Morgunblaðið - 08.10.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.10.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1997 33 FRÉTTIR Afmælisráð- stefna SÁÁ um áfengis- og vímuefna- vandann SÁÁ efnir til alþjóðlegrar ráð- stefnu um áfengis- og vímuefna- vandann dagana 16. tii 18. októ- ber nk. í tilefni af 20 ára afmæli samtakanna. Margir af fremstu sérfræðingum heims á sviði áfeng- is- og vímuefnameðferðar halda fyrirlestra á ráðstefnunni sem haldin verður á Hótel Loftleiðum. Skráning á ráðstefnuna stendur yfir hjá ferðaskrifstofu Úrvals- Útsýnar, Lágmúla 4. Afmælisráðstefna SÁÁ er ætluð öllum þeim sem láta sig þetta málefni varða en fjallað verður um viðfangsefnið af sjónarhóli læknis- fræði, félagsfræði, sálfræði, hjúkrunarfræði og stjórnmála. Einnig verður rætt um einstakar aðstæður sem eru hér á landi til áfengis- og vímuefnameðferðar og rannsókna á því sviði. Ráðstefnan er öllum opin en hægt er að sækja hana í heild eða að hiuta. Að jafnaði hafa ráð- stefnugestir um tvo dagskrárliði að velja hvetju sinni, annars vegar í almennri dagskrá um áfengis- meðferð og ráðgjöf og hins vegar í málstofum þar sem ijallað er um sérstök viðfangsefni. Sérstök mál- stofa verður um vímuefnamisnotk- un unglinga og forvarnir, önnur um áhrif vímuefnafíknar á samfé- lagið og loks verður sérstakur dagskrárliður um framtíð for- varna- og meðferðarstarfs með þátttöku stjórnmálamanna. Margir af fremstu sérfræðing- um Bandaríkjanna í áfengismeð- ferð munu miðla af þekkingu sinni á ráðstefnunni. Þeirra á meðal eru David E. Smith, stofnandi hinna frægu Haight Ashbury Free Clinies í San Francisco og fyrrum formaður bandarísku áfengis- lækningasamtakanna, dr. John Wallace sálfræðingur, Sheila B. Blume, læknir og brautryðjandi í vímuefnameðferð fyrir konur, og dr. Ralph Tarter geðlæknir. Opinn fyrir- lestur sendi- fulltrúa PLO OMAR Sabri Kitmitto, sendifull- trúi PLO í Noregi, mun halda op- inn fyrirlestur í Litlubrekku, bak við Lækjarbrekku, Bankastræti 2, fimmtudaginn 9. október kl. 20.30. I fyrirlestrinum verður komið inn á ástand og horfur í Palestínu og friðarviðræður PLO og ísraels sem Omar Sabri hefur haft tækifæri til að fylgjast náið með. Á eftir verða svo fyrirspurnir og óformleg- ar umræður. Það er félagið Ísland-Palestína sem stendur að komu hans hingað og mun hann í heimsókn sinni m.a. hitta forseta íslands, stjórn- málamenn, embættismenn og full- trúa fjölmiðla. Omar Sabri er félagi í Sambandi palestínskra rithöfunda og blaða- manna, og hefur átt sæti í Palest- ínsku þjóðráði PLO en er nú áheymarfulltrúi þar. Hann er fædd- ur árið 1941 í borginni Acre, Norð- ur-Palestínu, sem nú tilheyrir ísrael en varð landflótta með fjölskyldu sinni sjö ára gamall árið 1948. Fyrirlesturinn er öllum opinn og verða kaffiveitingar í boði. KK og Magnús á Fógetanum KK og Magnús Eiríksson verða með tónleika á veitingahúsinu Fóg- etanum miðvikudagskvöldið 8. október kl. 22. