Morgunblaðið - 25.09.1997, Blaðsíða 38
&8 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997
MINNIIMGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Ástkær eiginmaður minn, fósturfaðir og
bróðir,
VALDIMAR ÖRN JÓNSSON,
Smárahlíð 3B,
Akureyri,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Seli 21. septem-
ber, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 26. september kl. 10.00.
Unnur Pálsdóttir,
Svanur Heiðar,
Þröstur Heiðar,
Margrét Kristinsdóttir,
systkini hins látna og fjölskyldur þeirra.
t
Ástkær eíginkona mín, móðir, dóttir, systir,
mágkona og tengdadóttir okkar,
DAGRÚN HELGA HAUKSDÓTTIR,
Hlíðarhjalla 63,
Kópavogi,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðvikudaginn
24. september
Bergþór Bjarnason,
Sigrún Steinsdóttir,
Vignir Bragi Hauksson,
Gíslína Vilhjálmsdóttir,
Andri Már Bergþórsson,
Haukur Harðarson,
Þóra Valgerður Jónsdóttir,
Bjarni Sæmundsson.
t
Elskulegur faðir okkar, sonur og bróðir,
ÁRNI GUÐMUNDSSON,
andaðist á Vaðbrekku, Jökuldal, fimmtudaginn
18. september.
Jarðsett verður frá Hólskirkju, Bolungarvík
laugardaginn 27. september kl. 14.00.
Gunnar Árnason,
Jón Árnason,
Hrönn Árnadóttir,
Guðrún Sigurðardóttir
og systkini hins látna.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR JÓNSSON,
Hjallbraut 33,
Hafnarfirði,
sem lést laugardaginn 20. september sl.,
verður jarðsunginn frá Viðistaðakirkju á morg-
un, föstudaginn 26. september, kl. 15.00.
Björgvin Sigurðsson,
Aðalheiður Einarsdóttir,
Margrét Vilbergsdóttir,
Hrönn Sigurjónsdóttir,
Björgvin Högnason,
Lillý Jónsson,
Auður Adolfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Grétar Þorleifsson,
Sigurður Már Sigurðsson,
Sigurlín Sigurðardóttir,
Þorleifur Sigurðsson,
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN I. ZÓFONIASSON,
frá Núpi, Dýrafirði,
síðast til heimilis
á Kópavogsbraut 1A,
Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstu-
daginn 26. september kl. 13.30.
Ólöf S. Jónsdóttir, Stefán Lárusson,
Einar Jónsson, Soffía Guðrún Ágústsdóttir,
Sigurður B. Jónsson, Sólrún Hafsteinsdóttir,
Brynjólfur Jónsson, Ingibjörg J. Gunnlaugsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu-
sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust
er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins
i bréfasíma 5691115, eða á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar
þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki
yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög.
"-•jlöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
VALTÝR
HÁKONARSON
+ Valtýr Hákon-
arson fæddist
hinn 17. febrúar
1923 að Rauðkolls-
stöðum, Eyja-
hreppi, Hnappa-
dalssýslu. Hann lést
í Reykjavík 14.
september síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Hákon
Kristjánsson, bóndi
og póstafgreiðslu-
maður á Rauðkolls-
stöðum, f. 27.10.
1884, d. 31.5. 1971,
og kona hans Elísa-
bet Jónsdóttir, húsfreyja, f.
20.6. 1885, d. 28.1. 1963. Systk-
ini Valtýs voru: Jóhann, bif-
reiðastjóri, f. 1919, d. 1980,
Kristján, útvarpsvirki, f. 1921,
d. 1995, og Guðbjörg (Stella),
f. 1925 d. 1995.
Hinn 24. maí 1952 kvæntist
Valtýr Ingunni Eyjólfsdóttur,
húsfreyju, f. 14. apríl 1928 í
Reykjavík. Foreldrar hennar
voru: Eyjólfur Brynjólfsson,
sjómaður og síðar verkamaður
f. 1889, d. 1973, og kona hans,
Kristín Arnadóttir, húsfreyja,
f. 1899, d. 1974. Dætur Valtýs
og Ingunnar eru: 1) Elísabet,
framhaldsskóiakennari, f.
1952, í Reykjavík, maki Gísli
Skúlason, framhaldsskólakenn-
ari, synir þeirra: Skúli, f. 1990,
og Hákon, f. 1995. Áður átti
Elísabet Kára Hrafn Kjartans-
son, f.1972. 2) Kristín, banka-
fulltrúi, f. 1954 í Kaupmanna-
höfn, maki Þórður Daníel Berg-
mann, fjármálastjóri, synir
þeirra: Valtýr, f. 1976, Þröstur,
f. 1979 og Ingvi Björn, f. 1981.
