Morgunblaðið - 06.08.1997, Blaðsíða 56
56 MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓIMVARP
Prúðuleikararnir
snúa aftur
PRÚÐULEIKARARNIR eru aftur
komnir á skjáinn hér á Fróni. Stöð
2 endursýnir um þessar mundir
fyrstu þáttaröðina af „The Muppet
Show“ frá árinu 1976. Eldri íslend-
ingar geta því rifjað upp kynnin af
Kermit, Svínku, sænska kokkinum
og öllum hinum furðudýrunum á
meðan yngri kynslóðin fær tæki-
færi til þess að læra að syngja
„Ma-na-ma-na“. Meðal gesta fyrsta
árið voru Candice Bergen, Charles
Aznavour, Lena Home, Vincent
Price, Twiggy og Peter Ustinov svo
það verður örugglega ánægjulegt
að setjast aftur niður með Prúðu-
leikurunum.
Kermit er ekkert unglamb leng-
ur. Hann varð fertugur á síðasta
ári og hélt m.a. upp á áfangann
með því að leika í kvikmyndinni
„Muppet Treasure Island". Þegar
skapari Kermits, Jim Henson, lést
árið 1990 héldu margir að dagar
Prúðuleikaranna væm liðnir undir
lok en sonur Jims, Brian Henson,
er nú yfirmaður Jims Hensons
Productions og heldur uppi merki
föður síns. Fyrirtækið er m.a. með
samning upp á framleiðslu 15 kvik-
mynda við Sony Pictures Entertain-
ment og eiga þjár þeirra að fjalla
um ævintýri Prúðuleikaranna.
Henson Productions er einnig enn
í framleiðslu sjónvarpsefnis, tók t.d.
þátt í gerð „Gulliver’s Travels“ með
Ted Danson í aðalhlutverkinu. Einn-
ig á að endurvekja nýju útgáfuna
af Prúðuleikurunum „Muppets To-
night“ á sjónvarpsrás Disneys í
haust. Sköpunarverk Jims Hensons
em vinsæl um allan heim. „Sesame
Street", „The Muppet Show“,
„Muppet Babies", „Fraggle Rock“
og fleiri þættir sem Henson
Productions ber ábyrgð á em nú á
dagskrá víða um heim. Sjónvarps-
áhorfendur í Bretlandi, Ástralíu,
Hollandi, Noregi, Þýskalandi, ísra-
el, Jordaníu, og Singapore geta t.d
horft á eitthvað af ofannefndum
þáttum.
Fyrir þá sem em að kynnast
Prúðuleikurnum í fyrsta skipti
fylgja hér nokkrar nauðsynlegar
upplýsingar! Gömlu kallamir á svöl-
unum heita Statler og Waldorf.
Statler er sá grennri. Waldorf er
kvæntur konu að nafni Astoria en
öll em þau nefnd eftir þekktum
hótelum í New York.
SÁMUR og Kermit reyna að hemja vitleysisganginn í Prúðuleikur-
unum.
WALDORF og Statler eru harðir gagnrýnendur.
Enginn veit hvað „Gonzo the
Great“ er í raun og vem. Hann er
ekki fugl þó að Kermit hafí einu
sinni sagt að hann væri einhvers
konar kalkún. Gonzo hefur bæði
verið skilgreindur sem furðufugl
(,,weirdo“) og sem hvaðsemer
(,,Whatever“).
„Muppet" er sett saman úr tveim-
ur orðum, „puppet“ eða leikbrúða
og „marionette" þ.e. strengjabrúða,
enda eru Prúðuleikararnir unnir
með blandaðri tækni. Þeir em sér-
hannaðir til þess að koma sem eðli-
legast út bæði í sjónvarpi og á hvíta
tjaldinu.
Flestir Prúðuleikarar eru örv-
hendir af þvl að stjórnendur nota
flestir hægri höndina til þess að
stjórna höfuð- og andlitshreyfing-
um. Vinstri höndin er þess vegna
notuð til þess að stjórna handar-
hreyfingum.
Scooter, aðstoðarmaður Kermits
í leikhúsinu, er maður. Frændi hans,
J.P. Grosse, á leikhúsið. Scooter er
ekki lengur á meðal Prúðuleikar-
anna. Hann dró sig í hlé þegar
stjórnandi hans, Richard Hunt, lést
úr alnæmi árið 1992.
Þegar Jim Henson lést tók Steve
Whitmire við stjóm Kermits.
Whitmire hefur einnig stjórnað
Rizzo rottu, Bean Bunny, Emie og
Wembley Fraggle. Brian Henson
hefur aldrei stjórnað Kermit en
hann hefur stjómað nokkrum nýj-
um persónum í „Muppets Tonight".
FARÐU AÐ
H3IMAN
ST
Hamborg 19.900
Dusseldorf 23.000
Munchen 25.000
25X afsláttur fyrir 12 - 21 árs
Kaupmannahöfn frá 13/9 21.030
Innifalið: Flugfar báðar leiðir
og flugvallarskattar
E Farðu að heiman - en komdu við
á Ferðaskrifstofu stúdenta.
PAÐ DUGAR EKKl AÐ SITJA HEIMA OG LESA!
