Morgunblaðið - 17.09.1997, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997 17
ÓÁNÆGJAN skilaði sér fyrir
Carl I. Hagen
Aldrað
fólk og
ungir karl-
ar áhrifa-
valdar
FRANK Aardal hja Institut for sam-
fundsforskning í Ósló sagðist í sam-
tali við Morgunblaðið í gær telja að
komandi vetur verði sviptingasamur
í norskum stjórnmálum.
Hann segir athyglisverðustu
sveiflurnar í kosninganiðurstöðun-
um felast í fylgi fjögurra "stærstu
flokkanna. Tveir stærstu flokkarnir,
Verkamannaflokkurinn og Hægri
flokkurinn, hafi komið mjög illa út
og þó Verkamannaflokkurinn hafi
einungis tapað tveimur þingsætum
og sé enn langstærsti flokkur á þingi
hafi hann hlotið verstu útreið frá
stríðslokum. Á sama hátt hafi
Hægriflokkurinn hlotið verstu útreið
i kosningum frá upphafi. Þá hafi
Framfaraflokkurinn og Kristilegi
þjóðarflokkurinn hlotið fleiri atkvæði
en nokkru sinni fyrr og séu þeir nú
annar og fjórði stærstu flokkarnir.
Aardal segist telja að úrslit kosn-
inganna hafi að nokkru leyti tengst
því sem hann kallar ESB-stríðið,
þ.e. deilum um samband og sam-
skipti Norðmanna við Evrópusam-
bandið, sem hann segir sígilt hita-
mál í Noregi. Hann segir þó að af-
staðan til Evrópusambandsins, sem
í upphafi kosningabaráttunnar virt-
ist líkleg til að hafa úrslitaáhrif í
kosningunum, hafi fallið í skuggann
af öðrum málefnum er nær dró kosn-
ingum.
Óánægja með ráðstöfun
olíugróðans
Er líða tók á sumarið urðu umræð-
ur um félagslega þjónustu og sparn-
að ríkisins allsráðandi. Aardal telur
að úrslitin megi að miklu leyti rekja
til óánægju kjósenda, og þá sérstak-
lega eldra fólks, með sparnaðar-
stefnu ríkisstjórnarinnar. Fólk sé
ósátt við að hagnaður Norðmanna
af olíuvinnslu sé settur til hliðar í
stað þess að hann skili sér í mennt-
un, heilbrigðis- og félagsþjónustu.
Þá segir hann óánægða unga menn
annan hóp kjósenda sem hafi skiiað
sér til Framfaraflokksins. Þetta séu
aðallega ungir menn sem hafi verið
óánægðir með stefnu stjórnarinnar
í innflytjendamálum.
Hvað varðar stjórnarmyndun í
kjölfar kosninganna segir Aardal
það alveg nýja stöðu að miðjuflokk-
arnir séu í þeirri lykilstöðu sem þeir
eru nú. Einnig segir hann það gefa
nokkuð flókna mynd að þrír flokkar
séu svo til jafnstórir en þó allir helm-
ingi minni en stærsti flokkurinn, sem
að likindum mun byija kjörtímabilið
í stjórnarandstöðu.
Hann segist þó eiga von á því að
ný ríkisstjórn verði mynduð áður en
ríkisstjórn Thorbjorns Jaglands for-
sætisráðherra segi af sér um miðjan
október og stjórnarskiptin muni að
öllum líkindum þýða a.m.k. tíma-
bundna hægri sveiflu.
ERLEIMT
Einstæður atburður í sögu kínverska kommúnistaflokksins
Hvatt til umræðu um fjölda-
morðin á stúdentum 1989
Peking. Reuter.
ZHAO Ziyang, sem rekinn var sem formaður
kínverska kommúnistaflokksins í kjölfar stúd-
entabyltingarinnar 1989, hefur skorað á flokkinn
að endurskoða mat sitt á atburðunum, sem leiddu
til fjöldamorðanna á Torgi hins himneska friðar.
Engar líkur eru á, að það verði gert en með
áskoruninni er samt eins og sprengja hafi
sprungið á flokksþingi kínverskra kommúnista.
Sagt er, að nokkrar mannabreytingar séu vænt-
anlega í æðstu yfirstjórn hersins.
Zhao, sem á sínum tíma átti að taka við af
Deng Xiaoping, segir í bréfi til félaga í stjórn-
málanefnd flokksins, að nauðsynlegt sé að endur-
skoða þann dóm, að mótmæli námsmanna hafi
verið „gagnbylting". Þykir Zhao, sem er 77 ára
gamall, sýna mikið hugrekki með þessari áskor-
un en þetta eru fyrstu pólitísku afskipti hans í
átta ár.
