Morgunblaðið - 08.10.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.10.1997, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Tókst að losna við birgöafar Moskvu. Reuter. ÁHÖFN rússnesku geimstöðvar- innar Mír tókst í gær að ráða fram úr nýjasta vanda sem varð þar um borð er tilraunir til að losa ómann- að Progress M-35 birgðafar frá geimstöðinni báru loks árangur. Þar sem ekki tókst að losa birgðafarið frá á tilsettum tíma varð að fresta því um sólarhring að annað Progressfar, M-36, legð- ist í höfn og tengdist Mír. Afteng- ing M-35 tókst loks á hádegi í gær að íslenskum tíma. Um borð í M-36 er eldsneyti, súrefni, vatn, vísindabúnaður og tölva. Bandaríski geimfarinn Michael Foale sem sneri til jarðar á mánu- dag eftir rúmlega fjögurra mán- aða dvöl í Mír, sagði að Vasílí Tsíblíev, þáverandi leiðangurs- stjóri í Mír, hefði að ósekju tekið á sig ábyrgð á árekstri birgðafars við stöðina 25. júní sl. „Honum fannst hann ábyrgur fyrir árekstr- inum en ég er því ekki sam- mála . . sagði Foale og köfnuðu orð hans er hann komst við. „Nei, það er of erfitt að tala um þetta,“ bætti hann við. Samkvæmt niður- stöðum opinberrar rannsóknar í Rússlandi á óhappinu, sem birtar voru sl. föstudag, leiddi „röð óhag- stæðra samverkandi þátta" til árekstursins og þar var Tsíblíev ekki dreginn til ábyrgðar þó yfir- menn rússnesku geimferðastofn- unarinnar hefðu í öndverðu skellt skuldinni á hann. Stefnuræða danska forsætisráðherrans Aðhaldsaðgerðir og kosningaorðrómur Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Murdoch iðrast ekki Adelaide. Reuter. FJÖLMIÐLAKÓNGURINN Ru- pert Murdoch sagði í gær að hann sæi ekki eftir því að blöð I hans eigu hefðu notað myndir sem ljósmyndarar, svonefndir paparazzi, hefðu tekið af Díönu, prinsessu af Wales. Ef eitthvað væri sæi hann eftir því að of mikið hefði verið borgað fyrir slíkar myndir. Hvatti Murdoch fjölmiðla heims til þess að standa gegn því að lög um friðhelgi yrðu hert. Slík lög væru einvörð- ungu fyrir þá sem nú þegar nytu forréttinda, en ekki fyrir al- menning. „Tal um lög um frið- helgi beinist að því að þeir, sem nú þegar njóta forréttinda, fái enn frekari forréttindi, og gegn því ættu aliir blaðamenn og allir er starfa að útgáfu og sjónvarpi, að beijast," sagði Murdoch á ársfundi fyrirtækjasamsteypu hans, News Corp, í Adelaide í Ástralíu. Fram kom í máli Murdochs að afkoma News Corp hefði verið viðundandi á fyrsta fjórðungi rekstrarársins 1997/98, sem lauk 30. september sl. Hann vildi hins vegar engu spá um hvernig ganga muni á næstunni. „Eg spáði fyrir á síðasta ári og tókst ekki að standa við það, þannig að ég vil engu spá núna,“ sagði Murdoch. I STEFNURÆÐU sinni í gær boð- aði Poul Nyrup Rasmussen forsæt- isráðherra Dana aðhaldsaðgerðir til að stemma stigu við þenslu, auk þess sem hann tilkynnti að þjóðarat- kvæðagreiðsla um Amsterdamsátt- málann yrði 28. maí. Aðhaldsað- gerðunum var illa tekið bæði á hægri- og vinstrivængnum, en stefnuræðan verður rædd í eldhús- dagsumræðum á fímmtudag. í við- tali í danska útvarpinu í gær vildi forsætisráðherrann ekkert gefa út á vangaveltur um að kosningar væru á næsta leyti, en það breytir því ekki að margir velta fyrir sér hvort kosningar verði