Morgunblaðið - 25.09.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 25.09.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1997 47 Kærleika í sljórnmál Frá Guðmundi Rafni Geirdal: ÉG ÞAKKA allskjóta birtingu á bréfi eftir mig sem bar yfirskriftina „Siðareglur fyrir stjórnmálamenn - já, takk!“ Ég tel að bréfið hafi ver- ið ágætt innlegg í umræðu sem hefur átt sér stað á undanförnum árum, meðal annars með nýlegri i leiðaragrein í Morgunblaðinu um að taka ætti upp siðareglur hér á landi. Með því eykist skriðþunginn í áttina að því að réttara þyki að vísa í siðareglur ef einhverjir stjórn- málamenn þyki fara á svig við þær. Tilfellið er að fleiri stjórnmála- menn en lögmenn hafa hlotið menntun og starfsréttindi í atvinnu- stéttum sem hafa með sér siðaregl- ur. Til að mynda er Halldór As- grímsson endurskoðandi og endur- I skoðendur hafa með sér siðareglur. En það er annað sem mig langar til að ræða í þetta sinn, og það er á vissan hátt í beinu framhaldi af síðasta bréfi, og það er hvaða eigin- leikar liggja að baki því að menn- fylgi siðareglum yfirleitt! Siðspek- ingar undanfarinna alda hafa talið að forsendan liggi í hugarfari manna, hvort sem það liggi í trú þeirra á Guð eða þá trú á æðra gildi. Meðal nýaldaráhugamanna I hefur á undanförnum árum verið lögð áhersla á að bein ræktun ein- staklingsins á kærleika leiði sjálf- krafa af sér betri breytni, án þess að sá hinn sami þurfi eitthvað sér- staklega að reyna það. Ef það dug- ar á fjölda einstaklinga sem gegna alls kyns störfum í þjóðfélögum jarðar, af hveiju ætti það þá ekki að duga á stjórnmálamenn, einkum og sér í lagi af því að það eru til dæmi um slíka leiðandi aðila á er- f lendum vettvangi. Það er í því ljósi sem ég óska eftir því að eftirfar- andi bréf/grein sé birt, hvort sem þið birtið hana sem bréf til blaðs- ins, eða sem aðsenda grein. Kærleikur hefur áhrif I > I ) ) I ) > ) ) I Heimsbyggðin hefur mátt þola það á undanfarinni viku að tvær kær- leiksríkar konur eru horfnar af sjón- arsviði alþjóðlegrar umfjöllunar, ann- ars vegar Díana fyrrum prinsessa sem vildi verða, og varð eftir dánar- dægur, drottning í hjarta fólksins, og hins vegar móðir Teresa, sem fómaði sér í þágu fátækra um ára- tuga skeið. Hin kærleiksríku áhrif sem þessar tvær konu höfðu voru svo mikil að helstu stjómmálamenn mannkynsins héldu um þær ræður sem vora fluttar í alþjóðafréttum. Það merkilega gerðist að forsætisráð- herra Bretlands, Tony Blair, flutti ræðu við útför Díönu, þar sem hann las upp úr Korinubréfi Nýja testa- mentisins um kærleikann. Bill Clinton hélt ræðu við Hvíta húsið þar sem hann sagði að missir væri að þessum tveimur konum. Tilfellið er að kærleikur getur haft mikil áhrif á stjórnmál, hvort sem það er hérlendis eða erlendis. Sagt er í andlegum fræðum að kærleikur sé allt sem er. Sumir trú- aðir einstaklingar segja að Guð sé kærleikur. Jógameistarinn Gurudev sem kom hingað til lands á árunum 1990 til 1994 sagði að kærleikur væri bindiefnið sem byndi allt sam- an þannig að það verkaði sem ein heild og með því að hver einstakl- ingur næði að virkja með sér kær- leikann þá leiddi allt annað af sjálfu sér. Meistari hans, Babuji, sagði að hin einu sönnu trúarbrögð mann- kynsins væru kærleikur. Það