Zhao segir í bréfinu, að allir viti, að stúdent-
arnir hafí á sínum tíma verið að mótmæla spill-
ingu og krefjast pólitískra umbóta en ekki ætlað
að sér að steypa kommúnistaflokknum. Sagt er,
að sumir gamlir frammámenn í flokknum hafi
farið fram á það við stjórnmálaráðið, að það
ræði bréf Zhaos en hann hefur verið í eins kon-
ar stofufangelsi frá því hann var sviptur völdum
1989.
Ottast áhrif Zhaos
Zhao segir, að „atburðina 4. júní“ verði að
ræða fyrr eða síðar enda muni þeir ekki falla í
gleymsku.
Jiang Zemin, forseti Kína, neitaði Zhao um
að fá að vera viðstaddur útför Dengs í febrúar
sl. og haft er eftir erlendum sendimönnum, að
núverandi ráðamenn í Kína óttist áhrif Zhaos
en fijálslyndi hans í pólitískum og efnahagsleg-
um efnum aflaði honum vinsælda á sínum tíma.
Xiao Yang, dómsmálaráðherra Kína, sagði í
gær, að afstaðan til atburðanna 1989 yrði ekki
endurskoðuð. Flokkurinn hefði komist að réttri
niðurstöðu um þá og þar með tryggt stöðugleika
í landinu.
Erlendir sendimenn í Peking segja, að Zhao
sjálfur muni ekki hagnast neitt á bréfinu, sem
hann sendi inn á flokksþingið, hann eigi ekki
afturkvæmt í stjórnmálin, en hins vegar geri
hann núverandi ráðamönnum erfitt fyrir. Benda
þeir einnig á, að bréf af þessu tagi eigi sér ekk-
ert fordæmi í sögu kínverskra kommúnista.
Jiang treystir tökin
Haft var eftir heimildum í gær, að Jiang Zem-
in forseti og yfirmaður hersins ætlaði að setja
þijá hershöfðingja á eftirlaun en þeir eru allir
vel við aldur, um og yfir áttrætt. Tveir þeirra
voru nánir vinir Deng Xiaopings en ekki taldir
j'afn trúir Jiang. Með brotthvarfi þeirra hefur
Jiang skipt um næstum alla æðstu yfirmenn í
hernum.
Vinsæl megrun
arlyf innkölluð
Washin^ton. Reuter.
Hús nötr-
ar í Lille
VERSLANA- og skrifstofumið-
stöð í borginni LiIIe í Frakklandi
var rýmd í gær, í annað sinn á
tveim dögum, vegna þess að einn
12 hæða turna, sem á miðstöð-
inni eru, hóf að nötra með óút-
skýrðum hætti. Verkfræðingar
voru kallaðir til og rannsökuðu
þeir undirstöður byggingarinn-
aren fundu ekkert athugavert.
Miðstöðin var síðan opnuð en
turninn er áfram lokaður. Borg-
arstjórinn í Lille Ijáði frétta-
mönnum í gær að verkfræðing-
arnir hefðu ekki fundið neitt, er
gæti verið ástæða titringsins, og
ekki hefði heldur komið í ljós
neitt óeðlilegt í burðarvirki.
Reuter
TVO vinsælustu megrunarlyfin er
verið hafa á markaðnum í Bandaríkj-
unum voru innkölluð í gær vegna
þess að rannsóknir hafa leitt í ljós
að þau geta valdið alvarlegum hjart-
askaða.
Annað lyflanna, fenfluramine, er
notað í blöndu við annað lyf, phent-
ermine, og er blandan kölluð „fen-
phen“, en samkvæmt niðurstöðum
nýrra rannsókna hefur þessi blanda
valdið skemmdum á hjartalokum.
Lyfin eru einungis ætluð fólki sem
þjáist af alvarlegri offítu og ekki
ætlunin að þeim sé blandað saman.
Hitt lyfið, sem var innkallað, nefn-
ist dexfenfluramine, og hefur verið
selt undir heitinu Redux. Bandaríska
matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA)
hefur ráðið fólki frá því að neyta
lyfjanna. Eftirlitið safnaði gögnum
byggðum á niðurstöðum lækna, er
athugað höfðu virkni hjartaloka hjá
fólki sem notaði lyfin. I ljós kom að
í 30% tilvika var eitthvað athuga-
vert við virknina, og að sögn tals-
manns FDA er þetta hlutfall hærra
en búast var við.
