Morgunblaðið - 08.10.1997, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
___________________FRETTIR
Uminæli í Helgarpósti
dæmd dauð og ómerk
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef-
ur dæmt dauð og ómerk ummæli
um Hreggvið Jónsson, staðgengil
útvarpsstjóra á Stöð 2 og stjórnar-
formann íslenskrar margmiðlunar.
Ummælin birtust í Helgarpóstinum
í febrúar sl. Þáverandi ritstjóri Helg-
arpóstsins, Páll Vilhjálmsson, var
dæmdur til að greiða Hreggviði 100
þúsund krónur í miskabætur og 150
þúsund krónur til að kosta birtingu
á forsendum og niðurstöðu dómsins
í þremur dagblöðum. Þá var Páll
jafnframt dæmdur til að greiða 25
þúsund króna sekt til ríkissjóðs og
hann og Lesmál ehf. til að greiða
300 þúsund krónur í málskostnað.
Stefnt var út af ummælunum
„Sægreifar og sjónvarpsmógúlar:
Hægri hönd Jóns Ölafssonar svindl-
aði til sín milljónahlut í útgerðarfyr-
irtæki“ og ummælunum „Sægreifi
og sjónvarpsmógúll. Yfirmaður á
Stöð 2 hafði 7-9 milljónir króna
af trillusjómanni með svindli". Fór
Hreggviður fram á samtals 4.450
þúsund krónur í bætur, auk máls-
kostnaðar.
í dóminum kemur fram, að
Hreggviður hafi keypt hlutabréf í
Hraðfrystihúsi Þórshafnar af
manni, sem keypti jeppa af Stöð
2. Viðskiptin hafi dóttir kaupandans
og tengdasonur annast, en þau eru
bæði lögfræðingar. Þá fellst dómur-
inn á, með hliðsjón af upplýsingum
Kaupþings Norðurlands, að verðið
sem greitt hafi verið fyrir hlutabréf-
in hafi verið það hæsta sem um gat
þegar salan fór fram og gengi
hlutabréfanna lækkað eftir útgáfu
jöfnunarhlutabréfa.
Ekki á rökum reist
Maðurinn sem keypti jeppann
kærði viðskiptin til Rannsóknarlög-
reglu ríkisins og krafðist opinberrar
rannsóknar vegna meints auðgun-
arbrots, en eftir athugun á rann-
sóknargögnum þótti RLR ekki
ástæða til að halda rannsókn áfram.
Dómarinn, Valtýr Sigurðsson,
fellst á það með Lesmáli og Páli
að tjáningarfrelsi sé grundvallar-
regla í lýðfijálsu þjóðfélagi. Það
leysi blaðamenn hins vegar ekki
undan þeirri skyldu að byggja um-
fjöllun sína á vandaðri könnun á
staðreyndum. „í báðum hinum
umstefndu fyrirsögnum er látið að
því liggja að stefnandi hafí misnot-
að aðstöðu sína og auðgast með
sviksamlegum og refsiverðum hætti
á kostnað manns sem lítið vit hafði
á fjármálum. Þessar fullyrðingar
eru ekki á rökum reistar, svo sem
rakið hefur verið hér að framan.
Að mati dómsins felast í fyrirsögn-
um þessum grófar aðdróttanir á
hendur stefnanda sem til þess eru
fallnar að varpa rýrð á æru hans,“
segir í dóminum.
Miskabætur voru taldar hæfileg-
ar 100 þúsund krónur, en skaða-
bótakrafa var ekki tekin til greina,
þar sem ekki hefði verið sýnt fram
á fjártjón stefnanda vegna ummæl-
anna.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Borgin kaupir ekki
Loftkastalann
Nátttröll horfir
til flalla
ÞAÐ leynast víða steingerð nátt-
tröll í náttúrunni ef vel er að
gáð. Eitt þeirra er uppi á Víkur-
heiði í Vestur-Skaftafellssýslu og
greinilegt er að það hefur stefnt
til fjalla þegar geislar morgun-
sólarinnar náðu því á sínum tíma.
Bílainnflutn-
ingur til
rannsóknar
RÍKISTOLLSTJÓRI hefur óskað
rannsóknar á innflutningi á notuð-
um bílum frá Þýskalandi á vegum
tveggja manna sem hafa verið úr-
skurðaðir í gæsluvarðhald. Meint
brot mannanna er nú til rannsóknar
hjá Ríkislögreglustjóra.
Rannsóknin nær til innflutnings
á nokkrum tuga bíla frá Þýska-
landi. Þessi rannsókn er með öllu
ótengd rannsókn skattrannsóknar-
stjóra sem nú er í gangi. Þar er
verið að rannsaka m.a. sölu á inn-
fluttum bílum. Ríkistollstjóri óskaði
rannsóknar á tollsvikum, þ.e. að
framvísað hefði verið röngum gögn-
um um verð bílanna þegar þeir
komu til landsins og þannig verið
svikin út aðflutningsgjald, vöru-
gjald og virðisaukaskattur.
