Morgunblaðið - 06.08.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.08.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚ§T 1997 35 hinir erfiðu síðustu mánuðir breyttu þar engu um. Hann var hinn jákvæði og orðvari maður er vildi öllum vel. Við söknum góðs vinar. Ljúfar minningar munu endast og ylja. Arnfríði og börnunum og öðrum ástvinum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Minning góðs drengs mun lifa. Grétar, Sigrún, Ingvar, Erla, Birgir og Sigrún H. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag, við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Þessar ljóðlínur Reykjavíkur- skáldsins, Tómasar Guðmundsson- ar komu upp í huga okkar nú þeg- ar ferðalögum sumarsins lýkur senn og ágústhúmið leggst yfir haf og land. Það syrtir að og húmið læðist einnig að í sálum okkar, sem í dag kveðjum Gunnar Ólaf Engil- bertsson hinstu kveðju. Við spyrj- um, en fáum engin svör er við velt- um fyrir okkur lifsgátunni og því hvers vegna hann er nú kvaddur brott frá fjölskyldu sinni og vinum svo langt fyrir aldur fram. Við hjónin kynntumst Gunnari fyrir hartnær 20 árum er hann kom inn í líf Fríðu systur og mágkonu. Þau urðu fyrst góðir vinir, fóru sér hægt, en hófu sambúð fimm árum síðar. Okkur fannst Gunnar koma vel fyrir, hávaxinn og herðabreið- ur, þéttur á velli, brúneygður og brosleitur, léttur í spori og ákaflega þægilegur í viðmóti. Við vorum vandlát fyrir Fríðu hönd í þá daga og því var áreiðanlega mjög erfitt fyrir Gunnar að koma inn í ijol- skylduna, þó hann léti auðvitað aldrei á því bera. Gunnar og Fríða áttu margt sameiginlegt, þótt ólík væru að upplagi. Bæði voru þau fráskilin og starfandi kennarar og bæði áttu tvö myndarbörn á svipuð- um aldri, _frá fyrra hjónabandi. Hann átti Ásthildi og Magnús, hún Þorbjörgu og Hrafn. Við tókum eftir því að Gunnar var mjög góður og natinn við börnin sín og einnig var hann alveg einstaklega ræktar- samur við aldraðra móður sína, sem bjó í húsi þeirra á Grettisgötunni. Gunnar hafði misst föður sinn á fermingaraldri og ætíð átt heimili á Grettisgötu og var síðan alltaf nátengdur við þann stað. Við sáum að þarna fór vænn maður og það gekk eftir. Gunnar var sannkallað borgar- barn og dyggur sjálfstæðismaður, alinn upp í gamla bænum við ástríki og vandað uppeldi. Hann gekk menntaveginn og lauk stúdents- prófi frá Verslunarskóla íslands, fór síðan til náms í Bandríkjunum I ensku og félagsfræði í eitt ár. Seinna lauk hann kennaraprófi og eftir það stundaði Gunnar kennslu í ensku, stærðfræði, vélritun og ritvinnslu í unglingadeild grunn- skóla. Gunnar var fremur dulur um sig og sína hagi og lét ekki tilfinningar sínar í ljósi. Það var ekki auðvelt að kynnast honum náið. Fyrir ókunnuga virkaði hann oft forvit- inn og opinskár, því hann hafði mjög gaman af léttu spjalli um dægurmál og hafði óþijótandi áhuga á fólki og ættartengslum og yfírleitt því sem var að gerast í kringum hann hverju sinni. Hann var hlýr og jákvæður persónuleiki, mjög greiðvikinn og viðræðugóður. Gunnar og Fríða áttu sem betur fer fjölmörg ánægjuleg ár saman við að sinna börnum sínum og ýmsum áhugamálum í leik og starfi. Börnin þeirra voru öll á við- kvæmum