Morgunblaðið - 06.08.1997, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
Könnun á fordómum Eyfirð-
inga til stóriðjuframkvæmda
A DOGUNUM var
birt könnun sem Rann-
sóknastofnun Háskól-
ans á Akureyri gerði
að frumkvæði verkefn-
isstjórnar um staðarval
fyrir stóriðju í Eyja-
firði. Könnun þessi er
kynnt sem könnun á
viðhorfum íbúa Eyja-
fjarðar til stóriðju.
Miklu réttara hefði
verið að segja að kann-
aðir hefðu verið for-
dómar Eyfirðinga til
stóriðju, þar sem þeir
sem spurðir voru höfðu
engar forsendur til að
ganga út frá.
Ég er nokkuð viss um að svörin
hefðu orðið öðruvísi ef þeir sem
spurðir voru hefðu tekið afstöðu til
ákveðins dæmis, eða a.m.k. allir
getað gefið sér sömu forsendur
þannig að samanburðurinn á svör-
um væri marktækur.
Til dæmis hefði mátt gefa sér
eftirfarandi forsendur:
Gengið er út frá því að reist verði
200.000 tonna álver. Álverið verður
ekki reist nema það verði búið full-
komnasta hreinsibúnaði sem völ er
á. Þess verður jafnframt vandlega
gætt að byggingar falli eins vel og
kostur er að umhverfínu. Fyrirtæk-
ið mun á byggingartímanum, sem
ætla má að verði 4 ár veita frá 100
til 900 manns á svæðinu atvinnu.
Þegar fyrirtækið er komið í rekstur
mun það veita u.þ.b. 650 manns
vinnu. Gera má ráð fyrir því að
þessi viðbót við atvinnulífið á svæð-
inu geti haft í för með sér fólksfjölg-
un um allt að 2.600 manns.
Fólksfjölgun á Eyjafjarðarsvæð-
inu hefur verið mjög hæg. Á síð-
ustu 12 árum hefur
íbúum aðeins fjölgað
um 1.200 manns. Þeir
voru 19.538 árið 1984
og 20.746 árið 1996
og er sú fólksfjölgun
talsvert undir lands-
meðaltali.
Einnig má segja að
hér hafi ríkt stöðnun
eða jafnvel afturför í
atvinnulegu tilliti mörg
undanfarin ár. Árs-
verkum hefur fækkað
talsvert, 1987 voru
10.021 ársverk á svæð-
inu, en 1994 voru þau
9.266, það er því aug-
ljóst að eitthvað nýtt
verður að koma til eigi að snúa
þessari þróun við. Það er annars
athyglisvert að skoða þessa þróun
því margt jákvætt hefur gerst í
atvinnumálum á svæðinu á síðustu
árum. Það sem vekur einna mesta
athygli er hvað þjónustustörfum
hefur lítið fjölgað, að vísu er hlut-
fallsleg fjölgun nokkur, en í heild
þá vegur fjölgunin í þjónustustörf-
um ekki upp fækkunina í landbún-
aði hvað þá í iðnaði, en iðnaðarstörf-
um fækkaði um 750.
En hvaða áhrif áhrif hefði stór-
iðja, t.d. 200.000. tonna álver, á
Eyjafjarðarsvæðinu? Auðvitað er
ekki með vissu hægt að segja það
fyrirfram, en ég held þó að það
megi fullyrða að matvælafram-
leiðsla mundi ekki leggjast af og
að ferðaþjónustan mundi ekki líða
stórlega. Við höfum a.m.k. engin
dæmi um að þessar greinar hafi
liðið fyrir stóriðjuna, hvorki álverið
í Straumsvík eða kísilmálmverk-
smiðjuna á Grundartanga. Ferða-
þjónusta er vaxandi atvinnuvegur
í Hafnarfirði þrátt fyrir álverið í
Straumsvík, nægir í því sambandi
að minna á Víkingahátíðina. Mat-
vælaframleiðsla er hvergi í landinu
meiri en á höfuðborgarsvæðinu og
það þrátt fyrir það að svipuð vega-
lengd sé frá miðborg Reykjavíkur
til Straumsvíkur og frá miðbæ Ak-
ureyrar og út á Dysnes.
