Morgunblaðið - 08.10.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.10.1997, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fyrsta umræða um fjárlög á Alþingi Heildarskuldir ríkis- ins lækka 3. árið í röð Fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1998 á Alþingi í gær, en frumvarpið byggist á nýjum fjárreiðulögum, sem þýðir breytta framsetningu. í máli sínu lagði ráðherra m.a. áherslu á að fjárlögin skiluðu tekjuafgangi annað árið í röð, að útgjöld og skatttekjur lækkuðu sem hlutfail af vergri landsframleiðslu og að lánsfjárþörf- in minnkaði um 8 milljarða frá árinu 1997 til 1998 næði frumvarpið fram að ganga. Morgunblaðið/Halldór FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra mælti á Alþingi I gær fyrir frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1998. FJÁRLAGAFRUMVARPIÐ gerir ráð fyrir um hálfs milljarðs króna tekjuafgangi samkvæmt nýju fram- setningunni, á rekstrargrunni, eða sem svarar um 3,2 milljörðum króna samkvæmt hefðbundnum uppgjörs- aðferðum á greiðslugrunni. Þetta sagði Friðrik Sophusson vera til marks um þann árangur sem náðst hefði í efnahagsmálum að undan- fömu og væri í samræmi við stefnu- yfirlýsingu ríkisstjómarinnar, en fyrsta skrefið í átt til jafnvægis hefði verið stigið með ijárlögum ársins 1996. „Mikilvægt er að stefna að frekari afgangi á ríkissjóði á næstu árum til þess að lækka skuldir ríkis- ins og draga úr þeim vaxtakostnaði sem hallarekstur undanfarinna ára hefur leitt til. Traustari staða ríkis- fjármála hefur einnig gert kleift að lækka skatta heimilanna og auka útgjöld til velferðar- og mennta- mála,“ sagði hann. Auknar telqur af sölu eigna Fjármálaráðherra sagði bætta af- komu ríkisfjármála koma enn skýrar í ljós þegar horft væri á breytingar á lánsfjárþörf ríkissjóðs á milli ára. „Árið 1997 er áætlað að ríkissjóður taki 3,1 milljarð króna að láni til að mæta skuldbindingum sínum. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 1998 verður hins vegar grynnkað á skuldum um tæplega 5 milljarða króna. Þannig er breytingin á láns- fjárþörfinni um 8 milljarðar á miili ára.“ Friðrik sagði mikilvæga skýr- ingu á þessum umskiptum að nú væri áformað að selja hlutabréf rík- isins í mun meiri mæli en áður, en það skilaði sér með beinum hætti í minni lánsíjárþörf. Ráðherra minntist ennfremur á það að gert væri ráð fyrir umtals- verðum tekjum af sölu eigna árið 1998. Að svo stöddu væri ekki ljóst hve miklum tekjum eignasala gæti skilað en miðað væri við að 1,9 milljarðar kæmu fram á tekjuhlið. „Vegna ranghugmynda þeirra, sem ekki hafa kynnt sér frumvarpið, en hafa engu að síður lýst áliti sínu á því, vil ég sérstaklega undirstrika það að 1,9 milljarðar króna koma á tekjuhlið hvort sem litið er á gamla eða nýja grunninn. Með öðr- um orðum verður afkoman 1,9 millj- örðum lakari bæði á gamla og nýja grunninum, ef engin sala á sér stað,“ sagði hann. „Samkvæmt frumvarpinu er reiknað með að eignir sem eru bókfærðar í ríkis- reikningi að upphæð 4,3 milljarðar verði seldar á 6,2 milljarða og meg- inþorri söluandvirðisins notaður til að grynnka á skuldum ríkisins." Gjöld ríkissjóðs ekki vantalin Þá kom ráðherra inn á það í framsögu sinni að gangi áform frjár- lagafrumvarpsins eftir myndu skuldir ríkissjóðs lækka, bæði að raungildi og í hlutfalli við lands- framleiðslu. „Heildarskuldir ríkis- sjóðs lækka, þriðja árið í röð, en þær námu 49% af landsframleiðslu í árslok 1996, fara í tæplega 46% samkvæmt áætlun í árslok 1997 og verða 42,5% í árslok 1998 sam- kvæmt frumvarpinu." í ræðu sinni hafnaði fjármálaráð- herra ennfremur gagnrýni fulltrúa stjórnarandstöðunnar, sem kom fram á fréttamannafundi á mánu- dag, um að gjöld ríkissjóðs væru vantalin í fjárlagafrumvarpinu um 7 milljarða króna. Vísaði hann í því skyni til ríkisreiknings fyrir árið 1996, þar sem fjaliað er um reikn- ingsskilaaðgerðir. Sagði hann að við meðferð