Morgunblaðið - 25.09.1997, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Stórum hluta öldrunarþjónustu sjúkrahúsanna í Reykjavík komið fyrir á Landakoti
í
>
Á undanfömu ári
hefur stærstum hluta
öldrunarþj ónustu
sjúkrahúsanna í
Reykjavík verið komið
fyrir á Landakoti.
Þar eru nú átta deildir
sem veita sérhæfða
þjónustu fyrir aldraða,
með 141 rúmi og30
dagrýmum sem
nýtast 64 sjúklingum
og móttökudeild.
Arna Schram kynnti
sér breytingarnar sem
hafa kostað um 140
milljónir á þessu ári.
INNLENDUM
VETTVANGI
s
TARFSEMI Landakots-
spítala hefur verið að
breytast umtalsvert á sl.
tveimur árum. Annars
vegar vegna sameiningar við Borg-
arspítalann með tilfærslu á bráða-
þjónustu og skurðaðgerðum frá
Landakoti yfir á spítalann í Foss-
voginum og hins vegar með til-
komu öldranarþjónustu sjúkrahús-
anna beggja á Landakot, en henni
hefur verið komið þar fyrir á und-
anförnu ári samkvæmt sérstöku
stefnumótandi áliti heilbrigðisráð-
herra, ijármálaráðherra og borgar-
stjóra frá því í ágúst 1996. Að
sögn Pálma V. Jónssonar forstöðu-
læknis öldrunarsviðs Sjúkrahúss
Reykjavíkur er búist við því að
öllum tilfærslum verði lokið í næsta
mánuði og að starfið fari að bera
fullan ávöxt á næsta ári.
í dag eru því átta deildir á
Landakoti sem veita sérhæfða
þjónustu fyrir aldraða. Þar af eru
tvær deildir sem veita þjónustu
fyrir heilabilaða, þtjár öldrunar-
lækningadeildir, ein hjúkrunar-
deild, ein dagdeild og ein móttöku-
og endurkomudeild. Auk þess er á
Landakoti nýuppgerð aðstaða til
Á LANDAKOTI hefur verið komið upp nýrri aðstöðu fyrir iðju- og sjúkraþjálfun.
„Gefur tækifæri
til ákveðinnar
sérhæfingar“
sjúkra- og iðjuþjálfun-
ar fyrir aldraða, þar
sem áður var barna-
deild og kapella og þá
er þar aðstaða til fé-
lagsráðgjafar. Einnig
er áfram á Landakoti
röntgen- og blóðrann-
sóknadeild.
Að sögn Pálma hef-
ur þróun öldrunar-
þjónustu sjúkrahús-
anna á Landakoti orð-
ið í þremur áföngum.
„í byrjun áratugarins
var stofnuð hjúkrun-
ardeild fyrir aidraða á
Landakotsspítala en
þá var Landakot sjálfstæð stofnun.
Þessi deild er enn starfandi og er
eina hjúkrunardeild Landakots,"
segir Pálmi.
Pálmi V.
Jónsson
„Næsta skrefið varð
í október 1995 þegar
öldrunarhjúkrunar-
deild Hafnarbúða var
flutt inn á Landakot,
en í sama mánuði var
einnig ein af öldrunar-
lækningadeildunum í
Fossvogi flutt yfir á
Landakot. Síðasti og
stærsti áfanginn í til-
færslu öldrunarþjón-
ustu sjúkrahúsanna
hefur átt sér stað und-
anfarið ár, en í þeim
áfanga hafa ailar öldr-
unarlækningadeildir
Landspítalans í Hátúni
verið fluttar inn á Landakot, að
einni undanskilinni, öldrunarmats-
deild, sem fluttist inn í aðalbygg-
ingu Landspítala á Landspítalalóð.
Nýtt húsnæði
frá grunni
hefði kostað
600 milljónir
Morgunblaðið/Sverrir
STÓRUM hluta öldrunarþjónustu sjúkrahúsanna í Reykjavík hefur verið komið fyrir á Landakoti.
Jafnframt flutti starfsemi Hvíta-
bands, sem einkum sneri að heila-
bilun, inn á Landakot en sú deild
hafði þjónað öldruðum sl. 12 ár,
sem hluti af Borgarspítala," segir
Pálmi.
Þannig er öldrunarþjónusta
sjúkrahúsanna á Landakoti sam-
sett úr starfsemi nokkurra stofn-
ana, þ.e. frá Hátúni, Hafnarbúð-
um, Hvítabandi og hluta af B-álmu
Borgarspítalans í Fossvogi. Pálmi,
Anna Birna Jensdóttir, ----------
hjúkranarfram-
kvæmdastjóri öldrun-
arsviðs SHR, Bjarney
Tryggvadóttir hjúkr-
unarframkvæmda-
stjóri öldrunarlækn-
ingadeildar Landspítalans og Þór
Halldórsson, forstöðulæknir öldr-
unarlækningadeildar Landspítal-
ans hafa unnið náið saman að
skipulagi og útfærslu þessara
breytinga í samvinnu við tækni-
deild SHR og þrjá fulltrúa hins
opinbera.
