Morgunblaðið - 08.10.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.10.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1997 23 AÐSENDAR GREIIMAR/PRÓFKJÖR Er skólinn þinn tengdur? HVERNIG sjáum við fyrir okkur mennta- kerfið eftir fjögur ár? Viljum við nýta okkur ný tækifæri, eða viljum við sitja eftir? Mikil umræða hefur verið um slaka frammistöðu nemenda á grunn- skólastigi, og eru ástæðurnar vafalaust ýmsar. Ein er sú að skólamir hafa misst af þeirri þróun sem hefur átt sér stað annars staðar í þjóðfélaginu. Upplýsingaöldin hefur haldið innreið sína inn á heimilin og í fyrirtækin, en tækni- væðing skólanna gengur hægt. Um þessar mundir er Reykjavík að fá fjárhagslegt forræði yfír skólum borgarinnar og þá er lag að vinna upp það sem farið hefur forgörðum. Reykjavíkurborg hefur ávallt haft mótandi áhrif á skólastarf í borg- inni en nú fer hún með fjárráð skóla- mála og það opnar ný tækifæri inn í framtíðina. Ljósleiðarar eru nú lagðir heim að húsum í Reykjavík og tölvueign er með eindæmum. Forsendur eru því góðar til þess að skólamir geti með markvissum hætti nýtt sér upplýsingatæknina. Slík þróun myndi jafnframt auka sjálfstæði nemenda og undirbúa þá undir framtíðina. Veraldarvefurinn hefur vaxið hröðum skrefum síðustu þrjú ár og hafa framfarasinnaðar mennta- stofnanir gripið nýja möguleika feg- ins hendi. ísland hefur góða möguleika á að nýta sér þann mikla áhuga sem hér er á Netinu í þágu mennt- unar. Aðeins Finnar og Bandaríkjamenn jafn- ast á við íslendinga hvað varðar notkun og útbreiðslu nettengdra tölva. Munurinn er sá að þessar þjóðir hafa styrkt menntakerfi sitt með því að færa sér nettengdar tölvur í nyt. Bandaríkin hafa leitt þessa þróun og fyrir nokkru voru stofnuð foreldrasamtök sem vinna með grunnskólum að því að bæta tækja- kost, kunnáttu og tengingar. Slag- Það er tímaskekkja í nútímanum, segir Eyþór Arnalds, þegar R-listinn fjárfestir í mengandi verksmiðju í miðri Reykjavík. orð samtakanna er; „Er skólinn þinn tengdur?" („Is your school wired?“). Þar í landi hafa menn leitt að því líkum að fólk skiptist æ meira í tvær fylkingar; þeir sem eru net- tengdir og hinir sem ekki eru tengd- ir og það geti valdið nýrri gerð Eyþór Arnalds stéttaskiptingar. Því er mikilvægt að skólakerfið tryggi öllum aðgang að nútímatækni strax á grunnskóla- stigi. Kunnátta í þessum efnum er hér lykilatriði, bæði hjá nemendum og ekki síður kennurum. Evrópuríki fylgja nú fast á eftir Bandaríkjunum með nýjungar í upplýsinga- og menntamálum. Nágrannar okkar í Færeyjum hafa til dæmis farið ótroðnar slóðir. Skóiarnir veita þar nemendum tækifæri á að eignast fartölvur á hagstæðum kjörum og tryggir sú leið stöðuga endurnýjun á tækjum innan skólanna. Á sama tíma og þróunin er þessi, hefur ekkert verið gert í þessum málum og fyrirtæki og heimili hafa leitt þessa þróun án tengsla við menntakerfið. Núverandi mennta- málaráðherra hefur sýnt þessum málum mikinn áhuga og verið framfarasinnaður, en fleiri þurfa að leggjast á eitt og nú fær Reykjavík möguleika á að sinna menntamálum beint. Námsefni á að sjálfsögðu að vera til á stafrænu formi og hvetja þarf kennara og foreldra til að taka höndum saman um að gera skólana spennandi vettvang fyrir nútíman- ám. Með yfirstandandi breytingum á rekstri getur Reykjavík sinnt for- ystuhlutverki á þessu sviði. Núverandi meirihluti virðist vera blindur á framtíðina í þessum efnum eins og sést best á forgangsröð hans, R-listinn