Morgunblaðið - 25.09.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.09.1997, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ _____________________________FRÉTTIR_____________ Hjálmurinn bjargaði lffí Aðalheiðar Erlu Davíðsdóttur „Meira töff að nota hjálm en hjólastól“ un: ‘ofl leiöft rclð- .. Stúlkaö ^ím vftrð t6í«^í( SS^ttUSSSjt MÆÐGURNAR Stella Leifsdóttir og dóttirin Aðalheiður Erla Da- víðsdóttir eru sannfærðar um að reiðhjólahjálmur hafi bjargað lífi stúlkunnar þegar hún varð fyrir bíl 28. mars í fyrra á Kringlumýrar- braut í Reykjavík. „Henni finnst meira töff að nota hjálm en hjólastól," sagði móðirin þegar rætt var við mæðgurnar á heimili þeirra í Kópavogi í gær. Aðalheiður Erla var að leiða reiðhjól sitt yfir Kringlumýrar- braut á móts við Bústaðaveg þeg- ar hún varð fyrir bflnum, stórum jeppa með kerru. Hún hlaut alvar- lega höfuðáverka en einnig slæmt lærbrot. „Hún var í lífshættu í þrjá til Qóra daga. Henni var haldið sofandi í viku og var hún 13 daga á gjörgæslu," sagði Stella um fyrstu dagana. Aðalheiður Erla var síðan á barnadeild f sex vikur og í kjölfarið tók við endur- hæfing á Grensásdeild sem stóð yfír í allt fyrrasumar. Aðalheiður er enn í sjúkraþjálfun og iðju- þjálfun og sækir einnig tíma í tal- þjálfún. „Æfingarnar eru kannski ekki erfiðar lengur en það er ekki alltaf gaman að þurfa að fara í þjálfun þegar hinir krakkarnir geta verið að gera eitthvað skemmtilegra," segir Aðalheiður Erla. Hún varð að læra að ganga, borða og tala á ný - í raun læra Stúlka slasast alvariega varieðakerru. ,iy«aden<i A« lœ£fkUvlkur er Sjökrahús* bötuö- stCilkan me» húo er úvertah v„ á bennl .. upf: um núnan aw-*****'**' aögerö allar daglegar athafnir og hún er ekki ennþá farin að hjóla aftur að neinu marki. „Jafnvægisskynið er ekki nógu gott ennþá þannig að ég hef lítið hjólað." Fengu hjálm um ieið og hjól Stella Leifsdóttir segir að hún hafi alltaf brýnt fyrir börnunum að nota hjálm en Aðalheiður á tvö yngri systkin. „Hér fer enginn út nema með lijálm og það hefur Að- alheiður gert frá því hún fór að hjóla þegar hún var fjögurra ára,“ segir Stella og hvetur foreldra til að sjá um að börn sín noti reið- þjólahjáhna. „Þetta hefur ekki ver- ið vandi því börnin fá hjálm um leið og hjólið og því verður þetta eðlilegur hlutur. Það er engin spurning að í tilviki Aðalheiðar bjargaði hann lífi hennar." Aðalheiður er að verða fjórtán ára og er í Hjallaskóla. Hún missti tvo mánuði úr skóla á síðasta ári en hefur síðan fylgst með jafnöldr- um sfnum þrátt fyrir að þurfa að veija verulegum tíma í æfingar og það er margt sem hún á erfiðara HJÁLMUR bjargaði lífi Aðalheiðar Erlu Davíðsdóttur þegar hún varð fyrir bfl í mars í fyrra. Hún þarf enn að stunda ýmsa þjálfun og endurhæfingu. Við hlið myndarinnar er hluti fréttar Morgunblaðsins 29. mars 1996. með en þeir enda hefur hún ekki stundum erfitt að stunda æfing- sömu hreyfigetuna enn. „Það er arnar þegar vinirnir geta leikið mikil vinna hjá henni aukalega og sér,“ segir móðirin. Dagbjört og Rúna báru vitni í undirrétti í Istanbul f gærmorgun Leitin að Frakkanum árangurslaus LEITIN að Michael Leduc, 19 ára gömlum frönskum ferðamanni, hefur enn ekki borið árangur. Síðast er vit- að um ferðir hans með áætlunarbíl frá Reykjavík til Hvolsvallar 6. sept- ember sl. Þar fór hann úr bflnum og er ekkert vitað um ferðir hans eftir það. Michael er með dökkt stutt hár, grannvaxinn og 182 cm á hæð. Hann gæti verið klæddur í rauða úlpu og í brúna gönguskó. Hann er með grá- grænan bakpoka og dökkgrænt tjald. Þeir sem geta gefið upplýsing- ar um ferðir Michaels eftir 6. sept- ember sl. vinsamlegast hafi samband við lögregluna. Guðjón Jóhannsson skipstjóri á Hákoni ÞH Þorskurinn étur alla rækju FISKISKIPIÐ Hákon ÞH frá Grenivík, kom til Akureyrar í gær- dag með rúm 170 tonn af rækju eftir þriggja vikna veiðiferð. Af því eru um 120 tonn iðnaðarrækja sem fara á til vinnslu hjá landvinnslu Samherja hf. Hákon var við veiðar fyrir norð- an land og segir Guðjón Jóhanns- son skipstjóri að ástandið á miðun- um sé býsna einkennilegt. Þar sé yfirfullt af þorski og hann sé að verða búinn að éta alla rækjuna á miðunum. „Það er ansi dýrt eldi á þorskinum að láta hann éta helm- ingi verðmeiri afurð en hann gefur af sér sjálfur. Þarna voru sporða- köst um allan sjó og því er alveg ljóst að það þarf að veiða meira af þorski.