Morgunblaðið - 06.08.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1997 45
FRÉTTIR
Verðá
grænmeti
lækkar
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
RAGNHILDUR Þórarinsdóttir og Sigrún Jónasdóttir við upp-
skerustörf í Grafarhverfi í Hrunamannahreppi.
BÚAST má við talsverðri verð-
Iækkun á grænmeti á næstu dög-
um, t.d. á blómkáli og kínakáli.
Uppskeran í sumar er svipuð og
í meðalári.
Georg Ottósson, formaður Sölu-
félags garðyrkjumanna, segir að
vorið hafi verið kalt sem hafði
töluverð áhrif á sprettu á við-
kvæmari tegundum grænmetis,
eins og kínakáli, blómkáli og fleiri
tegundum sem þola illa frost. Upp
til sveita á Suðurlandi hefur verið
góð tíð allan júlímánuð og mikið
ræst úr uppskerunni. „Heildarupp-
skeran verður í meðallagi en þetta
er allt seinna á ferðinni," segir
Georg.
Georg segir að hvítkál og
spergilkál spretti vel í íslensku
veðurfari og einnig spjari rófur
sig vel. „Það er mjög góð upp-
skera í vændum á Suðurlandi en
Norðanlands held ég að ástandið
sé ekki mjög gott og ég hef heyrt
að bændur þar séu ekki ánægður.
Heildarframboðið verður hins
vegar í meðallagi. Síðasta sumar
var afar góð sprettutíð og þetta
ár verður ekki eins gjöfult,“ sagði
Georg.
Heimsmeistaramótið í hestaíþróttum
Tvö gull og eitt
silfur á fyrsta degi
Splini’/l \Inenrri M nrm inbl'tlllð
Setford, Noregi. Morgnnblaðið.
ISLENDINGAR tryggðu sér fyrstu
gullin á heimsmeistaramótinu í Sel-
jord í Noregi í gær þegar tvær
hryssur frá Islandi stóðu efstar í
sínum flokkum í kynbótadómum.
Þjóðverjar unnu eitt gull í þriðja
fiokknum en silfrið kom í hlut Is-
lendinga í þeim flokki.
Dómar kynbótahrossa hófust á
mánudag með dómum á hryssum
og hefur vakið athygli á mótsstað
hversu lágar einkunnir flest hrossin
hafa fengið og þykir mörgum dóm-
ararnir strangir. Sömuleiðis þykir
þátttakan léleg í kynbótasýning-
unni en lítill hluti þátttökuþjóða
nýtir sér rétt sinn til að senda hross
í þennan þátt mótsins og aðeins
tvær þjóðir senda fullskipað lið, ís-
lendingar og Þjóðveijar.
Hrossin eru dæmd í þremur ald-
ursflokkum og voru hryssumar
dæmdar á mánudag og stóðu þær
íslensku sig vel. Kolfinna frá Egils-
stöðum er efst í flokki 7 vetra
hryssna og eldri er með 7,92 í aðal-
einkunn, 7,73 fyrir sköpulag og
8,11 fyrir hæfileika. Kolfinna er
undan Otri frá Sauðárkróki og
þrumu frá Egilsstöðum en knapi
er Styrmir Árnason. Aðrar hryssur
í þessum flokki fengu mun lægri
einkunnir.
Þota frá Akurgerði er efst fimm
vetra hryssna með 8,15, 8,05 fýrir
sköpulag og 8,24 fyrir hæfileika.
Þota er undan Orra frá Þúfu og
Blöndu, knapi er Gísli Gíslason.
Krafla frá Tornen í Danmörku kom
næst með 8,03. Ekki gekk eins vel
með sex vetra hryssuna Viðju frá
Síðu sem Kristjón Kristjánsson sýn-
ir, en hún varð önnur með 7,98 í
aðaleinkunn, 8,07 fyrir sköpulag
og 7,76 fyrir hæfileika. Lækkaði
hún all nokkuð frá dómum í vor
en varð í öðru sæti nú. Hún er
undan Hrannari frá Sauðárkróki
og Sinnu frá Sauðárkróki. Hæstu
einkunn í þessum flokki hlaut
Rimma frá Schloss Neubronn sem
Thomas Haag sýndi. Hlaut hún
8,07 í einkunn, 7,90 fyrir sköpulag
og 8,23.