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Á MYNDINNI eru f.v.: Hrefna Stefánsdóttir, María Jónsdótt- ir, Hildur G. Eyþórsdóttir, Hervör Jónasdóttir, Sigrún Bergs- dóttir og Bryndís Björnsdóttir. Giöf Hvítabandsins til Dyngjunnar Á FYRSTA fundi Hvítabands- ins á þessum vetri var sam- þykkt að gefa 300.000 kr. til Dyngjunnar, áfangaheimilis fyrir konur sem lokið hafa áfengis- og vímuefnameðferð, til kaupa á gluggatjöldum, mottum, sængurfatnaði og handklæðum. Hvítabandið hefur styrkt Dyngjuna frá upphafi, en hún tók til starfa í apríl 1988 og var fyrsta áfangaheimilið á Islandi fyrir konur til að dvelja eftir vímuefnameðferð. Hvítabandið hefur verið einn sterkasti bakhjarl heimil- isins. Félagskonur saumuðu sjálfar sængurfatnaðinn sem notaður var við opnun Dyngj- Námstefna um vöru- stjórnun og skilvirka neytenda- svörun IÐNLÁNASJÓÐUR, Iðntækni- stofnun o g Samtök iðnaðarins standa fyrir námstefnu um vöru- stjórnun og Skilvirka neytenda- svörun (Efficient Consumer Re- sponse) fimmtudaginn 9. október á Hótel Loftleiðum kl. 12.30- 17.15. Frestur til að skrá sig á námstefnuna er til dagsins í dag. Tilefni námstefnunnar er nýtt verkefni í vörustjórnun fyrir ís- lensk iðnfyrirtæki þar sem meðal annars er lögð áhersla á: lækkun birgðakostnaðar, aukið upplýs- ingaflæði í vöruferlinu, hagnýtingu tölvutækni við stjórnun vöruflæðis, styttingu gegnumstreymistíma í framleiðslu, styttingu afgreiðslu- tíma og aukið afhendingaröryggi til viðskiptavina sem og aukinn veltuhraða fjármagns og aukið samstarf við birgja. Á námstefn- unni verður aðferðafræði skilvirkr- ar neytendasvörunar kynnt. Þessi aðferðafræði er sprottin upp úr rekstrarumhverfi, þar sem aukin áhersla er lögð á viðskiptavininn og þarfir hans og byggjast hug- myndirnar á hefðbundinni vöru- stjórnun þar sem meginmáli skipta samvinna fyrirtækja og skilvirkara flæði upplýsinga á milli þeirra að- ila sem vinna saman í vörukeðj- unni, samkvæmt því sem segir í fréttatilkynningu. Fyrirlesarar á námstefnunni eru: Bragi Hannesson, Iðnlánasjóði, Páll Kr. Pálsson, hagverkfræðingur, Ólafur Kjartansson, Samtökum iðn- aðarins, Ágúst Magnússon, Hús- gögnum og innréttingum hf., Snor- ri Sigurðsson, Sól-Víking hf., Ingi Þór Hermannsson, EAN á íslandi, Kristján M. Ólafsspn, Iðntækni- stofnun og Lárus Árnason, Vífil- felli. Námstefnustjóri er Thomas Möller, Olís hf. unnar. Líknarfélagið gaf heimilinu í nóvember 1988 peningasjóð sem gefinn var af Norðmönnum til Hvíta- bandsins til minningar um Ólafíu Jóhannsdóttur sem veitti forstöðu heimili fyrir utangarðskonur í Osló. Hvíta- bandið hefur gefið Dyngjunni ýmsa þarfa hluti og peninga gegnum árin. Frá árinu 1990 hefur Hvítabandið haft trún- aðarmenn til að líta til með Dyngjunni og nú er formaður Konunnar Hervör Jónasdóttir Hvítabandskona en núverandi formaður Hvítabandsins er Hildur G. Eyþórsdóttir. For- stöðumaður Dyngjunnar er Jóhannes Már Gunnarsson. Fyrirlestur um miðalda- sögu BRIAN Patrick McGuire, pró- fessor við háskólann í Hróars- keldu, flyt.ur opinberan fyrirlest- ur í boði heimspekideildar Há- skóla íslands stofu 101 í Odda v/Suðurgötu fimmtudaginn 9. október kl. 17.15. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og nefnist: „The difficult saint and his opponent: Bernard, Abelard, and Twelfth-century friendship". Brian Patrick Mc- Guire er prófessor í miðaldasögu við Roskilde Universitetscenter og mikilvirkur fræðimaður á því sviði. Hann er sérfróður um munka og lífsviðhorf þeirra á miðöldum. í fyrirlestri sínum mun próf. McGuire fjalla um fræga rimmu heilags Bernharðs frá Clairvaux, eins helsta andlega leiðtoga vest- rænnar kristni á 12. öld, og Abel- ards, umdeildasta heimspekings og guðfræðings sömu aldar, í ljósi samtímahugmynda um vin- áttu. