Morgunblaðið - 08.10.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.10.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1997 19 LISTIR Rollill, Phones saxófónkvartett með tónleika ÞAÐ verður leikið á fjóra saxó- fóna í Norræna húsinu sunnudag- inn 12. okt. kl. 16 þegar Saxófón- kvartettinn Rollin’ Phones heldur þar tónleika. Saxófónkvartettinn er eingöngu skipaður konum og þær eru Neta Norén barítonsaxó- fón, Tove Nylund sópransaxófón, Annica Ljungström tenórsaxófón og Kristin Uglar altsaxófón. Þær hafa allar tónlistina að aðalstarfi og hafa leikið með ýmsum tónlist- arhópum og sinfóníuhljómsveit- um. Tónlistin sem Rollin’ Phones flytur er fjölbreytt, og eru verk klassískra sem og yngri tónskálda meðal þess sem finna má á efnis- skránni auk dæjgurlaga og gam- alla slagara. A tónleikunum í Norræna húsinu má heyra Saxó- fónkvartett eftir Lárus Halldór Grímsson og verk eftir Alfred Descendos, Marie Samuelsson, Nils Lindberg og Dimitri Shos- takovich. Eftir hlé verður leikið á léttari nótum og leitað í smiðju bandarískra lagasmiða. Miðasala verður við innganginn. Rollin’ Phones hafa starfað saman frá 1986 og var 10 ára afmælinu fagnað með hátíðartón- leikum í Útvarpshúsinu í Stokk- hólmi. Þar lék saxófónkvartettinn verk sem voru sérstaklega samin fyrir hann, m.a. eftir Marie Samu- elsson, Gunnar Jansson og Mark Engebretson. Saxófónkvartettinn frumflutti verk eftir sænska tón- skáldið Gunnar Jansson með Sin- fóníuhljómsveitinni í Malmö, en tónskáldið tileinkaði kvartettinum verkið. Rollin’ Phones hafa fengið styrki frá ýmsum aðilum, m.a. frá Konunglegu sænsku tónlistaraka- demíunni og hefur það gert þeim kleift að panta ný verk fyrir kvartettinn hjá tónskáldum. Rollin’ Phones hafa haldið tón- leika um alla Svíþjóð, farið um Evrópulönd og tii Bandaríkjanna. Á sl. ári lék kvartettinn m.a. í Sýrlandi, Jórdaníu, Þýskalandi, Frakklandi, Belgíu og í Péturs- borg. Rollin’ Phones voru í för með sænsku konungshjónunum í opinberri heimsókn þeirra til Suð- ur-Afríku i febrúar sl. Fleiri tón- leikaferðir hafa fýlgt í kjölfarið á þessu ári, m.a. á alþjóðlega tónlist- arhátíð í Búdapest og í ferð til Japans til að kynna Stokkhólm sem menningarborg Evrópu 1998. Rollin’ Phones voru fulltrúar Sví- þjóðar á heimsmóti saxófónleikara í Valenciu á þessu ári, en áður höfðu þær stöllur verið fulltrúar lands síns í Japan og á Ítalíu. Saga um vináttu og lítið ljóð KVIKMYNÐIR Loftkastalinn VINÁTTA OG PORTÚGAL Hiifundur Vináttu: Mira Zukemiann. Höfundur Portúgal: Comelis Me- hlum. Stuttmyndir sýndar á Menn- ingardögum heymarlausra. TVÆR verðlaunastuttmyndir voru sýndar á Menningardögum heyrnarlausra í Reykjavík um sið- ustu helgi, Vinátta eftir Miru Zukerman og Portúgal eftir Corn- elis Mehlum, ásamt fleiri stutt- myndum eftir heyrnarlausa kvik- myndagerðarmenn víða um heim. Vinátta Báðar eru myndirnar norskar. Vinátta er lítil dæmisaga af tveimur vinstúlkum sem verða ósáttar um stund eftir að önnur þeirra heldur að hin hafi rænt frá sér fallegu hálsmeni. Þetta er barnamynd og Zukerman notar einfaldieika barnamyndarinnar til þess að skoða nærfærnislega kenndirnar sem bijótast um í stúlkunni er misst hefur menið, svikin sem hún upplifir og vina- missinn og tengir það sund- keppni, sem háð verður innan tíð- ar en báðar hafa stúkurnar hugs- að sér að hreppa sundbikarinn. Zukerman notar mikið drauma til þess að lýsa spennu þeirra og væntingum. Persónurnar tala ein- göngu saman á táknmáli heyrnar- lausra en talað er inná myndina fyrir þá sem heyra og stelpurnar, sem fara með aðalhlutverkin, ráða vel við þær tilfinningar sem ætl- ast er til að þær tjái. Vinátta er lítil snotur mynd sem