Morgunblaðið - 17.09.1997, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Húsum fjölgar á ferðaþjónustu- og hrossaræktarbýlinu Leirubakka
Söngskáli úr hraunhellum
reistur í Landsveit
Eigendur Leirubakka í
Landsveit vígðu á dög-
unum nýjan skála við
gistihúsið þar sem
ferðalangar geta sungið
fram á nótt. Uppbygg-
ing staðarins hófst fyrir
sex árum og á döfinni
er að byggja reykhús
fyrir jólahangiketið og
litla útilaug.
NÝR söngskáli var tekinn í notkun
á ferðaþjónustu- og hrossaræktar-
býlinu Leirubakka í Landsveit á
dögunum. Bygging nýs gistihúss
hófst á jörðinni fyrir sex árum en
upphafiega stóð til að lagfæra lítið
íbúðarhús sem þar stóð að sögn
Auðar Eydal eiganda Leirubakka
ásamt Sveini R. Eyjólfssyni.
Hún segir að ekki hafi verið tal-
ið borga sig að taka gamla húsið
í gegn en lagt til í staðinn að byggja
tvær hæðir, kjallara og ris, sem
henni fannst of stórt, eins konar
Litla-Hekla. Klippti Auður saman
teikningar smiðsins svo úr varð ein
hæð í stað tveggja, kjallari og ris,
og hófust framkvæmdir 10.
september árið 1991.
Gistihúsið varð fokhelt um jól
sama ár og lauk framkvæmdum
við innréttingar og lóð um mitt
sumar 1992. Árið eftir var stór
reiðhöll tekin í notkun og nú sex
árum síðar er söngskálinn vígður.
Þá er reykhús fyrir jólahangiketið
í smíðum og líka á döfinni að búa
til útilaug með affallsvatni hitaveit-
unnar, þar sem hraustmenni geta
striplast og notið útsýnis til Hekiu,
segir Auður. Ekki er heldur útilok-
að að lítill golfvöllur verði á Leiru-
bakka í framtíðinni og loks hafa
eigendur látið sig dreyma um að
byggja bænhús á staðnum til minja
um kirkjuna sem þar stóð.
Reistur á rústum
fjárhúss
Söngskálinn er um 100 m2 að
stærð og byggður í gömlu fjárhúsi
sem stóð á Leirubakka. Veggirnir
eru hiaðnir úr höggnum hraunhell-
um til þess að varðveita gamla
verkmenningu. Heiðurinn af þeim
á Ásgeir Auðunsson á Minni-Völl-
um en smiðir voru Bragi Guð-
mundsson í Vindási og Björn Guð-
jónsson. Um 110 manns komast í
sæti í skálanum, sem hitaður er
með affalisvatni, líkt og stéttin fyr-
ir framan húsið. Var talin þörf á
sérstökum skála fjær gistihúsinu,
svo stórir hópar gætu skemmt sér
fram á nótt án þess að trufla svefn
annarra gesta sem vildu hvílast.
234 Itr. 2 körfur 39.990 stgr.
348 Itr. 3 körfur 45.990 stgr.
462 Itr. 4 körfur 53.990 stgr.
576 Itr. 5 körfur 68.380 stgr.
Góðír greiðsluskilmálar. mi
ViSA og EURO raðgreiðslur án útb.
Fyrsta
fiokks frá
/rOniX
HÁTÚN (.A - SÍMI 552 4420
Morgunblaðið/Rax
AUÐUR Eydal, Gísli Sveinsson og Ásta Begga Ólafsdóttir.
GÖMUL verkmenning setur svip á söngskálann. Bragi Guðmunds-
son, Björn Guðjónsson og Ásgeir Auðunsson.
KISA sat fyrir meðan gestir sungu og borðuðu pönnu- og flatkökur.