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Rætt um vist- vænar bygg- ingar á mann- virkjaþingi MANNVIRKJAÞING 1997 verður að þessu sinni haldið fimmtudag- inn 23. október nk. á Grand Hót- el, Sigtúni 38, Reykjavík. Að þessu sinni verður megin- þema mannvirkjaþings vistvænar byggingar, en víða um heim er nú lögð stóraukin áhersla á vist- væna mannvirkjagerð og um- hverfismótun. Leitast verður við að varpa ljósi á stöðu mála hér á landi á þessu sviði og hvernig best má vinna að úrbótum. Erindi um konunga á miðöldum FÉLAG íslenskra fræða boðar til fundar með Ármanni Jakobssyni, íslenskufræðingi, í Skólabæ, Suð- urgötu 26, miðvikudagskvöldið 8. október kl. 20.30. Ármann nefnir erindi sitt: Einstaklingur og kon- ungur. Haraldur harðráði, Ólafur kyrri og konungsmynd íslenskra konungasagna. Meginviðfangsefni Ármanns verður hugtakið „konungsmynd" og hvernig notkun þess getur haft áhrif á túlkun frásagna í íslenskum konungasögum en einkum þar sem feðgarnir Haraldur harðráði og Ólafur kyrri koma við sögu. Hvað gerist þegar konungur neitar að taka við segli? Hver eru tengsl þess atviks og misheppnaðrar herf- arar Haralds harðráða til Englands árið 1066? Hvaða áhuga getur konungasagnaritari haft á karli sem þykist kunna krákumál? Allt þetta verður til umræðu í erindi Ármanns Jakobssonar. Eftir framsögu Ármanns verða almennar umræður. Fundurinn er öllum opinn. Váhrif, mikill missir og margfaldur PÁLL Eiríksson geðlæknir heldur erindi í Gerðubergi, Reykjavík, fimmtudagskvöld, 9. október, klukkan 20.00. Náttúruhamfarir á borð við snjóflóð og eldgos hafa svipt fjölda fólks hér á landi ástvinum, heimil- um og öðrum verðmætum. Per- sónubundin vá á borð við rán, nauðganir og sifjaspell geta ekki síður valdið váhrifum en stórkost- legar náttúruhamfarir. í fyrirlestri sínum mun Páll fjalla um váhríf, eða áfallastreitu, og afleiðingar þeirra. Til dæmis hvernig váhrif geta komið fram bæði andlega, lík- amlega og félagslega í lífi einstakl- ingsins. Fyrirlesturinn er öllum opinn, aðgangseyrir er 500 krónur. Fyrirlestur um matvælafræði HÉLENE L. Lauzon heldur fyrir- lestur um meistaraprófsverkefni sitt: Geymsluþol og mikilvægi ein- stakra örverutegunda í skemmd- arferli skrápflúru. Fyrirlesturinn er fimmtudaginn 9. október og er í stofu 158 í VR-II, byggingu verk- fræði-_ og raunvisindadeilda Há- skóla íslands. Hann hefst kl. 16.15 og er öllum opinn. í fyrirlestrinum verður fjallað um rannsóknir á geymsluþoli skráp- flúru við mismunandi geymsluskil- yrði. Beitt var skynmati til að ákvarða líftíma skrápflúru. Einnig voru gerðar örveru- og efnamæl- ingar. Rannsakað var mikilvægi einstakra örverutegunda sem valda skemmdum á þessari fisktegund. Leiðbeinandi Hélene Lauzon er Guðjón Þorkelsson lektor. Fyrirlestur um ímynd íþrótta FYRIRLESTUR um ímynd íþrótta á íslandi verður haldinn fimmtu- daginn 9. október í Lækjargötu- húsinu á Árbæjarsafni og hefst kl. 20.30. Fyrirlesari er Guðbrand- ur Benediktsson sagnfræðinemi. Fjallað verður um ímynd íþrótta á íslandi fyrr og nú og á umfjöllun sem íþróttir fá í fjölmiðlum. Sér- stök áhersla verður lög á þátt íþróttaljósmynda. Verkefni þetta var unnið sumarið 1997 á vegum