Morgunblaðið - 08.10.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.10.1997, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Viðar Eggertsson leik- ur Drakúlu á írlandi Framúr- skarandi blóðsuga VIÐAR Eggertsson fær lofsamlega umsögn í dagblaðinu Irish Independ- ent fyrir leik sinn í „Drakúlu", sem nú er sýnt í RHA-leikhúsinu í Dyflinni á írlandi. Declan Jones skrifar í dómi, sem birtist í gær, að leikur Viðars hafi verið sterkur og hafi haft greinileg áhrif á áhorfendur. „Þegar íslenski leikarinn Viðar Eggertsson hlykkj- aðist um sviðið með margarma kert- astjaka með flöktandi ljósum í hendi (og sennilega í úrkynjaðasta fatn- aði, sem ég hef nokkru sinni séð) virtust nokkrir þeirra, sem sátu með mér í salnum, vera felmtri slegnir." Leikritið er sett þannig upp að áhorfendur eiga að elta leikendur og berst leikurinn um myrka ganga kastala Drakúlu, enska hafnarborg og blóði drifnar götur Lundúna. Seg- ir Jones að áhorfendur hafi fylgst með fullir athygli, sem hafi verið náð fram með „framúrskarandi leik, góðri lýsingu og hljóði og vilja áhorf- enda til að taka því, sem að höndum bar“. Síðar skrifar hann: „Leikurinn var stórkostlegur og voru Viðar Egg- ertsson í hlutverki Drakúlu og Derek Chapman í hlutverki Renfields sér- staklega áhrifaríkir. Textinn er fremur stirður og melódramatískur eins og nauðsyn krefur, en það hafði ekki áhrif á leikinn eitt augnablik. Þess vegna tókst að viðhalda heimi blekkingarinnar á meðan við vorum leidd úr einu herbergi í annað.“ Að endingu segir Jones lesendum sínum að drífa sig á Drakúlu: „Komi verkið ekki blóði þínu á hreyfingu ertu sennilega þegar dauður." Verkið verður sýnt í Dyflinni til 18. október. Islenski dans- flokkurinn flytur í Borgarleikhúsið SÍÐDEGIS í gær var undirritað- ur húsaleigu- og samstarfssamn- ingur milli íslenska dansflokks- ins og menntamálaráðuneytisins annars vegar og Leikfélags Reykjavíkur og Reykjavíkur- borgar hins vegar. Samningurinn er til 5 ára og hljóðar upp á rými í Borgarleik- húsinu undir aðalæfingasal flokksins, búningsherbergi og skrifstofur. Þá fær íslenski dans- flokkurinn 3 sýningar á ári { Borgarleikhúsinu, þar af tvær á stóra sviði leikhússins og verður önnur uppfærslan hluti af áskriftarkerfi hússins. íslenski dansflokkurinn hefur verið án fasts sýningarhúsnæðis frá því að hann flutti úr Þjóðleik- húsinu árið 1990. Samningurinn styrkir því starfsgrundvöll flokksins til muna og er lykil- þáttur í _ áframhaldandi þróun hans en íslenski dansflokkurinn á aldarfjórðungsafmæli á næsta ári. Katrín Hall listdansstjóri er að vonum ánægð með þennan áfanga í sögu íslenska dans- flokksins. Hún segir það ákveðin starfsgrundvöll fyrir flokkinn að hafa tryggingu fyrir þremur sýn- ingum á ári. „Fólk veit nú hvar okkur er að finna og æfingar geta farið fram á sama stað og sýningar. Þá sé ég fyrir mér samstarf dansflokksins og leik- félagsins við uppsetningar á sýn- ingum sem væru á beggja for- sendum. Þetta er merkur áfangi fyrir báða aðila og ég er sann- færð um að öll starfsemi í Borg- arleikhúsinu á eftir að eflast.