3) Margrét, sálfræðingur, f.
1958 í Kaupmannahöfn, maki
Henrik Zachariassen, útsend-
ingarstjóri sjónvarps, synir
þeirra: Alexander, f. 1993, og
Þungur harmur er kveðinn að
fjölskyldu míns elskulega tengda-
föður, Valtýs Hákonarsonar, við
skyndilegt fráfall hans. Að kvöldi
sólbjarts síðsumardags kvaddi hann
þetta jarðneska líf á 75. aldursári.
Þegar ég horfi 24 ár aftur í tím-
ann, sé ég hve lánsamur ég var að
kynnast honum og að eiga hann
að tengdaföður og vini. Hann var
grandvar og háttvís heimsborgari
sem er öllum ógleymanlegur sem
kynntust honum. Hann sóttist ekki
eftir athygli, hafði þó sterka útgeisl-
un og bað sjaldan um nokkuð fyrir
sjálfan sig. Öðrum gaf hann þó
mikið og var mér eilíf uppspretta
fróðleiks og innblásturs. Hann var
víðlesinn og hafði fastmótaðar
skoðanir á þeim málefnum sem
hann hafði áhuga á. Fjölskyldu sinni
var hann örlátur og umhyggjusam-
ur og fylgdist vel með hvað hver
var að sýsla. Að koma á hlýlegt og
Magnús, f. 1996. 4)
Anna María, kerfis-
fræðingur, f. 1964 í
Reykjavík, maki
Tomasz Ríkarður
Tomczyk, flugmað-
ur, sonur þeirra:
Snorri, f. 1993.
Valtýr stundaði
nám í Flensborgar-
skóla, Hafnarfirði
og Samvinnuskóla-
num í Reykjavík og
brautskráðist það-
an 1943. Hann var
verslunarmaður hjá
Kaupfélagi Aust-
fjarða, Seyðisfirði 1943-1944.
Réðst til Hf. Eimskipafélags
Islands 1944 sem bókari á aðal-
skrifstofu til 1949. Á árinu 1949
starfaði hann sem skrifstofu-
maður á skrifstofu félagsins í
Kaupmannahöfn. Deildarsljóri
í farþegadeild 1950-1954, skrif-
stofustjóri á skrifstofu félags-
ins í Kaupmannahöfn 1954-
1962 er hann réðst sem skrif-
stofustjóri á aðalskrifstofu fé-
lagsins í Reykjavík til ársloka
1979. Framkvæmdastjóri flutn-
inga- og markaðssviðs 1980-
1986, framkvæmdastjóri
rekstrarsviðs 1986-1989. Lét af
störfum 30.11.1989.
Sat í stjórn Vinnuveitenda-
sambands íslands í 15 ár, frá
1969 og í framkvæmdasljórn
þess frá 1973-1983. Átti sæti í
stjórn Lífeyrissjóðs Dagsbrún-
ar og Framsóknar á starfstíma
þess sjóðs, frá 1970-1995. Auk
þess gegndi hann fjölmörgum
öðrum félags- og trúnaðar-
störfum. Valtýr var sæmdur
riddarakrossi hinnar íslensku
fálkaorðu 1990.
Útför Valtýs verður gerð frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag
og hefst athöfnin klukkan
13.30.
fallegt heimili hans og Ingu tengda-
móður minnar var í senn notalegt
og auðgandi augnakonfekt. Saman
höfðu þau skapað fagra umgjörð
um lif sitt, innan- sem utandyra,
hvarvetna gaf að líta handbragð
Valtýs og útsjónarsemi í uppsetn-
ingu á munum, jafnvel geymslan
var rannsóknarefni út af fyrir sig
í uppröðun og hver hlutur vandlega
merktur. Hann var listrænn og
hafði yndi af að skoða fagra bygg-
ingarlist á ferðalögum um heiminn
og mikill unnandi klassískrar tón-
listar. Þegar hann settist í helgan
stein árið 1989 eftir 45 ára farsælt
starf hjá Eimskipafélagi íslands,
gafst þeim hjónum betri tími til að
dveljast til lengri eða skemmri tíma
erlendis. Oft keyrði hann vítt og
breitt eftir hraðbrautum sem ungur
maður værh Þá naut hann þess að
ferðast um ísland og lagði að baki
nokkrar hringferðir um landið, síð-
+
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HREINN SVAVARSSON,
Austurbrún 6,
Reykjavík,
sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugar-
daginn 20. september sl., verður jarðsunginn
frá Bústaðakirkju föstudaginn 26. september
kl. 13.30.