Lítum aðeins á hversu mörg störf
hér gæti verið um að ræða. Tekið
skal fram að hér er um grófa áætl-
Við verðum að kanna
fordómalaust, segir
Asgeir Magnússon,
alla kosti sem okkur
kunna að bjóðast í
atvinnumálum.
un að ræða. Ef við gefum okkur
að það taki 4 ár að byggja álver,
þá má reikna með því að á bygging-
artímanum verði samanlagður
mannafli við byggingu álversins og
nauðsynlegra virkjanna 1.500-
1.700 manns. Eftir að álverið er
komið í rekstur má reikna með allt
að 650 störfum þar.
Hvaða áhrif hefði svona bygging
á íbúaþróun á svæðinu? Eins og
áður segir er erfitt að meta það
nákvæmlega hver áhrifin mundu
verða, en þó er ljóst að framkvæmd
eins og þessi hefði verulega fólks-
ljölgun í för með sér. Ef reiknað
er með að árleg íbúafjölgun verði
sú sama og meðaltal undanfarinna
10 ára verða íbúar svæðisins 21.700
árið 2003. Verði við þá tölu síðan
bætt áætluðum viðbótarstörfum í
200.000 tonna álveri og afleiddum
störfum, þá má áætla að með einni
slíkri framkvæmd bættust við tæp-
lega 1.500 störf. Miðað við meðal-
tals íbúafjölda á bak við hvert starf
má reikna með því að á svæðinu
gæti fjölgað um 2.600 manns og
íbúafjöldi svæðisins árið 2003 yrði
24.300; með öðrum orðum, áhrif
slíkrar framkvæmdar gætu að
mestu vegið upp þann fjölda iðnað-
arstarfa sem tapast hafa á undan-
förnum 10 árum.
Ég get vel skilið þá sem eru á
móti stóriðju ef ekki eru gerðar
fyllstu kröfur um mengunarvarnir
og setja eigi niður verksmiðju sem
mengar allt umhverfið. Ég get líka
vel skilið þá sem eru á móti stór-
iðju á þeirri forsendu að til þess
að útvega raforku til slíkra fram-
kvæmda þurfi að virkja stór vatns-
föll og þá fer ekki hjá því að fal-
legt og dýrmætt land fer undir vatn.
Það er nú einu sinni svo að í
þessu eins og öðru verðum við að
velja og hafna, en til þess að geta
gert það verðum við að hafa góðar
upplýsingar til að byggja á okkar
afstöðu.
Það er ekki bara stóriðja sem
mengar umhverfið. Við komumst
ekki hjá því að nánast öll starfsemi
í landinu hefur einhver mengandi
áhrif.
Það er sjónmengun af flestum
byggingum í okkar fagra landi. Það
er ioftmengun frá flestum stóriðju-
verum.
Það er öruggt að eitthvað land
fer undir vatn við virkjunarfram-
kvæmdir.
Það er sjónmengun af lagningu
vega um hálendið. Það er sjónmeng-
un af byggingu þjónustumannvirkja
fyrir ferðamenn.
Ásgeir
Magnússon
Nýju lögin keisarans
NÝ LÖG um lífeyris-
réttindi starfsmanna
ríkisins hafa tekið
gildi, lög nr. 1/1997,
samþykkt á Alþingi
fjórum dögum fyrir jól,
föstudaginn 20. des-
ember 1996.
Mér finnst löggjöf
þessi ekki vera nægj-
anlega vönduð, hvorki
málfarslega né efnis-
lega. Lögin eru
torlæsileg samanborið
við eldri lögin, og skil
þess sem falla á undir
almannatryggingar og
undir lífeyrisréttindi
eru orðin óljós, eins og
raunar tilgangurinn með sjálfri
lagasetningunni.
Ný grein er þó í þessum lögum
sem ég vonaði að opna mundi um-
ræðuvettvang fyrir skoðanaskipti
um þessi mikilvægu mál. 8. grein
laganna skyldar stjórnina til að
halda ársfund, þar sem allir sjóðsfé-
Iagar eiga rétt til fundarsetu.
