Morgunblaðið - 17.09.1997, Side 33

Morgunblaðið - 17.09.1997, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997 33 Norræn ráðstefna um búsetulandslag Ferðamálaráð vill fresta tillögu um miðhálendið Á FUNDI Ferðamálaráðs á mánu- dag, 15. september, var fjallað um skipulagsmál á miðháiendinu. Á fundinum var lögð þung áhersla á að tillögunni um svæðið verði frestað. Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt samhljóða á fundinum: „Ferðamálaráð telur að tillaga að skipulagi miðhálendis íslands sem kynnt hefur verið ígreinar- gerðinni „Miðhálendi - ísiandi svæðisskipulag 2015“ taki ekki tillit til stefnumótunar í ferðamál- um sem unnið hefur verið að og óiokið er. Því leggur ráðið þunga áherslu á að afgreiðslu tillögunn- ar verði frestað uns hægt er að taka á málinu með tilliti til hags- muna ferðaþjónustunnar. Jafnframt er þess óskað að ráð- herra ferðamála beiti sér fyrir því að komið verði á fót sam- starfsnefnd um skipulag og nýt- ingu miðhálendis íslands með að- ild forsætis-, samgöngu-, iðnaðar- og umhverfisráðuneyta og Skipu- lags rikisins. Verði þessi ósk ekki tekin til greina fer Ferðamálaráð fram á að fá frest til að gera at- hugasemdir varðandi einstök at- riði tillögunnar." NORRÆN ráðstefna um búsetu- landslag verður haldin í Norræna húsinu dagana 19.-21. september. Fyrir henni standa Listasafn Sigur- jóns Ólafssonar, Nesstofusafn og Norræna húsið. í fréttatilkynningu segir: „Orðið „búsetulandslag" er nýtt í íslenskri tungu og ennþá lítt þekkt. Annars staðar á Norðurlöndum er orðið „kulturlandskab" notað um minjar í iandslagi eða borgarlandi sem tengj- ast búsetu manna og menningu. Þessi nýja hugsun hefur náð góðri fótfestu í nágrannalöndum okkar og þegar haft töluverð áhrif í starfí þeirra sem vinna að umhverfís- og náttúruvemdarmálum í þá veru að líta ekki á rústir eða aðrar leifar mannvirkja einar og sér heldur sem hluta af landslagi, varðveita samspil manna og náttúru. Norræna ráð- herranefndin hefur m.a. hleypt af stað að frumkvæði Svend Áuken, umhverfisráðherra Dana, verkefni sem nefnt er þriðja víddin í umhverf- isvernd. Þar er unnið að því að standa vörð um minjar sem eru að hverfa og stuðla að því að unnt sé að lesa af landinu um það sem finnst ekki í skjölum eða á gömlum bókum. Von er á hátt á þriðja tug er- lendra gesta til ráðstefnunnar og allmargt íslendinga hefur skráð sig. Ráðstefnan hefst með ávarpi Björns Bjamasonar, menntamálaráðherra, en síðan flytur Guðmundur P. Ólafs- son, líffræðingur, hugleiðingu um búsetulandslag. Eftir það flytja sex sérfræðingar frá hinum ríkjum Norð- urlanda erindi og tíu íslenskir. Erland Porsmose, safnstjóri byggðasafnanna í Kerteminde í Dan- mörku, varð fyrstur manna til að veija doktorsritgerð sem fjallaði um búsetulandslag. Hann kom hingað til lands árið 1990 og sagði frá skrán- ingu og varðveislu á bústulandslagi á Fjóni. Hnan skilgreinir hugtakið búsetulandslag í erindi sínu á ráð- stefnunnni og ræðir um samhengi þess og þeirrar hugmyndafræði sem liggur að baki friðunar á náttúru- og menningarminjum. Kelvin Ekeland hjá Náttúruvernd- arstofnun (Naturvárdsverket) í Stokkhólmi kynnir Norrænu samtök- in um búsetulandslag (Nordiska För- bundet för Kulturlandskap) og Lena Bergils, safnstjóri í Eskilstuna, Tapio Heikkilá, deildarstjóri í finnska um- hverfísráðuneytinu, Anna Norder- haug, prófessor við háskólann í Sogn og Fjördane í Noregi, Simun Arge, MORGUNBLAÐINU hefur borist eft- irfarandi frá Helga Laxdal, formanni Vélstjórafélags íslands: „Vegna fréttar sem birtist í kvöld- fréttum sjónvarps föstudaginn 12. september 1997 vill Vélstjórafélag íslands taka eftirfarandi fram: Þrátt fyrir að nú standi yfir at- kvæðagreiðsla um verkfallsboðun vegna kröfu Vélstjórafélags íslands um aukinn skiptahlut til vélstjóra sem starfa á skipum með aðalvél 1501 kw og stærri hefur samninganefnd vélstjóra lagt fram 15 aðrar kröfur, þ.