“ Morgunblaðið/Golli FRÁ undirritun samningsins í Borgarleikhúsinu. Morgunblaðið/Ámi Sæberg TÓNLISTARFÓLKIÐ sem fram kemur á tónleikunum í Seltjarnarneskirkju í kvöld. Þrennir tónleikar á Norðurljósum 1997 FYRSTU tónleikar tónlistarhátíðar- innar Norðurljósa 1997 verða í Sel- tjarnarneskirkju í kvöld kl. 20.30. Fram koma Marta G. Halldórsdóttir sópransöngkona, Peter Thompkins sem leikur á barokkóbó, Sigurður Halldórsson sem leikur á barokks- elló og Anna Magnúsdóttir sembal- leikari en flutt verður tónlist eftir H. Purcell, A. Vivaldi, J.S. Bach, J.L. Krebs og M.A. Charpentier. Sunnudaginn 12. október kl. 20.30 verður Norðurljósum fram haldið í Þjóðminjasafni íslands en þar verður meðal annars leikin tón- list úr kvikmyndinni Allir heimsins morgnar. Flytjendur verða Camilla Söderberg blokkflautuleikari, Guð- rún Óskarsdóttir semballeikari og Snorri Öm Snorrason sem leikur á teorba. Lokatónleikar Norðurljósa 1997 verða haldnir í Langholtskirkju mið- vikudaginn 15. október, þegar heið- ursgestur hátíðarinnar að þessu sinni, breska sópransöngkonan Emma Kirkby, mun koma fram. Með Kirkby, sem kölluð hefur verið söngdrottning barokksins, leikur lútuleikarinn Anthony Rooley en í sameiningu starfrækja þau tónlist- arhópinn Concort of Musicke sem gefið hefur út fjölda geislaplatna. „Hér er um mikinn hvalreka fyrir Norðurljós að ræða,“ segir í kynn- ingu en á efnisskrá tónleikanna verða verk eftir Galilei, Monteverdi, Saracini, Strozzi, Piccinini, Cariss- imi, Lawes, Blow og Weldon. í tengslum við tónleikana mun Emma Kirkby efna til námskeiða með Master Class-sniði í íslensku óperunni þriðjudaginn 14. október og fimmtudaginn 16. október. Norðurljós er tónlistarhátíð til- einkuð tónlist fyrri tíma. Hátíðin hóf göngu sína fyrir þremur árum og hefur fjöldi tónlistarmanna kom- ið fram undir merkjum hennar, meðal annars hinn kunni hópur Sequentia, sem flutti hin fornu ís- lensku Eddukvæði í fyrra og hljóð- ritaði væntanlega geislaplötu í Skál- holtskirkju. Mynd úr hversdagslífinu LEIKUST Sunnudagslelkhúsiö BLÓM HANDA FRÚNNI Eftir Friðrik Erlingsson. Leikstjóri: Gísli Snær Erlingsson. í aðalhlut- verkum: Erlingur Gíslason, Benedikt Erlingsson og Glódís Gunnarsdóttir. Stjóm upptöku: Marteinn St. Þórs- son. Myndataka: Jón Víðir Hauksson, Gylfi Vilberg Árnason, Dana F. Jóns- son og Einar Páll Einarsson. Kvik- myndataka: Jón Víðir Hauksson. mjóð: Gunnar Hermannsson og Vil- mundur Þór Gíslason. Lýsing: Ámi Baldvinsson. Búningan Stefanía Sig- urðardóttir og Ingibjörg Jónsdóttir. Leikmynd: Olafur Engilbertsson. Tónlist: Ólafur Gaukur. Klipping: Gísli Snær Erlingsson og Marteinn St. Þórsson. Samsetning: Einar Stein- grímur Sverrisson. Ríkissjónvarpið, sunnudagur 5. október SÍÐASTLIÐIÐ sunnudagskvöld sýndi Ríkissjónvarpið nýtt íslenskt leikrit, hið fyrsta í röð fimmtán ís- lenskra leikrita sem sýna á í vetur undir heitinu Sunnudagsleikhúsið. Sýnd verða í bland ný leikrit og gömul verk úr safni sjónvarpsins. Framtakið ber að lofa, enda eru góð leikrit með besta sjónvarpsefni sem völ er á, eins og Bretar hafa manna best margsannað, og þessi