Gæsluvarðhaldsúrskurður mann-
anna tveggja rennur út á morgun.
AÐSTANDENDUR Flugfélagsins
Lofts áttu fund með borgarstjóra í
gærmorgun þar sem hann greindi
frá því að ekki yrði fallist á erindi
þeirra um kaup borgarinnar á hús-
næði Loftkastalans fyrir 185 millj-
ónir króna. Eigendur Loftkastalans
íhuga að leita álits Samkeppnis-
stofnunar. Á fundi borgarráðs í gær
var samþykkt að ganga til samn-
inga við Leikfélag íslands og veit-
ingastaðinn Við Tjörnina um rekst-
ur Iðnós.
Hörður Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Loftkastalans, segir
að þar á bæ séu menn frekar ósátt-
ir við að borgarstjóri skuli ekki
vera tilbúinn að skoða þennan
möguleika nánar. „Áhorfendur í
Loftkastalanum voru yfir 60.000 á
síðasta ári og okkur þykir sérkenni-
legt að borgaryfirvöld virðist ekki
vilja styðja okkur með nokkru móti.
Á fundinum bentum við á að borg-
in hefði styrkt Kaffileikhúsið á
þessu ári og nú Leikfélag íslands.
Við sóttum um styrk til að bæta
aðgengi fatlaðra að Loftkastalanum
fyrr á árinu en því var synjað. Ég
vona þó að fasteignargjöld fyrir
árið fáist niðurfelld.“
Hörður segir að verið sé að íhuga
að leita álits Samkeppnisstofnunar
á því hvort samkeppnisstaða Loft-
kastalans sé ekki ójöfn.
Endurskoða þarf stefnu
í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálf-
stæðisflokks, sem lögð var fram á
fundi borgarráðs, er bent á ójafnan
stuðning borgarinnar við lista- og
menningarstarfsemi í borginni.
Ákvörðun um byggingu og fjár-
mögnum Borgarleikhússins hafí
haft sérstöðu en árleg framlög til
leikhússins hafi að auki verið
120-140 milljónir undanfarin ár.
„Nú er öðrum aðilum afhent annað
hús, sem merkt er menningar- og
listastarfsemi, þótt þar virðist veit-
ingarekstur vera í forsæti,“ segir í
bókuninni. „Nokkrum aðilum í
borginni eru því afhent tilbúin hús,
kostuð af borgarbúum, til starfsemi
sinnar, þegarþriðji aðili þarf sjálfur
að kosta á annað hundrað milljónir
króna til að geta hafið rekstur sam-
bærilegrar starfsemi og nýtur ekki
stuðnings við árlegan rekstur eins
og Leikfélag Reykjavíkur gerir.“
Bent er á að tímabært sé að taka
til endurskoðunar stefnu og skipu-
lag á styrkjum borgarinnar til lista-
og menningarstarfsemi.
Er að vinna að íslensk-tamílskri orðabók
Langar að þýða
íslensk skáld-
verkátamílsku
Jonathan T. Rassiah Joseph
JONATHAN T. Rass-
iah Joseph er frá Sri
Lanka. Hann var
hinsvegar staddur í Singa-
púr árið 1986 þegar Reag-
an og Gorbatsjev hittust
hér á landi. Eftir að hafa
fylgst með fundinum og
uppgötvað að ísland væri
til á korti fór hann á bóka-
safn og aflaði sér upplýs-
inga um landið. „Þar sem
ég er málfræðingur heill-
aði mig að hér skyldi vera
talað gamalt norrænt mál
og ég ákvað að til íslands
yrði ég að leggja leið mína
áður en langt um liði.“
Jonathan lét verða af því
og kom hingað til lands í
september árið 1994 til að
læra íslensku.
- Hvernig hefur gengið að
læra íslenskuna?
„Það liggur vel fyrir mér að
læra tungumál og ég tala ýmis
mál, t.d. frönsku, malajsku, arab-
ísku, ensku, ítölsku, latínu, klass-
íska grísku, kóresku og sanskrít.
Ég kom hingað og kunni ekki
stakt orð í íslensku. Fyrstu sex
mánuðina lærði ég íslensku við
Háskólann en að þeim tíma lokn-
um ákvað ég að taka mér frí.
Nemendurnir frá hinum Norður-
löndunum áttu auðveldara með
þetta en ég svo ég ákvað að fara
að vinna og hlusta á málið. Mál-
fræðin sem slík reyndist mér auð-
veld en mér gekk verr að finna
út hvenær hinir ýmsu hlutir eru
hann og hún. í tamílsku er hann
karlmaður og hún kona. Allt ann-
að hvort sem það eru hlutir eða
dýr eru hvorugkyn. Þetta er allt
að koma en ég þarf að æfa mig
betur að tala íslenskuna. Ég
stefni að því að taka BA-próf í
íslensku þegar ég hef lokið BA-
prófi í fínnsku."
