Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1997 B 25
)
;
)
i
j
i
i
I
1
i
|
,
í
4
1
4
4
4
4
4
Morgunblaðið/Júlíus
SAMTÖKIN „Réttlætið sigrar“ mótmæla á knattspyrnuleik unglingalandsliðs ísraels og frlands.
VIÐSKIPTABANNI á Kúbu mótmælt í Havana.
maður í Ungum sósíalistum, segist
litla samleið eiga með Sósíalistafé-
laginu. „Við höfum töluvert aðra
sýn á heimsmálin og söguna. Ung-
ir sósíalistar fagna til dæmis falli
Sovétríkjanna öfugt við Sósíalista-
félagið."
Erfitt að hafa áhrif í Alþýðu-
bandalaginu
Sósíalistafélagið var stofnað árið
1994. Helsti frumkvöðull stofnunar-
innar var Þorvaldur Þorvaldsson
trésmiður, sem áður hafði meðal
annars starfað í Baráttusamtökum
fyrir stofnun Kommúnistaflokks.
„Ég hafði starfað innan Alþýðu-
bandalagsins í Reykjavík fjögur
undangengin ár en þar var erfitt að
hafa nokkur áhrif. Þetta er stórt fé-
lag en öllum málum er ráðið til
lykta bak við tjöldin og sömu menn-
irnir tala á öllum fundum."
Á stofnfund Sósíalistafélagsins
mættu 25 manns, en fjölmiðlar
sýndu honum litla athygli. „Við
sendum fréttatilkynningu til allra
fjölmiðla en sá eini sem sagði frá
fundinum var Ríkisútvarpið; en það
var aðeins örstutt frásögn. Á undan
kom löng frétt um tíkina Höllu á
Höllustöðum."
Nú eru félagsmenn nálægt sextíu
talsins. „Undanfarið ár hefur komið
mest af ungu fólki um tvítugt. Það
er greinilega vaxandi áhugi á sósíal-
isma. Þetta er þó ekki tíska eins og
var um og uppúr 1970 heldur frem-
ur það að ungt fólk er meira póli-
tískt leitandi en var til dæmis á ní-
unda áratugnum. Auðvitað væri þó
gott að fá meira af nýjum félags-
mönnum með pólitíska reynslu."
Þorvaldur segir tilgang félags-
stofnunarinnar hafa verið þann að
safna saman fólkinu sem hafði
sundrast í ólík samtök. „Ég held að
mikill skaði hafi verið að þeim klofn-
ingi sem varð meðal sósíalista um
1960 þegar menn skiptust í hreyf-
ingar eftir því hvort þeir hölluðu sér
að Moskvu, Peking eða Tirana. Ég
óhjákvæmilega pólitískt sem snertir
þetta land,“ segir Sylvía.
Tólf íslendingar fóru á vegum
VÍK á Heimsmót æskunnar sem
haldið var á Kúbu 28. júlí til 5.
ágúst. Á dagskrá var bæði menn-
ingarlegt og pólitískt efni. Kjörorð
mótsins voru samstaða gegn heims-
valdastefnu fyrir frið og vináttu og
hún var tileinkuð byltingarleiðtog-
anum Che Guevara sem lést fyrir
þrjátíu árum.
Ólöf Andra og Sigurður Haralds-
son voru fulltrúar Ungra sósíalista
á Heimsmótinu. Þau segja mótið
hafa heppnast vel, og gestir hafi
vei-ið mun fleiri en búist var við.
Fyrir mótið sprungu tvær sprengj-
ur í Havana og ein meðan á því stóð,
en enginn slasaðist og mótshaldið
truflaðist ekki. Talið er að tilræðis-
mennirnir hafi verið frá Norður-
Ameríku.
Sigurður og Ólöf kynntust full-
trúum frá fjölmörgum löndum með
mismunandi skoðanir á mótinu, en
einnig ræddu þau við fjölda
Kúbverja. „Mér fannst fólk vera
óhrætt við að tala bæði um það góða
og slæma við Kúbu,“ segir Olöf.
„En þrátt fyrir að það hafi gagnrýnt
ýmislegt var það ekki tilbúið að
skipta á sínu þjóðskipulagi og okk-
ar, þar sem til dæmis þarf að borga
fyrir heilsugæslu og skóla.“
„Það er mikil umræða í gangi um
forgangsröðun í þjóðfélaginu," segir
Sigurður. „Fólk vildi endilega tala
við okkur um pólítík og önnur þjóð-
félagsmál og heyra hvernig ástand-
ið væri á íslandi."