Undirstaða lífeyrisréttinda er, að
að baki þeim standi sjálfbærir sjóð-
ir byggðir á iðgjaldainnborgunum
sjóðfélaga og fjármagnsávöxtun,
sem a.m.k. jafngildi réttindunum.
Stjórnarmenn LSR hafa hinsvegar
reynt að koma því inn í vitund sjóðs-
félaganna að LSR hafi ekki verið
hugsaður þannig, og því mætti allt
eins reka hann með einhverskonar
gegnumstreymisformi. Fyrir þessu
er þó enginn lagastafur og augljóst
af lögunum að sjóðurinn hefir frá
upphafi verið áformaður sem söfn-
unarsjóður. Það að ríkissjóður var
gerður ábyrgur vænti ég að hafi
verið ákveðið vegna óvissu sem
upphaflega hefur ríkt um rekstur
sjóðsins. Ekki er heldur ósennilegt
að fjármálaráðherra hafi fengið rétt
til skipunar á helmingi
stjórnar í þeim tilgangi
að gæta þess að sjóð-
urinn væri í upphafí
nægjanlega vel ávaxt-
aður til að verjast því
að ríkissjóður þyrfti að
blæða fyrir oftrygging-
ar LSR.
Ársfundur var líka
haldinn 4. júní sl. með
um 20 sjóðsfélögum.
Fundurinn var ekki
ætlaður til ályktana en
leyfðar hálftíma um-
ræður og fyrirspurnir
um skýrslu og starf-
semi stjómar, en sá
hálftími rann eðlilega
strax út í sandinn.
Fundarstjóri stærði sjálfan sig
af því að hann hefði verið eini þing-
maðurinn á Alþingi og einnig eini
stjórnarmaðurinn í LSR sem mælt
Eignarhald á LSR, segir
Haraldur Ásgeirsson,
er hjá launþegum og líf-
eyrisþegum sjóðsins.
hefði gegn þeirri hávaxtastefnu
sem væri í tísku í þjóðfélaginu.
Hann minntist hinsvegar ekki á
gildi þeirrar lágvaxtastefnu sem
eytt hefir og útilokað þá sjóðstrygg-
ingu sem LSR er og hefur alltaf
verið svo nauðsynleg. Mild vaxta-
stefna samræmist lýðræðishugsjón-
um okkar en samþykktir stjómar
LSR á meðalvöxtum af stærðar-
gráðum 2% umfram verðbætur er
að mínum skilningi vanvirðing á
þeirri grundvallarhugsjón, sem LSR
og aðrir lífeyrissjóðir og allt velferð-
arkerfi þjóðarinnar er byggt á.
Löng reynsla hefír nú fengist af
ríkisgæslu á lögum og sjóðum LSR.
Sú reynsla er ekki viðunandi, því í
stað fjármálagæslu virðist „ríkis“
hlutverkið hafa snúist meira upp í
spamað og fjáröflun fyrir ríkið en
um lífeyristryggingar fyrir sjóðfé-
laga.
Stjórnin er nú þannig mynduð
að fjármálaráðherra skipar fjóra
stjórnarmenn án tilnefninga í stað
þriggja áður og nokkur hefð mun
vera komin á það að þeirra á með-
al sé stjómarformaðurinn. Það að
ríkisábyrgð á skuldbindingum LSR
er nú að mestu horfin hefur þannig
engin áhrif haft á valdajafnvægi
innan stjórnarinnar. Nöfn gæslu-
fulltrúa ráðherrans eru óbreytt frá
fyrri lögum. Öll em þessi nöfn bet-
ur þekkt í sambandi við hagsmuna-
gæslu fyrir stéttarfélög sín en við
réttargæslu fyrir lífeyrisþega LSR.