lífeyrisskuldbindinga í uppgjöri ríkissjóðs hefði verið farið eftir reglu sem væri í fullu sam- ræmi við reikningsskilavenjur. Eftir framsögu fjármálaráðherra hófust umræður um frumvarpið. Kristín Halldórsdóttir, Samtökum um Kvennalista, sagði margt hafa gefist vel í ríkisfjármálum, en gagn- rýndi einnig ýmislegt. Hún sagði m.a. að þrátt fyrir yfirlýsingar ráða- manna um hið gagnstæða hefði góðærið ékki skilað sér til allra. Aukinn kaupmáttur hefði skilað sér til hinna bétur settu, til betur stæðra manna á miðjum aldri í góðri stöðu. En þeir sem ekki yrðu varir við aukinn kaupmátt væru til dæmis þeir sem væru á lægstu laun- um og á meðallaunum, þeir sem hefðu böm á framfæri og þeir sem væru veikir og þyrftu að leita sér að þjónustu í tryggingakerfinu. „Sú stefna sem fylgt hefur verið á und- anfömum árum hefur í rauninni gjörbreytt þjóðfélaginu og skilur æ meira á milli hinna velmegandi og þeirra sem minna hafa,“ sagði hún. Kristinn H. Gunnarsson, Alþýðu- bandalagi, sagði m.a. í ræðu sinni að þrátt fyrir auknar tekjur ríkis- sjóðs á samfelldu fimm ára góðæris- tímabili hefðu skuldir hækkað. Á tímum góðæris hefðu tekjur ríkis- sjóðs aukist um 71 milljarð, en skuldir hins opinbera hækkað um 28 milljarða. „Þetta er meginein- kenni efnahagsstefnu ríkisstjórnar- innar síðustu ár. Hún hefur eytt umfram efni,“ sagði hann. Mikilvægt að lækka skuldir Jón Kristjánsson, formaður fjár- laganefndar, lagði áherslu á að bætt afkoma ríkissjóðs yrði notuð til að greiða niður skuldir. Ef það væri ekki hægt að greiða niður skuldir við þær aðstæður sem nú ríktu væri borin von að það tækist þegar verr áraði. Jón sagði mikil- vægt að tekjur af sölu eigna ríkis- sjóðs yrðu notaðar til að lækka skuldir ríkissjóðs en ekki til að auka útgjöld. Hann sagði að þingmenn yrðu að miða útgjöld ríkissjóðs út frá þeim tekjum sem ríkissjóður hefði í dag. Varast bæri að líta svo á að möguleikar ríkissjóðs til að auka tekjur sínar væru án enda. Jón sagði það skoðun Framsókn- arflokksins að nota ætti bætta af- komu ríkissjóðs til að styrkja stoðir velferðarkerfísins. Það yrði hins vegar áfram að gæta aðhalds í út- gjöldum og leitast við að nýta fjár- muni sem best. Hann sagði að verk- efni þingmanna væri að ræða for- gangsröðun í ríkisútgjöldum, en breytt forgangsröðun leysti ekki allan vanda. í dag færu 120 millj- arðar af 162 milljarða útgjöldum ríkisins til heilbrigðismála, trygg- ingamála, menntamála, málefna fatlaðra og í að greiða vexti. 40 milljarðar færu til atvinnuvega og 7 milljarðar til æðstu stjómsýslu ríkisins. Án efa væri hægt að spara í æðstu stjórn ríkisins, en breytt forgangsröðun leysti þingmenn ekki frá því hlutverki að sýna að- hald í útgjöldum. Gísli Einarsson, þingmaður Al- þýðuflokksins, gagnrýndi niður- skurð í heilbrigðismálum og sagði að það væri orðið tímabært að heil- brigðiskerfíð yrði losað undan „ógn- argreipum aðhalds og sparnaðar". Hann sagði að þegar staðan í heil- brigðiskerfínu væri með þeim hætti að sjúklingum væri haldið á biðlist- um langtímum saman mætti færa fyrir því rök að skynsamlegt væri að fara hægar í greiðslu erlendra skulda. Gísli lagði áherslu á að Al- þingi skorti tæki til að tryggja að farið væri eftir fjárlögum. Gísli sagði brýnt að styrkja sveit- arfélögin svo þau gætu staðið und- ir þeirri þjónustu sem krafist væri. Hann lýsti því yfir að hann styddi að ákvæði um lágmarksstærð sveit- arfélaga yrðu hækkuð og miðað yrði við að íbúar í sveitarfélagi mættu ekki vera færri en 800- 1.000. Opnun sendiráðs gagnrýnd Sturla Böðvarsson, varaformaður fjárlaganefndar, ræddi um mikil- vægi þeirra breytinga á uppsetningu fjárlaga sem gerðar hefðu verið. „En þessar breytingar taka tíma og sum- ir hæstvirtir ráðherrar virðast ekki enn hafa áttað sig á því hversu mikilvægar þær eru. Dæmi um það er ákvörðun um útgjöld vegna opn- unar sendiráðs í Helsinki sem birt- ast mér sem talsmanni míns flokks