Morgunblaðið - 17.09.1997, Síða 32

Morgunblaðið - 17.09.1997, Síða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, SIGURBJÖRG ANGANTÝSDÓTTIR, Sunnuvegi 2, Skagaströnd, verður jarðsungin frá Hólaneskirkju föstuda- ginn 19. september kl. 14. Sigmar Jóhannesson, Jóhanna Bára Hallgrímsdóttir, Benjamín L. Fjeldsted, Dagný Marín Sigmarsdóttir, Adolf Hjörvar Berndsen og barnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við and- lát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁGÚSTU ÁGÚSTSDÓTTUR, Kambaseli 27 Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 14-G Landsspítala og heimahjúkrunar í Mjódd. Sigurður O. Pétursson, Anna Kjartansdóttir, Þór Ottesen, Brynhildur Ólafsdóttir, Björn O. Pétursson, Katrín Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- semd við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar og móöur okkar, ELÍSABETAR LILJU LINNET. Gunnar Dal, Hlíf Svavarsdóttir, Guðrún Svava Svavarsdóttir, Kristján Svavarsson, Edda Sigurðardóttir. + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför SALÓMONS GUNNARS ERLENDSSONAR húsasmíðameistara, Árholti 4, Húsavfk, Finnbjörg Jónsdóttir börn, tengdabörn, afa og iangafabörn. NÍELS HERMANNSSON + Níels Hermannsson fæddist í Málmey á Skagafirði 27. júlí 1915. Hann lést á heimili sínu 5. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grensáskirkju 12. september. Með þessum orðum langar mig til að kveðja föðurbróður minn Ní- els Hermannsson og þakka ljúfar minningar sem honum og fjölskyldu hans eru tengdar. Arið 1967 dvaldi ég sumarlangt í Hófsósi hjá þeim Níelsi og Nunnu og einkadóttur þeirra, Hönnu, jafnöldru minni og vinkonu. Á þeim tíma starfaði Níels sem smiður vítt og breitt um Skaga- fjörð en jafnframt tók hann mikinn og virkan þátt í ýmsum félagsstörf- um. M.a. átti hann sæti í hrepp- stjórn staðarins um langt árabil. Á þessum árum rak Níels einnig sjoppu, þá einu sem starfaði í Hofs- ósi á þeim tíma og ég var ráðin, ásamt Hönnu, til að afgreiða í sjopp- unni þetta sumar. Fyrir mig var þetta mikil upphefð og ekki laust við að ég fyndi nokkuð til mín að vera ráðin til slíkra ábyrgðarstarfa á þessu viðkvæma skeiði unglings- áranna. Þegar ég hugsa til þessa tíma minnist ég myndugleika Hönnu frænku í sjoppunni og heima, Nunnu, sem alltaf sá skoplegu hlið- arnar á öllu og Nílla sem þrátt fyr- ir mikið annríki gaf sér tíma til að taka þátt í glensi og gamni okkar stelpnanna. Hjá þeim bjó einnig yngsti sonur Níelsar, Brói, eins og við kölluðum hann, þá rúmlega tví- tugur að aldri. Ég minnist þess að okkur Hönnu þótti allmikið til hans koma og lögðum okkur mjög fram um að fylgjast grannt með því sem gerðist í hans lífi. Þegar leið að hausti og heimferð var sumarið gert upp. Nílli tók stílabókina sem við Hanna höfðum skráð í úttektir okk- ar úr sjoppunni og reiknaði neysluna út. í upphafi var samið um að út- tektir skyldu dregnar frá sumar- kaupinu. Þegar Nílli hafði lagt upp- hæðimar saman og útkoman var ljós, leit hann alvarlega á okkur þar sem við sátum grafkyrrar inni á kontórnum hans og sagði: „Er virki- lega hægt að borða svona mikið sælgæti?" Þegar ljóst var að ekki var um reikningsskekkju að ræða svöruðum við því til, örlítið sköm- mustulegar, að það væri vel hægt og raunverulega ákaflega auðvelt. En heim fór ég um haustið án þess að úttektin úr sjoppunni væri dregin frá sumarhýrunni. Bernskuminningamar frá Hofsósi eru margar og góðar þótt þetta sum- ar standi upp úr og sé mér ákaflega dýrmætur minningarsjóður. Ég sótti mjög í að fá að dvelja hjá þeim Nílla og Nunnu og við Hanna voram mjög nánar á þessum tíma. Ég er ákaflega þakklát fyrir allar þessar ljúfu stund- ir bemskuáranna, þær ylja mér sann- arlega um hjartarætur. Nílli, eins og öll hans systkini, tengdist bernskuheimilinu að Ysta- Mói í Fljótum ákaflega sterkum böndum og hann lagði mikla áherslu á að ættin kæmi saman og héldi minningu ömmu og afa á Ysta-Mói á lofti. Sumarbústaður þeirra hjóna í landi Ysta-Mós var honum líka mikils virði, lítið og notalegt at- hvarf. Þar komu þau hjón og afkom- endur þeirra gjarnan saman á sumr- in, í veiði eða bara til að vera í Fljót- unum. Ég hitti Nílla síðast um miðj- an ágúst þegar hann, ásamt Nunnu og Hönnu, komu við hjá foreldrum mínum á Sauðárkróki á leið úr Fljót- unum og suður og þar áður á ættar- móti Ysta-Mós fjölskyldunnar í lok júlí. Þar lék hann á als oddi og tók þátt í öllum leikjum og ærslum hóps- ins. Hann var ekki 82 ára gamall að sjá, hann var hnarreistur og virðulegur en jafnframt unglegur í fasi. Þannig mun ég og fleiri sam- ferðamenn Níelsar Hermannssonar minnast hans. Ég og fjölskylda min öll sendum Nunnu, börnum þeirra hjóna og fjöl- skyldum þeirra okkar innilegustu