Morgunblaðið - 06.08.1997, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 06.08.1997, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1997 15 Grágæsinni fjölg- ar á Blönduósi Blönduósi - Mikið hefur verið um það rætt að undanförnu að grágæsinni hafi fækkað og m.a. vitnað í talningar frá Bretlandi. Blönduósingar verða ekki mikið varir við þessa fækkun því enginn vafi er á, sögn kunnugra, að grá- gæsinni hefur fjölgað á Blönduósi. íbúar við Flúða- bakka geta a.m.k. borið vitni um það, því gæsaskíturinn á götunni er slíkur að menn tala um hálkubletti af þessum völdum. Gæsin er nokkuð gæf og heimarík. Hún hvæsir á þá sem hætta sér of nærri og dæmi eru um að gæsir hafi orðið undir bíl og látið þar líf sitt. Um það vitnar grafreitur sem einhver hjartahlýr vegf- arandi hefur gert einni gæs- inni og letrað á krossinn „Gæs“. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Morgunblaðið/Sig. Fannar Hér er Þröstur Árnason bæði hræddur og hissa með ný- fenginn afla. X-ferðir á Selfossi Nýir af- þreyingar- mögnleikar Selfossi - Ferðaskrifstofan X-ferðir á Selfossi stóð nýverið fyrir kynningu á nýjum afþreyingarmöguleikum. Farið var í sjóstangveiði og skemmti- siglingu frá Þorlákshöfn. Þátttakend- ur í ferðinni voru frá ýmsum fyrir- tækjum frá Selfossi og Reykjavík. Siglt var undir stjórn Hauks Jóns- sonar skipstjóra á 10 tonna trillu, Mána ÁR. Trillan getur tekið 8-15 manna hópa og eru ferðirnar hugs- aðar fyrir starfsmannafélög smærri fyrirtækja og einnig sem óvissuferð- ir, sem njóta síaukinna vinsælda. Mokveiði var í ferðinni og veidd- ust í kringum 80 þorskar á sjóstöng, einnig veiddist töluvert af ufsa en vegna smæðar þá var honum sleppt. Veitt var rétt utan við hafnargarðinn í Þorlákshöfn og það var ekki annað að sjá á því fólki sem þarna var komið saman en að ferðin hefði ver- ið ógleymanlegt ævintýri. Þorbjörg Árnadóttir hjá X-ferðum sagðist hafa verið ánægð með útkomuna. VERKTAKAR! 0 ÍSURUMI grunnvatnsdælur 1 “-8“ 220/380 V SkútUTOfli 12a, 104 Rvík., s. 5812530

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.