Morgunblaðið - 08.10.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.10.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1997 17 ERLENT Umræða um innflytjendur í Noregi Hundruð ungmenna neydd í hjónaband Brazausk- as dregur sig í hlé HÖFUÐANDSTÆÐINGUR Vytautas Landsbergis, forseta litháíska þingsins, í forseta- kosningunum í Litháen, Alg- irdas Brazauskas forseti, hef- ur dregið framboð sitt til baka. Brazauskas kveðst ekki munu sækjast eftir endurkjöri þar sem kommúnísk fortíð hans skaðaði ímynd landsins. Landsbergis á þó enn á bratt- ann að sækja því samkvæmt skoðanakönnunum njóta tveir frambjóðendur meira fylgis en hann. Eru þeir báðir óreyndir í stjórnmálum. Sihanouk vill segja af sér NORODOM Sihanouk, kon- ungur Kambódíu, kvaðst í gær vilja afsala sér völdum en að hann biði samþykkis forsætis- ráðherrans, Huns Sens. Sagð- ist Sihanouk styðja hvern þann í embætti sem gæti komið á friði í hinu „ógæfusama" heimalandi hans. Verðlaun „óhugsandi“ KÍNVERSK stjórnvöld lýstu því yfir í gær að „óhugsandi" væri að kínverski andófsmað- urinn Wei Jingsheng fengi friðarverðlaun Nóbels, þar sem hann hefði brotið kínversk lög. Wei er einn þeirra sem til- nefndur hefur verið til verð- launanna en hann situr í fang- elsi í heimalandi sínu. Umbría skelfur enn ENN einn jarðskjálftinn reið yfir Mið-Italíu í fyrrinótt og olli hann enn frekara tjóni á kirkju heilags Frans frá Ass- isi. Skjálftinn mældist á milli 4 og 5 stig á Richter og átti upptök sín í Umbríu-héraði en hann fannst m.a. í Róm, um 100 km frá upptökunum. Ekki er vitað um tjón á húsum eða slys á mönnum. Lúkasjenkó sammála kommúnistum ALEXANDER Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, lýsti því yfir á fundi með kommún- istum og öðrum vinstrimönnum að hann styddi stefnu þeirra. Talið er fullvíst að þessi um- mæli muni vekja litla hrifningu á Vesturlöndum, sem hafa ós- part gagnrýnt Lúkasjenkó fyrir stefnu hans í mannréttindamál- um og fýrir að draga lappirnar í efnahagsumbótum. Papon fyrir rétt FYRRVERANDI fjárlagaráð- herra Frakklands, Maurice Papon, gaf sig í gær fram við lögreglu í Bordeaux en í dag hefjast réttarhöld yfir honum vegna aðildar hans að stríðs- glæpum í heimsstyijöldinni síðari. Papon, sem er 87 ára og sat í Vichy-stjórninni í stríðinu, segir málið allt farsa- kennt, hann hafi aðeins hlýtt skipunum þýskra yfirvalda. NOKKUR hundruð ungmenni hafa verið flutt frá Noregi undanfarin ár, mörg hver nauðug viljug, til að gift- ast ókunnugum í heimalandi foreldr- anna. Unga fólkið er flest fætt og uppalið í Noregi, böm múslimskra innflytjenda. Norski Rauði krossinn segir þetta færast í vöxt en á síð- asta ári tókst starfsmönnum hans að aðstoða sex ungmenni við að snúa aftur til Noregs, eftir að þau höfðu verið flutt til Pakistans, Ind- lands, Marokkó og Tyrklands til að ganga í hjónaband. Það var mál átján ára gamallar stúlku, Nadiu, sem hratt af stað umræðunni um málið nú en fýrir rúmum mánuði fiuttu foreldrar hennar hana til Marokkó þar sem neyða átti hana til að giftast manni sem hún hafði aldrei augum litið. Foreldrar Nadiu eru frá Marokkó en norskir ríkisborgarar og hún er fædd og uppalin í Noregi. Dagbladet sagði henni hafa verið ógnað með hnífí og gefin róandi lyf er hún var flutt til Marokkó. Stúlk- unni tókst að láta norska sendiráðið í Rabat vita og gekk utanríkisráðu- neytið norska í málið, þ.á m. ráðherr- ann sjálfur. Var foreldmm Nadiu gerð grein fyrir að þeir hefðu gerst sekir um mannrán og gáfu þeir að lokum eftir. Um helgina sneri Nadia heim til Noregs en foreldramir urðu eftir í Marokkó. Vandinn eykst Alþjóðamiðstöð Rauða krossins í Ósló hefur aðstoðað ungmenni sem þess óska við að komast heim eftir að hafa verið flutt nauðug úr landi. Það gengur þó ekki alltaf eftir þar sem foreldramir em oft á tíðum ósveigjanlegir. Fæst málin koma fyrir augu almennings, Rauði kross- inn hefur á skrá yfir 100 mál frá síðasta ári og það sem af er þessu ári og segja starfsmenn hans að vandinn hafi aukist. í samtölum Aftenposten við mú- siimskar konur í Noregi kemur fram að það samrýmist ekki Kóraninum að þvinga fólk í hjónaband þótt slíkt sé tíðkað. Þær lýsa allar ánægju sinni með að mál Nadiu skuli hafa komið fram í fjölmiðlum þar sem það hafi orðið til að vekja athygli á stöðu ungra stúlkna sem séu undir geysilegum þrýstingi foreldra sinna. Hins vegar benda þær á tvískinn- unginn sem felist í því að er ijallað var um mál Nadiu hafi hún verið sögð norsk en þegar skrifað sé um afbrot fólks af erlendum uppruna sé það ævinlega sagt innfiytjendur. Bjóðum þér sérstaklega velkomin í reynsluakstur Lítiii á rýmið hœðina, vinnuaðstöðuna - vélaraflið og beygjuradíusinn. MISSAIM ■ TRADE meö dísel vél, turbo með millikæli 108 hö. Kostar kr. 1.889.930.- án Vsk. Einnig fáanlegur á rekstrarleigu. Hliðarhuröir opnast vel til hliðanna svo auðvelt er að koma stöðluðum evrópubrettum inn - hvort heldur er að aftan eða í gegnum hliðarrennihurð. Ingvar Helgason hf. Sœvcirhöfda 2 Sími 525 8000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.