París 24.900 2
Isic og Go25 korthafar greiða 22.100
Imi: 561 5656 fax: 551 9113 hcimasIða: http://www.centrum.is/studtravel
MYNDBÖND
SÍÐUSTU VIKU
Matthlldur
(Matilda)'k ★ ★
Sonur forsetans
(First Kid)k ★ ★ 'k
Leitin aö lífs-
hamingjunnl
(Unhook the Stars)~k ★ ★ 'h
í deiglunni
(The Crucible)k ★ ★ 'h
Tvö andlit spegils
(The Mirror Has Two Fac-
es)k ★ ★
Ógnarhraði
(Runaway Car)k ★
Lífið eftir Jimmy
(AfterJimmy)k ★ ★
Bundnar
(Bound)k ★ ★
Ókyrrð
(Turbulence)'h
Hatrinu að bráð
(Divided by Hate)k 'h
Gullbrá og birnirnir þrír
(Goldilocks and the Three
Bears)k'h
Þruma
(Blow Out)k ★ ★ 'h
Tortímandinn
(Terminator)k k
AÐSOKN
iaríkjunum
Titill Síöasla vika Alls
1.(1.) AirForceOne 1.852,6 m.kr. 25,7 m.$ 80,7 m.$
2. (-) Spawn 1.421,3 m.kr. 19,7 m.$ 21,2 m.$
3. (2.) George of the Jungle 639,4 m.kr. 8,9 m.$ 64,3 m.$
4. (3.) Men in Black 576,7 m.kr. 8,0 m.$ 208,1 m.$
5. (-) Picture Perfect 561,6 m.kr. 7,8 m.$ 7,8 m.$:
6. (4.) Contact 450,0 m.kr. 6,2 m.$ 75,6 m.$
7. (-) Air Bud 351,4 m.kr. 4,9 m.$ 4,9 m.$
8. (6.) Nothing to Lose 323,3 m.kr. 4,5 m.$ 32,2 m.$
9.(7.) Face/Off 270,7 m.kr. 3,8 m.$ 102,0 m.$
10.(5.) Good Burger 257,0 m.kr. 3,6 m.$ 14,1 m.$
Ford fastur
á toppnum
AÐSÓKN að kvikmyndahúsum
vestra um helgina var betri en vonir
björtustu manna gerðu ráð fyrir;
reyndar hefur hún aldrei verið jafn
góð á sama tíma árs.
Toppmyndin frá helginni áður,
„Air Force One“, hélt þeirri stöðu
þrátt fyrir afbragðs aðsókn að mynd-
inni „Spawn“, sem lenti í öðru sæti.
Þijár aðrar myndir voru frumsýnd-
ar; „Picture Perfect" með Jennifer
Aniston úr sjónvarpsþáttunum „Fri-
ends“, Disney-myndin „Air Bud“ og
„187“ í leikstjórn Kevins Reynolds.
Fyrstnefnda myndin stóð sig betur
en sérfræðingar bjuggust við og
„Air Bud“ náði viðunandi árangri.
„187“ hinsvegar kolféll, náði aðeins
12. sæti með 2,2 milljónir dollara,
eða sem svarar 158 milljónum króna.
Demi Moore í hernum
►DISNEY hef-
ur seinkað
frumsýningu á
nýjustu kvik-
mynd Demi
Moore, „G.I.
Jane“, um viku.
Myndin verður
nú frumsýnd 22.
ágúst en breyt-
ingin gerir
kleift að forsýna
hana bæði 9. og
16. ágúst.
Disney-menn
ákvaðu að fjölga
forsýningum á
„G.I. Jane“
vegna þess að kannanir hafa
sýnt að almenningur hefur lítinn
áhuga á nýjustu mynd Moore.
Vonast er til að jákvæð viðbrögð
forsýningagesta stuðli að aukn-
um áhuga þannig að yfirmenn
Disney trúa samkvæmt þessu
enn á hæf ileika Moore til þess
að heilla áhorfendur. Það hefur
henni ekki tekist almennilega í
Bandaríkjunum síðan árið 1994
þegar hún lék á móti Michael
Douglas í „Disclosure". „Strip-
tease“, „The Juror“, „Now and
Then“, og „The Scarlet Letter“
hafa jafnvel átt erfitt með að
selja nógu marga miða í Banda-
ríkjunum til þess að borga laun
sljörnurnar, litlar 12 miiyónir.
„Við viljum koma myndinni
út á meðal fólks og láta svo bíó-
gestina um að kynna myndina,"
er haft eftir Chuck Viane, eins
af yfirmönnum Buena Vista,
dreifingarfyrirtækis Disney.
Hann sagði að sýningaraðilar
væru hrifnir af „G.I. Jane“ og
stefnt væri að því að forsýna í
900-1.000 kvikmyndahúsum í
Bandarikjunum.
„G.I. Jane“ er um herkonuna
Jordan O’Neill (Demi Moore).
Hún er í leyniþjónustu sjóhers-
ins þegar henni er boðin, fyrstri
kvenna, staða hjá CRT („Comb-
ined Reconnaissance Team“).
Svo O’Neill nái þessu marki
verður hún að leggja á sig stíft
þjálfunarprógram. Til þess að
komast í rétta formið fyrir hlut-
verkið fékk Moore til samstarfs
fyrrverandi sérsveitarhermenn
sem þjálfuðu hana samkvæmt
réttum heraðferðum.