Morgunblaðið - 17.09.1997, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Ovenjuleg
efnisskrá
LU HONG; Dalalæða, kínverskt blek á handgerðan pappír.
Að lesa landíð
TONLIST
Gcrðarsafn
EINSÖNGSTÓNLEIKAR
Margrét Bóasdóttir og Ulrich Eis-
enlohr fluttu íslensk og erlend söng-
verk eftir Fjölni Stefánsson, Jórunni
Viðar, Jónas Tómasson, Jón Hlöðver
Askelsson, Franz Schubert og Ed-
ward Grieg. Sunnudagurinn
14. september, 1997
SAMSETNING efnisskrár er
jafnvel til sem kennslugrein í tónlist-
arskólum, eða námsþáttur, þar sem
fengist er við það vandaverk að
skipa saman viðfangsefnum með
ýmsu móti, eftir samstæðum eða
gagnstæðum stíl ver.canna, eftir
innihaldi og boðskap ljóðanna, tíma-
bilum og raddgerð þess sem hyggst
halda tónleikana. Efnisskrá Mar-
grétar Bóasdóttur, á tónleikum
hennar í Gerðarsafni sl. sunnudag,
var á margan hátt óvenjuleg en
meginhluti hennar voru söngvar eft-
ir Schubert, fyrst þrjár kansónur
við ítalska texta, þá fímm söngvar
við kvæði eftir Friedrich vón Schleg-
el og þá fjórir söngvar, sem allir
eru meðal kunnari söngverka Schu-
berts, við kvæði eftir Goethe. ís-
lensk þjóðlög og söngverk og fjórar
perlur eftir Grieg mynduðu ramma
um meistara Schubert. Tónleikarnir
hófust með þremur útsetningum á
íslenskum þjóðlögum eftir Fjölni
Stefánsson, Litlu bömin leika sér,
þar sem undirleikurinn var
skemmtilega útfærður, gæddur
gleði þeirra sem halda til berja. í
næsta lagi, Kvölda tekur sest er
sól, var leikið með litbrigði sólar-
lagsins, þar sem örfá lagferlisbrot
léku á móti laginu og ófu í það
rauðgul blæbrigði sólarlagsins.
Þriðja lagið var Ég þekki Grýlu,
með leikandi léttum undirleik, sem
tilheyrir bara sögu sem engjnn trúir
á lengur og er því aðeins sagna-
skemmtan. Þessar frábæru útsetn-
ingar voru fallega fluttar af Mar-
gréti og Eisenlohr.
ítölsku kansónurnar eftir Schu-
bert voru fluttar af þokka en tvær
þær fyrstu eru úr safni kansóna,
útgefinna 1871, og sú fyrsta, Non
t’accostar al uma, við texta eftir
Vitorelli. Önnur í röðinni er samin
við texta eftir þann fræga libretto-
meistara Metastasio og þriðja kans-
ónettan, La pastorella, er við texta
eftir Carlo Goldoni (1707-1793) er
var frægur fyrir gamanleikrit, sem
vom uppistöður fyrir margar ópemr
eftir Galuppi, Vivaldi, Puccini,
Haydn og jafnvel Woif-Ferrari.
Kansónumar eru fínlegar tónsmíð-
ar, standa eðlilega nærri antikariun-
um svo nefndu og féllu vel að rödd
Margrétar og var flutningurinn í
heild vel unninn, og lagið við text-
ann eftir Metastasio sérlega fallega
sungið.
Fimm lög Schuberts við ljóð eftir
Friedrich von Schlegel em samin á
löngum tíma en Schubert samdi
einnig lög við ljóð eftir yngri bróður
hans, August Wilhelm, alls sjö lög
en 16 við kvæði eftir Friedrich.
Lögin sem Margrét söng að þessu
sinni voru Abendröte (1823), Die
Berge (1819), Die Vögel (1820),
Die Rose (1822) og Der Schmetter-
ling (1819). Rósin er fallegt lag, sem
Margrét söng af þokka.