aldri er þau tóku saman, en aldrei urðum við þó vör við alvar- leg vandamál eða árekstra í sam- skiptum þeirra við börn hins, eins og oft vill verða í nýju fjölskyldu- mynstri. Þá kom dagfarsprýði og þolinmæði Gunnars sér vel meðan börnin voru að aðlagast nýjum að- stæðum. Ásthildur og Magnús ól- ust upp hjá móður sinni og Magnús var mikið hjá pabba sínum um helgar meðan hann var yngri. Sterk bönd voru alltaf milli Gunnars og barna hans. Ásthildur, Skúli og dætur þeirra tvær búa nú í húsi fjölskyldunnar á Grettisgötunni. Gunnar og Fríða höfðu bæði mikið yndi af dansi og tónlist og voru mörg ár í dansnámi ásamt góðu vinafólki sínu. Okkur er svo einkar minnisstætt hvað Gunnar var fótafímur og mikill „tjúttari". Mann svimaði við að sjá hve hratt hann sneri Fríðu í hringina, þegar hann var í essinu sínu. Þau ferðuð- ust heilmikið samar. innanlands og utan, síðast fóru þau til Amsterdam um liðna páska, því þá var Gunnar svo frískur. Þetta voru allt ánægju- legar ferðir og meðan Þorbjörg og Magnús voru börn fóru þau nokkr- um sinnum með þeim til sólarlanda og urðu við það miklir mátar. Þau stunduðu leikhús og óperu- sýningar af miklum krafti á vet- urna og á vorin tóku ýmsir tónleik- ar við. Þau fóru á námskeið tengd kennslunni bæði heima og erlendis, því alltaf þurfti að víkka sjón- deildarhringinn og kynna sér nýj- ungar, nú síðast í tölvumálunum. Ekki má láta hjá líða að minnast á ólæknandi bílaáhuga Gunnars. Við sögðum stundum að hann hefði alveg örugglega lent á rangri hillu í lífinu, því engum öðrum höfum við kynnst sem hafði jafn mikla unun af að sitja undir stýri og hann. Hann taldi ekki eftir sér að skutlast bæjarlejð ef maður þurfti á því að halda. Á vorin var Gunnar oft ekki fyrr hættur í kennslunni en hann var búinn á ráða sig sem bílstjóra á flutningabíl eða hjá Strætó og tók sér þá stundum stutt sumarfrí. Trúlega hefur honum fundist þetta svo skemmtilegt að aksturinn hefur komið í stað hvíld- ar. Seinni hluta vetrar var hans aðal „helgarhobbý“ aftur á móti að fara á bílasýningarnar í bænum. Fyrir kom að við fórum með honum og þá kom hans eðlislæga ná- kvæmni vel í ljós, þegar hann rakti garnirnar úr sölumönnum um allar breytingar frá fyrri árgerð. Stund- um var hann búinn að lesa sig svo vel til í bílablöðum að har.n vissi miklu meira en viðmælandinn og það fannst okkur virkilega skondið. Gunnar var snyrtimenni og fór mjög vel með bílinn sinn, alltaf hreinn og stífbónaður. Blátt bann var við því leggja frá sér dót inni í bílnum, allt fór í hólfíð og skott- ið. Við sögðum stundum við hann í hálfkæringi að svona dellukarl gæti sko ekki látið sjá sig á eldgam- alli druslu. Þá hló hann sínum dil- landi hlátri og sagðist nú bara vera að bíða eftir næsta módeli. I vor er leið, áður en Gunnar veiktist alvarlega aftur hvíslaði hann því að okkur að nú væri hann loksins búinn að finna sinn draumabíl. Nú átti greinilega að fara að gefa í og njóta lífsins. Hann bað okkur að þegja, Fríða vissi ekkert. Við biðum spennt að heyra hvaða teg- und hefði nú orðið fyrir valinu, viss- um að valið var honum erfitt. Jú, straumlínulagaður dökkblár Passat skildi það verða með haustinu. Sá draumur hans