Morgunblaðið - 06.08.1997, Page 11

Morgunblaðið - 06.08.1997, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1997 11 Yiðeyjarkirkja Kaþólsk messa til heiðurs Olafi helga VIÐEYJARKIRKJA var þétt skipuð síðastliðinn sunnudag þegar biskup kaþólska söfnuðarins á Islandi, Jo- hannes Gijsen, söng messu til heið- urs Ólafi helga Haraldssyni, Nor- egskonungi. „Biskupinn predikaði á íslensku en messan fór fram að miklu leyti á latínu og þá skynjaði maður söng aldanna í kirkjunni," sagði Þórir Stephensen, staðarhaldari í Viðey. Sterk tengsl eru milli Viðeyjar- kirkju og Ólafs helga. „Á sínum tíma var Viðeyjarkirkja Maríu- kirkja, en Ólafur helgi var einn af dýrlingum kirkjunnar. Þannig að Ólafsmessa var alltaf sungin í Viðey á fyrri tíð. Þá má geta þess að Styrmir fróði, sem var annar for- stöðumaður klaustursins í Viðey, skrifaði sögu Ólafs helga og það er talið að Snorri Sturluson hafi haft Ólafs sögu Styrmis að grund- velli að sinni Ólafssögu." Almenn kaþólsk biskupsmessa hefur ekki verið sungin í Viðey síð- an Jón Arason, biskup á Hólum endurvígði kirkjuna og staðinn all- ann í Viðey árið 1550. „Ég er mjög ánægður með hvernig til tókst á sunnudaginn og vonast til að efla enn frekar tengslin milli þessa gamla kaþólska helgiseturs og kaþ- ólsku kirkjunnar á íslandi í dag,“ sagði Þórir. Morgunblaðið/Arnaldur Halldór Runólfs- son ráðinn yfirdýra- læknir • LANDBÚNAÐARRÁÐ- HERRA hefur skipað Halldór Runólfsson dýralækni í embætti yfirdýralæknis frá og með 1. sept- ember nk. Hann tekur við starfi Brynjólfs Sand- holt sem lætur af störfum sök- um aldurs. Halldór nam dýralækningar í Skotlandi 1968-1973. Hann var hér- aðsdýralæknir í Kirkjubæjar- klaustursu- mdæmi 1974-1983. Hann var deildarstjóri við Hollustuvernd rík- isins 1984-1991, en hefur síðan verið framkvæmdastjóri Heilbrigð- iseftirlits Kjósarsvæðis. Halldór hefur auk þess gegnt ýmsum trún- aðarstörfum fyrir stjórnvöld og Dýralæknafélagið, en formaður þess var hann um tíma. Halldór sagði í samtali við Morg- unblaðið að meginhlutverk yfir- dýralæknis væri að koma í veg fyrir útbreiðslu dýrasjúkdóma. Honum bæri að stuðla að því að dýrasjúkdómar sem fyrir væru í landinu breiddust ekki út og einnig að koma í veg fyrir að sjúkdómar sem ekki væri að finna hér bærust til landsins. Með auknum innflutn- ingi á matvælum á seinni árum þyrfti yfirdýralæknir að gæta sér- staklega að því að hann yrði ekki til þess að spilla þeirri góðu stöðu sem við höfum hér á landi hvað varðar dýrasjúkdóma. Eins þyrfti að gæta að því að innflutt mat- væli yllu ekki sjúkdómum í mönn- um. „Það má segja að við stöndum nokkuð vel að vígi hvað varðar dýrasjúkdóma. Á liðnum árum og áratugum hefur okkur tekist að útrýma mörgum sjúkdómum, en það hefur líka kostað mikla vinnu og mikla fjármuni. Það er því mikil- vægt að halda þessari góðu stöðu,“ segir Halldór. Halldór sagði að yfirdýralæknir sinnti auk þess margs konar ráð- gjöf til ríkisstjórnar og ráðherra um allt sem sneri að þessum mála- flokki. Eðlilega þyrfti hann einnig að hafa mikil samskipti við héraðs- dýralækna og sérgreinadýralækna sem undir embættið heyrðu. Aðrir umsækjendur um stöðu yfirdýralæknis voru dýralæknarnir Gunnlaugur Skúlason, Konráð Konráðsson, Magnús H. Guðjóns- son og Ólafur Oddgeirsson. 4 ISUu 1000 sn.þvottavél, Stiglaus hitastillir '£P£S4^80Qsn. þvottavél, 13 þvottakerfi Hraðþvottakerfi (30mín.) 15 mismunandi kerfi. Sþárnaðarkerfi - Flýtiþvottakerfi, Tekur 5 kg. Vinduöryggi > V1000 sn. þvottavél, 17 þvottakerfi, ullarvagga, sparnaðarkerfi, tekur 5 kg. )Ol 1200 sn. þvottavél, 13 ullarvagga, sparnaðarkerfí, tekur 5 kg. þurrkari, tekur 5 kg., 120 mín prógram, 2 hitastillingar o.mfl. þvbttavél, tekur 12 manna stell, lágvær, 4 þvottakerfi baraklaus þurrkari, tekur 6 k( 120 mín prógram, 2 hitastillingar o.ml _ ____*-i ^_/_l >Ool 158 l.kæliskápur með læð: 139 cm, breidd: 55,5 cm TVestfrost kæliskápur og frystir Hæð: 185 cm, breidd: 59,5 cm SlEMENSu, stell, 3 þvottal ottavél, tekur 12 manna Aqua Stop flæðiö|yqgi. eldavél, 4 hraðsuðuhellur, undir og yfirhiti, grill. Hæð:90/92 cm, breidd: 59,5 cm, dýpt: 60 cm erum VERIÐ VELKOMIN I VERSLUN OKKAR - ANNO 1 929 - Skútuvogur 1 • Simi 568 8660 • Fax 568 0776 I. kæliskápur með 141. frysti Hæð 85 cm, breidd: 55 cm Verð kr. stgr. Verð kr. stgr. Verð kr. stgr. Verð kr. stgr. Verð kr. stgr. Verð kr. stgr. Verð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.