Á nefndum ársfundi gaf fram-
kvæmdastjóri sjóðsins greinilegt og
vel myndskýrt yfirlit yfir rekstur
LSR 1996. Margt kom þar áhuga-
vert fram m.a. um hagkvæmni sam-
vinnunnar við Tryggingastofnun
ríkisins, en í því er eðlilega fólginn
mikill spamaður fyrir LSR. því sam-
sinnir formaðurinn, en bætir við í
skýrslu sinni: „Þrátt fyrir það hefir
stjóm sjóðsins ákveðið að leysa
þetta samstarf upp.“ Þama eru
hagsmunir LSR varla í fyrirrúmi.
Hlutverk stjórnar LSR var allvel
skilgreint í sex málsgreinum 8. gr.
fyrri laga, sem allar fjalla um ávöxt-
un þótt ekki hafi því hlutverki ver-
ið fylgt eftir. Þessari grein var nú
fómað, en í staðinn sett inn 7. gr.
í nýju lögunum en hún hefst þann-
ig: „Stjórn sjóðsins fer með yfír-
stjóm hans.“ Stjórnin er orðin yfír-
stjóm, og þá yfír hvaða stjóm? Auk
þess kemur fram að stjórnin setur
sjóðnum reglur og ákvæði fyrir
Haraldur
Ásgeirsson
stjórnina að vinna eftir. Getur verið
tilgangur bak við þessa þokukenndu
lagasetningu?
Lífeyrissjóðslögin hafa ekki verið
lýðræðisleg og ekki er úr því bætt
með nýju lögunum. í raun eru at-
riði þau sem þörf er á að taka til
endurskoðunar svo mörg og mikil-
væg að óhjákvæmilegt er að taka
lögin strax til endurskoðunar, jafn-
vel hvort þörf hafí verið fyrir breyt-
ingamar.
Eignarhald á LSR er hjá launþeg-
um og lífeyrisþegum sjóðsins. Laun-
þegar ættu að geta haft einhver
áhrif á stjórn og rekstur sjóðsins,
séu þeir í réttum stéttarfélögum.
það gerist hinsvegar ekki, og í raun
em bæði andi og eðli laganna
greinileg og stjórnin byggð á
óskertu veldi stjórnarfulltrúanna.
Megingalli í stjórnarháttum LSR
gegnum tíðina er sennilega tengd
2. mgr. 25 gr. gömlu laganna, sem
leggur þá kvöð á sjóðinn að ávaxta
a.m.k. 40% af heildarútlánum sín-
um í ríkisbréfum, gegn ríkisábyrgð
á sjóðnum. þessi kvöð virðist hafa
veitt ríkinu réttinn til ákvörðunar á
vöxtum á bréfum sínum í stað þess
að skyldan til fullnægjandi ávöxtun-
ar var á herðum sjóðstjórnarinnar,
en í þeim samningum hafa sömu
menn setið beggja vegna borðs.
Ég hefí með greinargerð sýnt
fram á að 4% ávöxtun fullnægði
því vel að tryggja lífeyrisþegum
70% eftirlaun og öruggan sjóðsvöxt
og er þá byggt á 10% launafram-
lagi til sjóðsins. I þessum útreikn-
ingum eru iðgjöldin 33% en ávöxt-
unin 67% af sjóðsmynduninni. Samt
heldur stjórn LSR því fram að ið-
gjaldaþörf sjóðsins sé 15-20% og
fagnar loforðum launagreiðenda
um greiðslu á 11 'h% launa gegn
4% frá launþegum, sem gilda skal
í tvö ár.
Ég hef einnig sagt frá vísbend-
ingu Nóbelsverðlaunahafans, hag-
fræðingsins Gary S. Becker, sem
skrifað hefur um góðan árangur í
einkavæddum lífeyristryggingum
Það er loftmengun frá akstri bíla.
Það er loftmengun frá flugi flug-
véla.
Það er sjónmengun af loðnu-
bræðslu. Það er loftmengun frá
loðnubræðslu.
Það er mengun af veiðum físki-
skipaflotans o.s.frv.
Þannig mætti áfram upp telja.
Við íslendingar eigum meira undir
því en flestar aðrar þjóðir að halda
mengun niðri og verðum að gera
allt sem í okkar valdi stendur til
að draga úr henni. Við eigum að
halda vöku okkar í umhverfismál-
um, gera ætíð fyllstu kröfur til
mengunarvarna sama hvort um er
að ræða mengun lands, lofts, sjávar
eða sjónmengun.