rættist því miður ekki. Nú þegar Gunnar vinur okkar er horfinn eftir mjög erfíð veikindi undanfarna þrjá mánuði, getum við ekki annað en dáðst að því hve hann mætti örlögum sínum af miklu æðruleysi, hann kvartaði aldrei og sagði alltaf að sér liði bara vel. Fríða og börnin, tengda- og barnabörnin stóðu sem klettar við beð hans og reyndu að létta honum róðurinn á alla lund. Að öðrum ólöstuðum sýndi Einar vinur hans alveg einstaka tryggð og hlýju með því að vitja hans daglega allan tímann. Við vitum að Gunnar var þeim öllum innilega þakklátur. Nú þegar jarðnesku ferðalagi Gunnars er lokið, langar okkur aðeins til að fletta upp í sjóði minn- inganna. Við minnumst með mikilli gleði allra yndislegu jóladagsboð- anna hjá Gunnari og Fríðu á hlý- lega heimilinu þeirra á Prestbakka, þar sem við systurnar, svilamir, bömin og barnabörnin erum öll samankomin og snæðum heima- reykt skagfirskt hangikjöt og laufabrauð með öllu tilheyrandi. Fjölskyldan stækkar með hveiju ári og hávaðinn og hlátrasköllin aukast. Allir eru að springa, en alltaf eru boðnar fleiri góðgjörðir því gestgjafarnir eru samstilltir um að vilja hafa gesti sína glaða og metta. Við förum ekki heim fyrr en seint og um síðir. Öll gamlárskvöldin í Grófarseli. Gunnar og Fríða fara í messu í Breiðholtskirkju og koma svo í matinn ásamt fleirum úr fjölskyld- unni. Allir setja upp skrautlega hatta. Hófsmaðurinn Gunnar vill frekar kók en léttvín, en blundar samt ögn eftir matinn. Skaupið er að bytja, við horfum öll á það og hávaðinn í okkur er ærandi, en Gunnar þarf aðeins að skreppa heim á Prestbakka til að stilla videotækið. Gunnar er ekki mikil „tækjafrík“ og við stríðum honum á því að hann þurfi að læra að stilla á tíma. Síðar um kvöldið fer Gunn- ar að vitja Einars vinar síns og skólabróður, sem býr rétt hjá okk- ur. Þetta er fastur vani hans á gamlárskvöld, alveg eins og í fyrra og hitteðfýrra og árið þar áður. Dýrmætt að vera vanafastur eins og Gunnar. Kemur aftur fyrir mið- nætti, við syngjum saman „Nú árið er liðið“ með útvarpinu og förum svo öll út í nóttina, við systurnar þijár ásamt dætrum okkar með rauðu blysin á lofti, eins og í fyrra og hittiðfyrra, og svilamir þrír með raketturnar og bomburnar. Góðu grannarnir okkar á línunni koma líka út, kampavínið er opnað, Gunn- ari finnst það alltof súrt, kókið er miklu betra því hann er á bíl. Fjöl- skylda og vinir faðmast og þakka fyrir gamla árið. Við eigum fallega mynd af Gunnari og Fríðu frá síð- asta gamlárskvöldi, þau eru bæði svo sérlega glöð. Myndin mun ætíð geymast í dýrmætu minningabók- inni okkar hjónanna. Nú er leiðir skilja um sinn þökk- um við hjónin Gunnari fyrir sam- fylgdina og hvað hann var okkur ávallt vinveittur. Við vitum að við mælum fyrir munn allrar fjölskyld- unnar er við þökkum fyrir það hversu ágætlega hann reyndist Fríðu og börnunum hennar öll þessi ár. Við biðjum þann sem öllu ræður að styrkja og styðja Fríðu okkar, Ásthildi, Magnús, Þorbjörgu, Hrafn, litlu afastelpurnar og strák- ana, sem honum þótti svo vænt um, tengdabörnin og alla aðra aðstand- endur. Við erum þess fullviss að nú er ástvinur ykkar laus við allar þján- ingar og svífur á bláa draumabíln- um