Morgunblaðið - 25.09.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.09.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997 21 I I I í dag og næstu daga. Takmarkað magn. íslenskir blómadagar í blómaverslunum / íslenskar rósir Rósasýning í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardag 27. sept. og : sunnudag 28. sept. kl. 12.-18. I Skreytingarfólk sýnir vinnu sína. Blómaverslanir og blómaframleiðendur á íslandi efna til uppskeru- hátíðar þessa viku. Risavöndur 990 kr. í öllum blómaverslunum Margskonartilboð og uppákomur í blómaverslunum alla daga vikunnar. Félag blómaverslana Blómaframleiðendur Einar Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28 - Sími 562 2901 og 562 2900 MAÐUR gengur um skógar- leifar á Borneo eyju í Indónes- íu. Eldana má m.a. rekja til E1 Nino hafstraumsins og þess hve seinar monsoon rigningar eru í ár. Eldarinir hafa orsak- að gífurlega mengun í Suð- austur-Asíu og gær voru tvö dauðsföll rakin til hennar. Mengun eykst í Suðaustur-Asíu 1000 manna lið berst við eldana Singapore. Reuter. EITT þúsund slökkviliðsmenn voru í gær sendir frá Malasíu til Indó- nesíu til þess að beijast við skógar- elda er hafa valdið einhverri verstu loftmengun sem orðið hefur í Suð- austur-Asíu. Eldar á Súmötru og Indónesíuhluta Borneo eru helsta orsök mengunarinnar, sem nær til nokkurra landa og skapað hættu- ástand. í gær tilkynntu Indónesar að tveir menn hefðu látist af völdum mengunarinnar. Tvö malasísk herskip fluttu slökkviliðsmennina til Súmötru þar sem þeir hófu erfiða baráttu við eldana. Mengunin hefur valdið mönnum áhyggjum í Malasíu, Singapore, Brúnei og á Filippseyj- um, en verst er ástandið í Sharaw- ak, á Borneó norðanverðri. í gær ríkti þar neyðarástand, sjötta dag- inn í röð, börn mættu ekki í skóla og opinberar skrifstofur voru svo að segja mannlausar. Á þriðjudag greindu heilbrigðisyfirvöld í Sharawak frá 2800 veikindatilvik- um, sem rekja mætti til mengunar- innar. Kveiktir til ad ryðja land Eldarnir voru margir í fyrstu kveiktir af jarðeigendum til þess að ryðja land, en vegna mikilla þurrka, sem raktir eru til veðurfars- áhrifa heita hafstraumsins E1 Nino í Kyrrahafi hafa eldarnir geysað og breiðst út í margar vikur. Um tvær milljónir manna búa í Sharawak og hafa embættismenn reynt að sannfæra íbúana um að ekkert sé hæft í orðrómi um að matarbirgðir séu á þrotum, höfnin í höfuðborginni, Kuching, sé opin, þótt flug til Sharawak liggi niðri. Sá kvittur komst á kreik að vatns- ból hefðu tæmst og íbúar keyptu upp allt flöskuvatn í verslunum. Klukkan fímm síðdegis í gær að staðartíma (kl níu árdegis að ís- lenskum tíma) mældist mengunin í Kuching 638 á mengunarmæli- kvarðann sem notaður er í Malasíu, en samkvæmt honum er mengun á bilinu 300-500 hættuleg fólki. Mest fór mengunin í 850 á þriðju- dag. I Kúala Lúmpúr, höfuðborg Mal- asíu, var fjölskyldum starfsfólks bandaríska sendiráðsins gefinn kostur á að yfirgefa landið ef það óskaði eftir því. I kanadíska sendi- ráðinu var starfsfólk til skiptis flutt til Ástralíu í viku til þess að komast í hreint loft. Lftið útlitsgölluð heimilistæki með verulegum afslætti Örbylgjuofnar, þvottavélar, þurrkarar, kæliskápar og uppþvottavélar. Blað allra landsmanna! - kjarni málsins! ///'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.