Morgunblaðið - 10.10.1997, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Morgunblaðið/Ásdís
Vatnshjól úr Búrfelli
j &
Sjö Islendingar kenna við Oslóarháskóla
---------—--------—---—
Norðmönnum of-
býður kjör há-
skólamanna hér
Fundur um
samstarf
samtaka
atvinnu-
rekenda
SAMTÖK atvinnurekenda hafa
ákveðið að boða til fundar síðar í
þessum mánuði til að ræða skipu-
lag og verkaskiptingu samtaka
atvinnulífsins. í viðræðunum taka
þátt Vinnuveitendasamband ís-
lands og aðildarfélög þess og einn-
ig hefur Vinnumálasambandinu og
Verslunarráði íslands verið boðið
til viðræðnanna.
Verslunarráði og VMS
boðin aðild
Innan VSÍ hefur um nokkurt
skeið átt sér stað umræða um
skipulag sambandsins. Aðilar að
sambandinu eiga stór samtök at-
vinnurekenda eins og Samtök iðn-
aðarins, LÍÚ og Kaupmannasam-
tökin, en einnig eiga ajlmörg fyrir-
tæki beina aðild að VSÍ. Að margra
mati er þörf á að endurskoða þetta
skipulag. '
Umræður hafa einnig farið
fram um að sameina öll samtök
atvinnurekenda í ný samtök. Ekki
liggur fyrir af hálfu allra aðila
hvort vilji er til þess að fara út í
slíkar sameiningarviðræður.
Reiknað er með að það skýrist á
fundi formanna samtaka atvinnu-
rekenda síðar í þessum mánuði
hvort formlegar viðræður verða
teknar upp um stofnun nýrra at-
vinnurekendasamtaka eða hvort
viðræðurnar miða að því að endur-
skoða skipulagið- og skýra verka-
skiptingu samtakanna.
TÓMAS Tómasson veitingamað-
ur hyggst opna veitingastað í
Austurstræti 9 þar sem verslun
Egils Jacobsen var áður til húsa.
Borgarráð hafði áður synjað um
leyfi til vínveitingarekstrar í húsinu,
Jóhann einn
í efsta sæti
á Norður-
landamótinu
JÓHANN Hjartarson er einn í efsta
sæti Norðurlandamóts Visa í skák
með tvo vinninga af tveimur mögu-
legum eftir að hann vann hinn fær-
eyska Nilsson í annarri umferð
mótsins í gær.
Hannes Hiífar Stefánsson tapaði
fyrir danska Norðurlandameistar-
anum Curt Hansen. Hansen er ann-
ar með 1,5 vinninga.
Jafntefii varð hjá Helga Áss
Grétarssyni og Dananum Schan-
dorff; Þresti Þórhallssyni og Johnny
Hector frá Svíþjóð; Westerinen frá
Finnlandi og Tisdall frá Noregi.
Djurhuus frá Noregi og Ákeson frá
Svíþjóð og Gausell frá Noregi og
Hillarp-Persson frá Svíþjóð skildu
einnig jafnir.
Þriðja umferð verður tefld í dag.
■ Jóhann og Hannes/43
VATNSHJOL úr hverfli í Búr-
fellsstöð hefur verið sett upp við
álverið í Straumsvík. Hjólið hefur
verið í notkun síðan 1969 þegar
stöðin var gangsett og má því
segja að það hafi þjónað ÍSAL frá
en samþykkti síðan á fundi sínum
sl. þriðjudag að leggjast ekki
gegn vínveitingaleyfi fyrir veit-
ingastaðinn. Borgaryfirvöld
höfðu áður tekið þá afstöðu að
veita ekki ný vínveitingaleyfi
meðan unnið væri að stefnumót-
un í þessum málum.
I samþykkt borgarráðs segir m.a.
að unnið sé að þróunaráætlun fyrir
micjborgina á vegum borgarinnar.