Bestur var söngur Margrétar í
íslensku lögunum og einkum í fjór-
um lögum eftir Jómnni Viðar, sér-
staklega í Vorljóð á Ýli og Vökuró,
en í Gestaboð um nótt og Karl sat
undir kletti vantaði meiri skerpu.
Tvö lög eftir Jónas Tómasson vom
nokkuð vel fiutt, sérstaklega það
sérkennilega lag við „níunda“ ljóðið,
við kvæði eftir Kristínu Ómarsdótt-
ur. Seinna lag Jónasar, Róa, róa
rambinn, var ekki nógu skýrlega
mótað. Sama má segja um tvö lög
eftir Jón Hlöðver Askelsson. Lög
Jóns eru eiginlega tvöföld að stíl,
þar sem sönglínan er oftast nær
tónöl en nútímaleikinn er lagður í
undirspilið. Lögin vom áheyrilega
flutt.
í fjómm lögum eftir Schubert við
kvæði eftir Góethe og jafn mörgum
eftir Grieg, sem öli em meðal fræg-
ustu og mest sungnu laga meistar-
anna, var söngur Margrétar, þrátt
fyrir að vera vel unninn, fremur
daufur og með tilvísan til þess sem
fjallað er um í upphafi gagnrýninn-
ar, henta þau ekki sem best radd-
gerð Margrétar. Undirleikarinn,
Ulrich Eisenlohr, er ágætur píanó-
leikari, og lék hann sérstaklega vel
lög Schuberts og Griegs, svo og
þjóðlagaraddsetningamar eftir
Ejölni.
Jón Ásgeirsson
MYNDLIST
Listhúsiö Fold
VATNSLITIR
Lu Hong. Opið virka daga frá 10-18.
Laugardaga 11-17. Sunnudaga
14-17. Til 21. september.
Aðgangur ókeypis.
ÞAÐ virðist alveg rétt sem sagt
er, að Kínverskir listamenn geri
meira af því að lesa og skálda í
hlutina, en að þeir þrengi sér inn
í kjarna þeirra. Skilja sig frá starfs-
bræðmm sínum í Japan sem tak-
ast meira á við ástina, ógnina og
sársaukann. Þetta kemur afar vel
fram í landslagshefð þeirra frá
Guangxi- svæðinu og hinu undur-
samlega formaða íjallalandslagi i
nágrenni Guilin borgar og beggja
vegna Li-fljótsins. Þaðan koma
túsk- og vatnslitamyndirnar sem
vesturlandabúar þekkja sýnu best,
en svo er að vonum einnig til ann-
ars konar landslag í mið- og norð-
urhémðunum. Að öllu þessu ber
að hyggja þá rýnt er í myndir kín-
versku listakonunnar Lu Hong, því
hún virkjar forna austurlenzka
myndlistarhefð er hún tekst á við
harðneskjulegan íslenzkan berang-
ur og eyðileg fjöll. Þokuklakkarnir
og dalalæðumar verða þannig mun
áleitnara viðfangsefni íslenzkum
starfsbræðmm hennar og er það
mjög í samræmi við Kínverska
hefð. Þannig vöktu samnefndar
myndir (nr. 4 og 6) óskipta at-
hygli mína. Einmitt vegna þess hve
óvenjuleg efnistökin em, þannig
að hliðstæðu er vart að finna í
hérlendri myndlist. Frá síðustu
sýningu listakonunnar á sama stað
virðist hún hafa tekið út umtals-
verðan þroska í þá veru að lesa í
sérkenni landsins og efnishjúp
þess. Þetta kemur sérstaklega vel
fram í jafn ólíkum myndum og
„Það gránar í fjöll" (19) og „Brim-
skaflar við Reynisdranga” (21).