Stóðhestarnir stóðu
sig með prýði
Stóðhestarnir frá íslandi stóðu
sig einnig með mikilli prýði, eru
allir í efsta sæti hver í sínum flokki
eftir dómana í gær. Þeir mæta í
yfirlitssýningu í dag og þá ráðast
úrslitin. Ætla má þó að þeir haldi
sætunum því nokkru munar á þeim
og næstu hestum. Fengur frá íbis-
hóli er efstur 5 vetra hesta með
8,14 í aðaleinkunn, 8,13 fyrir
sköpulag og 8,15 fyrir hæfileika:
Hann er undan Fáfni frá Fagranesi
og Gnótt frá Ytra-Skörðugili, knapi
var Jóhann Skúlason. Glaður frá
Hólabaki stóð efstur 6 vetra hesta
með sömu einkunn og Fengur en
8,30 fyrir sköpulag og 7,95 fyrir
hæfileika. Hann er undan Garði frá
Litla-Garði og Lýsu frá Hólabaki,
knapi var Sigurður V. Matthíasson.
Breki frá Eyrarbakka var efstur
hesta 7 vetra og eldri með 8,07 í
aðaleinkunn, 7,95 fyrir sköpulag
og 8,18 fyrir hæfileika, knapi var
Angantýr Þórðarson. Næstur í
þessum flokki var Feykir frá Söt-
ofte með 8,00.
Hófleg bjartsýni í herbúðum
Islendinga
Nokkrir íslensku keppenda voru
á æfingu í gær þar sem Sveinn
M. Sveinsson frá Plúsfilm sem ger-
ir heimildarmynd um mótið fenginn
til að mynda æfinguna. Var síðan
legið yfir myndunum á eftir og um
hvað væri í lagi og hvað mætti
betur fara. Atla Guðmundssyni á
Hróðri _og Sigurbirni og Gordon frá
Stóru-Ásgeirsá gekk prýðilega en
þeir riðu fimmgangsverkefni. Ekki
gekk eins vel hjá þeim Vigni Sig-
geirssyni á Þyrli frá Vatnsleysu,
Höskuldi Jónssyni á Þyti frá Kross-
um og Páli Braga Hólmarssyni á
Hrammi frá Þóreyjarnúpi sem virð-
ist þó greinilega á uppleið aftur
eftir góða frammistöðu í úrtöku-
keppninni. Ekki er þó nein örvænt-
ing í mönnum þrátt fyrir að ekki
væri allt í topplagi enda ekki stór-
vægilegir feilar sem laga þarf.
Sigurður Sæmundsson liðsstjóri
var ánægður með árangur í kyn-
bótadómum en varðandi aðra
keppnishesta í liðinu sagði hann að
vissulega ætti eftir að fínpússa
ýmislegt og stilla upp hvernig hveij-
um hesti skuli riðið þegar á hólminn
verður komið. Hitinn drægi svolítið
úr hestunum sérstaklega þeim sem
komu að heiman. Sagði hann Sigur-
björn vera að ná Gordon hægt og
bítandi upp en líklegt væri að hann
kæmi honum í yfirgírinn eins og
honum væri einum lagið. Hrammur
hefur átt ágætis daga þrátt fyrir
smá hnökra og sagði Sigurður að
þetta væri ungur hestur sem yrði
að spara fýrir keppnina og koma
með hann sem ferskastan til leiks
og spila sýninguna af fingrum fram.
Huginn frá Kjartansstöðum sem
Sigurður V. Matthíassson keppir á
er kominn í mjög gott stand að
sögn Sigurðar þótt hann sé í full
miklum holdum. Hann átti góðan
skeiðsprett á æfingu í fyrradag og
töltið er mjög sannfærandi að sögn
Sigurðar. Nafni hans Matthíasson
fór í útreiðartúr á Hugin í gær en
sleppti æfingunni.
