Morgunblaðið - 08.10.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.10.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1997 39 FOLK I FRETTUM ) ion“ sem eru seldar í Leðuriðjunni Atson. Klassíska hönnunin er sígild, borgaraleg mokkalína í jarðlitum og úr einfoldum sniðum. „Isa Collect- ion“ er hins vegar módellína sem er öll bi'ydduð með laxaroði. Að sögn Sigríðar Sunnevu er það dýrasta og • mesta hönnunarlína fyrirtækisins. „Við erum að vinna að því að mark- aðssetja hana í Bretlandi en Bretar hafa verið yfir sig hrifnir af þessari P ímynd þar sem skinni og fiskroði er | blandað saman og þetta er vistvæn heldrimanna vara.“ Markaðssetning mikilvæg Sigríður Sunneva segir nauðsyn- legt að markaðssetja fatalínurnar í sitt hvoru lagi því um misdýrar vör- ur sé að ræða. Að hennar sögn er „Classic Collection" í anda hefð- bundins fatnaðai' sem er framleiddur á Ítalíu eða í Bretlandi. „Isa Collect- | ion“ sé hins vegar ísland í hnotskurn ■ og fáist hvergi í heiminum. „Það er 9 eitthvað nýtt við þessa línu. Þetta er svolítið rómantísk goðastemmning eins og það séu einhverjar valkyrjur og fólk úr norrænum goðheimum sem klæðist fötunum." Sigríður Sunneva lærði fatahönn- un á Italíu og segist hafa lært að öllu máli skipti að hafa rætur sínar bjargfastar og að láta uppruna sinn J njóta sín og byggja á honum. „Þeim p fannst öll einkenni mín eða það sem Iég gerði ólíkt þeim vera þetta nor- ræna og þjóðlega. Sambland af vík- ingastemmningu og glæsileika og ég fann að ef ég gæti hugsanlega náð markaði erlendis, og jafnvel á ís- landi, þá væri það á íslenskum nor- rænum forsendum. Það er miklu sterkara. Ég myndi ekki ná neinu ef ég væri að stæla Gucci eða Calvin Klein,“ sagði Sigriður Sunneva. Hún j segir að Sunneva Design hafí ekki a aðeins vakið athygli vegna hráefnis á ! heimsmælikvarða heldur vegna nýrra forma og hugsana á bak við hönnunina. Blöndun á skinni og físk- roði sé til dæmist hvort tveggja fág- að og villt. Að sögn Sigríðar er auð- veldara að vekja athygli á sér í Bret- landi heldur en á Italíu þar sem mjög erfítt sé að komast að. „Ég er þó ekkert að tala um að verða ein- hver Vivienne Westwood eða j Katherine Hamnett. Ég er bara að tala um að komast inn í flotta versl- un og geta selt merkjavöru frá ís- landi. Geta gert það á íslenskum for- sendum þannig að Bretamir skilji það mætavel af hverju varan er dýr. Þetta eru gæði og hráefnið er spenn- andi. Þannig viljum við koma okkur áfram. Ekki magn heldur gæði.“ Mokka fyrir íslendinga Sigríður Sunneva segir fyrirtækið ekki einblína á erlendan markað og því hafí sýningin verið sett upp í Ráðhúsinu. „Við viljum svo gjarnan koma til móts við íslendinga því þetta eru flíkur sem eru margfalt ódýru’i en pelsar en jafnft-amt miklu fegurri og rómantískari en gervi- stakkur. Þetta á hvert mannsbam á Islandi að eiga. Einn mokkajakki sem kostar sextíu þúsund er flík sem gengur í erfðir og þeim mun eldri sem hún verður því meira heillandi er hún,“ sagði Sigríður Sunneva. Hún lagði mikla áherslu á að mokka- skinnið þoli allt veður og jafnvel hellirigninu. Það megi alltaf þurrka flíkina og bursta verði hún illa fyrh' barðinu á veðurguðunum. Að hennar sögn þekkja Islendingar þetta hrá- efni ekki eins og þeir ættu í raun að þekkja það. Sigríður Sunneva segir Ráðhúsið hafa orðið fyrir valinu þvi fyrirtækið sé að efla ímynd sína og að Ráðhúsið sé opið öllum Islendingum. „Við vilj- um koma til móts við kröfur og eft- ispum íslendinga. Þetta er ekki ókeypis eða fjöldaframleidd drasl- vara. Þess vegna vildum við gera okkur sýnileg og kynna þetta fyrir fólki.