hluttekningarkveðj ur. Herdís Á. Sæmundardótt- ir, Sauðárkróki. GRÉTA SIG URÐARDÓTTIR + Gréta Sigurðardóttir fædd- ist á Akureyri 2. nóvember 1933. Hún lést 4. september síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrarkirkju 12. september. Með fáeinum orðum langar mig að minnast Grétu Sigurðardóttur, móður bestu vinkonu minnar, og þakka henni fyrir hjálpina og allar ánægjulegu stundirnar sem ég hef átt með henni í Brekkugötunni. Ég var svo lánsöm á mínum menntaskólaárum að kynnast þess- ari fjölskyldu og má segja að smám saman hafi Brekkugatan orðið mitt annað heimili. Það var alveg sama hvenær sólarhringsins við vinkon- urnar birtumst, alltaf vorum við boðnar velkomnar og áður en við vissum af var húsmóðirin búin að dúka borð og fylla af ýmsu góð- gæti sem hún vissi að yrði vel þeg- ið. Alltaf var hún tilbúin að setjast niður með okkur unglingunum, spjalla um heima og geima, hug- hreysta okkur ef stressið var of mikið eða hlæja og gleðjast með okkur á góðri stundu. Hún hafði svo skemmtilegan hlátur sem kom manni alltaf til að hlæja, þótt ekki væri látunum fyrir að fara. Gréta var ein af þessum hljóðlátu konum, sem ætíð eru til staðar og vaka yfir velferð allra sem þeim þykir vænt um, án þess að ætlast til nokk- urs í staðinn. Það var gestkvæmt mjög á þessu litla heimili, sérstak- lega á áram áður þegar samgöngur voru erfiðari en nú. Öllum var tekið opnum örmum með heimabakkelsi og uppbúnum rúmum og það vakti alltaf aðdáun mina hve samhent þau hjónin voru i því að láta öllum líða vel sem hjá þeim dvöldu. Gréta var einstök kona sem bjó manni sínum og dætrum yndislegt heimili og gaf okkur öllum sem á vegi hennar urð- um ómetanlegt veganesti. Ég veit þú heim ert horfin nú og hafin þrautir yfir svo mæt og góð, svo trygg og trú svo tállaus, falslaus reyndist þú, ég veit þú látin lifir. (Steinn Sigurðsson) Elsku Aðalgeir, Sigrún, Helga og Stína, megið þið öðlast styrk í þess- ari raun. Margrét K. Jónsdóttir. Handrit aímælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit töivusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess (minning(o>mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíð- um. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega linulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skirnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. A U G l_ V 5 1 1 1 IM G A R TILKYIMNINGAR BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR Laugavegur 53b uppbygging lóðar Til kynningar er tillaga að uppbyggingu að Laugavegi 53b. Um er að ræða verslunar- og þjónustuhúsnæði ásamt íbúðum. Tillagan verður til sýnis í kynningarsal Borgarskipulags og byggingarfulltrúa að Borgartúni 3, 1. hæð, kl. 09:00 - 16:00 virka daga og stendurtil 9. okt. 1997. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags, Borgartúni 3, 105 Reykjavík eigi síðar en 9. október n.k. Róðgjöf sérfræðinga um garð- og gróðurrækf GRÓÐURVÖRUR VERSIUN SÖIUFÉLAGS GARDYRKJUMANNA Smiðjuvegi 5 • 200 Kópovogi • Sími: 554 3211 • Fox: 554 Lokað föstudaginn 19., laugardaginn 20. og mánu- daginn 22. september vegna utanlandsferðar starfsfólks. HÚSNÆÐI OSKAST Skrifstofuhúsnæði óskast Verkfræðistofa leitar eftir u.þ.b. 500 m2 hús- næði fyrir starfsemi fyrirtækisins. Stofan sem er í eigin húsnæði hefur hug á makaskiptum. Áhugasamir leggi inn nafn og símanúmer á myndsendi: 587 0082. - kjarni málsins! FÉLAGSLÍF SAMBAND ÍSŒNZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Kristinboðssalurinn, Háaleitisbraut 58. Samkoma í kvöld kl. 20.30. Ræðumenn: Margrét Hróbjarts- dóttir og Benedikt Jasonarson. Helgi Hróbjartsson syngur. Allir velkomnir. Orð Lífsins Grensásvegi 8 s.568 2777 f.568 2775 Samkoma í kvöld kl. 20.00. Jódís Konráðsdóttir prédikar. Daglegar bænastundir. Leggðu fram þitt bænarefni. Allir hjartanlega velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladeifía Lofgjörð, bæn og frjálsir vitnisburðir kl. 20.00. Allir hjartanlega velkomnir. I.O.O.F9 = 1789178'/2= Re Landsst. 5997091819 VIII GÞ Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00 ÝMISLEGT Þarftu að léttast um 40 kíló eða meira? í kvöld kl. 20:00 hittist hópurinn okkar í annað sinn og síðustu forvöð á að vera með að þessu sinni. Þessi stuðningshóþur tek- ur á þeim vandamálum sem þeir eiga við að stríða sem eru mikið of þungir. Lögð er áhersla á að stuðla að hugarfarsbreytingu og auka tilfinningu einstaklingsins fyrir líkama sínum og heilsu. Leiðbeinandi: Kristín Þorsteinsdóttir. Fullur trúnaður. Engin skráning nauðsynleg, bara mæta. Þróunarhópar Sjálfefli mun halda áfram með starf þróunar- hópa. Þeir sem hafa áhuga hringi og skrái sig í síma 554 1107 milli kl. 14:00-16:00.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.