merkilega er að kærleikur er ekki einungis til staðar meðal einstalinga sem eru að þroska sjálfa sig eða meðal sanntrúaðs fólks sem ræktar sína trú í einlægni, heldur hafa komið fram stjórnmálaleiðtog- ar sem hafa kærleika, og aðra svip- aða eiginleika, sem megindrifkraft- inn á bak við sín stjórnmál. Þjóðir heimsins hafa kynnst báðum þeirra á undanförnum áratugum, annars vegar er það Mahatma Gandhi og hins vegar Dalai Lama. Áhrif Ghandis á þjóð sína voru svo sterk að enn í dag er hann helsta bindi- efni stjórnmála í Indlandi og þess að Indveijar haldast sem ein þjóð. Og enn í dag er Dalai Lama virtur meðal landsmanna sinna, þrátt fyr- ir að hann hafi verið útlægur frá landi sínu í hartnær 40 ár. Það merkilega er að ýmsir frammámenn hér á landi hafa haft kærleikann á orði. Þannig ræddi hinn nýkjörni forseti íslands um kærleikann í fyrstu áramótaræðu sinni. Og hinn nýkjörni verðandi biskup ræddi um mikilvægi þess að biskupinn væri trúaður þjónn sem hvetti til kærleika meðal safn- aðanna. Deilur eru heldur ekki eins hatrammar á Alþingi og áður var. Þannig gæti verið að myndast and- rúm fyrir aukna hlýju, tillitssemi, umburðarlyndi og skilning meðal núverandi stjórnmálamanna, sem væri stórt framfarastökk frá „Gaggó vest“ og „sandkassaleik" sem þeir eru sagðir hafa iðkað á undanförnum árum. Ég hvet því til þess að kærleikur fái aukið vægi í stjórnmálum hér á landi, þó ekki væri nema um eina ögn. Með því væri kominn enn einn jákvæður eiginleikinn í áframhaldandi upp- byggingu okkar ágætu þjóðar. Megi svo vera. GUÐMUNÐUR RAFN GEIRDAL skólastjóri. Öllum þeim sem glöddu mig og heiðruðu ú dtt- rœðisafmœli mínu hinn 13. september síðastlið- inn með heimsóknum, gjöfum, góðum kveðjum eða á annan hátt, flyt ég innilegar þakkir og blessunaróskir. Jón Þórarinsson. fZZ. Sjúkranuddstofa Wolfgangs Furugerði 3, 108 Reykjavík. Tímapantanir í símurn 553 5332 og 896 4759. Domus Medica 551 8519 Kringlunni 568 9212 Mikið úrval af herraskóm Verð: 5.995,- Tegund: 4441 Svart leður í stærðum 40-46 STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN 8 vikna námskeið í Mætti, Skipholti 50A. Upplýsingar og innritun í síma 551 4949 eftir kl. 15.00. Næsta námskeið hefst miðvikudaginn 1. október. Guðrún Gestsdóttir, sjúkraþjálfari. BaRNaBPvöLt fyrir börn 5-12 mán. - syngjum -dönsum - leikum - liðkumst -styrkjumst -hreyfumst -fræðumst „Föst störf tilheyra iðnbyltingunni, ekki morgundeginum“ Námstefna meö William Bridges, þriöjudaginn 30. september. sriárnunarfðlaa Skráning hjá Stjórnunarfélagi íslands f síma 533 4567. ísiands Prestige" lúxus boxdýna 90x200 sm Áður: 45.000,- I 105x200 sm Áður: 49.900,- I 120x200 sm Áður: 59.900,- ! 140x200 sm Áður: 79.900,- Lúxus dýnuhlff úr hreinu Latexi innrfalin í verði Honey moon" tógahúsgögn 1 ■ - ý&lpVHK Nú aðeins: Tll l 6.990,- Hvrtur skenkur Áður: Nú aðeins: 7 99° - 5.990,- 2 manna sófi/svefnsófi Nú aðeins: 12.900 Glœsilegur sófi ó hjólum 1 Verðáður ff sófi: 29.900,- skemill: 9.900, a!M sornau Skeifunni 13 108 Reykjavlk 568 7499 Reykjavíkurvegi 72 220 Hafnarfjörður 565 5560 NorSurlanga 3 600 Akureyri 462 6662 Holtagöröum v/Holtaveg 104 Reykjavik 588 7499 Líka til í beyki aðeins 1000 kr. aukalega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.