á m. kröfu um að allur fískur verði verðlagður á markaði. Þrátt fyrir þá staðreynd að einungis séu nú greidd atkvæði um verkfallsboðun á skipum með framangreinda vélarstærð, þá leiðir það ekki til þeirrar niðurstöðu að öðrum kröfum verði vikið til hliðar. Félaginu fannst hins vegar eðlilegt að aðgerðir vegna þessarar afmörk- uðu kröfur hefðu ekki áhrif á aðra en þá sem hún beinlínis tæki til og ylli því sem minnstri röskun á hags- munum útgerðarmanna og sjómanna, auk annarra samfélagsþegna. Samn- inganefndin mat það svo að aðrar kröfur ættu að geta náðst fram án átaka en ef til þeirra þyrfti að koma þá yrði að boða til annarrar vinnu- stöðvunar sem tæki þá til viðkomandi hóps. Mat samninganefndarinnar bygg- ist m.a. á því hvað kvótabraskið varð- fornleifafræðingur við Fornminja- safnið í Færeyjum og Erlend Porsm- ose segja frá dæmum um búsetu- landslag, hvert í sínu landi og hvern- ig vernd skráningar, gerð áætlana og löggjöf er háttað. Annette Schou hjá danska um- hverfísráðuneytinu (Skov- og natur- styrelsen) er flestum fróðari um þetta efni. í erindi sínu útskýrir hún Nor- rænu framkvæmdaáætlunina um þriðju víddina í samvinnu Norð- urlanda í umhverfismálum í sínu er- indi en Ragnar F. Kristjánsson hjá Náttúruvernd ríkisins kynnir skýrslu um sama efni sem unnin hefur verið fyrir norrænu ráðherranefndina en Ragnar er fulltrúi íslands í vinnu- hópi sem vann þá skýrslu. Aðalheiður Jóhannesdóttir, for- stjóri Náttúruverndar ríkisins, Þór Magnússon, þjóðminjavörður, Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins og Guðný G. Gunnarsdóttir, safnstjóri á Akureyri, fjalla um þýðingu náttúru- og menningarminja hér á landi frá ýmsum hliðum m.a. með tilliti til skipulagsmála, fornleifa og ferða- mennsku. Aðrir sem taka til máls eru dr. Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor, og Birna Gunnarsdóttir, fornleifafræðingur. Einnig verður sagt frá þremur dæmum um búsetulandslag á íslandi sem mikilvægt er að varðveita. Þór Magnússon, þjóðminjavörður, fjallar um Núpsstað, dr. Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur, segir frá eyjun- um á Breiðafirði og Margrét Hall- grímsdóttir, borgarminjavörður, og Þorgrímur Gestsson, blaðamaður, segja frá Laugarnesi í Reykjavík. Dr. Þórhallur Vilmundarson, prófess- or, flytur erindi um það hvaða sögu ömefni segja um búsetu manna. Að erindum þessum loknum fara fram pallborðsumræður og loks slítur Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, borgar- stjóri, ráðstefnunni. Sunnudaginn 21. september gefst þátttakendum kostur á að fara í skoðunarferð til Þingvalla, um Grímsnes að Eyrarbakka, Ölfus, Herdísarvík og Krýsuvik þar sem skoðaðar verða náttúru- og menning- arminjar. Listasafn Siguijóns, Nesstofusafn og Norræna húsið áttu frumkvæði að ráðstefnunni en hún er haldin með styrk frá Norræna menningar- sjóðnum, menntamálaráðuneytinu, sendiráðum Norðurlandanna i Reykjavík, Reykjavíkurborg og Þjóð- minjasafni íslands. ar að nú hafa fallið dómar sem allir em sjómönnum i vil og að auki em fleiri mál á leiðinni fyrir dómstóla sem valdið geta straumhvörfum, hvað framangreind mál snertir, náist fram í þeim allar kröfur sjómanna. Samn- inganefndin taldi því að það hlyti að vera sameiginlegt markmið bæði sjó- manna og útvegsmanna að ganga svo frá hnútum að báðir gætu við unað, ekki síst m.t.t. stöðugt hávær- ari krafna samfélagsins um veiði- leyfagjald. Hlutaskiptakerfið er bæði að mati LÍÚ og VSFÍ orðið á margan hátt úrelt. Það varð til fyrir nokkrum tugum ára við allt aðrar aðstæður en nú ríkja en þá vom fiskiskipin lítil með einfaldan vélbúnað