taldi rétt að festa 150 milljónir í Áburðarverksmiðju ríkisins. Verksmiðju sem mengar í miðri Reykjavík og er tímaskekkja í nútímanum. Til þess að Reykjavík geti tekist á við menntamál tuttug- ustu og fyrstu aldarinnar þarf fólk við stjórnvölinn sem skilur að iðn- byltingin er afstaðin og upplýsinga- öld er runnin upp. Höfundur er framkvæmdastjóri þróunarsviðs OZ. Samg-öngnr og skipulag ÞEGAR Grafarvogs- búi er spurður að því hvað sé það helsta sem hann vill bæta í hverf- inu sínu eru yfirleitt samgöngur nefndar. Að það skuli eingöngu vera hægt að fara úr og í hverfið á tveim stöðum á einnar akreina ak- brautum er alls ekki nóg. Hverfið er stöðugt að stækka og íbúum fjölgar jafnt og þétt. Ástandið á álagstímum er orðið það slæmt að það getur tekið.um tutt- ugu mínútur að komast leið sem tekur venju- lega um 2-3 mín. Það má í raun furðu sæta að skipuleggjendur þess- arar byggðar skuli ekki hafa gert ráð fyrir að samgönguleiðir þyrftu að stækka samhliða íbúðabyggð. Hugsum okkur aðstæður þar sem verið væri að gera við aðra akbraut- ina og allri umferð yrði beint um hina. Hvernig færu íbúar að ef síðan slys yrði á þeirri leið sem opin er með þeim afleiðingum að loka þyrfti götunni tímabundið. íbúar þessa fjölmenna hverfis hefðu enga mögu- leika á að komast í eða úr hverfinu á bílum sínum, sem er mjög alvar- legt ástand í neyðartilfellum. Eg fæ stundum á tilfinninguna þegar skipulagning á sér stað í borg- inni að ekki sé litið á heildina. Ein- göngu sé verið að leysa eitt vanda- mál í einu og síðan spáð í annað seinna. Strætisvagnar Reykjavíkur hafa stundum kvartað yfir því að á tímum sé erfitt að halda áætlun vagna sem aka um miðbæinn. Ein af lausnum núverandi skipuleggj- enda var að breyta Hverfisgötu úr einstefnuakstursgötu í tvístefnu- akstursgötu og leyfa eingöngu strætisvögnum og leigubílum að aka vestur götuna. Þessi breyting leysir sennilega vanda strætisvagnanna sem óku áður Laugaveginn en í staðinn hefur nýting Hverfísgötunn- ar minnkað svo um munar. Það er frekar dapurlegt að horfa á illa nýtta akrein þegar ekið er upp götuna á álagstímum. Á meðan umferðin silast áfram er hin akreinin auð og einn og einn strætis- vagn birtist með margra mínútna milli- bili. Við vitum öll að bílum fjölgar sífellt í borginni og við megum ekki við því að aksturs- götum fækki. Nýlega var Hafnar- stræti lokað við litla hrifningu ökumanna og verslunareigenda á svæðinu. Sennilega er þetta gert í þágu strætisvagnanna. Er þetta enn eitt dæmið um skipulag þar sem hags- munir eins eru hafðir í fyrirrúmi á kostnað annarra. Stór SVR biðstöð hefur nú verið sett upp við enda Hafnarstrætis við Lækjargötuna þar sem Esso bensínstöð og bið- stæði leigubifreiðastöðvarinnar Hreyfils voru áður. Esso fékk strax úthlutað svæði fyrir sína starfsemi, sem er af hinu góða, en leigubif- reiðastjórarnir hafa verið á hrakhól- um með sína aðstöðu. Þeim hefur verið úthlutað bráðabirgastæðum Ég fæ stundum á til- finningima þegar skipu- laffliing á sér stað í borfflnni, segir Anna F. Gunnarsdóttir, að ekki sé litið á heildina. hér og þar sem síðan hafa verið tekin af þeim aftur og er nú svo komið að þeir hafa hvergi biðað- stöðu i miðbæ Reykjavíkur. Bílstjór- arnir hafa leyst þetta með því að ieggja bílum sínum upp á gangstétt- ina fyrir framan ráðhúsið er þeir bíða eftir viðskiptavinum sínum. Jafnvel þótt nú séu úrbætur í sjón- máli fyrir bílstjórana hafa hrakning- arnir valdið óánægju