þáttur íslenskrar menningar hefur lengst af verið vanræktur af sjónvarpi allra landsmanna. Fyrsta verkið í þessari leikritaröð nefndist Blóm handa frúnni eftir Friðrik Erlingsson, sem einna best er þekktur fyrir verðlaunaskáldsögu sína Benjamín dúfu. Leikritið er skrifað í raunsæjum stíl, fjallar um samskipti ungs manns (Benedikt Erlingsson) og aldraðs föður hans (Erlingur Gíslason) sem vistaður hefur verið á elliheimili og er við- skotaillur að flestu leyti, syni sínum, starfsmönnum heimilisins og öðrum vistmönnum til sárrar hrellingar. Á yfirborðinu er þetta einföld og al- kunn saga, en til hliðar við aðalsögu- þráðinn eru sagðar aðrar og örlaga- ríkar sögur sem auka verkinu dýpt. Erlingur Gíslason var sannfær- andi i hlutverki hins gamla leið- indapúka sem virðist eiga það eitt takmark í ellinni að gera syni sínum lífið leitt. Örlög hans þekkjum við vel úr nútímasamfélagi, þau eru örlög ótal margra af eldri kynslóð- inni á íslandi i dag. Starfi hans er lokið, hann er einmana, fínnst líf sitt einskis virði lengur og lítur á það sem rétt sinn sem gamalmennis að vera tillitslaus og sjálfselskur. „Þú veist ekkert hvernig það er að vera gamall," hreytir hann út úr sér við son sinn þegar sá síðamefndi kvartar yfir háttalagi hans. Persóna gamla mannsins er vel skrifuð, hegðun hans sveiflast á sannfær- andi hátt á milli skefjalausrar sjálfs- elsku annars vegar, sem lýsir sér í tillitslausri framkomu gagnvart öðr- um og háðslegum athugasemdum í garð sonarins, og hins vegar sjálfs- vorkunnar og augnablika þar sem einmanaleikinn og fánýtistilfinning- in eru í forgrunni. Benedikt Erlingsson gerir hlut- verki unga mannsins sömuleiðis góð skil. Hann er einhleypur og barn- laus, vill fá að „lifa sínu Iífi“ í friði fyrir nöldri og háðsglósum pabba gamla, en virðist þegar öllu er á botninn hvolft ekki hafa mikið að lifa fyrir. Hann húkir einn yfír sjón- varpinu á kvöldin (í félagsskap skjaldböku) og borðar tilbúna skyndirétti. Fljótlega kemur í Ijós að feðgarnir búa yfir reynslu sem litar allt líf þeirra beggja, og varðar dauða eiginkonunnar/móðurinnar. Sonurinn trúir því að móðir hans hafí dáið úr ættgengu krabbameini og að hann sjálfur muni hljóta sömu örlög og deyja ungur. Þessi vissa hans virðist hafa komið í veg fyrir að hann gefi sig að hinu kyninu; fínnst það ábyrgðarlaust að eignast fjölskyldu og deyja frá henni í blóma lífsins. Það má velta því fyrir sér hvort þetta sé ekki veikur hlekkur í upp- byggingu leikfléttunnar, því það er í sjálfu sér fremur ósennilegt að siíkur grunur um ótímabæran dauða geti stjórnað lífi manns á svo af- drifaríkan hátt. Það kemur hins vegar á daginn að hér hefur faðirinn brugðist syni sínum því hann hefur logið að honum um andlát móður- innar. Hún reynist hafa fyrirfarið sér en ekki dáið úr krabbameini, og þegar sannleikurinn kemur í ljós verða hvörf í lífi sonarins sem sér allt í einu möguleika á hamingju- ríkri framtíð. Hann lætur því verða af því að bjóða út ungri hjúkrunar- konu sem annast föður hans (eða er hún læknir? Búningur hennar gæti bent til þess, en störf hennar