„Fréttaflutningur af Kúbu er
mótaður af viðhorfi vestrænnna
ríkja til stjómskipulagsins," segir
Ólöf. „Fjölmiðlar eru mjög upp-
teknir af því að finna mannréttinda-
brot og gera oft úlfalda úr
mýflugu."
Þau Sigurður og Ólöf segja
kúbönsku byltinguna vera mikil-
vægt fordæmi fyrir íslenska alþýðu,
en þó verði að fara aðrar leiðir hér á
landi en á Kúbu. „Byltingin verður
að taka mið af aðstæðum í hverju
landi. Bylting í vestrænu þjóðfélagi
hlýtur að vera ólík þeirri kúbönsku,
en hún hefur sýnt að alþýðan getur
skipulagt sig og tekið völdin í sínar
hendur.“
Sósíalistar sameinast um Kúbu
Samtök íslenskra sósíalista virð-
ast einkum geta sameinast um mál-
stað Kúbu. Þannig stóðu Ungir sósí-
alistar; Sósíalistafélagið og Vináttu-
félag Islands og Kúbu ásamt ýms-
um öðrum félögum sameiginlega
fyrir mótmælafundi gegn viðskipta-
banninu á Kúbu í nóvember síðast-
liðnum.
„Við höfum verið viljugir til sam-
starfs við þá sem við eigum samleið
með,“ segir Þorvaldur Þorvaldsson,
einn stjórnarmanna Sósíalistafé-
lagsins. „Við höfum í tvígang sent
Málfundafélagi alþjóðasinna boð um
þátttöku í fyrsta maí, en þeir hafa
ekki sýnt áhuga. Mér sýnist Trot-
skíistar vera fastir í sögulegu
hjólfari. Stalín er aðalvandamálið í
öllum þeirra málum. Umræðan
gengur út á það sem gerðist á
ákveðnum degi fyrir mörgum árum,
en ekki um það hvemig þeir ætla að
starfa í dag.“
Sigurður Haraldsson, félags-
Markmiðið
að bæta
heiminn
í vor skildu nokkrir félagsmanna
eftir brennandi bíldekk fyrir utan
skrifstofu ísraelska ræðismannsins
á Islandi til að vekja athygli á mál-
stað Palestínuaraba. Við hlið
bíldekksins létu þeir slökkvitæki.
Rauða stjarnan er lausleg samtök
ungra manna sem urðu til í Mennta-
skólanum í Kópavogi síðastliðinn
vetur. I fréttatilkynningum sem
sendar hafa verið til fjölmiðla hafa
þeir lýst Rauðu stjörnunni sem sós-
íalískri frelsis- eða byltingarhreyf-
ingu. Talsmaður samtakanna segir
þó að aðeins hluti þeirra sem tekið
hafa þátt í aðgerðum séu sannfærð-
ir sósíalistar. „Margir eru í þessu
einfaldlega vegna þess óréttlætis
sem sagt er frá á hverj-
um degi í erlendum
fréttum. Við teljum okk-
ur geta gert eitthvað til
að bæta úr þessu, að
__________ minnsta kosti viljum við
reyna. Samtökin sjálf
hafa engin skýr markmið önnur en
þau að bæta heiminn.“
Viljum ekki skaða
saklausa
Fulltrúar Rauðu stjömunnar hafa
komið fram í sjónvarpi og útvarpi,
en aldrei undir nafni. I fréttatil-
kynningum segja þeir að hópurinn
skiptist í pólitískan arm, og aðgerða-
hóp sem nefnist Spartakus. Að sögn
talsmannsins eru 10-15 manns sem
tengjast hópnum, en hópurinn hefur
hvorki félagsskrá né lög. „Eina regl-
an sem við höfum fylgt er að valda
ekki saklausum skaða, eða að
minnsta kosti biðjast afsökunar ef
það gerist. Aðalatriðið er auðvitað
að ekki verði slys á fólki.“
Fyrir skömmu stóðu samtökin
Réttlætið sigrar, sem stofnuð voru
sérstaklega vegna þessa tilefnis,
fyrir mótmælum á Kópavogsvelli
meðan á landsleik unglingalandsliða
ísraels og Irlands stóð. Tveir menn
með grímur birtust fyrir utan völl-
inn með fána_ Palestínu og eftirlík-
ingu af fána ísraels þar sem stóð á
„ísrahel". Þeir reyndu að kveikja í
síðarnefnda fánanum en voru stöðv-
aðir af lögreglu. Tilgangurinn var
að mótmæla því að Israelum væri
leyft að taka þátt íþróttakeppnum
meðan meðan þeir færu ekki eftir
samþykktum Sameinuðu þjóðanna
um að skila herteknum svæðum.