sem á engan hátt er sambærilegur þeim tækniheimi sem við búum nú við. Þá voru litlar kröfur gerðar til menntunar vélstjóra, en þær kröfur hafa nú breyst í 5 til 5,5 ára strangt bóknám að viðbættri verklegri þjálf- un sem sífellt fleiri og fleiri atvinnu- rekendur taka tillit til þegar laun eru ákveðin. Benda má á að á síðasta fundi fískimannadeildar ITF, sem haldinn var í London dagana 3., 4. og 5. sept., voru samþykkt lágmarkslaun fyrir fiskimenn á þægindafánaskip- um með launaröð sem mjög er í takt við þær tillögur sem samninganefnd vélstjóra hefur sett fram.“ Kynningar- fundur um Vinalínu VINALÍNAN, sem starfrækt er _af Reykjavíkurdeild Rauða kross ís- lands, heldur kynningarfund fyrir verðandi sjálfboðaliða í kvöld, mið- vikudagskvöldið 17. september, kl. 20 í Fákafeni 11, 2. hæð. Vinalínan tók til starfa 16. janúar 1992 og er opin öll kvöld kl. 20-23. Allir sjálfboðaliðar sem svara í sí- manum hafa sótt símanámskeið á vegum sálfræðings og fá einnig handleiðslu á hans vegum. Markmið sjálfboðaliðanna er að vera til stað- ar, hlusta og gera sitt besta í að lið- sinna þeim sem hringja. Lögð er áhersla á að hér er ekki um sérfræði- hjálp að ræða heldur eru Vinalínufé- lagar venjulegt fólk sem vill deila reynslu og tíma með öðrum. Sjálfboðaliðar sinna margir hveijir fleiru en símavöktum á vegum Vina- línu svo sem starfí í nefndum, stjórn- arstörfum og einstaka verkefnum eftir því sem þeir hafa tíma til. Þeir sem hafa áhuga eru hvattir til þess að mæta á kynningarfundinn. Ráðstefna nor- rænna geð- hjúkrunar- fræðinga RÁÐSTEFNA norrænna geðhjúkr- unarfræðinga hefst á Hótel Loftleið- um í Reykjavík dagana 17.-20. sept- ember nk. Ráðstefnan er haldin ann- að hvert ár og nú í fyrsta sinn á íslandi. Umsjón hafa Fagdeild geð- hjúkrunarfræðinga innan Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga og HH Ráðstefnuþjónusta. 480 manns eru skráðir á ráðstefnuna, þar af 45 ís- lenskir hjúkrunarfræðingar. Aðalefni ráðstefnunnar er þáttur geðhjúkrunarfræðinga í forvörnum, meðferð og stuðningi við ungt fólk með geðræna erfiðleika og fjölskyld- ur þeirra. Meðal fyrirlesara eru Step- hen Haines RPN RN frá Victoria í Ástralíu en hann er yfirhjúkrunar- fræðingur miðstöðvar forvarna og meðferðar fyrir ungt fólk með byrj- andi geðræna erfiðleika og geðsjúk- dóma, Per Lund, forstjóri Sct. Hans Hospital í Hróarskeldu í Danmörku og Jóhanna Bernharðsdóttir, lektor við námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands. Á dagskránni er einnig móttaka í boði Reykjavíkurborgar og heilbrigð- isráðuneytisins og skoðunarferð til Þingvalla, Gullfoss og Geysi. Ráðstefnan verður formlega sett fímmtudaginn 18. september kl. 9 í þingsal Hótel Loftleiða. Formaður fagdeildar geðhjúkr- unarfræðinga er Guðbjörg Sveins- dóttir, forstöðumaður Vinjar, at- hvarfs Rauða kross íslands fyrir geðfatlaða. Margrét syngur á Sólon MARGRÉT Sigurðardóttir heldur tónleika á efri hæð Sólon íslandus, Sölvasal, í kvöld, 17. september, kl. 21. Margrét vann Söngkeppni fram- haldsskólanna 1992 og hefur síð- an komið viða við, var í hljómsveitinni Yiju og fleiri hljómsveitum og hefur tekið þátt í ýmsum leikhús- uppfærslum s.s. Hárinu, Rhodim- enu Palmata eftir Hjálmar Ragnars- son og nú síðast Evitu. Margrét lauk 8. stigs prófi frá söngdeild Tónlistar- skólans í Reykjavík og 7. stigs prófi frá píanódeild skólans sl. vor og fer nú í haust til áframhaldandi náms í Vín í Austurríki. Á efnisskránni verður tónlist af ýmsum toga, söngleikjatónlist, blús, djass og frumsamið efni eftir Mar- gréti sjálfa og fleiri. Karl Olgeirsson píanóleikari leikur með Margréti á tónleikunum og fram kemur hljóm- sveitin Blush en Margrét leikur á hljómborð og syngur með þeirri sveit. Kristbjörg Karí Sólmundsdóttir