Morgunblaðið - 08.10.1997, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þorsteinn
Pálsson í
Namibíu
ÞORSTEINN Pálsson sjávarút-
vegsráðherra kom til Namibíu í
gærmorgun og verður þar í opin-
berri heimsókn fram á föstudag.
Er hann að endurgjalda heimsókn
sjávarútvegsráðherra landsins til
íslands í fyrra. í fylgdarliði Þor-
steins eru Árni Kolbeinsson ráðu-
neytisstjóri, Ari Edwald aðstoðar-
maður og Björn Dagbjartsson, for-
stöðumaður Þróunarsamvinnu-
stofnunar íslands.
í dag og á morgun mun sjáv-
arútvegsráðherra kynna sér starf
Þróunarsamvinnustofnunar ís-
lands og starfsmanna hennar í
sjávarútvegsmálum. Ráðherrarnir
ræðast við í dag og opnað verður
formlega netaverkstæði Hampiðj-
unnar. í gær afhenti Þorsteinn
sjávarútvegsráðuneytinu í Namib-
íu mynd af Ólafi heitnum Einars-
syni sem starfaði í Namibíu en
hann lést fyrr í sumar. Á föstudag
mun Þorsteinn Pálsson eiga fund
með forseta landsins og lýkur
heimsókninni þann dag.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
DANSKI stórmeistarinn Curt
Hansen dregur númer hjá
Þráni Guðmundssyni, aðal-
dómara mótsins.
Stórbikar-
skákkeppni
hefst í dag
FYRSTA umferð í Norrænu
stórbikarkeppninni í skák, Visa
Nordic Chess Grand Prix, verð-
ur tefld í dag á Grand Hótel
Reykjavík.
Fjórir íslenskir stórmeistarar
eru meðal þátttakenda: Jóhann
Hjartarson, Helgi Áss Grétars-
son, Þröstur Þórhallsson og
Hannes Hlífar Stefánsson.
Dregið var um töfluröð í gær-
kvöldi og samkvæmt henni mæt-
ast í fyrstu umferð John Arni
Nilssen frá Færeyjum og Hann-
es Hlífar Stefánsson; Jóhann
Hjartarson og Einar Gausel,
stórmeistari frá Noregi; sænski
alþjóðameistarinn Tiger Hillarp
Persson mætir norska stór-
meistaranum Rune EHurhuus;
stórmeistarinn Ralf Ákeson frá
Svíþjóð mætir stórmeistaranum
Heikki Westerinen frá Finn-
landi; Þröstur Þórhallsson mæt-
ir norska stórmeistaranum Jon-
atan Tisdal. Stórmeistarinn Jo-
hnny Hector frá Svíþjóð teflir
við Helga Áss Grétarsson og
dönsku stórmeistararnir Lars
Schandorff og Curt Hansen
mætast.
■ Norræna/36
Morgunblaðið/Kristinn
Vegagerð á Kambabrún
VERKLEGAR framkvæmdir eru enn í fullum landsveg yfir Hellisheiði. í gær voru vegagerðar-
gangi. Þessa dagana er verið að snurfusa Suður- menn á Kambabrún að bæta vegaröxlina.
Reykjavíkurborg vill sjá um útgáfu veitinga-
og vínveitingaleyfa til veitingahúsa
Ráðuneyti veitti leyfi
í óþökk borgarinnar
BORGARRÁÐ hefur samþykkt að
beina þeirri áskorun til dómsmála-
ráðuneytisins að nú þegar verði
lagt fram á Alþingi lagafrumvarp
um breytingu á útgáfu veitinga-
og vínveitingaleyfa sem og opnun-
artíma veitingahúsa. í lagafrum-
varpinu verði gert ráð fyrir að
ákvarðanir um opnunartíma verði
í höndum sveitarstjórna. Að sögn
Guðrúnar Ágústsdóttur, forseta
borgarstjómar, hefur dómsmála-
ráðuneytið nýlega í tvígang veitt
vínveitingaleyfí eftir að borgaryfir-
völd og lögreglustjóraembættið
höfðu hafnað beiðninni.
