Morgunblaðið - 25.09.1997, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997 51
FÓLK f FRÉTTUM
Fyrsta reynsla
Jagger af marijúana?
SIR Paul McCartney talar opin-
skátt um lff sitt í ævisögunni.
BÍTILLINN Sir Paul McCartney
segir að Bob Dylan hafi kynnt hami
fyrir eiturlyfinu marijúana á sjö-
unda áratugnum og að hann hafi
sjálfur gert það sama fyrir Mick
Jagger. Þetta kemur fram í ævi-
sögu McCartneys sem Barry Miles
hefur byggt á viðtölum við kappann
og er að koma út um þessar mund-
ir.
Að sögn McCartneys var það á
hótelherbergi í New York árið 1964
sem Dylan kynnti hann fyrir mari-
júana en það var ekki fyrr en
tveimur árum síðar að McCartney
gaf Jagger fyrstu jónuna sína í
London. „Þetta er fyndið því allir
hefðu búist við því að þetta hefði
verið á hinn veginn," sagði McCart-
ney um atvikið.
Um viku eftir að ummæli Mc
Cartney birtust í breska blaðinu
Observer lét Mick Jagger hafa
það eftir sér að þau ættu ekki
við rök að styðjast. Jagger segir
að fyrsta reynsla sín af eiturlyf-
inu marijúana hafi ekki komið
til vegna McCartneys. „Hvern-
ig ætti hann að vita hvenær
mitt fyrsta skipti var?“ spurði
Jagger þegar hann heyrði
fullyrðingar Bítilsins. Jagger
segist hafa reykt marijúana í
fyrsta skiptið árið 1964 ein-
hvers staðar í Kaliforníu
þegar Rolling Stones var á
tónleikaferð um Bandaríkin
og að McCartney hafi hvergi
verið nærri.
í bókinni um Bítilinn segir
ennfremur frá því að Mc-
Cartney hafi verið ráðandi í
samstarfi þeirra Lennons
þegar lagasmi'ðar voru ann-
ars vegar. Gefið er til
kynna f bókinni að flestar
hugmyndirnar að lögun-
um hafi komið frá McCartney
sem segist hafa samið „Yester
day“ eftir að hafa heyrt það í
draumi. „Ég vil taka það
fram að John var frábær
og ég elska hann. Það
má hins vegar segja að
ég sé að móta mína eig-
in endurskoðunarstefhu,"
sagði McCartney.
MICK Jagger segist
ekki hafa reykt sína
fyrstu jónu með Mc-
Cartney.
Ævisaga sir Paul McCartney
Helgarferð til
London
9. október frá kr.
27.990
•\0
ásért«V>oh>_
Nú höfum við fengið viðbótargistingu
London á frábæru verði í helgarferðina 9.
október á Regent Palace hótelinu. Hótel-
ið er frábærlega vel staðsett, á Piccadilly
Circus, í hjarta London og býður mikJa
þjónustu. Á Regent Palace eru ekki bað-
herbergi á herbergjum heldur á göngum,
en herbergin eru fallega innréttuð. Og þú
nýtur þjónustu fararstjóra Heimsferða
allan tímann.
Verð kr. 24.990
Flugsæti til London, fimmtudag til
mánudags, með sköttum.
Verð kr. 27.990
Verð kr. 27.990
Regent Palace, 4 nætur, 9. okt.,
2 í herbergi með morgunmat.
HEI IMSFERí )IR"
Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600
CK (D
Alþjóðleg ráðstefna
Markaðssetning sjálfbærrar
ferðaþjónustu í dreifbýli
Ráðstefnan verður haldin föstudaginn
26. september í Borgartúni 6. Hún fer fram
á ensku og eru fyrirlesarar sérfræðingar
frá ýmsum löndum Evrópu.
Dagskrá:
Kl. 08:30 Skráning og afhending gagna.
Kl. 09:00 Landbúnaðarráðherra, Guðmundur Bjamason,
setur ráðstefnuna
Kl. 09:15 Erindi
Kl. 12:00 Hádegisverður
Kl. 13:30 Erindi
Kl. 17:00 Ráðstefnulok.
Kl. 19:00 Móttaka
Kl. 20:00 Kvöldverður
Ráðstefnustjórar:
Dr. Björn Sigurbjörnsson, ráðuneytisstjóri,
Paul Richardsson, framkvæmdarstjóri Ferðaþjónustu bænda
Erindi:
• Mikilvægi sjálfbærrar
ferðaþjónustu Bernard Lane,
forstöðumaður ferðaþjónustudeildar
Háskólans t' Bristol.
• Að fjármagna markaðs-
setninguna - hver borgar?
Ulf Brangenfeldt, hagfræðingur
landbúnaðaibáskólans í Uppsala,
formaður Ecomvast
• Pólland - Stefnumótun
Janusz Majewski,
markaðsfræöingur. Hans sérsvið
er ferðaþjónusta í dreifbýli.
• Hlutverk ríkisins í markaðs-
setningu Fulltrúi Samgöngu-
ráðuneytisins
• Spánn - reynsla söluaðila
Klaus Ehrlich, framkvæmdastjóri
RAAR. Andalústu.
• Ungverjaland - markaðs-
samstarf á breiðum grundvelli
Maria Bene, framkvæmdastjóri
Falusi Turismus, Budapest
• Steínumótun - dæmi frá Eystra-
saltslöndunum Asnate Ziemele,
framkvæmdastjóri Latvian Country
Holidays.
• Gæði ferðaþjönustu í dreifbýli
- kröfur og eftirlit
Maria Meier Gresshoff,
fyrrverandi formaður Ferðaþjónustu
í dreifbýli (Eurogites).
• Tölvuvæðing sölu og upp-
lýsingaleiða. Paul Richardson,
framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu
bænda.
• Bókunarkerfi og upplýsingar á
Veraldarvefnum
Unto Palminkoski,
framkvæmdastjóri Lomarengas &
jouko Parviainen. Finnish
Environmental Ltd.
Ráðstefnugjald er kr. 10.000.
Hádegisverður, kaffi og kvöldverður innifalið.
Ráðstefnan er öllum opin.
Þátttöku skal tilkynna fyrirfram á skrifstofu Ferðaþjónustu
bænda, Hafnarstræti I, sími 562 36 40, fax 562 36 44
RYMINGAR-
SALA
SKÓR KR. 3.900/4.900
D.C. ÉS. DUFFS. DUKES.
VANS. KASTEL.
DICKIES BUXUR KR. 2.900
c
JL