Nýsköpunarsjóðs námsmanna og Árbæjarsafns. mÁ SAMEIGINLEGUM fundi skólastjóra á Suðurlandi með stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem haldinn var 6. október sl. var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Fundur stjórnenda grunnskóla á Suðurlandi með stjórn Samtaka sunnlenskra sveit- arfélaga haldinn á Selfossi mánu- daginn 6. október 1997 harmar að ekki skuli enn hafa náðst samn- ingar um kaup og kjör grunnskóla- kennara og skólastjóra og að hætta sé á verkfalli. Fundurinn hvetur því sáttasemjara og báða samn- ingsaðila til að nýta þann tíma af fremsta megni sem enn er til stefnu til þess að ná samningum þannig að komist verði hjá þeim ófarnaði sem óhjákvæmilega leiðir af verkfalli." ■ SAMTÖK forstöðumanna sundstaða á íslandi (SFSÍ) halda aðal- og haustfund sinn í Hótel Borgarnesi dagana 10.-11. októ- ber nk. Aðalmál þessa fundar auk aðalfundarstarfa verður markaðs- setning sundlauga og þjónustuhlut- verk þeirra en Jón Pálsson, rekstrarhagfræðingur, fjallar um þann málaflokk. Þá mun verða far- ið ítarlega í störf nefnda sem fjall- að hafa um endurskoðun á heil- brigðisreglugerð og um öryggismál sundstaða. Á fundinum munu nokkur fyrirtæki kynna vörur sínar sem tengdar eru rekstri sundlauga. Fundurinn hefst á föstudeginum kl. 10 og er ráðgert að honum ljúki á laugardeginum kl. 14.30. ■ MÓTMÆLAFUNDUR gegn viðskiptabanni Bandaríkjanna á Kúbu verður haldinn í Reykjavík á Ingólfstorgi miðvikudaginn 8. október kl. 17.30. Fundarstjóri verður Hafþór Pálsson, stjórnar- maður í Iðnnemasambandi Islands. Ávörp flytja Jón Thoroddsen, há- skólanemi, Steingrímur J. Sigfús- son, alþingismaður, og Anna Olafsdóttir Björnsson, sagnfræð- ingur. Gengið verður að sendiráði Bandaríkjanna við Laufásveg og ályktun afhent. Að fundinum standa félagasamtök og einstakl- ingar. ■ HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð frá Hafnar- húsinu kl. 20 miðvikudagskvöldið 8. október. Farið verður um Þing- holtin suður í Öskjuhlíð og skógar- götur gengnar niður í Nauthólsvík. Síðan með ströndinni og um Há- skólahverfið og Tjarnargötu til baka. Val um að fara með SVR á leiðinni. Allir eru velkomnir í ferð með HGH. ■ SÁLFRÆÐIÞJÓNUSTAN Blær gengst fyrir námskeiði næst- komandi fimmtudagskvöld. Nefnist námskeiðið Að elska og vera elskað- ur; Stefnumót fyrir pör á öllum aldri með sálfræðingunum Ingu Stef- ánsdóttur og Sigurði Ragnars- syni. Fjallað verður um ástina, væntingar, árekstra, sættir og hvernig má efla og styrkja para- sambandið. Leiðrétt Krabbameinsfélag Reykjavíkur í FRÉTT í Mbl. í gær var sagt frá nýráðnum framkvæmdastjóra Krabbameinsfélags Reykjavíkur, Guðlaugu B. Guðjónsdóttur. Var hún sögð framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags íslands en það er Ólafur Viggó Sigurbergsson. Beðist er velvirðingar á mistökun- um. Mynd féli niður í RÝNI Braga Ásgeirssor.ar um Rafskinnu féll niður mynd af Jóni Kristinssyni, Jónda. I rýni hans um Sigurð Guðmundsson, arkitekt, vantaði seinni tölustafinn í húsi Jóns Stefánssonar á Bergstaða- stræti sem Sigurður teiknaði en það er að sjálfsögðu nr. 74. í fimmtu línu þriðja dálks kemur fram orðið gróurfars en átti auðvitað að vera gróðurfars. Lesendur eru beðnir velvirðingar á mistökunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.