Við endurtekna skoðun kemur
enn betur í ljós hve sérstæð blanda
austurs og vesturs þetta er og hve
mjög listakonan leggur sig í líma
við að bregða upp sannverðugum
myndum af landinu, sem era þó
engar kortagerðir heldur afar jarð-
tengdar lifanir með skáldlegu ívafi.
Það sem má vera mörgum lærdóm-
ur er hve hreint og beint Lu Hong
gengur til verks og hve hinn list-
ræni tónn hennar er falslaus og
uppranalegur. Skoðandinn eins og
skynjar að þessi listakona sé á
góðri leið með að auðga svið ís-
lenzkrar landslagshefðar...
I kynningarhorni sýnir Ólöf
Kjaran heilar 24 litlar vatnslita-
myndir, þar sem helst kemur fram
gott litaskyn og tilfinning fyrir
hryni og blæbrigðum svo sem í
myndunum „Þokubros" (9) og
„Englar Guðs í Paradís" (15). Það
er hennar sterkasta hlið sem hún
þyrfti að leggja höfuðáherslu á og
vara sig um leið á hjáleitum smáat-
riðum, einkum í ásjónum fólks.. .
Bragi Ásgeirsson
Sving,
djass- og
blúshátíð á
Fógetanum
VEITINGASTAÐURINN
Fógetinn stendur fyrir sving,
djass- og blúshátíð dagana
17.-21. september. Fjölmargir
tónlistarmenn koma fram þá
daga sem hátíðin stendur.
Arni ísleifsson og hljóm-
sveit ríða á vaðið í kvöld, mið-
vikudag, kl. 22. Með Árna
verður ung söngkona, sem
kallar sig Lady M.
Á morgun, fimmtudag,
kemur fram ný hljómsveit,
FABULA. Hljómsveitina skipa
Margrét Kristín Sigurðardótt-
ir, söngkona, laga- og texta-
höfundur, en hún gaf út hljóm-
plötu á síðasta ári með eigin
lögum og ljóðum. Tryggvi
Hiibner gítarleikari, Bjarni
Sveinbjömsson bassaleikari og
Björgvin Ploder trommuleik-
ari.
Fjórar söngkonur
Föstudagskvöld 19. septem-
ber kl. 23 er hápunktur hátíð-
arinnar. Þá koma fram fjórar
söngkonur, þ.e. Thelma Ág-
ústsdóttir, Margrét Sigurðar-
dóttir, Hera Björk Þórhalls-
dóttir og Andrea Gylfadóttir
ásamt blúsmönnum hennar,
þeim Guðmundi Péturssyni
gítarleikara, Róberti Þórhalls-
syni bassaleikara, Jóhanni
Hjörleifssyni trommuleikara
og Kjartani Valdimarssyni
píanóleikara. Halldór Braga-
son verður einnig gestur
Andreu og blúsmanna hennar.
Laugardagskvöldið 20.
september kl. 23 kemur blús-
sveitin Blues Express fram.
Sveitina skipa Gunnar Reynis-
son, munnharpa og söngur,
Matthías Stefánsson, gítar,
Atli Freir Ólafsson, bassi, og
Valdimar Kristjánsson,
trommur. Sunnudagskvöldið
21. september kl. 22 lýkur
hátíðinni með leik Kuran
Swing. Kvartettinn skipa auk
Simons Kurans fiðluleikara,
Björn Thoroddsen gítarleikari,
Ólafur Þórðarson rytmagítar-
leikari og Bjarni Sveinbjöms-
son kontrabassaleikari.
Orms-
tunga inn-
an lands
Morgunblaðið/Ásdfs
BENEDIKT Erlingsson og Halldóra Geirharðsdóttir
í hlutverkum sínum í Ormstungu.
ogutan
SÝNINGAR á leikritinu Orms-
tungu hefjast á ný í Skemmtihús-
inu við Laufásveg föstudaginn 19.
september en þær hafa legið niðri
frá því í maí síðastliðnum. Að
sögn Benedikts Erlingssonar, sem
fer með öll hlutverkin í verkinu
ásamt Halldóru Geirharðsdóttur,
verða nokkrar sýningar fram í
nóvember en þá heldur tvíeykið
til Svíþjóðar, þar sem Ormstunga
verður sýnd á tveimur leiklistar-
hátíðum.