“ Guðjón segir mikið af smárækju fyrir austan og hafi verið óhemju mikil veiði í Langaneskantinum undanfama daga. Fyrir vestan- verðu Norðurlandi sé þorskurinn hins vegar kominn í rækjuna og þar sjáist ekkert af henni. En þar hafi stærsta og besta rækjan hald- ið sig. „Á þessum árstíma eigum Morgunblaðið/Knstján HÁKON ÞH kom til Akureyrar í gær með rúm 170 tonn af rækju. Löndun hófst um leið og skipið lagðist að bryggju. við því að venjast að vera í mokveiði á rækju úti fyrir Mið- Norðurlandi." Þetta var fyrsti rækjutúr Hákons eftir loðnuvertíð og segir Guðjón að skipið verði á rækju fram febrúarbyrjun að loðnuveiðar hefjist á ný. „Við erum búnir með okkar loðnukvóta en eigum nógan rækjukvóta og megum veiða hátt í 2.000 tonn á þessu fiskveiðiári," segir Guðjón. Halim A1 sýkn- aður af ákæru ÍSAK Halim A1 var sýknaður af ákæru um brot á umgengnisrétti Sophiu Hansen við dætur þeirra í undirrétti í Istanbul í gærmorgun. Þetta er þriðja ákæran af sex sem höfðuð hefur verið gegn Halim Ai fyrir brot hans á umgengnisréttin- um. Ekki náðist í Sophiu Hansen en í fréttum Sjónvarpsins í gærkvöldi sagðist hún undrandi og reið yfir þessari niðurstöðu dómsins þar sem Halim Ai hefði verið dæmdur í tæplega fjögurra mánaða fangelsi fyrir sams konar brot fyrir hálfu ári í undirrétti í Istanbul. í samtali við Sjónvarpið sagði Sophia að niðurstaða dómarans hefði annars vegar byggst á eið- svörnum vitnisburði dætranna, Dagbjartar og Rúnu, í gærmorgun um að þær vildu ekki fara til móður sinnar og hins vegar á málsgögn- um, sem, að mati dómarans, sýndu ekki fram á sekt Halims Al. Sophia, sem sá dætur sínar í gær- morgun í fyrsta sinn í tíu mánuði, sagði hins vegar greinilegt að þær hefðu ekki talað frá eigin brjósti. Hún sagði ennfremur aðmálinu yrði áfrýjað til Hæstaréttar í Ankara. Helgar- pósturinn seldur STJÓRN Lesmáls ehf. útgáfufyrir- tækis Helgarpóstsins samþykkti í gær að að selja Perluútgáfunni ehf rekstur og eignir félagsins. Lesmál hefur gefið út Helgar- póstinn síðan í október í fyrra og Dar til blaðið hætti að koma út fyrir um það bil einum mánuði. I sameiginlegri fréttatilkynningu frá Lesmáli og Perluútgáfunni kemur fram að Perluútgáfan stefni að útgáfu á nýju og breyttu frétta- blaði á næstu vikum og kaupin á rekstri Lesmáls séu liður í þeim undirbúningi. Útgáfa fréttablaðs til skoðunar Jón Axel Ólafsson, forsvarsmað- ur Perluútgáfunnar, er í félagi við fleiri aðila að undirbúa rekstur út- varpsstöðvar. Hann segir að með kaupunum hafi hann ekki verið að sækjast eftir útgáfu Helgarpósts- ins heldur fyrst og fremst að kaupa eignir útgáfunnai'. „Þær henta mér mjög vel til reksturs útvarps, sjón- varps og hugsanlegrar blaðaút- gáfu,“ segir Jón Axel. Hann segist hafa til skoðunar út- gáfu dagblaðs eða vikublaðs en hann hafi hins vegar ekki í hyggju að gefa út þá tegund blaðs sem Helgarpósturinn var. „Ef ég fer út í útgáfu, væntanlega ásamt fleir- um, sem er nú til skoðunar, verður það alvöru fréttablað," segir Jón Axel. Árni Björn Ómarsson, fram- kvæmdastjóri Lesmáls, vildi ekki gefa upp söluverð eigna fyrirtækis- ins í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann segir að stjórnendur Lesmáls muni nú snúa sér að gera félagið upp og greiða skuldir þess en óráðið sé hvað taki svo við. ---------------- Rafmagnslaust á Egilsstöðum í iangan tíma í fyrrinótt Orsakir bil- unar enn ekki kunnar RAFMAGNSLAUST varð hjá um 3.000 íbúum Egilsstaðabæjar og nágrennis rétt eftir miðnætti að- faranótt miðvikudagsins vegna bil- unar í aðalspenni fyrir svæðið. Að sögn Sigurðar Eymundsson- ar, umdæmisstjóra Austurlands, tókst að tengja varaspenni í skyndi, eftir að bilunarinnar varð vart í aðalspenninum, og koma þannig rafmagni á hluta svæðisins eftir tæpa tvo tíma. Þeir síðustu fengu hins vegar ekki rafmagn fyrr en um áttaleytið um morguninn. Sigurði er ekki kunnugt um beint tjón af völdum rafmagnsleysisins. Sigurður segir ennfremur að ekki sé vitað hvað kunni að hafa or- sakað bilunina í aðalspenninum, en vitað sé að postulínseinangrari í spenninum hafi sprungið og smá- vegis olía lekið út úr honum. Við það sló vamarbúnaður spenninn út. Að sögn Sigurðar er verið að rífa aðalspenninn í sundur til að leita að ástæðu þess að einangrarinn sprakk, en á meðan verður notast við varaspenninn. Sigurður kveður erfitt að segja til um hvenær búið verði að gera við aðalspenninn, en það fari eftir því hvað hafi valdið biluninni. Hann vonast þó til að hægt verði að gera við í dag eða á morgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.