Borgarráð ítrekar á fundi sínum
í gær fyrri samþykkt sína frá 20.
desember 1995 þess efnis að heim-
ildir lögreglustjóra til tímabund-
innar eða varanlegrar leyfissvipt-
ingar vínveitingaleyfa, ef leyfishafí
fylgir ekki settum reglum, verði
skýrar og ótvíræðar. Þá telur borg-
arráð eðlilegt að við útgáfu veit-
ingaleyfis og/eða vínveitingaleyfis
verði lagt mat á umsækjandann
sjálfan, m.a. fjárhagsstöðu og við-
skiptaferil en ekki einvörðungu
búnað staðarins eins og nú er gert.
Borgin veitir umsögn
Að sögn Guðrúnar veita borgar-
yfirvöld umsögn um þá staði, sem
sækja um vínveitingaleyfi, en veit-
ing leyfisins er í höndum lögreglu-
stjóra. „Lögreglustjóri fer yfirleitt
alltaf eftir áliti sveitarfélagsins,"
sagði hún. „En þetta er að breyt-
ast og eru tvö nýleg dæmi um að
dómsmálaráðuneytið veitti leyfi
eftir að sveitarfélag og lögreglu-
stjóraembættið höfðu lagst gegn
veitingunni eins og t.d. Duus hús
í Grótaþorpi þar sem var erfitt
ástand og íbúar höfðu kvartað það
mikið að við ákváðum að leggja
ekki til heimild fyrir leyfinu og
lögreglustjóri studdi okkur en
dómsmálaráðherra veitti samt sem
áður leyfið.“
Nokkur veitingahús í borginni
bíða eftir afgreiðslu á endurnýjun
vínveitingaleyfis. Sagði Guðrún að
leitað hefði verið eftir upplýsingum
hjá lögreglustjóraembættinu um
kvartanir og aðrar umsagnir um
þessa staði áður en leyfin verða
afgreidd en þær upplýsingar hafa
enn ekki borist til borgaryfirvalda.
í raun engar reglur
Guðrún sagði að ef lögunum
yrði breytt hefði það í för með sér
að sótt yrði um vínveitingaleyfi til
borgaryfirvalda sem gætu þá sett
þau skilyrði og viðmiðunarreglur
sem æskilegt væri talið að setja.
Samkvæmt lögreglusamþykkt
mega vínveitingastaðir hafa opið
til kl. 3 en borgaryfirvöld hafa
áhuga á að koma á breytilegum
opnunartíma, t.d. fram til kl. 23.30
en síðan tækju næturklúbbar við.
„Við erum í raun ekki með neinar
reglur,“ sagði Guðrún. „Allir sem
áhuga hafa á að reka vínveitinga-
stað í miðborginni taka á leigu
húsnæði og fá og ég fullyrði að
þetta er eina borgin í heiminum,
sem er með svona kerfi."
Festist
í glugga
LÖGREGLAN í Reykjavík hefur
óskað eftir síbrotagæslu yfir manni
sem festist í glugga við innbrot í
hús á Freyjugötu í fyrrakvöld.
Maðurinn komst hvorki inn um
gluggann né út aftur og kom lög-
reglan að honum. Hann var færður
í fangageymslu. Hann hefur marg-
oft gerst brotlegur og er þekktur
fyrir að reyna að komast inn til fólks,
að sögn lögreglu.
Hægt er að krefjast síbrotagæslu
yfir mönnum sem verða uppvísir að
ítrekuðum afbrotum. Þeir eru hafðir
í fangelsi meðan lokið er við mál
gegn þeim sem eru í vinnslu.
-----♦ ♦ ♦
Ráðherra býst
við tillögu um
afnám kvóta-
afskrifta
„ÉG hef lengi talað fyrir því að heim-
ild til að afskrifa kvóta verði afnum-
in eða allt frá því að Hæstiréttur
kvað upp dóm þar sem afskrift var
heimiluð. Ég geri fastlega ráð fyrir
því að niðurstaða starfshóps verði
sú að koma fram með tillögur að
lagabreytingum í þá veru,“ sagði
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð-
herra í samtali við Morgunblaðið.
Ráðherrann segist hafa litið svo
á að um sé að ræða endurnýjanlega
auðlind sem ekki beri að afskrifa.
Starfshópurinn sem ráðherra
minntist á starfar á vegum fjármála-
ráðuneytis að undirbúningi á tillög-
um um skattalega meðferð á afla-
heimildum og kvaðst Þorsteinn Páls-
son vonast til að niðurstaða lægi
fyrir ekki síðar en um áramót.
