Morgunblaðið - 08.10.1997, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI569 UOO, SÍMBRÉF5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG RITSTJ@MBL.1S AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Davíð Oddsson svarar kröfu Kínverja vegna heimsóknar varaforseta Tævans
Akveðum vitaskuld sjálfir
hverjir koma til landsins
Eitt ráðuneyti þarf ekki aukafjárveitingu
Viðgerðir á Stjórnar-
ráði kosta 84 m.kr.
ÁÆTLAÐ er að framkvæmdir við
endurbætur á Stjórnarráðshúsinu
kosti 84 milljónir og er farið fram á
að Alþingi samþykki 60 milljóna
aukafjárveitingu til verksins á þessu
ári, í frumvarpi til fjáraukalaga sem
lagt var fram á Alþingi í gær.
Einnig er farið fram á 95 m.kr.
aukafjárveitingu til endurbóta á
sendiherrabústaðnum í Washington.
Fjáraukalög gera ráð fyrir að út-
gjöld ríkissjóðs á þessu ári verði
aukin um rúma 6,9 milljarða. Tekjur
aukast hins vegar um 4,7 milljarða.
Þá er gert ráð fyrir að fjárheimildir
fyrir rúman 1,1 milljarð verði færð-
ar yfir á næsta ár.
011 ráðuneyti nema sjávarútvegs-
ráðuneytið fara fram á aukafjárveit-
ingar. Mest fer til heilbrigðis- og
tryggingaráðuneytisins, tæpir 1,7
milljarðar, og fjármálaráðuneytis-
ins, tæpir 4 milljarðar. Einkum er
þar um að ræða ákvarðanir sem
teknar voru í tengslum við gerð
kjarasamninga og innlausn spari-
skírteina.
Umræða um frumvarp til fjár-
aukalaga fer fram á Alþingi á næstu
dögum. Sighvatur Björgvinsson,
formaður Alþýðuflokksins, kom inn
á frumvarpið í umræðum um fjár-
lagafrumvarpið í gær og gagnrýndi
harðlega aukafjárveitingar til for-
sætis- og utanríkisráðuneytisins.
Hann benti á að utanríkisráðuneytið
færi fram á 182 milljón króna auka-
fjárveitingu, þar af 40 milljónir til
almenns rekstrar.
Sighvatur benti einnig á að ákveð-
ið hefði verið án samráðs við Al-
þingi, að taka þátt í heimssýningu í
Lissabon, sem kostaði 20 milljónir á
þessu ári og 40 milljónir á næsta ári.
■ Heildarskuldir/6
Kínverjar aflýsa
viðskiptafundum
í Peking
KÍNVERJAR mótmæltu í gær
harðlega heimsókn Liens Chans,
varaforseta Tævans, hingað til
lands og krafðist Wang Jiangxing,
sendiherra Kína í Reykjavík, þess í
''•►yfirlýsingu að bundinn yrði endi á
dvöl hans hér á landi tafarlaust. Dav-
íð Oddsson forsætisráðherra sagði í
gærkvöldi að hann hefði skýrt
sendiherranum frá því að íslending-
ar hefðu stjórnmálasamband við
Kína en ekki Tævan og ríkisstjórnin
hefði engin áform um að breyta því.
Hins vegar ákvæðu íslendingar
sjálfir hverjir kæmu hingað til
lands.
Kínverjar aflýstu í gær einnig
tveimur viðskiptafundum, sem
-5*halda átti í Peking, vegna heim-
sóknar Liens.
Davíð kvaðst hafa gert Jiangxing
grein fyrir því að það væri íslend-
ingum illskiljanlegt að þessi heim-
sókn gæti haft svo alvarlegar afleíð-
ingar, sem Kínverjar gæfu opin-
skátt í skyn að kynnu að verða.
„Við ákveðum vitaskuld sjálfir,
þótt fámennir séum, hverjir koma
til landsins og hverjir ekki og það er
ekki hægt að beita okkur þrýstingi í
því,“ sagði forsætisráðherra eftir
tæplega tveggja klukkustunda við-
ræður, sem sendiherrann hafði ósk-
að eftir, í Ráðherrabústaðnum.
Davíð kvaðst gera ráð fyrir því að
eiga óformlegt spjall við Chan á
f Þingvöllum á morgun eins og fyrir-
hugað hefði verið. Bjóst hann við
því að þar yrðu á milli 12 og 14
manns, þar á meðal íslenskir aðilar
úr viðskiptum og ferðamálum.
I yfirlýsingu kínverska sendi-
herrans var sagt að íslensk stjóm-
völd hefðu sært kínversku þjóðina
með því að veita Lien vegabréfsárit-
un. íslendingum bæri að binda enda
_ Morgunblaðið/Kristinn
HEIMSOKN Liens Chans, varaforseta Tævans, hefur vakið hávær mótmæli kínverskra stjórnvalda. Lien
skoðaði í gær Gullfoss og Geysi. Hér sést hann kanna hitann á vatninu á hverasvæðinu við Geysi.
á heimsókn Liens tafarlaust eða til
vara að banna íslenskum embættis-
mönnum að ræða við hann. Ella
gæti heimsóknin haft „alvarlegar
afleiðingar“. Kínverjar líta á Tævan
sem uppreisnarhérað í Kína.
Jiangxing gerði Geir H. Haarde,
formanni utanríkismálanefndar Al-
þingis, einnig grein fyrir óánægju
kínverskra stjórnvalda í gær.