sýnir að í raun fær ekkert eyðilagt góða vináttu. Portúgal Myndin Portúgal eftir Cornelis Mehlum er allt annars eðlis, svart/hvítt ljóð fullt af táknmynd- um sem byggja á stemmningu, úthugsaðri sviðsetningu, afstöðu persónanna, hreyfingu myndaváfc arinnar og lýsingu. Myndin ér einskonar ballett um ástina eða þrá mannsins til konunnar. Karl og kona liggja uppi í rúmi og hugsar hvort sitt. Myndavélin vík- ur aldrei frá rúminu en fer um það, upp og niður og til hliðar við það, tjöld blakta fyrir opnum glugga, það er heitt og á einum stað hverfur maðurinn úr líkama sínum og opnar áhorfandanum hugsanir sínar. Portúgal er listilega sviðsett stuttmynd, sem nýtir til fulls hið knappa form. Arnaldur Indriðason STEINAR WAAGE Mikið úrval af barnaskóm Domus Medica 551 8519 Kringlunni 568 9212 Verð: 3.495,- Tegund: Ciao Bimbi 359 Svart, rcjtt og hvítt leður í stærðum 23-30 Reuter Danae úr viðgerð JEVGENÍ Gersimov, yfirfor- vörður Hermitage-listasafnsins í Pétursborg ber saman ljósmynd af „Danae“, eftir hollenska end- urreisnarmálarann Rembrandt og verkið sjálft. Viðgerðum á því er nýlega lokið en það skemmd- ist mikið er litháískur maður gerði tilraun til að eyðileggja það árið 1985 og hellti yfir það sýru. Kemur listaverkið fyrir augu al- mennings að nýju í næstu viku. Unglinga- leikrit í Mosfellsbæ HÓPUR ungmenna úr Leikfélagi Mosfellssveitar frumsýnir föstu- daginn 10. október unglingaleikrit- ið „Svindlið“ eftir Patrik Bergner og Ursulu Fogelström. Leikstjóri er Guðjón Sigvaldason. Þessi sýning er liður í norrænu samstarfsverkefni sem hófst fyrir tveimur árum þegar hópurinn setti upp leikritið „Ævintýrið á harða diskinum" eftir Ólaf Hauk Sím- onarson, fór með það á leiklistarhá- tíð til Danmerkur, þar sem frum- sýnd voru unglingaleikrit eftir fimm norræna höfunda. Þar hrif- ust þau af sænska verkinu og ákváðu að taka það til sýningar. í kynningu segir: „Leikritið ger- ist í skólastofu þar sem nemendur í einum bekknum hafa verið lokað- ir inni vegna þess að einn þeirra hefur svindlað á lokaprófi. Ekki er vitað hver sá seki er en enginn fær að fara út fyrr en upplýst hefur verið um sökudólginn. Verk- ið fjallar um samskipti einstaklinga sem þurfa á mikilvægri stundu í lífi sínu að leysa vandamál í sam- einingu. Þetta skapar átök innan hópsins og fara einstaklingarnir misvel út úr þeim.“ Sýnt verður í Bæjarleikhúsinu, Mosfellsbæ, en ætlunin er að ferð- ast með sýninguna og er uppfærsl- an gerð með það í huga. '98 ðrg. Thomson - Teiefunken NV SENDING - FRÁBÆR GÆDI Thomson 21DS-70H 21" skjár Black OT/FST-myndlampi Nícam Stereo Texlavarp 2 Scart-tengi Timarolí Sjállviik stilling stöðva o.m.ll. Thomson VP-4701 5 hausa myndbandstæki Show View-upptaka High Speed Drive NTSC-alspilun LongPlay 2 Scart-lengi o.m.ll. Teletunhen DG-2560H 25" skjár Black lyiatrix-myndlampi Hicam Stereo Textavarp Tímaroli 2 Scart-tengi Sjálivirk stilling stöðva o.m.tl. Thomson 28 DT-65H 28" skjár Black FST-myndlampi Nicam Slereo 60 slöðva minni Textavarp, 2 Scart-tengi Timaroti, RCA-tengi Sjálfvírk slilling slöðva Telelunken DG-2860H 28" Skiár Black Malrlx-myndlampl Nicam Stereo Texlavarp 2 Scarl-tengi Tlmaroli Sjálfvirk stilling stöðva o.m.fl. Thomson 29 DT-65J 29" skiár Black ÐIVA-myndlampi Nicam Slereo 59 slöðva minnl Textavarp, 2 Scart-tengi Timaroli, RCA-tengi Sjállvirk stilling stöðva Thomson VP-2701 3 hausa myndbandstæki Show View-upptaka High Sgeed Drlve NTSC-alspllun 2 Scart-tengi o.m.ll. jJlíIHI Thomson VP-6751 6 hausa myndbandstæki Show View-upptaka High Speed Drive NTSC-alspilun LongPlay 2 Scart-tengi o.m.ll. Skiptioltl 19 Síml: 552 9800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.