginn vafi er á, sögn kunnugra, að grá- gæsinni hefur fjölgað á Blönduósi. íbúar við Flúða- bakka geta a.m.k. borið vitni um það, því gæsaskíturinn á götunni er slíkur að menn tala um hálkubletti af þessum völdum. Gæsin er nokkuð gæf og heimarík. Hún hvæsir á þá sem hætta sér of nærri og dæmi eru um að gæsir hafi orðið undir bíl og látið þar líf sitt. Um það vitnar grafreitur sem einhver hjartahlýr vegf- arandi hefur gert einni gæs- inni og letrað á krossinn „Gæs“. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Morgunblaðið/Sig. Fannar Hér er Þröstur Árnason bæði hræddur og hissa með ný- fenginn afla. X-ferðir á Selfossi Nýir af- þreyingar- mögnleikar Selfossi - Ferðaskrifstofan X-ferðir á Selfossi stóð nýverið fyrir kynningu á nýjum afþreyingarmöguleikum. Farið var í sjóstangveiði og skemmti- siglingu frá Þorlákshöfn. Þátttakend- ur í ferðinni voru frá ýmsum fyrir- tækjum frá Selfossi og Reykjavík. Siglt var undir stjórn Hauks Jóns- sonar skipstjóra á 10 tonna trillu, Mána ÁR. Trillan getur tekið 8-15 manna hópa og eru ferðirnar hugs- aðar fyrir starfsmannafélög smærri fyrirtækja og einnig sem óvissuferð- ir, sem njóta síaukinna vinsælda. Mokveiði var í ferðinni og veidd- ust í kringum 80 þorskar á sjóstöng, einnig veiddist töluvert af ufsa en vegna smæðar þá var honum sleppt. Veitt var rétt utan við hafnargarðinn í Þorlákshöfn og það var ekki annað að sjá á því fólki sem þarna var komið saman en að ferðin hefði ver- ið ógleymanlegt ævintýri. Þorbjörg Árnadóttir hjá X-ferðum sagðist hafa verið ánægð með útkomuna. VERKTAKAR! 0 ÍSURUMI grunnvatnsdælur 1 “-8“ 220/380 V SkútUTOfli 12a, 104 Rvík., s. 5812530
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.