Ef til vill má segja að ekki sé
tímabært að eyða miklu púðri í
umræðuna um stóriðju í Eyjafirði
nú, þar sem mjög hæpið er að
málið sé yfírleitt á dagskrá. Ef stór-
iðja á að rísa í Eyjafirði þarf að
vera hagstæðara fyrir erlenda fjár-
festa að byggja stóriðjuverið í Eyja-
firði, en á suðvestur-horninu. í dag
er ekkert sem bendir til að svo sé.
Einu sinni var það stefna stjórn-
valda að nýta þá kosti sem kynnu
að vera í byggingu stóriðjuvera á
íslandi til þess að hafa jákvæð áhrif
á byggðaþróun í landinu. Núverandi
iðnaðarráðherra hefur lýst þeirri
skoðun sinni að slíkt komi ekki til
greina, þeir erlendu fjárfestar sem
vilja byggja stóriðjuver á íslandi fá
fijálst að velja hvar þeir vilja byggja
og meðan svo er getum við Eyfirð-
ingar, og reyndar aðrir landsbyggð-
armenn, verið vissir um að um langa
framtíð verða allar slíkar fram-
kvæmdir á suðvestur-horninu.
í okkar stöðu í Eyjafirði, eins og
annars staðar í landinu, verðum að
kanna fordómalaust alla kosti sem
okkur kunna að bjóðast í atvinnu-
málum og velja síðan og hafna á
grundvelli bestu fáanlegra upplýs-
inga.
Höfundur er forstöðumaður
Skrifstofu atvinnulífsins á
Norðuriandi.
með 11% grunngjaldi í Argentínu
(af öllum löndum!). Ég spyr því nú:
Hvað væri þá ekki hægt að gera
hér með almannatryggingar að
auki?
Vextir á lífeyrislánum sjóðsfé-
laga eru nú 5 '/i%, við einkavæð-
ingu SKÝRR og Pósts og síma var
uppgjör byggt á 6% vöxtum til 25
ára en lán sem ríkið tekur hjá LSR
reiknast ávöxtuð með 2-3%, nú síð-
ast komið upp í 3 */2%!
Mér sýnist þessi málatilbúnaður
allur vera harla efnislítill umbúnað-
ur, gagnsær stakkur saumaður ut-
an um óþarfar breytingar á lífeyris-
sjóðslögum. Þetta minnir reyndar á
ævintýri sem nafn þessa pistils ber
keim af. Ný hlutverkaskipun í ævin-
týrinu gæti þá verið eftirfarandi:
Keisarinn, persónugervingur sjálfra
stjórnvalda. Skraddaramir, það eru
þeir sem saumað hafa stakkinn,
fulltrúar ríkisins í stjóm LSR. Hirð-
in, sem dásamar þennan myndar-
lega stakk, stéttarfélagaformenn-
irnir í stjóminni. Fólkið, sem líður
fram hjá, en segir ekkert um
saumaskapinn, þar koma iðgjalda-
greiðendur inn. Hvað þá um barnið,
- já barnið sem hrópar „hvar em
fötin þeirra ?“ - Barnið er ekki
með í þessari uppsetningu, því þetta
er ævintýri fullorðinna og fjallar
um lífeyrismál, helst um trygginga-
mál fyrir gamalmenni. Gamalmenn-
in (sem hafa orðið tvívegis börn),
- en þau em hér algjörlega réttlaus
og gegna því engu hlutverki.
Lagabreytingar sem varða lífeyr-
isréttindi eru vandasamar og þurfa
sérstaka aðgæslu vegna þess
hversu langvinn öflun og gildi rétt-
indanna er. Lífeyrisréttindin eru
lögbundin og afturvirkni því óheim-
il. Héraðsdómur staðfesti þetta 9.
þ.m. (mál E-3671/1996) og dæmdi
ríkið til fullra bóta og greiðslu
málskostnaðar fyrir afturvirkni sem
byggð var á lagabreytingu gerðri
1994.
Höfundur er verkfræðingur.