- Ertu að læra finnsku líka?
„Já, ég er að skrifa BA-ritgerðina
núna. Hún fjallar um þau finnsku
og tamílsku orð sem eru mjög
lík. Fram að þessu hef ég fundið
um 600 orð sem eru mjög lík og
þar af 300 orð sem eru næstum
alveg eins.“
Jonathan segir að erfíðara sé
að finna lík orð á íslensku og
tamílsku. „Ætli ég hafi ekki fund-
ið 8-9 orð sem eru lík á íslensku
og tamílsku.“
Þegar hann hefur lokið BA-
námi í finnsku segist hann ætla
að fara í einn vetur til Finnlands.
„Ég fékk styrk til framhaldsnáms
í Finnlandi og hef hug
á að nýta mér þann
styrk innan skamms.
Síðar hef ég hug á að
fara til Grænlands að
læra grænlensku.“
- Hefurðu í hyggju að búa
áfram á íslandi?
„Já, ég get alveg hugsað mér
það. Ég er rithöfundur og myrkr-
ið örvar mig til skrifta. Fámennið
á vel við mig og það sem heillar
mig líka er hversu rólegt er á
íslandi. Ég hef aldrei orðið var
við kynþáttahatur og allir verið
mér velviljaðir. Loftið hérna er
hreint og gott og vatnið tært. Það
eina sem ekki á við mig er ís-
lenski vindurinn."
Jonathan er grænmetisæta en
segist kunna að meta íslenska
fiskinn og veita sér af og til að
borða hann. Skyr er líka í miklu
uppáhaldi. „Auðvitað sakna ég
vina og ijölskyldu að heiman en
við erum dugleg að skrifast á og
►Jonathan T. Rassiah Joseph
er fæddur í Sri Lanka 17. mars
árið 1964. Hann lauk námi í
heimspeki og málfræði frá
Monarch Park Collegiate í
Kanada og hefur auk þess búið
víða um heim þar sem hann
hefur lagt stund á tungumála-
nám. Jonathan er að skrifa
BA-ritgerð í finnsku við Há-
skóla Islands og hyggst síðan
snúa sér að BA-námi í íslensku.
Hann er ókvæntur og barnlaus
en býr hér á landi ásamt frænd-
fólki sínu frá Sri Lanka.
síðan sendi ég eftir skyldmennum
sem nú búa hjá mér.“ Jonathan
segir að þar sem í Sri Lanka
geysi enn hatrömm borgarastyij-
öld sé ástandið þar ekki fýsilegt
fyrir ungt fólk. „Þess vegna fékk
ég þijár frænkur mínar og einn
frænda hingað til lands. Þau eru
á aldrinum 18-20 ára og voru í
fyrra nemendur við Menntaskól-
ann í Kópavogi. Nú starfa þau
öll við hótel hér í Reykjavík og
láta vel af sér. Þau tala ekki ensku
og hafa þurft að bjarga sér á ís-
lensku. Oll eru þau staðráðin í
að búa hér áfram.“
- Hvað ertu að skrifa núna?
„Ég er að vinna að útgáfu ís-
lensk-tamílskrar og tamílsk-
íslenskrar orðabókar svo og
fínnsk-tamílskrar og tamílsk-
fínnskrar orðabókar.“
Skriftum sinnir Jonathan
reyndar í frístundum sínum því
hann starfar við fískvinnslu.
Hann segir þá vinnu vera allt í
lagi en vonar þó að með tímanum
fái hann eitthvað að gera sem
samræmist fagi hans og þekk-
ingu. Jonathan segir
að líklega verði ekki
auðvelt að fínna ís-
lenska útgefendur að
bókum sínum svo
hann hyggst fara til
Indlands á næsta ári að leita út-
gefenda. „Ég er kominn með tölu-
verða reynslu í útgáfu bóka, hef
sjálfur skrifað 36 bækur.“ Bæk-
urnar eru um málfræði, heim-
speki, trúmál, nokkrar þeirra eru
ljóðabækur, leikrit og smásögur."
Hann er líka að leggja síðustu
hönd á bók sem heitir Lífið fyrir
Búdda. Auk þess hefur hann
skrifað töluvert í dagblöð í heima-
landi sínu.
„Mig langar í framtíðinni til
að skrifa um menningarlegan og
heimspekilegan mun á íbúum
Asíu og íslands og síðan að þýða
nokkrar íslenskar bækur yfír á
tamílsku. En fyrst er að læra ís-
lenskuna það vel að ég tali hana
eins og íslendingur," segir hann.
Hefur skrifað
36 bækur um
ýmis efni