benda til þess að hún sé hjúkrunar- kona) og þegar hún þiggur boðið er gefið fyrirheit um batnandi tíma og innihaldsríkara líf sonarins í framtíðinni. Glódís Gunnarsdóttir leikur hjúkrunarkonuna ungu á eðlilegan og átakalausan hátt og er ljóst að þar fer sjálfstæð kona sem lætur engan vaða yfir sig. Ágætlega tekst einnig að sýna gagnkvæman áhuga hennar og sonarins, sem gefur fyr- irheit um upprennandi ástarsam- band. Lok leikritsins benda til nýs upphafs í lífi sonarins og markast það á táknrænan hátt af dauða föð- urins. Hér að ofan sagði ég að Blóm handa frúnni væri að uppbyggingu raunsætt og einfalt í byggingu. Það lýsir kunnuglegum aðstæðum sem auðvelt að samsama sig með og þrátt fyrir einfaldleikann fjallar það um stórar tilvistarlegar spurningar. Umgjörð verksins, búningar og leik- mynd styðja hina einföldu og raunsæju mynd. En kannski er sá texti sem verkið samanstendur af full átakalítill til að skáldskapargildi verksins rísi yfír meðalmennskuna að einhveiju marki. En ef ætlunin hefur verið að bregða upp raun- særri mynd af hversdagsleikanum er tilgangnum náð og sem sjón- varpsefni var leikritið ágætis af- þreying. Gísla Snæ Erlingssyni leikstjóra og Marteini St. Þórssyni, sem stjórn- aði upptöku, tekst vel að raða sam- an atriðunum í heilsteypta mynd- ræna frásögn sem er ágætlega fjöl- breytt, með inni- og útitökum í bland, og er það góð tilbreyting frá þeim sið að taka leikrit upp „á sviði“ með „stöðugum" myndatökum, eins og sést hefur í upptökum á leikhús- verkum (á báðum sjónvarpsstöðv- um) síðastliðin misseri (þótt slíkar upptökur séu góðra gjalda verðar ef vel er að staðið). Það verður spennandi að fylgast með framhaldinu á sunnudagsleik- húsi sjónvarpsins, sem vonandi verð- ur eins fjölbreytt og verkin eru mörg. Soffía Auður Birgisdóttir Andófs- menní torfkofum Á 95 ára afmælisári Halldórs Lax- ness hefur verið efnttil margvíslegr- ar umijöllunar um skáldið og verk hans á vegum Vöku-Helgafells og Laxnessklúbbsins. Þar á meðal er röð fyrirlestra í Norræna húsinu. Fimmtudaginn 9. október heldur Viðar Hreinsson bókmenntafræð- ingur fyrirlestur sem hann nefnir: íslenska akademían. Um andófs- menn í torfkofum í verkum Hall- dórs. Erindið hefst kl. 17.15, er öll- um opið og aðgangur ókeypis. Þetta er sjötti fyrirlesturinn sem efnt er til í tilefni af afmælisári skáldsins og hefur verið húsfyllir í öll skiptin. í fyrirlestri sínum mun Viðar ræða um það Iífsviðhorf í bókum Nóbelsskáldsins sem kenna má við uppreisnargjörn heilindi og birtist m.a. í smásögunni Fugl á garð- staumum. ■ ----» ♦ ♦-- Valerí Berkov gistir ísland HINN kunni rússneski norrænu- fræðingur og orðabókahöfundur, Valerí P. Berkov, er staddur hér á landi um þessar mundir ásamt konu sinni Svetlönu. Næstkomandi fímmtudagskvöld kl. 20 verða þau hjón gestir Félagsins MÍR í félags- heimilinu Vatnsstíg 10 og þar mun Berkov flytja spjall um ástundun norrænna fræða í Rússlandi og horf- ur á þessum sviðum fræðistarfa þar eystra í framtíðinni. Aðgangur öllum heimill meðan húsrúm leyfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.