Margrét Hreinsdóttir, Stefán Steingrímsson,
Jónas Þór Hreinsson, Marta Hallgrímsdóttir,
Júiía Hreinsdóttir,
Arnþór Hreinsson,
Daði Hreinsson, Lena Bernhoj,
Karl Smári Hreinsson
og afabörnin.
ast á nýliðnu sumri. Líf okkar allra
verður fátæklegra án hans, við
geymum allar minningarnar okkur
til hughreystingar.
Elsku Inga mín, Guð styrki þig
nú þegar þinn góði lífsförunautur
er horfínn á braut. Blessuð sé minn-
ing Valtýs Hákonarsonar.
Þórður D. Bergmann.
Kveðjustund er runnin upp.
Straumur tímans ber okkur fram
um veg og minnir okkur á að vinir
koma og vinir kveðja. Morgundag-
urinn er okkur hulinn. Kær vinur,
ijúfur og góður maður er skyndilega
hrifinn burt frá eiginkonu, dætrum
og öðrum ástvinum. Það er oft erf-
itt að sætta sig við hið óumflýjan-
lega. í huga okkar koma margar
góðar minningar sem við áttum
með þeim hjónum á liðnum árum.
Ekki hefði okkur dottið í hug er
við vorum hjá þeim á þeirra fallega
heimili á björtu sumarkvöldi fyrir
stuttu, að þetta yrðu síðustu sam-
verustundir okkar allra saman. Þær
minningar er gott að eiga.
Valtýr var mikið prúðmenni og
traustur maður, átti gott með að
umgangast fólk. Hann fór of fljótt.
Að leiðarlokum kveðjum við góðan
vin, með þakklæti fyrir samfylgd-
ina. Hans verður sárt saknað.
Elsku Ingunn, dætur og ástvinir.
Missir ykkar er mikill. Við vottum
ykkur okkar dýpstu samúð og biðj-
um Guð að styrkja ykkur í sorginni.
Kristbjörg og Daníel.
Skjótt hefur sól brugðið sumri,
þvi séð hef ég fljúga
fannhvíta svaninn úr sveitum
til sóllanda fegri.
Sofinn er nú sðngurinn ljúfi
í svölum fjalldölum.
Grátþögull harmafugl hnípir
á húsgafli hveijum.
(Jónas Hallgrímsson)
Þegar góður vinur kveður þennan
heim, vill hugurinn hvarfla að stöðu
mannsins í jarðiífinu.
Við gerum okkur þá betur en
ella grein fyrir því, að við erum hér
sem gestir og fáum sjálf litlu um
það ráðið, hvað gistingin verður
löng. Okkur er heldur ekki veitt
nein vitneskja um það, hvað á und-
an hefur farið, né hvað á eftir kem-
ur. Þar kemur trúin til bjargar. Það
er skrýtið að setjast niður og skrifa
minningarorð um hann Valtý, mág
okkar; svo stutt frá því að við vorum
öll íjölskyldan saman norður í Eyja-
firði við brúðkaup Bjarna frænda
okkar og Heiðu.
Við vissum jú, að hann Valtýr var
veikur, en ekkert okkar óraði fyrir
því, að hann ætti svo stutt eftir.
Oft höfðum við verið saman, stór-
flölskyldan, með börnum okkar, en
síðari ár, eftir að vinnu lauk hjá
okkur, nutum við þess systkinin að
eyða stundum saman með mökum
okkar.
Valtýr var afar traustur maður
og trygglyndur; aðalsmerki hans
var rósemi hugans.
Allri starfsævi sinni varði hann
hjá Eimskipafélagi íslands. Þar
hefur hann skilað sínu dagsverki
með þeim sóma, sem við öll þekkt-
um hann af.
Valtýr var mikill og góður heimil-
ismaður, heimili þeirra hjóna, Ingu
og Valtýs, var alla tíð fagurt og
þau voru samstiga í því sem öllu
öðru. Dætrum sínum voru þau
umhyggjusamir foreldrar. Síðar
nutu tengdasynir og barnabörn þess
hins sama. Það eru ekki nema fáein-
ar vikur síðan þau fóru saman til
Kaupmannahafnar til að vera í af-
mæli barna sinna.
Þessa ferð var hann mjög ákveð-
inn að takast á hendur. Kannski
hefur hann fundið að ferðirnar yrðu
ekki fleiri.
Sími 555-4477