og óþægind- um. Er þetta ein ábendingin um að horfa þarf til allra átta og taka til- lit til allra þegar skipuleggja á nýjar framkvæmdir. . Höfundur starfar sem „Anna og útíitið" og er formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi. SNYRTISTOFAN GUERLAIN REYKJAVÍK Anna F. Gunnarsdóttir Olafur góður full- trúi í borgarstjórn ÉG HEFI lengi þekkt Ólaf Magn- ússon lækni og fylgst með störfum hans bæði sem læknis og starfandi í borgar- stjórn. Mér finnst hann hafa sýnt að hann hafi starfað ötullega sem læknir og heyri ég að sjúklingar hans eru ánægðir með störf hans. Hann er for- maður Félags sjálf- stætt starfandi heim- ilislækna en þeir eru 19 og annast læknis- störf fyrir 32 þúsund Reykvíkinga, sem hafa valið þá sem heimilis- lækna. Það er mjög mikilvægt, segir Páll Gíslason, að velja borgarfulltrúa sem hafa jákvæð við- horf til heilbrigðis- o g umhverfismála. Ólafur hefir líka starfað í ýms- um nefndum á vegum borgarinnar og hefur þar lagt sig fram um að fá góðar lausnir á þeim viðfangs- efnum, sem verið er að fást við. Hefur hann sýnt frumkvæði í ýmsum málum á sviði heil- brigðis- og umhverfis- mála. Þar hefur hann verið ötull fulltrúi þeirra, sem vilja veg þeirra mála meiri í hinni ört vaxandi borg okkar. Það er mikil þörf að fá borgarfulltrúa, sem hefur svo jákvæð við- horf í þessum málum, því að framtíð borgar- innar hvílir að verulegu leyti á því að vel sé staðið að þeim málum. Eðli málsins samkvæmt hef ég fylgst vel með framkvæmdum borgarinnar á sviði öldrunarmála. Tæplega helmingur allra ellilíf- eyrisþega 67 ára og eldri býr í Reykjavík, það er því stórt verk- efni að sjá um margvísleg málefni þeirra hér í borg. Ólafur læknir hefur ávallt lagt áherslu á framkvæmd þeirra mála og stutt dyggilega framgang öldrunarmála og haft þá forustu, sem aðstaða hans sem varaborgar- fulltrúi hefur leyft. Það er því af sannfæringu að ég mæji eindregið með góðum ár- angri Ólafs læknis í prófkjöri, svo að honum gefist tækifæri til að vinna að þessum málum áfram. Höfundur er læknir. Páll Gíslason Stjórntækniskóli Islands Bíldshöfða 18 • Simi 5671466 MARKAÐSFRÆÐI Stjórntækniskóli Islands gefur þér kost á beinskeyttu 250 stunda námi í markaðs- fræðum. Náminu er ætlað að koma til móts við sívaxandi kröfur atvinnulífsins um hæfari starfskrafta. Námið er ætlað fólki, sem vill bæta við sig þekkingu og fá innsýn í heim markaðsfræðanna. Markmið námsins er meðal annars að þátttakendur tileinki sér markaðshugsun í íslensku viðskipta- og athafnalífi og nái þannig betri árangri. Námið er í formi fyrirlestra og verkefnavinnu og tekin eru próf í einstökum greinum. Kennarar eru allir háskólamenntaðir og eiga að baki góða reynslu við kennslu og í viðskiptalífinu. Námsgreinar: Markaðsfræði. Sölustjórnun og sölutækni. Vöruþróun. Vörustjórnun. Stjórnun og sjálfstyrking. Auglýsingar. Tölvunotkun í áætlanagerð. Viðskiptasiðferði. „Ég mæli með náminu fyrir alla þá, er starfa við markaðs- og sölustörf. Ég hef verið í sölu- mennsku í 6 ár og námskeiðið hefur nýst mér vel í starfi. Fjölbreytt og áhugavert námskeið." Elísabet Ólafsdóttir, Eggert Kristjánsson hf. „Ég mæli tví- mælalaust með þessu námi fyrir alla þá sem eitthvað eru tengdir markaðs-, sölu-, upplýsinga-, skipulags-, og/ eða framleiðslumálum sinna fyrirtækja." Hendricus Bjarnason, Skýrr Starfsmenntun. Fjárfesting til framtíðar. Sími 567 1466. Opið til kl. 22.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.