Gert sé ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki
um næstu áramót og í kjölfar þess
verði hægt að taka heildstæðar á
málefnum miðbæjarins en gert hafi
verið til þessa. Nauðsynlegt sé að
fyrir liggi stefnumótun um af-
greiðslutíma vínveitingahúsa og af-
greiðslu umsókna um leyfi til veit-
ingarekstrar og vínveitinga.
Aðlögunartími gefinn
„Út frá jafnræðissjónarmiðum tel-
ur borgarráð rétt að gefa húseigend-
um og rekstraraðilum ákveðinn að-
lögunartíma og mun því ekki mæla
með veitingu nýrra leyfa meðan unn-
ið er að stefnumótuninni, eða frá 1.
janúar næstkomandi og þar til hún
hefur verið samþykkt af borgarráði.
Umsóknir sem berast borgarráði til
31. desember verða afgreiddar með
hefðbundnum hætti. Með tilvísun til
framanritaðs leggst borgarráð ekki
gegn veitingarekstri í húsinu nr. 9
í Austurstræti enda verði skilyrðum
fullnægt og tekið verði tillit til
verndunarsjónarmiða samkvæmt
ábendingum borgarminjavarðar,"
segir í samþykkt borgarráðs.
upphafi eða þar til í sumar þegar
skipt var um hjól. Að sögn Þor-
steins Hilmarssonar upplýsinga-
fulltrúa Landsyirkjunar stendur
til að afhenda ISAL lijólið í tilefni
stækkunar á álverinu.
DRENGUR á reiðhjóli varð
fyrir bíl á mótum Háaleitis-
brautar og Miklubrautar á átt-
unda tímanum í gærkvöldi.
HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær Mos-
fellsbæ til, að greiða unglingsstúlku
300 þús. kr. skaðabætur þar sem
barnaverndarnefnd bæjarins hafi
framlengt frelsisskerðingu stúikunn-
ar og vistun á Unglingaheimili ríkis-
ins með ómarkvissum hætti og leng-
ur en nauðsyn bar til.
Afskipti barnaverndarnefndar af
heimili stúlkunnar áttu m.a. rætur
að rekja til þess að hún hafði verið
misnotuð kynferðislega af eldri bróð-
ur. Var stúlkan vistuð fyrst á barna-
deild Hringsins og síðan á Unglinga-
heimili ríksins þar sem hún var frá
því í október og fram í janúar árið
1993. Fram kemur í dóminum að
stúlkan og foreldrar hennar hafi
FJÓRIR íslendingar starfa nú
semprófessorar í fullu starfi
við Óslóarháskóla, auk þess
sem einn er í svokallaðri fimmt-
ungsstöðu, einn dósent og einn
sendikennari.
Helgi Haraldsson, prófessor
í rússnesku, hóf störf við há-
skólann fyrir rúmum tveimur
áratugum. Þar var þá fyrir
Friðrik Þórðarson, prófessor í
klassískum málum, sem enn er
starfandi. Á allra síðustu árum
hafa bæst í hópinn þeir Eyjólfur
Kjalar Emilsson, prófessor í
heimspeki og Kjartan Ottósson,
prófessor i íslensku. Auk þeirrá
er Helgi Björnsson jöklafræð-
ingur í fimmtungsstöðu pró-
fessors. Þá er Jón Viðar Sig-
urðsson dósent í sagnfræði og
Þórir Óskarsson sendikennari í
íslensku. Helgi segir að aldrei
áður hafi svo margir Islending-
ar kennt við Óslóarháskóla.
„Það er vel að okkur búið í
Ósló,“ segir Helgi í samtali við
Morgunblaðið. Hann kveðst
hafa prófað að starfa við Há-
skóla íslands í þrjú misseri.
„Ég kunni svo sem ágætlega
við það en fjölskyldunni leist
ekkert á þau kjör sem þar buð-
ust og þegar fram í sótti var
það of vandasamt og kostnað-
arsamt að halda heimili í
tveimur löndum. Þegar útséð
Hann var fluttur á sjúkrahús
til athugunar, en að sögn lög-
reglu voru meiðsli hans ekki
talin alvarleg.
sýnt sterka andstöðu við áframhatd-
andi vist hennar á Unglingaheimili
ríkisins og sýnt þyki að foreldrarnir
hafi verið reiðubúnir að hlíta eftirliti
og fyrirmælum barnaverndarnefnd-
arinnar kæmi stúlkan heim.