Teymisvinna á
öldrunarlækningadeild
Að sögn Pálma gefur þessi sam-
eining öldrunardeilda úr ýmsum
áttum tækifæri til ______________
ákveðinnar sérhæfing-
ar á Landakoti. „Þann-
ig verður til dæmis
þjónusta við heilabil-
aða öflugri og mark-
vissari en áður og enn-
fremur verður hægt að koma upp
sérhæfðu öldrunarfræðabókasafni
svo annað dæmi sé tekið,“ segir
hann.
Eins og fyrr sejgir eru átta deild-
ir á Landakoti. A deildunum fyrir
heilabilaða, sem eru í B-álmu
Landakots, fer fram sérhæfð
greining, meðferð og endurhæfing
fyrir einstaklinga með sjúkdóma
sem valda skerðingu á heilastarf-
semi. Á dagdeild, sem er ájarðhæð
í B-álmu, fer fram meðferð og
endurhæfing fyrir þá einstaklinga
sem geta nýtt sér meðferð á dag-
inn en dvalið heima á kvöldin og
um helgar. Á móttöku- og endur-
komudeild, sem einnig er á jarð-
hæð í B-álmu, starfar hópur fag-
fólks sem í sameiningu vinnur að
því að veita öldruðum einstakling-
um og aðstandendum þeirra stuðn-
ing ásamt því að sinna greiningar-
vinnu.
Meginviðfangsefni hjúkrunar-
deildar, sem er á 1. hæði í A-álmu
Landakots, er langtímahjúkrun
aldraðra sem dveljast þurfa á
sjúkrahúsi, en einnig fer þar fram
hjúkran sjúklinga sem bíða eftir
langtímavistun á hjúkrunarheimili
og hjúkrun sjúklinga er koma í
skammtímainnlögn til þjálfunar
eða hvíldar. Óldrunarlækninga-
deildirnar þijár sem eru bæði í A-
og B-álmu Landakots sinna tíma-
bundnum verkefnum, en þangað
koma sjúklingar sem eiga við bráð
veikindi og fjölþættan heilsufars-
vanda að stríða.
„Á öldrunarlækningadeildum
fer fram teymisvinna lækna, hjúkr-
unarfræðinga, sjúkraþjálfara, iðju-
þjálfa og félagsráðgjafa, auk fleiri
aðila ef við á,“ segir Pálmi. „Mark-
miðið er greining á fjölþættum
vandamálum; líkamlegum, andleg-
um og félagslegum og að hver og
einn aldraður nái sinni bestu hugs-
anlegu færni, bæði andlega og lík-
amlega. Aldraðir hafa oftar en
ekki marga sjúkdóma, mörg lyf
auk aldurstengdra breytinga sem
allt spilar saman og gerir greiningu
og meðferð flókna og vandasama.
Því kemur til teymisvinna margra
fagaðila til að greiða úr málum,“
segir hann.
Pálmi segir að aldraðir þurfi oft
lengri tíma en þeir sem yngri eru
til að ná sér eftir alvarleg veikindi
og að Landakot sinni því hlutverki
að taka á móti öldruðum sjúkling-
um sem þannig er ástatt um til
jafns frá Landspítalanum og frá
Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi.
En jafnframt hafa öldrunarlækn-
ingadeildirnar það hlutverk að taka
við fólki úr heimahúsum til með-
ferðar og endurhæfingar í sam-
vinnu við heilsugæsluna og félags-
þjónustuna.
Kostnaður um
140 milljónir
Pálmi segir að þær breytingar
sem hafi verið gerðar á húsnæði
Landakots til að þar mætti koma
--------- fyrir nýrri starfsemi
hafi kostað liðlega 140
milljónir króna á þessu
ári. „Á móti leggst nið-
ur óhentugt og úr sér
gengið húsnæði í Há-
■”"“.. túni, Hvítabandi og
Hafnarbúðum,“ segir Pálmi. „Ef
byggja hefði átt yfir þá starfsemi
frá granni hefði það kostað a.m.k.
600 milljónir og era þessar breyt-
ingar því afar hagkvæmar. Einnig
sparast ýmis rekstrarkostnaður og
umsýsla, þar sem nú sameinast
margir smáir þættir undir einu
þaki. Hin öfluga starfsemi á
Landakoti mun skapa nýjar og
gjörbættar aðstæður til samskipta
við heilsugæslu- og félagsþjónustu,
en síðast en ekki síst verður þar
_________ miðstöð kennslu og
rannsókna," segir
hann.
Starfsemi öldrunar-
þjónustunnar á Landa-
koti verður nánar
kynnt þann 16. október
næstkomandi en þá eru liðin 95
ár frá stofnun Landakots. „Við
nutum þeirrar ánægju að bjóða St.
Jóseps systrum í heimsókn nýlega
til að sýna þeim þær umbætur sem
gerðar hafa verið á Landakoti und-
anfarið ár og þótti okkur vænt um
þá gleði og hlýju sem þær sýndu
okkur þá,“ segir Pálmi. „Og ljóst
er af kveðjum þeirra að blessun
þeirra fylgir starfseminni á þeim
miklu tímamótum sem nú eru að
verða á starfsemi Landakots,“ seg-
ir hann að síðustu.
Átta deildir
fyrir aidraða
sjúklinga eru
í Landakoti
\
\
I
!
.
;
i
i
i
f
í
i
i
i
i
>