Logi og Sprengju-Hvellur
á heilsufæði
Verið er að leita að réttu stilling-
unni hjá Þyrli sem Vignir Siggeirs-
son keppir á og átti Sigurður þá
við fótabúnað og hraða sem riðið
er á. Hefur klárinn sýnt mjög góðar
glefsur að sögn Sigurðar, til dæmis
í upphitun í fyrradag.
Þytur frá Krossum sem Höskuld-
ur Jónsson keppir á segir Sigurður
að sé í feikna góðu formi þrátt fyr-
ir smá hnökra í gær sem snarlega
yrði kippt í liðinn. Og hestur Styrm-
is Árnasonar, Boði frá Gerðum,
segir Sigurður að sigli á lygnum
sjó, hann sé tilbúinn í slaginn og
nú sé aðeins að halda honum glöð-
um og ferskum. Svipaða sögu má
segja um Hróður Atla Guðmunds-
sonar sem var með góða hnökra-
lausa sýningu í gær.
Um björtustu von íslenska liðsins
Loga Laxdal og Sprengju-Hvell frá
Litladal sagði Sigurður með bros á
vör að þeim væri haldið á heilsu-
fæði millli þess sem þeir færu í
skemmtireið um Seljordshæðir. Þeir
væru báðir slakir og fínir eftir að
hafa farið einn skeiðsprett á braut-
inni á gífurlegu gasi eins og Sigurð-
ur orðaði það. Varahesturinn Funi
frá Hvítárholti sem Trausti Þór
Guðmundsson ríður er sömuleiðis á
góðu róli sagði Sigurður og tilbúinn
að skerast í leikinn ef á þarf að
halda.
Aðstaðan á mótsstað í Seljord
þykir hreint frábær, sama hvert lit-
ið er, húsakostur og vellir í góðu
lagi þótt kvartað hafi verið undan
skeiðbrautinni til að byija með, en
því var kippt í liðinn snarlega. Stað-
urinn er í frekar þröngum dal um-
kringdur háum tignarlegum fjöllum
skógi vöxnum upp í topp. Lítið þorp
er við Seljordsvatn sem er í miðjum
dalnum og er náttúrufegurð mikil
hér.
Vel virðist staðið að allri fram-
kvæmd og greinilegt að Norðmenn
ætli sér að halda mót sem verður
lengi í minnum haft. Veður hefur
verið ineð eindæmum gott fyrir
mótsgesti, of gott fyrir hrossin, logn
og léttskýjað og hitinn vel í tuttugu
og sex gráðum að sögn blaðafull-
trúa mótsins.
Njóttu^
jóttu sumarsins á Hótel Eddu. Edduhótelin eru opin
A J á 14 stöðum í sumar auk þriggja heilsárshótela.
1 Fjölbreytt veitingaþjónusta er í boði frá morgni til
kvölds og sérstakur afsláttur er fyrir börnin. Gisting fæst
í uppbúnum herbergjum og einnig í svefnpokaplássi. Hótelin
veita ódýra og góða þjónustu og í nágrenni hótelanna eru
margs kyns möguleikar í boði fyrir alla fjölskylduna, s.s.
sundlaugar, hestaleigur og golfvellir.
s æ » -J «. Wr Wii
,.,r.
Fimmta
nóttin er frí!
jölskyldan fær fimmtu nóttina án endurgjalds
ef dvalið er í fjórar nætur í uppbúnu herbergi.
v/ Frínóttin gildir á öllum hótelum út árið 1997 því hótelin
á Flúðum, Kirkjubæjarklaustri og Höfn eru opin allt árið.
Fríkort!
7
ríkortshafar fá 20 punkta
af hverjum 1000 kr. sem
greiddar eru í gistingu.
Ferðaskrifstofa (slands,
Skógarhlíð 18, 101 Reykjavík,
Slmi 562 3300, Fax 562 5895
Netfang: edda@itb.is
http://www.arctic.is/itb/edda