haldnar 3. nóvember næstkomandi. Þrátt fyrir að bæði Nyrup Ras- mussen og Mogens Lykketoft fjár- málaráðherra hafi alveg fram á það síðasta þvertekið fyrir að dönsku efnahagslífi stafaði hætta af þenslu sneri forsætisráðherra við blaðinu í gær og boðar nú aðhaldsaðgerðir. Meginuppistaða þeirra er annars vegar þvingaður sparnaður upp á eitt prósent í opinberum lífeyrissjóð- um og stimpilgjald upp á 5 prósent Þjóðaratkvæða- greiðslaum Amsterdam-sátt- málann 28. maí á lán, önnur en lán til nýbygginga, en gjaldið er nú 1,5 prósent. Það er einkum boðskapur um þvingaðan sparnað, sem hægriflokkarnir taka illa og segja að nær sé að verðlauna þá, sem ijárfesta i einkalífeyrissjóð- um með hærri vöxtum. Vinstri- flokkarnir eru ósáttir við aðgerðirn- ar, sem þeir segja að hitti þá efna- minnstu verst. Ráðherrann boðaði einnig hert tök á atvinnulausum, sem hingað til hafa ekki þurft að taka vinnu fyrr en eftir eitt ár, líkaði þeim ekki vinnan. Nú styttist sá tími nið- ur í hálft ár, auk þess sem skilyrði um vegalengd í vinnu verða rýmkuð og hærri flutningsstyrkir eru i boði fyrir þá sem vilja flytja sig eftir vinnu. Ráðherrann lýsti einnig yfir að flóttamenn og útlendingar, sem hingað flytjast, þurfi að leggja sig fram við að aðlagast dönsku samfé- lagi og það eigi ekki lengur að ganga sjálfkrafa að fá dvalarleyfi, heldur þurfi fólk að vinna til þess. Þessi skilaboð eiga vísast eftir að verða rædd í þaula, þar sem afstað- an til flóttamanna er nokkurt hita- mál í Danmörku. Ýmsir velta því fyrir sér að þó forsætisráðherra hafi ekki tekið undir kosningavangaveltur þá hafi hann heldur ekki þvertekið fyrir þann möguleika og meðal þing- manna virtust margir reikna með að kosninga sé að vænta. Þriðjudag- urinn 3. nóvember heyrist nefndur, en í Danmörku er alltaf kosið á þriðjudögum. Tveimur vikum síðar eru bæjarstjórnarkosningar, sem setja hugsanlegri dagsetningu ákveðnar skorður. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur framsókn Venstre, flokks Uffe Ellemann- Jensens, stöðvast og jafnaðarmenn koma nú heldur betur út en áður. Hvort þeir ætla að nýta sér þann meðvind kemur væntanlega í ljós á morgun. Þýzkaland Atvinnu- ástand ekki betra Niirnberg. Reuter. BERNHARD Jagoda, yfir- maður vinnumálastofnunar Þýzkalands, sagði í gær að ástandið á þýzka vinnumark- aðnum hefði ekki batnað neitt eins og vonast hafði verið til að gerast myndi að sumar- mánuðunum loknum. Þannig jókst atvinnuleysi í landinu milli ágúst og september að teknu tilliti til árstíðabund- inna sveiflna í atvinnufram- boði. Með því að taka tillit til árstíðabundinna sveiflna í framboði á störfum var fjöldi atvinnulausra í september- mánuði 4,497 milljónir, en í ágúst var sambærileg tala 4,463 milljónir. Tölur yfir atvinnuleysi í mánuðinum, sem ekki tóku tillit til árstíðasveiflna, bentu til að atvinnulausum hefði í heild fækkað í Þýzkalandi, úr 4,372 milljónum í ágúst í 4,308 milljónir í september. Atvinnuleysishlutfallið lækk- aði samkvæmt þessu úr 11,4% í 11,2%. Giscard d’Estaing á ESB-ráðstefnu Ellefu ríki með í EMU frá upphafi Lissabon. Reuter. VALERY Giscard d’Estaing, fyrr- verandi forseti Frakklands, sagði á mánudag að hann byggist við að 11 aðildarríki