sínum inn í draumalandið, sem bíður okkar allra að lokum. Hann er ef til vill á ólöglegum hraða. Minningin um sómadrenginn Gunnar lifir í hjörtum okkar. Kristin og Hjörtur. Enn heggur tíminn í raðir okk- ar, sem unnum í Hvalstöðinni fyrir röskum þijátíu árum: Gunnar Eng- ilbertsson hefur fellt skjöldinn. Á plani stóð sókn framar vörn í kappleik vinnunnar. Þar óx með mönnum samkennd, sem síðan hef- ur haldist og fátt á skyggt. Flestir á Magnúsarvakt voru við tvítugsaldurinn. Gunnar var ívið eldri, þá orðinn kennari og lífs- reyndur. Við, sem vorum yngri, nutum þess í hollum ráðum og þeirri skynsamlegu íhygli, er hon- um var gefin. Gunnar var og jafn- lyndur og glaðsinna og átti það þel, sem laðaði menn að honum. Síðast hittumst við fyrir rúmu ári, þegar nokkrir hvalfélagar deildu dagstund í Hvalfirði. Þar fægðu menn á ný þann þráð, sem lítt hefur máðst. Nú hefur dauðinn á eina festu rist. En það er svo, eftir öll þessi ár og þegar þetta er skrifað, að mér þykir hvarf eitt til þess, sem var: Þegar menn unnu hlið við hlið, glöddust á stundum og framtíðin var ótæmandi sjóður. Gunnar Engilbertsson gekk sína götu öðrum til góðs. Af þeim hans góðu lífssporunum megi mildin mjúk anda yfir sár og sorg ástvina hans. Ólafur Thóroddsen. + Ástkær maðurinn minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, bróðir og afi, GUNNAR ÓLAF ENGILBERTSSON kennari, Prestbakka 1, Reykjavík, er lést á deild 11 -E Landspítalanum 28. ágúst, verður jarðsunginn frá Breiðholtskirkju í dag, miðvikudaginn 6. ágúst, kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið eða Landspítalann. Arnfríður Helga Richardsdóttir, Ásthiidur Erla Gunnarsdóttir, Skúli Skúlason, Magnús Jón Engilbert Gunnarsson, Hrafn Margeirsson, Hrafnhildur Brynjólfsdóttir, Þorbjörg Margeirsdóttir, Guðmundur Þórður Guðmundss., systkini og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og tengda- móðir, KETILRÍÐUR BJARNADÓTTIR, Hraunbæ 158, Reykjavík, lést mánudaginn 4. ágúst. Útförin verður auglýst síðar. Eyjólfur Árnason, Anna Eyjólfsdóttir, Ingvar Benediktsson, Árni Eyjólfsson, Þórunn Sigurðardóttir, Sigrún Eyjólfsdóttir, Henry Kronberg Nielsen, Eyjólfur Eyjólfsson, Ásdis Hreinsdóttir, Ragnheiður Eyjólfsdóttir, Hákon Magnússon. Uppeldissystir okkar, UNNUR JÓHANNESDÓTTIR frá Efra Hofi, Garði, áður til heimilis, á Austurgötu 6, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum föstudaginn 1. i Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Ellen Einarsdóttir, Júlíus Guðlaugsson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, KATRÍN GlSLADÓTTIR, lést á Sólvangi laugardaginn 2. ágúst sl. Arndís Guðjónsdóttir, Jón Guðjónsson, Magnús Guðjónsson, Marta Bjarnadóttir og fjölskyldur. + Vinur minn og bróðir okkar, STURLA JÓSEF BETÚELSSON, Hátúni 6, Reykjavík, andaðist á krabbameinsdeild Landspítalans mánudaginn 4. ágúst. Róbert Ómarsson og systkini hins látna. + Eiginkona mín, móðir, dóttir, tengdamóðir og amma, KRISTlN BJÖRK KRISTJÁNSDÓTTIR, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 31. júlí. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurður Kristjánson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.