Morgunblaðið - 08.10.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.10.1997, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ KitchenAid Draumavél heimilanna! Vegleg brúðargjöf! ísaumuð svunta með nöfnum og brúðkaupsdegi fylgir! 5 gerðir - margir litir 60 nra frábœr reynsla. 1 í í ffl* Einar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28 Tf 562 2901 og 562 2900 Brandtex fatnaður Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður Nýbýlavegi 12, sími 554 4433 FÓLK í FRÉTTUM HÁRGREIÐSLUSTOFAN SPACE BÖDDI og ÓIi Boggi eigendur hárgreiðslu- stofunnar Space. Morgunblaðið/Golli Fjölmennt RÚRÍ Eggerts- dóttir, Ólafur Run- ólfsson, Margrét Guðmundsdóttir, Perla Egilsdóttir og Hildur Erlingsdóttir skoðuðu nýju hár- greiðslustofuna. opnunarhóf HÁRGREIÐSLUSTOFAN Space opnaði á laugardag á Rauðarárstíg í sama húsnæði og Jói og félagar höfðu áður aðsetur sitt. Á milli fjög- ur og fimm hundruð manns mættu í opnunarhófið á laugardag en stofan hóf formlega starfsemi sína á mánudag. Pað eru þeir Böddi og Óli Boggi sem eru að opna sína fyrstu stofu saman en þeir hafa báðir unnið við iðnina í nokkur ár. „Við höfum aldrei unnið saman áður en við vor- um saman í skólanum á sínum tíma,“ sagði Böddi en þeir félagar hafa mikið tengst fegurðar- og fyr- irsætukeppnum. „Við höfum báðir greitt fyrir ungfrú ísland, ungfrú Reykjavík, Tunglkeppnirnar og Elite. Óli hefur mikið greitt fyrir myndatökur hjá blöðum og tímarit- um þannig að við höfum komið víða við.“ Böddi segir meginmarkmiðið vera að þjóna öllum viðskiptavinum af bestu getu og að enginn verði settur ofar en annar. „Það er mjög hörð samkeppni og miklar kröfur um að stofan sé flott og að þjónust- an sé fyrsta flokks," sagði Böddi. Hann segir þá félaga engu að síður fara út í samstarfið brosandi og fullfr af trausti og áhuga. „Við erum ekkert hræddir við samkeppnina. Við eigum okkar viðskiptavini og vonum að þeir fylgi okkur.“ Að sögn Bödda var nóg að gera á fyrsta degi stofunnar enda höfðu þeir félagar ekki sinnt hári í eina og hálfa viku. SVEINN Sveinsson, Ragnheiður Sigurðardóttir og Þórður Davíðsson mátuðu þurrkurnar í opnunarhófinu. Sýning World Press Photo á bestu fréttaljósmyndum ársins 1996 stendur yfir í Kringlunni frá 4. til 19. október. bmið og sjáið heiminn með augum bestu fréttaljósmyndara heims. Samhliða sýningunni eru um 30 ljósmyndir úr Myndasafni Morgunblaðsins til sýnis á 2. hæð. WORLD PRESS PH0T0 ERIC B0UVET, FRAKKLANDI, FYRIR VSD MAGAZINE „KLUKKUSTUND FVRIR V0PNAHLÉ, GR0ZNY, TSJETSJNÍU, ÁGÚST1996“ MYNDBÖND Vandræði í villta vestrinu Stórskyttan (The Cherokee Kld) Gamanmyiid ★'A Framleiðandi: Robert Forman. Leik- stjóri: Paris Barcley. Handritshöf- undar: Tim Kazurinsky og Denis DeClue. Kvikmyndataka: Jack Con- roy. Tónlist: Stanley Clarke. Aðal- hlutverk: Sinbad, Burt Reynolds, James Coburn, Ernie Hudson, Gregory Hines, A. Martinez. 90 mín. Bandaríkin. Bergvík 1997. Útgáfu- dagur: 16. september. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. HINN hávaxni gamanleikari Sin- bad hefur ekki verið mjög heppin með hlutverk á hvíta tjaldinu en myndir eins og „First Kid“ hafa svert orðstír hans sem gamanleik- ara. I þessum vestra reynir hann að snúa sér að sjónvarpsmyndaleik og leikur hann Isaiah Turner sem í barnæsku verður vitni að því að for- eldrar hans eru myrtir af fégráðug- um landeiganda (James Coburn). Átján árum síðar er landeigandinn orðinn að ríkisstjóra en Isaiah hefur engu gleymt og byrjar ferðalag sitt til heimabæjar illmennisins. I lok þess er hann orð- inn einn af ai- ræmdustu útlög- um villta vesturs- ins. Söguþráður þessarar myndar telst frekar dæmigerður fyrir hefndarvestra, sem voru vinsælir á 5. og 6. áratugnum, heldur en gamanmynd. Öll útfærslan er hins vegar gerð til að kitla hláturtaugar áhorfenda og tekst það aðeins í ör- fáum tilfellum. Það eru gamlingj- arnir sem eru sigurvegarar þessar- ar myndar því Burt Reynolds og James Cobum bjarga þvi sem bjargað verður með nærveru sinni. Reynolds er kostulegur sem stór- skrítinn einfari sem Isaiah kynnist á leið sinni og Coburn veit allt um það hvemig leika á illmenni. Sinbad er því miður alls ófyndinn gaman- leikari og hlutverk hans er ekkert sértstaklega vel skrifað. Tæknilega er myndin vel gerð og tónlistin er einnig áheyrileg, en innihaldið er ekki nægilega gott. Ottó Geir Borg Brúðhjón Allm boröbiíiidóui Glæsileg gjalavard Briiódrhjönd lislar Klvfry)y(V\V VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.