Morgunblaðið - 06.08.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 06.08.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1997 47 BREF TIL BLAÐSEMS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Dýraglens Frú Lilja forsljóri S VR á villigötum Frá Jóhanni Þorvaldssyni: í TILEFNI fréttar í sjónvarpi 16. júlí sl. um SVR þar sem frú Lilja Olafsdóttir forstjóri SVR talar um uppsögn fyrrverandi trúnaðarmanns vagnstjóra. Þar talar hún um upp- sögn eins og það sé daglegt brauð hjá SVR að segja upp fólki og að það sé „frekar leiðinlegt smámál“. Mér finnst það skrítinn hugsunar- gangur að finnast það smámál að segja upp fólki og svifta það um leið lífsbjörginni. Það er kannski ekkert skrítið þegar það er frú Lilja for- stjóri SVR sem á í hlut. Það er eins og þegar frú Lilja lét færa áður- nefndan fyrrverandi trúnaðarmann á fund til sín, lét hún sækja hann með valdi. Frú Lilja hafði sér til halds og trausts starfsmannastjóra SVR og lögfræðing starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, en hafði ekki fyrir því að kalla til trúnaðarmann 9. deildar St.rv., enda taldi frú Lilja umræðuefnið ekki alvarlegs eðlis, og tók það skýrt fram að ekki yrði rætt um áminningu né uppsögn á þessum fundi, en annað kom í ljós því frú Lilja sendi vagnstjórann heim að loknum fundi og sagði að hann þyrfti ekki að mæta aftur til starfa. Af þessum stjórnunarháttum má glögg- lega sjá að metnaður frú Lilju liggi ekki í því að hafa góða og örugga vagnstjóra sem sinna starfi sínu af alúð, skyldurækni og hafí góða þjón- ustulund, eins og umræddur vagn- stjóri hefur gert þau fjórtán ár sem hann hefur starfað hjá SVR. Ég undirritaður var einnig fulltrúi vagnstjóra um tíma og átti þar af leiðandi nokkra fundi með frú Lilju vegna ýmissa mála sem snerta vagn- stjóra. Ég verð að segja að ég fann fyrir miklum hroka sem bersýnilega einkenndist af vanþekkingu hennar á starfi vagnstjóra. Af fyrri reynslu minni af frú Lilju er ég þess fullviss að þessi uppsögn er eingöngu vegna trúnaðarstarfa vagnstjórans og per- sónuleg óvild frú Lilju í garð hans. Ég vil minna borgarfulltrúa R-listans á að þeir bera fulla ábyrgð á þeim stjómunarháttum sem frú Lilja for- stjóri SVR notar á starfsmenn sína því að það voru borgarfulltrúar R- listans sem réðu frú Lilju sem for- stjóra SVR. Ef þetta eru þeir stjórn- unarhættir sem R-listinn aðhyllist og ætlar að nota við stjórnun borgar- innar og fyrirtækja hennar á næstu árum vona ég að R-listinn verði ekki kosinn aftur til að fara með stjóm borgarinnar í næstu kosningum. Ég, sem einn af eigendum fyrirtækisins (ég vil minna á að SVR er í eigu allra borgarbúa en ekki einkafyrir- tæki frú Lilju) og starfsmaður þess, ber hag þess fyrir bijósti, þess vegna tel ég það skyldu mína að upplýsa alla aðra eigendur SVR hvað er að gerast innan þess fyrirtækis. Ég tel að frú Lilja hafi takmarkaðan skiln- ing á rekstri og hlutverki SVR, máli mínu til stuðnings er t.d. þessi upp- sögn, því hún er ekki bara alvarleg fyrir þennan vagnstjóra heldur hefur áhrif á alla aðra starfsmenn fyrir- tækisins, því eins og áður er sagt virðist það ekki vera nóg að skila starfí sínu vel. Ég sem borgarbúi hef áhyggjur af ástandi vagnstjóra í starfi því það ástand sem skapast hefur veldur þeim spennu sem ekki er á bætandi í starfi þeirra, þegar þeir em að aka um götur borgarinn- ar þar sem ég og mínir nánustu eiga leið um. Ég vil skora á borgarfulltrúa R-listans að aðhafast eitthvað í mál- inu, því að slíkir stjórnunarhættir frú Lilju geta haft ófyrirsjáanlegar af- leiðingar fyrir SVR og starfsmenn þess, ég hef öruggar heimildir fyrir því að frú Lilja er rétt að byija að hreinsa til, það á að segja fleirum upp störfum. Það er ólíðandi að það sé verið að segja upp fólki vegna skoðana þess sem em á öndverðu við frú Lilju og eins þegar verið er að leita réttar síns, þegar brotið er á fólki eins og með áðumefndan trún- aðarmann. Slíkir stjómunarhættir þekkjast aðallega í hörðustu einræð- isríkjum þar sem kúgun og mannrétt- indi em þverbrotin, þar sem fólk er tekið af lífi án dóms og laga. Þess háttar stjórnun á ekki að eiga sér stað og allra síst hjá opinberum fyrir- tækjum sem SVR óneitanlega er. JÓHANN ÞORVALDSSON, vagnstjóri, Frakkastíg 13, Reykjavík. Tommi og Jenni Ferdinand Svar við svari um orku og iðnað Frá Árna Björnssyni: ÞAÐ var ánægjulegt að fá svar frá fv. og núverandi orkumálastjóra við grein minni um grein þeirra um orku- mál í Mbl. 6/7 sl. Svarið var þó á dálítið öðrum nótum en ég hafði búist við, en það var svar og það ber að þakka. Skiljanlegt er að svo grandvarir embættismenn bregðist hart við er þeim finnst vera vegið að embættis- heiðri sínum. Hafi grein þeirra, sem mín grein spratt af, verið skrifuð í þeim fróma tilgangi að fræða al- menning um vistvæna íslenska orku, en ekki til framdráttar frekari stór- iðju og þarmeð enn frekari virkjun íslenskra fallvatna, með tilheyrandi röskun á vistkerfí öræfanna, biðst ég afsökunar á misskilningi mínum. Hvað það varðar að greinin sé rætin, skal það játað að reynslan af orðum og gerðum íslenskra ráða- manna, þegar stóriðja er annarsveg- ar, er slík, að hún gefur tilefni til fyllstu tortryggni. Því tel ég ekki að ofmælt hafi verið, enda þar hvergi vegið að embættisheiðri orkumála- stjóranna, heiður stjórnmálamann- anna og stóriðjuhölda, læt ég liggja milli hluta. Hitt vona ég að fyrirgefist öldr- uðum hestamanni, sem ungur heill- aðist af kyrrð og tign íslenskra ör- æfa, frá Hólaskógi í Arnarfell hið mikla, og víðar, áður en þögnin var rofin af vélaöskri stórvirkjananna, þó honum hitni svolítið í hamsi, þeg- ar þessum óafturkræfu gæðum er fórnað til að fíta mengunarpúkann á fjósbitanum í hagvaxtarfjósi auð- hyggjusamfélagsins. Hérmeð er af minni hálfu lokið þriggja manna tali um vistvæna orku og orkufrekan iðnað. ÁRNl BJÖRNSSON, læknir. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir. fyrirvari hér að lútandi. Smáfólk Beethoven hefði komið meiru í verk ef hann hefði ekki þurft að hafa áhyggjur af frænda sinum ... Ég fékk ekkert kalt morgunkorn í morgun af því að þessi heimski bróðir minn kláraði alla mjólkina! Um hvað taia bolta- menn þegar þeir hitt- ast á hólnum? Ekki spyija mig!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.