Auður segist vonast til að skálinn
beri nafn með rentu og fékk
Signýju Sæmundsdóttur til þess að
flytja nokkur lög að viðstöddum
gestum hinn 10. september síðast-
liðinn. Söng Signý meðal annars
lög eftir Atla Heimi Sveinsson sem
Leirubakki og nánasta umhverfi
blésu honum í brjóst.
Eigendur Leirubakka eru stoltir
af glæsilegum húsakynnum en
eins og Auður benti á við sama
tækifæri breyta gestrisni og góðar
móttökur hreysi í höll. I því sam-
hengi er ekki úr vegi að minnast
á staðarhaldarana, Skagfirðing-
ana og söngfólkið Ástu Beggu
Ólafsdóttur og Gísia Sveinsson,
sem komu ríðandi að Leirubakka
fyrir fimm árum til þess að staldra
við í tvo mánuði. Tóku þau hlýlega
á móti gestunum með veitingum
að íslenskum sið þegar skálinn var
kynntur.
Gullfoss, Geysir og Hekla
Athygli ferðamanna er mikið
beint að Gulifossi og Geysi og lagði
Auður til í ávarpi sínu að talað
yrði um Gullfoss, Geysi og Heklu
í staðinn. Benti hún á að útlending-
um sem kæmu að Leirubakka þætti
mikið til víðsýnis í Landsveitinni
koma. Þá væri nýleg Heklumiðstöð
í Brúarlundi opin á sumrin, þar sem
saga íjallsins síðustu 7.000 árin er
rakin.
í gistihúsinu á Leirubakka er
aðstaða til þess að hýsa rúmlega
50 gesti í uppbúnum rúmum og
allt að 70 _ef svefnpokapláss eru
talin með. Á þriðju hæð er séríbúð
með þremur herbergjum sem gefur
fínustu hótelsvítum lítið eftir en
herbergin í húsinu eru öll mismun-
andi að lit.
Sérinngangur er á hótelinu fyrir
hestamenn, þar er fyrirtaks hrein-
lætisaðstaða, sauna, tveir heitir
pottar og ráðstefnusalir. Úti á hlaði
blasir mjólkurhúsið við með eldun-
araðstöðu fyrir þá sem vilja mat-
reiða sjálfir en gestir geta líka ver-
ið í hálfu fæði og fullu. Á staðnum
er líka verslun fyrir ferðamenn og
bensínsala.
Við Mjólkurhúsið eru gamlar
tóftir, Njálsbúð og Gaulverjabær,
þar sem haldnar eru grillbrennur
og sungið. Á Leirubakka er líka
hestaleiga, tjaldstæði með sturtum
og snyrtiaðstöðu, beitarland og
skjól fyrir 40 hesta.
Stutt er til þekktra ferðamanna-
staða frá gistihúsinu, má þar nefna
Tröllkonuhlaup, Þjófafoss, Fossa-
brekkur, Rangárbotna, Skarfanes,
Hraunteig og Galtalækjarskóg.
Einnig er hægt að fara í Þjórsár-
dal, Landmannalaugar, Fjallabaks-
leið og greiður vegur þaðan inn á
Sprengisand.
Hestaleiga og veiði
Fjöldi gönguleiða er í nágrenninu
en staðarhaldararnir Ásta Begga
og Gísli geta skipulagt dvöl á staðn-
um og bent á ferðamöguleika. Á
staðnum er hestaieiga og auk þess
hægt að veiða í Tangavatni gegn
leyfi og Rangá, sem fellur meðfram
landi Leirubakka.
Leiðin úr höfuðborginni að
Leirubakka er um 120 kílómetrar
og segir Auður Eydal að eigendum-
ir komi oft í heimsókn. Þurfa þeir
hins vegar yfirleitt að gista annars
staðar, vegna plássleysis.
Loks segir hún að þau séu stolt
af sínum húsakynnum og bætir við
að vonandi eigi oft eftir að vera
glatt á hjalla í nýja söngskálanum.