Fulltrúar lyfjafyrirtækjanna er
framleiða lyfin, sem hafa verið inn-
kölluð, sögðu í gær að hætt yrði að
framleiða þau. Samkvæmt upplýsing-
um Lyfjaeftirlits ríkisins er hvorugt
þessara lytja á íslenskri sérlyfjaskrá.
ísraelar reyna að telja landnemana á að hverfa frá Ras al-Amoud
Stjórn Netanyahus sögð hafa
vitað um fyrirætlanir þeirra
Jerúsalem. Reuter.
Reuter
VINSTRISINNAÐIR ísraelar og Palestínumenn söfnuðust saman
í gær þar sem ísraelsku landnemarnir höfðu sest að í Ras al-Amo-
ud og mótmæltu landnáminu. ísraelskir lögreglumenn héldu
mótmælaaðgerðunum í skefjum.
ISRAELSSTJORN reyndi í gær að
telja landnema, er settust að í tveim
húsum í Austur-Jerúsalem fyrr í vik-
unni, á að yfirgefa þau sjálfviljugir,
að því er háttsettur embættismaður,
sem ekki vildi láta nafns síns getið,
greindi frá í gær. Sagði hann að reynt
væri að finna lagalegan grundvöll
fyrir því að vísa landnemunum á
brott, þrátt fyrir að Benjamin Net-
anyahu, forsætisráðherra, hefði sagt
í fyrradag að stjórnvöld ættu engan
lagalegan kost á að flytja þá á brott.
Fréttastofa Reuters hafði eftir
embættismanninum að góðar líkur
væru taldar á að finna leið til þess
að vísa landnemunum brott. Palest-
ínumenn ætla Austur-Jerúsalem að
verða höfuðborg sjálfstæðs ríkis
síns, og eru andvígir öllu landnámi
gyðinga þar. Friðarviðræður ísraela
o g Palestínumanna runnu út í
sandinn í mars sl. er stjórn Netanya-
hus veitti leyfi fyrir byggingum í
landnámi gyðinga í austurhluta
borgarinnar. Forsætisráðherrann
sagði hins vegar um hústökuna nú
að hún kæmi á engan hátt vel við
málstað ísraela.
ísraelska dagblaðið Yedioth Ahro-
noth hafði í gær eftir dómsmálaráð-
herra Israels að ef til vill væri mögu-
legt að vísa til öryggis ríkisins og
flytja landnemana á brott, en hann
yrði að kynna sér staðreyndir máls-
ins áður en hann léti álit sitt í ljósi.
Ráðherra í stjórn Netanyahus
staðfesti í gær að ríkisstjórnin hefði
vitað að landnemarnir kynnu að
flytja inn í tvö hús í Ras al-Amoud
hverfinu um það bil hálfum mánuði
áður en til þess kom. Landnemarnir
fluttu inn í húsin í skjóli myrkurs
seint á sunnudag, á sama tíma og
Madeleine Albright, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, lauk sinni
fyrstu för til Mið-Austurlanda, og
hafði lagt til að ísraelar stöðvuðu
umdeildar byggingar landnema á
svæðum Palestínumanna.
Avigdor Kahalani, ráðherra inn-
anríkisöryggismála, staðfesti fregnir
ísrelskra fjölmiðla þess efnis að þetta
mál hefði verið til umræðu á neyðar-
fundi ríkisstjórnarinnar 5. septem-
ber, sem Netanyahu hefði stýrt.
Hefði fundurinn verið haldinn fegna
falls 12 ísraelskra hermanna í suður-
hluta Líbanon, en ráðherrann kvaðst
hafa greint fundinum frá því að land-
nemarnir hefðu fest kaup á þessum
húsum í hverfinu.
Palestínumenn segja að landnám
gyðinga á svæðum sem ísraelar
hertóku í sexdagastríðinu 1967 kippi
stoðunum undan friðarumleitunum,
og miði að því að uppræta Palestínu-
menn. Yasser Arafat, forseti heima-
stjórnar Palestínumanna, sagði á
mánudag, að hústakan í Austur-
Jerúsalem væri brot á friðarsamn-
ingum ísraela og Palestínumanna.
Arafat mun mæta til fundar utanrík-
isráðherra Arabaríkja í Kaíró á
föstudag og laugardag, að því er
palestínskur embættismaður greindi
frá í gær. Myndi forsetinn ræða þá
klemmu sem landnám gyðinga á
svæðum Palestínumanna hefði sett
friðarumleitanir í. Netanyahu fre-
staði í gær fyrirhugaðri heimsókn
sinni til Rúmeníu vegna þessa máls.