Morgunblaðið - 06.08.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.08.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1997 23 Æskuglettni Bökmeimtlr Ljód BÚMERANG eftir Ásu Marinu Hafsteinsdóttur. Eigin útgáfa. Hafnarfirði 1997 - 62 bls. KVEÐSKAPUR er býsna alvar- legt mál enda snýst hann oftar en ekki um dýpstu rök tilverunnar. En stundum - og kannski alltof oft - gleymast sannindi sem einn okkar fremsti rithöfundur orðaði einhvern veginn á þann hátt að grunntónn tilverunnar væri mein- laust grín. Þótt dauðans alvara setji mark sitt á skáldskap flestra skálda okk- ar tíma koma þó við og við fram höfundar sem kæra sig kollótta um alheimssorgina og beina augunum að ögn veigaminni og kátbros- legri viðfangsefnum. Ef vel tekst til geta slíkar bækur haft tölu- vert gildi. Ung stúlka, Ása Marin Hafsteins- dóttir, er bersýnilega í þessum hópi. Hún sendi fyrir skömmu frá sér sína fyrstu ljóðabók sem hún nefnir Búmer- ang. Þetta er nokkuð vönduð byijendabók en umfram allt er hún auðlesin og skemmti- leg aflestrar. Ég hygg að óhætt sé að segja að kímni og æsku- glettni séu megineinkenni bókar- innar. Hér er ekki tekist á við hin dýpstu rök en augunum beint að spennandi samskiptum kynjanna í ýmsum myndum og þeim veruleika sem blasir við bjartsýnni, ungri konu á uppgangstímum. Ása hefur náð ágætum tökum á myndmáli og ýmsu öðru ljóðmáli. Oft eru ljóð- in fáguð þótt ekki séu þau endilega öll eftirminnileg. Sum vekja þó eftirtekt, ekki einungis vegna vel smíðaðra ljóðmynda heldur ekki síður vega persónulegrar og ísmeygilegrar sjálfsíróníu, ein- hvers konar tvíræðni sem gefur kvæðunum dýpt. Ása áttar sig t.a.m. á æsku sinni, reynsluleysi og sakleysi sem hún túlkar á myndrænan hátt í hnitmiðuðu upphafskvæði. Hún þykist ekki vera reyndari en hún er. Sakleysið ioðir við hana. Ég kasta glóandi geislabaupum eins langt og ég get en hann lætur eins og búmerang Ása er einnig nösk að finna veiku blettina á eigin kynslóð sem ef til vill er ofurlítið fordekruð og hæðni hennar beinist þá oftar en ekki að henni sjálfri. Einu kvæðinu er t.d. vikið að foreldrunum sem hafa eytt ævinni í að byggja draumakastala sína á hrauninu en eiga nú „fullt í fangi með að koma okkur þaðan út“. Sá grunur leitar líka á lesanda að kyn- slóð Ásu líti stundum á lífið eins og jólapakka í samnefndu kvæði. Með glampa í augunum og dúndrandi hjartslátt ríf ég af þér slaufuna og röndótta pappírinn sem þú hefur klaufalega reynt að fela sannleikann með. Glampinn slokknar hjartað stillist... Kannski næstu jól. Flest kvæði Ásu eru smákvæði þótt einnig séu í bókinni nokkur lengri ljóð í lausu máli innan um sem einkennast af glettnum smá- myndum úr hversdagslífinu sem oft einkennast af óvæntu sjónar- horni. Megineinkenni bókarinnar, persónuleg glettnin og kímnin, gerir bókina aðlaðandi og fjörlega. Þetta er bytjendaverk sem lofar góðu um framhaldið. Skafti Þ. Halldórsson Ása Marín Hafsteinsdóttir Eitt blað fyrir alla! - kjarni málsins! LISTIR •• * Djasssveit Onnu Pálínu Arnadóttur Tónleika- ferð um Norður- lönd DJASSSVEIT Önnu Pálínu Árna- dóttur söngkonu hefur lagt upp í tónleikaferð um Norðurlönd þar sem meðal annars verður leikið á vísna- og djassstaðnum Mosebacke í Stokkhólmi. „Við höfum fregnað að við höfum verið leikin talsvert í danska útvarpinu og því leyfum við okkur að vera bjartsýn á gott gengi og hlökkum óskaplega mikið til,“ sagði Anna Pálína um ferðina. Þetta er í fyrsta skipti sem djasssveitin fer í tón- leikaferð, en áður hefur hún kom- ið fram fyrir íslands hönd á ýms- um tónlistarhátíðum. Ferðin hefst með tónleikum víða í Danmörku og þaðan halda listamennirnir til Svíþjóðar og lýk- ur ferðinni í Ósló með tónleikum í Smuget. Með Önnu Pálínu verða í för Aðalsteinn Ásberg Sigurðs- son iaga- og ljóðasmiður, Gunnar Gunnarsson píanóleikari, Jón Rafnsson bassaleikari, Pétur Grétarsson trommuleikari og Daníel Þorsteinsson harmonikku- leikari. Ferðin er skipulögð af dönsku umboðsskrifstofunni Baltazar og styrkt af NOMUS - norrænu tóniistarnefndinni og FÍH. Sigurrós sýn- ir í Galleríi Sölva Helga- sonar SIGURRÓS Stefánsdóttir sýnir í Galleríi Sölva Helga- sonar, Lónkoti í Skagafirði. Sýningin stendur yfir til 15. september. Sigurrós sýnir nokkrar „fígúrutífar" myndir með blandaðri tækni. Myndirnar á sýningunni flalla um daglegt líf og landslagstóna þar sem áhorfandinn túlkar sjálfur myndefnið. Sigurrós lauk námi frá Myndlistaskólanum á Akur- eyri vorið 1997 og hefur tek- ið þátt í nokkrum samsýning- um. Pennavinir í 210 iöndum. International Pen Friends. Sími 881 8181. Póstsendum samdægurs Toppskórinn • Veltusundi við Ingólfstorg • Simi 552 1212. J AMERÍSK RÚM OC DÝNUR KIRICSDOWN Gefðu "gormur á gorm" kerfinu gaum. Þaö þýðir að gormastellið i undirdýnunni er eins og hið vandaða stell i yfirdýnunni. í raun sefur þú á tveimur dýnum og hryggsúlan er bein í svefninum. Þetta er ekki neitt smáatriði, því undirdýnan vinnur raunverulega 60°/o af hlutverki dýnanna. DESIGNSÍrtcA snaranjitra Frábært úrval af tré- og járnrúmum SUÐURLANDSBRAUT 22 S.: 553 6011 & 553 7100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.