Sáu fé í
Tálkna
MENN _frá Tálknafirði, m.a.
Björn Óli Hauksson sveitar-
stjóri, sigldu í kringum Tálkna
í vikunni þar sem útigangsfé
hefur safnast saman. Að sögn
Björns Óla sást til nokkurra
kinda í fjallinu.
Ekki var gengið á fjallið
enda aðstæður erfiðar og féð
styggt. Björn Óli segir að nú
verði haft samráð við nágranna
í Patreksfirði um framhald
málsins. Einnig kvaðst hann
eiga eftir að ráðfæra sig við
fjallskilanefnd um skipuiagn-
ingu á smölun fjárins.
„Við sáum engan mun á
þessu fé og öðru. En það segja
fróðir menn sem fóru í Tálkn-
ann í fyrra að það sé bygging-
armunur á þessu fé og öðru.
Það sé sterkbyggðara eða tálg-
aðra,“ sagði Björn Óli.
Tollar á gúrkur, tómata, papriku og salöt lækka í þrepum fram til mánaðamóta
Engir tollar eft-
ir mánaðamót
TOLLAR vegna innflutnings á ag-
úrkum, tómötum, papriku og salati
Iækka í þrepum fram til 1. nóvem-
ber næstkomandi þegar tollar vegna
innflutnings á þessum vörum falla
alveg niður samkvæmt samningnum
um Evrópska efnahagssvæðið, en
óheimilt er að leggja tolla á þessar
vörutegundir á tímabilinu 1. nóvem-
ber til 15. mars.
Bæði verðtollar og magntollar eru
lagðir á þessar vörutegundir á tíma-
bilinu frá 15. mars til 1. nóvember.
Þetta er annað árið sem þessir tollar
eru lækkaðir í þrepum, samkvæmt
upplýsingum landbúnaðarráðuneyt-
isins og talið að þessi háttur sam-
rýmist betur því að hægt og sígandi
er að draga úr innlendri framleiðslu
á þessum tíma. Með sama hætti eru
tollarnir hækkaðir í þrepum á vorin
í samræmi við það að innlend fram-
leiðsla er að aukast.
Tollur á tómata nemur nú 30% á
innflutningsverð þeirra og að auki
198 krónum á hvert kíló í innflutn-
ingi. Þessi tollur lækkar í 22,5% og
149 krónur á hvert kíló á mánudag-
inn kemur og viku síðar lækkar toll-
urinn í 15% og 99 krónur á hvert
kíló í innflutningi. Um mánaðamótin
fellur síðan magntollur og verðtollur
alveg niður.
Tollur á gúrkur er mjög svipður
og tollur á tómata og lækkar í sam-
bærilegum þrepum fram til mánaða-
móta að hann fellur alveg niður.
Um græna papriku gildir samkvæmt
reglugerð landbúnaðarráðuneytisins
að tollur á hana fram til 19. október
er 22,5% og 298 krónur á hvert kíló
í innflutningi. Þessir tollar lækka
20. október í 15% og 199 krónur
og falla alveg niður um mánaðamót.
Tollar á litaðri papriku svonefndri
hafa hins vegar verið iækkaðir
nokkru fyrr vegna þess að innlend
framleiðsla hefur ekki annað eftir-
spurn innan lands. Tollurinn er nú
15% og 199 krónur á hvert kíló, en
lækkar á mánudaginn kemur í 7,5%
og 99 krónur. Frá 20. október og
fram til mánaðamóta verður einung-
is lagður 30% verðtollur á litaða
papriku, en tollurinn fellur alveg
niður um mánaðamót.
Nokkuð flutt inn
Samkvæmt upplýsingum innflytj-
enda og söluaðila hefur nokkuð ver-
ið flutt inn af litaðri papriku undan-
farið til að anna eftirspurn hér inn-
anlands. Innlend framleiðsla hefur
einnig nokkur verið og hefur algengt
smásöluverð á innlendri papriku,
bæði grænni og í öðrum litum, verið
698 kr. kílóið samkvæmt upplýsing-
um Sölufélags garðyrkjumanna.
Þá er nú einungis lagður 30%
verðtollur á jöklasalat, hann fellur
niður um mánaðamót, en verðtollur
á öðru salati í október er 15% auk
97 króna verðtolls á hvert kíló í inn-
flutningi.