Unglingaheimilið hafi ekki verið
vel fallið til langrar vistunar fyrir
hana, að mati Hæstaréttar, en lengri
vistun þar hafi orðið að byggjast á
traustum grunni og markvissum
áætlunum en um slíkar áætlanir um
meðferð hennar hafi ekki verið að
ræða. Sú ákvörðun barnaverndar-
nefndar að framlengja frelsisskerð-
ingu stúlkunnar og vistun á Ungl-
ingaheimilinu, hafi verið ómarkviss
og gengið lengra en nauðsyn bar til.
var um það að fjölskyldan vildi
koma með til íslands sneri ég
aftur til Noregs. Og satt að
segja ofbýður nú Norðmönnum
þegar þeir heyra um launakjör
íslenskra háskólamanna," seg-
ir Helgi.
Starfskraftar nýttust betur
ef grunnkaup yrði hækkað
Sem dæmi um launamuninn
nefnir hann að fyrstu mán-
aðarlaunin sem hann hafi feng-
ið greidd frá Háskóla íslands
árið 1990 hafi verið nokkurn-
veginn nákvæmlega 50% af því
sem hann fékk útborgað fyrir
mánuðinn áður í Noregi. Hann
tekur fram að að vísu hafi það
hlutfall þó batnað lítillega síð-
ar.
„Á íslandi hafa menn öll
spjót úti til þess að verða sér
úti um aukapening og það þýð-
ir að mikill hluti af vinnutíman-
um fer í alls konar útreikn-
inga. Þetta verður til þess að
flestum tekst að auka talsvert
við grunnkaupið en þetta
sleppur maður við hérna. Og
ég er raunar alveg viss um að
ef grunnkaupið yrði hækkað
og aukagreiðslurnar afnuindar
myndu starfskraftar manna
nýtast mun betur, án þess að
það kostaði meira," segir
Helgi.
Ólögmæt
nýtingá
hönnun
HÆSTIRÉTTUR dæmdi í
gær mann, sem gerði í heim-
ildarleysi póstkort úr myndum
sem aðrir áttu höfundarrétt
að, til þess að greiða Mynd-
stefi, samtökum sem gæta
réttinda myndhöfunda vegna
birtingar á verkum þeirra,
105 þúsund krónur, auk máls-
kostnaðar.
Um var að ræða póstkort
samsett úr ljósmynd af Þing-
vallabænum, sem atvinnuljós-
myndari hafði tekið og notuð
var á umbúðir fyrir konfekt-
kassa frá Nóa-Síríus, Ijósmynd-
um á fimm frímerkjum sem
gefm voru út í tengslum við
þjóðhátíðina 1994 og loks hinu
sérstaka þjóðhátíðarmerki lýð-
veldishátíðarinnar 1994.
Frímerki njóta
höfundarréttar
I dómi Hæstaréttar frá í
gær segii- að ljósmyndin af
Þingvallabænum sé afrakstur
listrænnar sköpunar og háð
höfundarrétti. Sama eigi við
um lýðveldishátíðarmerkið.
Frímerkin séu einnig árangur
andlegrar sköpunar sem beri
vott um einstaklingsbundin
höfundareinkenni. Höfundar-
réttur frímerkja takmarkist af
því að þau hafi öðru fremur
hagnýtt gildi óháð listrænu
gildi. A póstkortinu umdeilda
hafi frímerkin hins vegar ekki
verið nýtt með skírskotun til
hins hagnýta gildis heldur til
að skapa hluta af myndrænni
heild og sé slík notkun háð
höfundarrétti.
Ný vínveit-
ingaleyfi veitt
til áramóta
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Drengur á reiðhjóli fyrir bíl
Dæmdar bætur fyrir
frelsissviptingu