Morgunblaðið - 25.09.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.09.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997 25 LISTIR Ævintýralegt brúðkaup KVIKMYNPIR Stjörnubíð/ ■ Kringlubíó BRÚÐKAUP BESTA VIN- AR MÍNS „My Best Friend’s Wedding" ★★★ Leikstjóri: P J. Hogan. Handrit: Ron- ald Bass. Kvikmyndataka: Laszlo Kovacs. Aðalhlutverk: Julia Roberts, Dermot Mulroney, Cameron Diaz, og Rupert Everett. 105 mín. Banda- rísk. Zucker Brothers Production/ Predawn Productions/ TriStar Pict- ures. 1997. í Brúðkaupi eru hefðbundnum hlutverkum ævintýrisins snúið á haus. Aðalkvenhetjan, Jules (Julia Roberts), er gleðispiliir og iilvirki á meðan keppinauturinn um hylli prinsins, Kimmy (Cameron Diaz), er gullna, góða stúlkan. Áhorfendur em aldrei látnir vera í vafa um að persóna Jules er frekar illa innrætt, hún er eina persónan í ástarþn'hyrn- ingum sem reykir, ömggt merki í Hollywood nútímans um ljótar hugs- anir og gerðir. Til þess að vega upp á móti slæmum persónueinkennum er Roberts aftur komin með „Pretty Woman“-krullumar og flennistóra brosið notað ótt og títt. Brúðkaup fjallar um matargagn- rýnandann Julianne, eða Jules eins og vinir hennar kalla hana. Hún er sjálfstæður stórborgarbúi sem á erf- itt með tilfinningalegu hliðina á sam- böndum sínum við hitt kynið. Þegar besti vinur hennar og fyrrverandi elskhugi, íþróttafréttaritarinn Mic- hael (Dermot Mulroney), skilur eftir skilaboð á símsvara hennar, og er greinilega mikið niðri fyrir, heldur Jules að hann ætli að efna gamalt loforð um að biðja hennar ef hvor- ugt er gift á 28 ára afmælisdaginn. Þegar í ljós kemur að Michael er ekki að hringja til að biðja hennar heldur til þess að bjóða henni í brúð- kaup sitt og kærustunar Kimmy bregður Jules í brún. Hálfgert stundarbijálæði grípur hana og hún ákveður að leggja allt í sölurnar til þess að koma í veg fyrir giftinguna og ná Michael fyrir sig. Eins og Mulroney túlkar Mich- ael þá er greinilegt að hann er fínn náungi en enginn stórsjarmur til þess að flippa út yfir. Jules veit líka innst inni að hann er ekki rétti maðurinn fyrir hana, en óttinn við að brúðkaupið svipti hana mannin- um sem hefur verið hennar tilfinn- ingaakkeri í mörg ár ruglar hana í ríminu. Myndin vill að áhorfendur haldi með norninni úr sögunni um Mjall- hvíti, og kraftur stjörnuútgeislunar- innar sá til þess að ég, að minnsta kosti, hélt með Jules þó ég styddi ekki málstaðinn sem hún berðist fyrir (hennar kvenlega „Mission Impossible“: að giftast). Roberts stendur sig með prýði í aðalhlutverkinu og það sama má segja um Mulroney og Diaz. Þau skila sínu vel en maðurinn sem stel- ur senunni er Rupert Everett í hlut- verki trúnaðarvinar og ritstjóra Jules, George. Hann reynist vinur í raun, og reynir að hjálpa Jules eftir því sem hann getur. Everett á eitt besta söngatriði myndarinnar þó að helíum-þrísöngur Cristopher Masterson og félaga standi því ekki langt að baki. Heildarsvipur myndarinnar er svolítið ójafn en skemmtileg söng- atriði, stjömuleikur, og taugaveikl- uð rómantík tryggja að þegar upp er staðið er Brúðkaup besta vinar míns laglegasta skemmtun. Anna Sveinbjarnardóttir TVÆR síðustu myndir ástralska leikstjórans P.J. Hogan hafa verið seldar sem rómantískar gaman- myndir. Jú, þeir eru gamansamar og rómantík í einhverri mynd skipt- ir aðalpersónurnar máli en „Muri- el’s Weddding" átti virkilega dramatísk og sorgleg andartök, og þó Brúðkaup besta vinar míns standi nær hefðum Hollywood-geir- ans, enda með Hollywood stjörnu í aðalhlutverkinu, þá brýtur hún ýmsar reglur rómantískra gaman- mynda. 20% afsláttur eða spennandi kaupauki við kaup á þremur hlutum. Kynning á GiVENCHY haust- og vetrarlínunni 1997-1998 Bára Björnsdóttir, snyrtifræðingur, kynnir og leiðbeinir í dag kl. 14-18 VESTURBÆJAR APÓTEK Föstudag 26/9 kl. 14-18 H Y G E A jnyrtifiruverjlun Kringlunni man rma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.