Fyrst ber þau Benedikt og Hall-
dóru niður á leiklistarhátíð í
Gautaborg, sem Kolibri-leikhúsið
hefur veg og vanda af. Þar verða
tvær sýningar. Þaðan liggur leið
þeirra til Stokkhólms á leiklistar-
hátíð í Peros-leikhúsinu, þar sem
jafnframt verða leiknar tvær sýn-
ingar. í febrúar verður Ormstunga
síðan sýnd á ráðstefnu um norræn
fræði í Kaupmannahafnarháskóla.
Benedikt og Halldóra verða
einnig á faraldsfæti innanlands í
vetur, því um næstu mánaðamót
er fyrirhuguð sýning á Ormstungu
í Borgarfirði og síðar í vetur verð-
ur leikritið sýnt á Vopnafirði. „Þá
erum við að bíða eftir að komast
til Tálknafjarðar,“ segir Benedikt.
Hann segir að viðtökurnar hafi
verið vonum framar, en 85 sýning-
ar eru að baki. „Ég veit eiginlega
ekki hvaða lýsingarorð ég á að
nota. Ætli þetta endi ekki með
því að við verðum að gera bíó-
mynd,“ segir Benedikt og brosir
í kampinn.
Benedikt lýsir Ormstungu sem
þjóðveldisgríni þar sem öllum
meðulum leiklistarinnar sé beitt.
Mikill spuni sé í sýningunni og
hún sé aldrei eins - og aldrei jafn
löng. „Við eigum oft erfitt með
að komast aftur inn í söguþráðinn
eftir alla útúrdúrana!“
Að sögn Benedikts eru þau
Halldóra með aðra sýningu á
prjónunum sem þau hyggjast setja
á svið árið 2000. Mun hún fjalla
um landafundina en að öðru leyti
eru efni og efnistök „algjört hern-
aðarleyndarmáT'.
Listakonur á lista-
hátíð í Frakklandi
I FRAKKLANDI er
haldin á tveggja ára
fresti listahátíðin Fes-
tíval International de
Peinture - Poésie de
l’A.P.P.E.L. í ár verð-
ur hún í borginni
Gondrin í S-Frakk-
landi dagana 19.-28.
september.
Að þessu sinni taka
tvær íslenskar lista-
konur þátt í hátíðinni.
Ljóðskáldinu Önnu S.
Björnsdóttur hefur
verið boðið að koma
sem heiðursljóðskáld
hátíðarinnar, enda
hefur hún í tvígang
hlotið verðlaun fyrir Ijóð sín á hátíð-
um. Þar mun hún lesa úrval ljóða
sinna og ljóðþýðinga en Robert
Guillemette hefur þýtt ljóð Önnu
yfír á frönsku. Ljóð hennar hafa
einnig verið þýdd á dönsku, finnsku
og sænsku. Anna hefur gefið út
fjórar ljóðabækur og sú fímmta
kemur út á fyrrihluta næsta árs.
Textílkonunni Heidi Kristiansen
hefur verið boðið að sýna nokkur
myndverk á sameiginlegri sýningu,
en tekið jafnframt þátt í samkeppni
hátíðarinnar. Heidi hefur haldið
margar sýningar bæði hérlendis og
á hinum Norðurlöndunum auk þess
sem hún hefur átt verk á mörgum
samsýningum. Hún opnaði síðast
sýningu á verkum sjnum 20. ágúst
sl. í tengslum við íslandsvikuna í
Vaasa í Finnlandi, en þeirri sýningu
lýkur 17. september.