Annar mannanna sem handtek-
inn var segir að framkvæmd mót-
mælanna hafi verið mistök, þó að
tilgangurinn hafi verið góður. „ís-
lendingar eru mjög viðkvæmir fyrir
fánabrennum og því náðist ekki sá
tilgangur okkar að fá jákvæða at-
hygli. Það orkaði líka tvímælis að
við skyldum vera grímuklæddir því
þá upplifir fólk okkur sem hættu-
lega og það dregur athyglina frá
mótmælunum sjálfum."
held að aðstæður í dag gefi mögu-
leika á að bæta úr þessu og starfa
saman.“
Sósíalistafélagið heldur félags-
fundi á 1-2 mánaða fresti og
starfar innan stofnana Alþýðu-
bandalagsins, meðal annars á lands-
fundi. Félagið stendur einnig fyrir
ýmsum pólitískum uppákomum,
meðal annars árlegri dagskrá með
róttæku yfirbragði, rauðum fyrsta
maí. Hún hefur verið haldin fjórum
sinnum og gestir hafa verið
100-200.
Haldið upp á bylt-
ingarafmælið
jjNúna erum við í samstarfi við
MIR að undirbúa hátíðardagskrá
vegna 80 ára afmælis
Októberbyltingarinnar í
Rússlandi sem verður 7.
nóvember næstkom-
andi,“ segir Þorvaldur.
„Þetta verður nokkurra
daga dagskrá með kvikmyndasýn-
ingum og fyrirlestrum sem nær há-
punkti á hátíðarfundi á afmælisdag-
inn. Við vonumst til þess að ná sam-
an öllum byltingarsinnum og öðrum
sem aðhyllast sósíalisma. Ég er
vongóður um að okkur takist með
þessu að hafa varanleg pólitísk áhrif
til sameiningar þessa hóps.“
Þorvaldur segir Sósíalistafélagið
ekki vera í beinum tengslum við
nein erlend félög. „Almennt eru al-
þjóðleg tengsl milli sósíalískra sam-
taka meiri og frjálsari en var meðan
menn skiptust í hreyfingai- eftir því
hvaða fyrirmynd þeir hefðu. Við
höfum fengið gest frá ML, komm-
únistaflokki Danmerkur, á hátíðar-
fund, en stöndum ekki í neinum
skipulegum tengslum við þá.“
Aðgerðir Rauðu
stjörnunnai'
Undanfarna mánuði hefur hreyf-
ing sem nefnist Rauða stjarnan
staðið fyrir ýmsum aðgerðum sem
vakið hafa nokkra athygli fjölmiðla,
enda til þess gerðar. Meðal annars
var áletrun á skilti nálægt herstöð-
inni á Keflavíkurflugvelli breytt
þannig að úðað var yfir áletrunina
vamarstöð og í staðinn skrifað
„morðingjar“. Síðar var borði
hengdur á göngubrú yfir Kringlu-
mýrarbraut með áletruninni „Her-
inn burt“.
Fyrir nokkrum vikum komu tíu
meðlimir Rauðu stjömunnar saman
á Ingólfstorgi til að leika knatt-
spymu. Tilgangurinn var að vekja
athygli á dauða 14 skæmliða Tupac
Amara-hreyfingarinnar sem tekið
höfðu gísla í japanska sendiráðinu í
Llma í Perú, en vora drepnir í árás
hersins. Tíu skæruliðanna vora
drepnir þar sem þeir voru að leika
knattspyrnu í húsakynnum sendi-
ráðsins, og talið er að nokkrir þeirra
hafi verið teknir af lífi vopnlausir.
KA ER OKKAR MAL
Julie Ingham
skólastjóri
Hope Millington
enskukennari
NÁMSKEIÐIN HEFJAST 15. SEPTEMBER
INNRITUN STENDURYFIR
FYRIR '
FULLORÐNA
Almenn enskunámskeið
Samræðuhópar
Málfræði og rituð enska
Viðskiptaenska
FYRIR
BÖRN
Leikskóli 5-6 ára
Enskunámskeið 7-12 ára
Unglinganámskeið 13-15 ára
Stuðningsnámskeið fyrir 10. bekk
SER
NÁMSKEIÐ
Sérnámskeið, hámark 4 í bekk
TOEFL mat/enskumat
FYRIRTÆKI Bjóðum upp á sérhæfð
námskeið fyrir starfsmenn fyrirtækja.
ENSKUSKÓLINÞ
FAXAFENI I 0 • FRAMTIÐIN
HRINGDU í SÍMA
588 0303/588 0305
OG KANNAÐU MÁLIÐ