mun syngja með Margréti tvö lög og einn- ig kemur fram strengjakvartett úr Tónlistarskólanum í Reykjavik. Góður árangur danspara TVÖ íslensk danspör tóku þátt í keppninni Árhus Open sem fór fram um helgina samhliða Evrópumeist- aramótinu í standarddönsum í Árósum. Hrafn Hjartarson og Helga Björnsdóttir kepptu í aldursflokkn- um 10-11 ára og Hrafn Davíðsson og Anna Claessen kepptu í aldurs- flokknum 12-13 ára. Hrafn og Helga kepptu í þremur suður-amerískum dönsum og tveimur standardönsum. Þau kom- ust í úrslit í öllum dönsunum og náðu 5. sæti í samanlögðum ár- angri. Hrafn og Anna Claessen kepptu í fjórum suður-amerískum dönsum og þremur standardönsum. Þau komust í úrslit í öllum suður-amer- ísku dönsunum og í undanúrslit í standarddönsunum. Fyrirlestur á ensku um alnetið FÉLAG nýrra íslendinga (Society of New Icelanders) heldur félags- fund fimmtudagskvöldið 18. sept- ember kl. 20.30 í Miðstöð nýbúa við Skeljanes í Skeijafirði. í fréttatilkynningu segir að SONI sé félagsskapur fyrir útlendinga og velunnara. Áðalmarkmið félagsins sé að efla skilning milli fólks _af öllum þjóðernum, sem býr á ís- landi, með auknum menningarleg- um og félagslegum samskiptum. Fundir félagsins fara fram á ensku og eru öllum opnir. Að þessu sinni heldur Jón Þór Helgason frá Islandia erindi og svarar síðan spurningum um alnetið. Erindi um sorg og sorgar- viðbrögð FYRIRLESTUR á vegum Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorg- arviðbrögð, verður haldinn í Gerðu- bergi fimmtudagskvöldið 18. sept- ember kl. 20. Séra Solveig Lára Guðmunds- dóttir flytur erindi um sorg og sorg- arviðbrögð. ■ ALMENNUR félagsfundur Vél- sljórafélags íslands haldinn 12. september fagnar tilkomu nýs lang- bylgjusendis Ríkisútvarpsins á Gufuskálum, Snæfellsnesi. Með til- komu hans geta íslenskir sjómenn fylgst með fréttum frá íslandi jafn- vel þótt skipin séu allt norður í Smugu. Hér er um mikla framför að ræða sem forsvarsmenn útvarps- ins eiga þakkir skildar fyrir. Kynning á fé- lagsstarfi eldri bæjarbúa FÉLAGSSTARF eldri bæjarbúa á Seltjarnarnesi í vetur verður kynnt í dag, 17. september, kl. 13.30 að Skólabraut 3-5, samkomusal. Boðið verður upp á almenna handavinnu, m.a. perlusaum, klippi- myndir, jólaföndur, bútasaum, tré- skurð og bókband mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 13.30. Bridsklúbbur er alla mið- vikudaga kl. 13.30. Félagsvist er annað hvert þriðjudagskvöld í mán- uði. Einu sinni í mánuði eru farnar stuttar fróðleiksferðir „út í bláinn“. Leikfimi er tvisvar í viku kl. 11. LEIÐRÉTTING Upphaf kafla féll niður NOKKRAR línur féllu niður úr grein þeirra Orra Haukssonar og Illuga Gunnarssonar, sem birtist í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Upp- haf kaflans „Opinber sveiflujöfnun órökrétt", átti að vera svohljóðandi: „Það er ekki einungis að sumir telji ósanngirni felast í eignarréttar- skipan í sjávarútvegi. Að auki hefur verið hreyft ýmsum röksemdum, sem sýna eiga fram á hagkvæmni þess að leggja skatt á aflaheimildir eða uppboð ríkisins á nýtingarrétt- indum. Til að mynda ritaði Þórólfur Matthíasson, lektor við viðskipta- og hagfræðideild HÍ, grein í Fjár- málatíðindi nýverið þar sem hann gerir grein fyrir slíkum skoðunum." Landréttir og Reyðarvatnsrétt í lista yfir hvar og hvenær réttir væru haldnar sem birtist í Mbl. fyrir skömmu var sagt að Landrétt- ir í Áfangagili yrðu haldnar fimmtu- daginn 18. september en hið rétta er að réttirnar verða haldnar fimmtudaginn 25. september og hefjast þær kl. 11. í þessum sama lista láðist að geta Reyðarvatnsrétt- ar á Rangárvöllum en réttað verður þar laugardaginn 20. september kl. 11. Athugasemdfrá Vélstjórafélagi Islands Margrét Sig- urðardóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.