Evrópusambandsins, ESB, gerðust stofnaðilar að Efna- hags- og myntbandalagi Evrópu, EMU, 1. janúar 1999. í ávarpi sem Giscard d’Estaing hélt á ráðstefnu í Lissabon um verk- efni sem ESB stendur frammi fyrir á þröskuldi nýrrar aldar sagði hann að hann teldi „vafalaust" að 11 ríki myndu sameinast um að innleiða hina nýju sameiginlegu Evrópu- mynt, evróið. Á lista Giscards d’Estaings voru eftirfarandi 11 ríki, sem hann telur víst að muni uppfylla skilyrðin fyrir stofnaðild að EMU. Þau eru Þýzka- land, Frakkland, Benelux-löndin þijú, Portúgal, Spánn, Austurríki, Irland, Finnland og Ítalía. Saman- lögð verg þjóðarframleiðsla þessara 11 landa er um 78,5% af heildar- framleiðslu ESB. Bretland, Danmörk, Svíþjóð og Grikkland úti Giscard d’Estaing, sem var for- seti Frakklands á árunum 1974 til 1981, sagðist búast við að Bret- land, Danmörk og Svíþjóð kysu að standa utan við myntbandalagið í upphafi, og Grikkland myndi ekki uppfylla aðildarskilyrðin. Tékkum miðar vel í átt að ESB HANS van den Broek, sem fer með utanríkismál í fram- kvæmdastjórn Evrópusam- bandsins, ESB, sagði í gær að Tékkland væri komið vel á veg með undirbúning fyrir fullri að- ild að sambandinu, en tók fram að eins og tilfellið væri með önn- ur ríki sem sæktust eftir aðild væri enn nokkuð í land að tak- markið næðist. Van den Broek lét þessi orð falla eftir að utan- ríkisráðherrar ESB áttu fund með tékkneskum ráðamönnum í Lúxemborg í gær. Leiðtogar ESB-ríkjanna 15 munu taka um það ákvörðun í desember nk. hver hinna 10 ríkja í Mið- og Austur-Evrópu sem sótt hafa um að gang í ESB fá að hefja aðildarviðræður í byij- un árs 1998. Framkvæmda- stjórnin hefur þegar mælt með viðræðum við fimm A-Evrópu- ríki og er Tékkland þar á meðal. Kommúnistar boða vantraust á stjórn Jeltsíns Moskvu. Reuter. RÚSSNESKIR kommúnistar ákváðu í gær að freista þess að fá samþykkta tillögu um vantraust á stjórn Borís Jeltsín forseta í Dúm- unni, neðri deild rússneska þings- ins, vegna „hörmulegra“ áforma hennar um efnahagsumbætur. Með þessari ákvörðun kommún- ista, sem ráða ferðinni í dúmunni, stefnir í átök við Jeltsín sem hótað hefur að leysa upp þingið hætti það ekki að tefja eða reyna koma í veg fyrir að efnahagsumbætur stjórnar- innar nái fram að ganga. „Rótttæklingalið hefur náð yfir- höndinni í ríkisstjórninni og stefnir landinu inn í hörmungar," sagði Gennadí Zjúganov, leiðtogi komm- únista. Jeltsín sagði sl. föstudag að þol- inmæði hans gagnvart dúmunni væri á þrotum og gaf með því í skyn að hann kynni að ieysa hana upp. Kommúnistar eru andvígir fyr- irhuguðum efnahagsráðstöfunum og benda máli sínu til stuðnings á nýja skýrslu Rauða krossins sem sagði nýlega að „hörmungar- ástand“ ríkti í Rússlandi og þremur fyrrverandi lýðveldum Sovétríkj- anna og varaði við miklu mannfalli á komandi vetri vegna kulda og fátæktar. Jeltsín getur samkvæmt stjórnar- skránni vikið forsætisráðherra til hliðar eða hundsað fyrsta van- traust, sem dúman kann að sam- þykkja. Hann getur þó ekki leyst hana upp á því stigi. Samþykki þingdeildin hins vegar vantraust öðru sinni á stjórnina á þriggja mánaða tímabili getur forsetinn leyst hana upp eða vikið forsætis- ráðherranum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.