Doktor í
klassískum
fræðum
•GOTTSKÁLK Þór Jensson
varði doktorsritgerð sína í klass-
ískum fræðum við Toronto-háskól-
ann í Kanada hinn 7. nóvember
1996 og var
formlega sæmd-
ur doktorsnafn-
bót hinn 9. júní
sl. Doktorsrit-
gerðin ber heitið
„The Recollecti-
ons of Encolp-
ius: A Reading
of the Satyrica
as Greco-
Roman Erotic Fiction“ og fjallar
aðallega um rómversku skáldsög-
una Satyrica eftir Petróníus Arbit-
er, sem uppi var á tíma Nerós
keisara á fyrstu öld okkar tíma-
tais.
Yfirlesari ritsins meðan það var
í smíðum var prófessor Roger
Beck, en andmælendur við dokt-
orsvörnina voru prófessorarnir
Hugh Mason frá Toronto-háskóla
og Gerald Sandy frá Háskólanum
í British Columbia.
„Með greiningu sinni á frásagn-
arformi skáldsögu Petróníusar,
sem er líklega elsta evrópska
skáldsagan sem varðveist hefur,
og með samanburði við önnur frá-
sagnarform í fornöld, sýnir Gott-
skálk fram á að bókmenntagrein
hinnar svokölluðu rómversku
skáldsögu sé í raun um tvö hund-
ruð árum eldri en Petróníus. Um
er að ræða afar flókna frásagnar-
aðferð í fyrstu persónu með fjöl-
mörgum styttri frásögnum sem
þáttaðar eru inn í meginsöguna.
Við nánari eftirgrennslan kemur
í ljós að frásagnarform þetta var
vel þekkt í fornöld og kallaðist
„mílesiskar frásagnir" eftir glat-
aðri erótískri skáldsögu sem samin
var af gríska höfundinum Aristei-
des á annarri öld fyrir okkar tíma-
tal,“ segir í fréttatilkynningu.
Þá sýnir Gottskálk fram á í rit-
gerð sinni að hugmyndin um „róm-
verskar skáldsögur“ og „grískar
skáldsögur“ sem ólík bókmennta-
form eigi rætur að rekja til þjóð-
ernisstefnu þýskra textafræðinga
í lok síðustu aldar, en samkvæmt
viðhorfum þess tíma átti hver þjóð
að eiga sér sjálfstæða og sjálf-
sprottna bókmenntahefð. „Róma-
ríki var hins vegar ekki þjóðríki
heldur heimsveldi og innan þess
rúmuðust samtímis mörg tungu-
mál og margvíslegar menningar-
hefðir."
Gottskálk hefur verið ráðinn til
starfa sem aðstoðarprófessor í
klassískum fræðum við Toronto-
háskóla. Jafnhliða því mun hann
á næsta ári stunda frekari rann-
sóknir á fornaldarskáldsögunni
með rannssóknarstyrk frá Nort-
hrop Frye Center í Toronto. Þá
vinnur hann að endurskoðun dokt-
orsritgerðarinnar til útgáfu hjá
Campridge University Press í Eng-
landi.
Gottskálk fæddist á Seltjarnar-
nesi 4. apríl, 1958. Hann lauk
stúdentsprófi frá Flensborgarskól-
anum árið 1980 og BA-prófi í
grísku oglatínu árið 1989 frá
Háskóla Islands. Það sama ár
fiutti hann til Toronto í Kanada
og hóf framhaldsnám í klassískum
fræðum. Því námi lauk hann árið
1991.
Foreidrar Gottskálks eru Jens
Christian Sörensen, forstöðumað-
ur Veðdeildar Landsbanka íslands,
og Elínborg Hulda Eggertsdóttir
hjúkrunarkona. Gottskálk er
kvæntur Claudiu Neri, grafískum
hönnuði og er heimili þeirra í Tor-
onto.
I
l
S
I
I
I
i:
L.
I
f
!
u