„Mér finnst þessi viðbrögð keyra
úr hófi fram miðað við það tilefni,
sem fyrir hendi er,“ sagði Geir. „Af
Islands hálfu hefur engin stefnu-
breyting orðið varðandi stjórnmála-
sambandið við Kína eða viðurkenn-
ingu á stjórnvöldum á Tævan.“
Stuðningur stjórnarandstöðu
Formenn stærstu stjórnarand-
stöðuflokkanna kváðust í gærkvöldi
þeirrar hyggju að kínversk stjórn-
völd hefðu brugðist of harkalega við
og studdu afstöðu stjórnarinnar.
Sighvatur Björgvinsson, formað-
ur Alþýðuflokks, lagði áherslu á að
Lien kæmi hingað í kynningarferð
og væri hvorki í opinberri heim-
sókn, né tekið á móti honum sem
um slíka heimsókn væri að ræða.
Margrét Frímannsdóttir, for-
maður Alþýðubandalagsins, sagði
að sér þættu Kínverjar fara offari.
Heimsóknin væri óopinber og ekki
ástæða til að gagnrýna forsætis-
ráðherra fyrir að ætla að hitta
Lien.
Kínverjar bjóða í skip
Viðskipti Islands og Kína hafa
aukist verulega á seinustu misser-
um. Kínversk skipasmíðastöð hefur
gert tilboð í smíði fullkomins ís-
lensks fiskiskips og er tilboðið
300-400 milljónum kr. lægra en til-
boð norskra og pólskra skipasmíða-
stöðva á sambærilegu skipi.
Beinn útflutningur sjávarafurða
til Kína hefur færst mjög í vöxt á
þessu ári en á fyrstu 8 mánuðum
ársins skilaði útflutningur til Kína
381 milljón kr. samanborið við 69
millj. á öllu seinasta ári. 1. október
sl. lækkuðu tollar á þeim sjávaraf-
urðum sem Islendingar selja til
Kína úr 30% í 15-20%, skv. upplýs-
ingum viðskiptaskrifstofu utanríkis-
ráðuneytisins.
■ Krefst þess/24
■ Nýsmíðar í Kína/5B
■ Stærsti fiskmarkaður/25
■ Forustugrein/24
EKKERT athugavert fannst við
skoðun á Super Puma þyrlu Land-
helgisgæslunnar, TF-LÍF, en at-
hyglimii var sérstaklega beint að
þeim atriðum sem talin eru hafa
valdið því að þyrla sömu tegundar
fórst undan Noregsströndum ný-
lega.
Að sögn Odds Garðarssonar, yf-
irflugvirkja hjá Landhelgisgæsl-
unni, er einkum talið að tvennt
hafi valdið þyrluslysinu í Noregi,
bilun á drifskafti og yfirsnúnings-
vara. Frönsku þyrluverksmiðjurn-
ar hafi í kjölfarið sent fyrirmæli
um hvernig ætti að skoða TF-LIF
og það hafi nú verið gert án þess
að neitt athugavert fyndist.
FLUGVIRKJAR Landhelgisgæslunnar að vinnu við TF-LÍF í gær.
Ekkert fannst að TF-LÍF
Samtök
um þjóð-
areign
fiskimiða
STOFNFUNDUR Samtaka
um þjóðareign, sem hafa á
stefnuskrá sinni að tryggja að
þjóðin öll njóti réttláts arðs af
sameign sinni, Islandsmiðum,
verður haldinn í kvöld.
I ávarpi frá stofnendum
samtakanna, sem birtist í
blaðinu í dag, segir að físki-
miðin séu að hverfa úr eign ís-
lensks almennings til kvóta-
eigenda þrátt fyrir þau
ákvæði 1. greinar laga um
stjórn íiskyeiða, að nytja-
stofnar á íslandsmiðum séu
sameign þjóðarinnar og að út-
hlutun veiðiheimilda sam-
kvæmt lögunum myndi ekki
eignarrétt eða óafturkallan-
legt forræði einstakra aðila
yfír veiðiheimildum. „Þetta
samræmist ekki hagsmunum
og réttlætiskennd þjóðarinnar
né hefð í nýtingu fiskimið-
anna,“ segir í ávai'pinu.
Spurning um
frelsi og réttlæti
„Sjálfstæðisbarátta 19. ald-
ar og sóknin til lýðveldis á
fyrri hluta 20. aldar var ekki
aðeins háð til að losna undan
erlendri áþján heldur einnig
til þess að losna undan sér-
drægu forréttindakerfi fyrri
alda. Frelsi, réttlæti og jafn-
rétti allra til atvinnu, búsetu,
menntunar og velsældar hafa
verið hornsteinar íslensks
samfélags. Með lögunum um
stjórn fískveiða er þeim hrófl-
að en höft, forréttindi, ójöfn-
uður og ranglæti sett í stað-
inn. Islendingar geta aldrei
unað slíku til langframa," seg-
ir í ávarpinu sem 46 einstak-
lingar undirrita.
Stofnfundur Samtaka um
þjóðareign verður haldinn á
Grand Hótel við Sigtún í
kvöld klukkan 20.30.
■Nyljastofnar á/11
Borgarráð
Húsa-
leigubæt-
ur verða
óbreyttar
BORGARRÁÐ hefur sam-
þykkt að greiðslum húsaleigu-
bóta verði haldið áfram á ár-
inu 1998.
I bréfi borgarstjóra til fé-
lagsmálaráðuneytisins er vís-
að til laga um húsaleigubætur
og að borgarráð samþykki
fyrir sitt leyti að halda
greiðslunum áfram frá því
sem nú er vegna ársins 1997 í
trausti þess og með fyrirvara
um að ákvæði gildandi laga
um skiptingu kostnaðar og
önnur ákvæði sem varðar
húsaleigubætur verði óbreytt
hvað varðar árið 1997.