í fjárlaganefnd í boðskorti um sam- kvæmi í sendiráðinu í tilefni opnun- ar þess. Slík vinnubrögð eru auðvit- að óviðunandi." Sturla sagði að samkvæmt lögum mætti einungis greiða úr ríkissjóði án heimildar í fjárlögum þegar um ófyrirséð atvik er að ræða eða greiðslur sem ekki þola bið. Opnun sendiráðs í Finnlandi félli ekki und- ir þetta. Sama mætti segja um ákvarðanir samgönguráðherra varðandi útgjöld til hafnarmála. Sturla og fleiri þingmenn lýstu yfír áhyggjum yfír fólksflutningum af landsbyggðinni. Sturla sagði að í ljósi þeirrar þróunar sem við blasti í byggðum landsins væri ekki fært að lækka framlög til byggðamála eins og gert væri í fjárlagafrum- varpinu. Skattgreiðslur fyrirtækja lágar Ágúst Einarsson, þingmaður Þjóðvaka, gerði litlar skattgreiðslur fyrirtækja á íslandi að umtalsefni. Ríkissjóður fengi 4% tekna sinna í gegn um tekjuskatt fyrirtækja, sem væri lægsta hlutfall sem þekktist innan OECD. Ef tekið væri mið af meðaltals tekjuskattsgreiðslum inn- an OECD ættu íslensk fyrirtæki að greiða 15 milljarða í tekjuskatt, en ekki 7 milljarða eins og þau gera í dag. Tekjur af tryggingagjaldi væru sömuleiðis lægri hér en þekkt- ist annars staðar. Óll rök hnigju í þá átt að skattkerfi landsmanna væri komið í ógöngur. Breyta þyrfti tekjuskattskerfinu og taka upp auð- lindagjald og umhverfisskatta. Ágúst sagði að viðskiptahallinn í ár og á næsta ári yrði 40 milljarð- ar. Þetta væri ótvírætt hættu- merki. Hann sagði að skuldir hins opinbera yrðu 270 milljarðar á næsta ári, sem væri nýtt met. Ótímabær skattalækkun „Ég held að það sé ástæða til að hafa áhyggjur af ýmsum tækjum sem ríkisstjórnin er að beita í efna- hagsstjórninni um þessar mundir. Ég held t.d. að það sé vitlaust að lækka skatta á hátekjufólki eða af hagnaði fyrirtækja um þessar mundir. Við þurfum á þessum tekj- um að halda til að halda uppi vel- ferðarkerfínu og við ættum frekar að nota tækifærið og greiða hraðar niður skuldir en ella,“ sagði Stein- grímur J. Sigfússon, þingmaður Alþýðubandalagsins. Steingrímur lýsti furðu á auknum útgjöldum vegna skýrsluvélakostn- aðar. Skýrsluvélar ríkisins hefðu verið einkavæddar á síðasta ári og núna hefði þetta fyrirtæki hækkað gjaldskrá sína um 15-20% og ríkið þyrfti af þeim sökum að auka út- gjöld sín til þessa málaflokks um 60 milljónir. Hann sagði að hagur ríkissjóðs af þessari einkavæðingu væri hæpinn. Kristín Ástgeirsdóttir, þingmaður Kvennalista, sagði að í þessu fjár- lagafrumvarpi væri ekki horfst í augu við þann kostnað sem væri því samfara að reka heilbrigðiskerfið. Menntamálin þyrftu að hafa for- gang, en þess sæi ekki stað í fjár- lagafrumvarpinu. Hér þyrfti að koma til breytt forgangsröðun. Hún sagði að í heilbrigðis- og menntamál- um væri við að eiga fortíðarvanda ríkisstjórna Davíðs Oddssonar. Aukin samneysla Gunnlaugur Sigmundsson, þing- maður Framsóknarflokks, benti á að samneysla hefði aukist um 100% á tímabilinu 1980-1998, en einka- neysla um 58%. Samneysla á ís- landi væri núna 21% af landsfram- leiðslu, en meðaltalið innan OECD væri 16%. Útgjöld til samneyslu á íslandi ykjust langt umfram meðal- talið innan OECD. Hann lagði áherslu á að störf yrðu færð frá ríkinu yfír til einkamarkaðarins. Jafnframt þyrfti að breyta skatt- kerfínu þannig að fleiri greiddu tekjuskatt. Sigríður Jóhannesdóttir, þing- maður Alþýðubandalagsins, lýsti því sjónarmiði sínu að bíða hefði mátt með skattalækkanir og leggja meiri áherslu á að styrkja velferðar- kerfíð. Þar væru næg verkefni, ekki síst í menntakerfínu. Hún gagnrýndi sérstaklega að stofn- framlög til framhaldsskóla væru skorin niður í fjárlagafrumvarpinu. í dag er heimsókn í Barna-IKEA ævintýri likastl I Boltalandi og ó leiksvæSunum er stöSugt fjör og trúSurinn mætir svo klukkan (orjú. A veitinga- BomQ IKEA staSnum er hægt aS fó gómsæta rétti ~~ af barnamatseSli okkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.