“ Á sýningunni voru notaðar óhefð- bundnar fyrirsætur, lesið ljóð og lög sungin. „Hönnunin er norræn og því vildum við sjá raunverulega Islend- inga, þekkta og óþekkta, í sýning- unni. Gaman var að sjá hvemig þetta fólk bar sig í þessum flíkum. Til dæmis Thor Vilhjálmsson sem kom fram rígmontinn í þessum fína jakka og flutti ljóð. Þetta var örlítill gjörn- ingur af því að tískusýningin var svo persónuleg. Jóhanna Linnet söng forkunnarfögur sönglög og var í app- elsínugulu leðurvesti skreyttu hlýra- roði og þetta átti svo vel við hana sem óperudívu. Tískusýningin sjálf var svo vinaleg. Það var búið að æfa fyrir hana en samt tók hver og einn upp sýna litlu takta og hringsnerist að vild,“ sagði Sigríður Sunneva hæstánægð með góð viðbrögð áhorf- enda. Að hennar sögn má segja að þetta hafi verið nokkurs konar „Islenskt, já takk“. Notaðir vora aukahlutir frá Veiðimanninum og stílhrein nælon- föt frá Spaksmannsspjöram. Tónlist Bjarkai' Guðmundsdóttur var leikin og boðið var upp á rammíslenskar veitingar. ÞAÐ ÞURFTI að huga að ýmsu fyrir sýninguna eins og Páll Stefánsson komst að raun um. London að seljasl upp Sértilboð 20. olctóber frá kr.1 6.990 Flug og hótel kr. 19.990 Fimmtudaga og mánudaga í oktober og nóvember Helgarferð 30. okt. frá 27.990 Nú seljum við síðustu sætin til London þann 20. okt. og bjóðum þér nú spennandi tilboð um leið og þú tryggir þér lægsta verðið á íslandi. Við höfum fengið viðbótargistingu á tilboðsverði á hinu þekkta Regent Palace hóteli sem er við Piccadilly Circus og er í hjarta London. Snyrtilega innréttuð herbergi, þó ekki með baði á herbergjum heldur á göngum hótelsins og góð þjónusta á hótelinu. Að auki bjóðum við þér fjölda gistimöguleika í London á góðu verði og þú nýtur þjónustu íslenskra fararstjóra Heimsferða allan tímann. Verö kr. 16.990 Verð með f I ug val larsköttum, 13. okt., 3 nætur. Verðkr 19.990 Flug, flugvallarskattar og gisting m.v. 2 í herbergi með morgunverð, Regent palace, 20. okt., 3 nætur. Verð kr. 27.990 Regent Palace, 4 nætur, 30. okt., 2 í herbergi. Hvenær er laust? 9. okt. —11 sæti 13. okt. — 28 sæti 16. okt. — 5 sæti 20. okt. — 29 sæti 23. okt. — uppselt 27. okt. — uppselt 30. okt. — 23 sæti 3. nóv. — 29 sæti 6. nóv. — 11 sæti 10. nóv. — laus sæti Enn er laust í brottfarir í nóvember. Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 Hefurðu tapað að óþörfu? Morgunverðarfundur Félags viðskiptafræöinga og hagfræðinga, fimmtudaginn 9. október 1997, Hótel Sögu, Skála 2.hæö, kl. 8:00 til 9:30. Sverrlr Sverrisson Yngvl Haröarson Framsögumenn veröa: Sverrir Sverrisson og Yngvi Haröarson, hagfræðingar hjá Ráðgjöf og efnahagsspám. Sverrir og Yngvi munu m.a. fjaila um áhættustjórnun og gjaldeyrismarkaðinn: • Sveiflur á gjaldeyrismarkaði • Myntkörfur og sveiflur • Stefnumótun við áhættustjórnun • Aðferðir og fjármálatæki • Framkvæmd áhættustjórnunar • Áhrif á rekstrarniðurstöðu Opinn fundur - gestir velkomnir FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA ® BÚNAÐAR BANKINN ÍSLANDSBANKI SPARISJÓÐABANKI ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.